Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 Minning: Elín Anna Sigurðar- dóttir heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur í gær var lögð til hinztu hvílu Elín Anna Sigurðardóttir, hjúkr- unarkona, en hún lézt í Landspít- alanum 20. september sl. Útför hennar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Elín, eða Ella eins og við vorum vön að kalla hana, var fædd á Litlu-Giljá í Húnaþingi 24. október 1929. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Sigurðardótt- ir og Sigurður Jónsson, bóndi á Litlu-Giljá. Á Litlu-Giljá ólst Ella upp í stórum og glaðværum systkina- hópi, en alls voru þau systkinin 10. Úr föðurgarði hefur hún eflaust tekið með sér þá þéttu, hlýju og smitandi kímnigáfu, sem hún var gædd í svo ríkum mæli. Leið Ellu, eins og svo margra, lá til náms í Reykjavík og útskrifaðist hún sem hjúkrunarkona frá Hjúkrunar- kvennaskóla íslands vorið 1953. Það sumar vann hún sem hjúkr- unarkona bæði hér í Reykjavík og á Blönduósi, en hélt síðan til Noregs og Danmerkur þar sem hún starfaði á barnadeild ríkis- spítalans í Kaupmannahöfn og barna- og handlækningadeild rík- isspítalans í Osló. Ella kom heim til íslands haust- ið 1955 og hóf þá störf á Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík. Strax árið eftir hélt hún þó aftur til Noregs og nú til framhalds- náms í heilsuvernd við Statens Helsesösterskole í Osló. Að loknu námi þar kom hún á ný til starfa á Heilsuverndarstöðinni, þar sem hún vann síðan sitt ævistarf. Fyrstu árin starfaði hún í ung- barnaeftirlitinu og var hennar starfssvæði m.a. í Vesturbænum og Langholtshverfinu. Hún hafði mikla ánægju af þessu starfi og var auk þess vel hæf og ágætlega menntuð til starfans. Sumarið 1965 tók hún síðan við starfi yfirhjúkrunarkonu á barna- deild Heilsuverndarstöðvarinnar. Það starf vann hún á sinn lát- lausa, en örugga og ákveðna hátt, þannig að samstarfsmenn og aðr- ir, sem til þekktu, fundu og vissu, að starfið var í öruggum höndum og vel borgið. Starfi sínu sem yfirhjúkrunarkona gegndi Ella til dauðadags. Ella giftist eftirlifandi manni sínum, Ólafi H. Óskarssyni, skóla- stjóra, 26. ágúst 1961. Það reyndist farsælt skref, sem þá var stigið og á heimili þeirra hefur alltaf verið gott að koma. Gestrisni og hlýja húsráðenda var þannig, að ekki þurfti að segja, að maður væri velkominn. Maður vissi það og fann. Landamæri lífs og dauða geta verið óskýr á marga vegu. Þeir, sem eru okkur horfnir, eru samt áfram hjá okkur í minningunni. Ella var í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinabörnum hennar og öll eigum við okkar góðu minn- ingar um hana. Mínar eru sumar frá því að ég var lítill drengur og sumar því e.t.v. svolítið óskýrar, en aðrar frá seinni tímum og því í fersku minni. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að vera þess virði, að þær séu geymdar og þeirra vel gætt. Það var alltaf jafngott að leita til Ellu. Hún hafði alltaf tíma til að ræða við „smáfólk" jafnt og þá, sem stærri voru. Hún reyndist sönn frænka — og eins og frænkur eiga að vera. Mannkostir hennar birtust víð- ar en í frændgarði. Skapgerð hennar og öll framkoma var þann- ig, að það hlaut að vekja virðingu og traust þeirra er til þekktu. Hún breytti samkvæmt sinni sannfær- ingu, var sjálf heiðarleg og ætlað- ist til þess sama af öðrum. Hún var vinur vina sinna og brást ekki því trausti, sem henni var sýnt. Fyrir allnokkrum árum varð hún vör við þann sjúkdóm, sem síðar varð hennar banamein. Sjálfsagt hefur hún sjálf vitað manna bezt að hverju stefndi, en sjúkrasaga hennar var sannkölluð hetjusaga. I veikindunum sannaði hún, að hún var sú sem við héldum hana vera. Allt til hinztu stundar hélt Ella reisn sinni og stolti og fyllti okkur, sem fannst við eiga eitthvað í henni, einnig stolti. Ævi hennar er nú öll, en minningin lifir, því: „... orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan of getr.“ Blessuð sé minning hennar. Ólafi frænda vottum við samúð okkar og biðjum styrks á sorgar- stundu. Guðmundur Stefánsson og fjölskylda. Elín Anna Sigurðardóttir, heilsuverndarhjúkrunarfræðing- ur, lézt á Landspítalanum, laugar- daginn 20. september, árla morg- uns. Hún fæddist að Litlu-Giljá, Sveinsstaðahreppi í Austur- Húnavatnssýslu og var dóttir Sig- urðar Jónssonar, bónda þar, og konu hans, Þuríðar Sigurðardótt- ur. Elín Anna lauk námi við Hjúkr- unarskóla íslands árið 1953 og stundaði framhaldsnám í heilsu- vernd við Statens Helsesöster- skole í Osló 1956—57. Hún gerðist starfsmaður barnadeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur 1. október 1955, en tók við stjórn deildarinnar tæpum 10 árum síðar 1. júní 1965. Við Elín Anna störfuðum hlið við hlið frá árinu 1961 og þekkt- umst því náið. Sumu fólki er í blóð borið að vera leiðtogar og Elín Anna Sigurðardóttir var tvímæla- laust ein í þeim hóp. Samt var henni lítt um það gefið að hafa sig í frammi, heldur einkenndist fas hennar af kyrrlátri festu. Það var í raun oft auðvelt að gleyma nærveru Elínar önnu Sigurðar- dóttur, en fjarveru hennar gleymdi enginn. Vantaði hana á vinnustað, þótt ekki væri nema einn dag, fundu það allir. Eitthvað mikilvægt vantaði. Elín Anna Sigurðardóttir stóð ekki einungis föstum fótum í tilverunni, heldur varð hún ósjálfrátt rótfesta alls og allra, sem umhverfis hana voru, því að sjálf átti hún rætur, sem stóðu af sér alla storma og sviftivinda. Þær rætur áttu festu sína í því, að Elín Anna var algjörlega sönn í eðli sínu og sjálfri sér samkvæm, hvað sem á dundi. Öll tilgerð og sýndar- mennska voru fjarri eðli hennar. Hún var sannur vinur vina sinna og ávallt reiðubúin að rétta þeim hjálparhönd, sem illa urðu úti á ólgusjó lífsins. Þess vegna gramdist henni ein- læglega, hvenær sem henni sýnd- ist grunnhyggni vera látin ráða ríkjum í mikilvægum málefnum og var svarinn óvinur hugmynda- leikja í átökum við alvöru lífsins. Hún var of kunnug bakhliðum tilverunnar til að gæla við skemmtilegar hugmyndir á kostn- að raunveruleikans. Þó var Elín Annna Sigurðar- dóttir gæfukona í einkalífi sínu. Hún var alin upp við ástríki foreldra og systkina og hún eign- aðist lífsförunaut eins og þeir gerast beztir, er hún gekkk að eiga Ólaf H. Óskarsson, þáverandi kennara og núverandi skólastjóra. Þau hjón voru óvenjulega sam- hent og studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Missir Ólafs er þungur og vil ég votta honum innilega samúð. Elín Anna vissi vel, að hún átti ekki langt líf fyrir höndum. En fyrir hvern þann, sem stendur skyndilega og óumflýjanlega and- spænis dauðanum, öðlast lífið sjálft nýtt og áður óþekkt gildi. Það eitt að fá að vera til verður óumræðilega mikils virði — hvert augnablik, gott eða vont, ómetan- legt. Sá lífskraftur, sem blómstrar þannig í skugga dauðans og ef til vill einungis þar, geislaði út frá Elínu Önnu síðustu árin þrátt fyrir þjáningar og erfiðleika, til ómældrar blessunar fyrir hana sjálfa og alla, sem móttækilegir eru fyrir þannig áhrif á annað borð. Og þau lifa og lifa sterkt í hjörtum hinna mörgu, sem þótti vænt um allt, sem gerði Elínu Önnu að Elínu Önnu, til styrktar okkur öllum sem eftir lifum og glímum við tóm í sálinni. Halldór Hansen, yfirlæknir harnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. í byrjun janúar 1950 hittumst við á 4. hæð Landspítalans, sund- urleitur hópur ungra stúlkna, hvaðanæva að af landinu. Allar höfðum við sameiginlegt mark- mið, að verða hjúkrunarkonur. Smám saman varð þessi hópur tengdur sterkum böndum, sem helst mætti líkja við fjölskyldu- bönd stórrar fjölskyldu. Fyrst í skólanum og síðar eftir að við útskrifuðumst, höfum við alltaf haldið hópinn, hist í saumaklúbb- um, haldið upp á starfsafmæli og önnur tilefni. Þess vegna varð okkur mjög brugðið, þegar við fréttum lát einnar úr hópnum, Elínar Önnu Sigurðardóttur, heilsuverndarhjúkrunarkonu. Við vissum allar að Elín var veik, en hún sýndi svo mikinn kjark og æðruleysi í veikindum sínum, að erfitt var að átta sig á hversu langt leidd hún raunverulega var. Og nú er höggvið skarð í hópinn. Elín var fædd 24. október 1929 að Litlu-Giljá í Austur Húna- vatnssýslu, dóttir hjónanna Þuríð- ar Sigurðardóttur og Sigurðar Jónssonar, sem þar bjuggu. Þar ólst hún upp í stórum og dugmikl- um systkinahóp. Tuttugu og þriggja ára gömul útskrifast Elín úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Sama ár lá leið hennar til Kaup- mannahafnar, þar sem hún var í eitt ár við framhaldsnám í barna- hjúkrun. Þaðan fer hún til Noregs og vinnur á handlæknisdeildum í eitt ár. Eftir heimkomuna hóf Elín störf við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, og vann þar síðan, lengst af sem deildarstjóri, að undanskildu einu ári, sem hún var við framhaldsnám í heilsuvernd í Osló. Árið 1961 giftist Elín Ólafi H. Óskarssyni, skólastjóra. Bjuggu þau sér fallegt og hlýlegt heimili í Reykjavík. Síðast kallaði Elín hópinnn saman, þá sárlasin, þegar ein af hollsystrunum, sem býr erlendis var stödd hér. Alltaf var jafn gaman að koma á heimili þeirra hjóna, enda voru þau mjög gest- risin og samhent. Á kveðjustund leita margar minningar á hugann. Oft var slegið á gleðinnar strengi, sungið og hlegið, en samt var alvara lífsins aldrei langt undan. Mikil reynsla var að kynnast sjúkdómum og ýmsum erfiðleik- um og ótrúlega mikil ábyrgð var lögð á ungar herðar. Má vera að þessi harði skóli hafi orðið til þess að Elín tók langvarandi veikind- um sínum með þvílíkri stillingu að margur fylltist undrun, og aldrei lét hún bilbug á sér finna. En ekki má gleyma því, að lífsförunautur hennar reyndist henni ómetanleg stoð og var við hlið hennar þar til yfir lauk. Er við lítum til baka, eru aðeins ljósar minningar um Ellu, holl- systur okkar, því henni fylgdi ávallt birta og hlýleiki. Hollsystur. í gær, þriðjudag, kvöddu ætt- ingjar og vinir Elínu önnu Sigurð- ardóttur, heilsuverndarhjúkrun- arkonu, en hún lést í Landspítal- anum, laugardaginn 20. september sl. Elín fæddist að Litlu-Giljá, Sveinsstaðahreppi, A-Hún. og voru foreldrar hennar Sigurður Jónsson bóndi þar og Þuríður Sigurðardóttir. Elín ólst upp í föðurhúsum í hópi 10 systkina en hélt síðan til náms í hjúkrunarfræðum sem hún stundaði fyrst í Hjúkrunarskóla íslands og síðan framhaldsnáms í Statens Helsesösterskole í Osló. Mestan hluta starfsævi sinnar var Elín heilsuverndarhjúkrun- arkona við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, og þegar hún féll frá hafði hún lengi verið deildarstjóri barnadeildar þeirrar stofnunar. Árið 1961 giftist Elín Ólafi H. Óskarssyni, skólastjóra. Voru þau hjón einstaklega samhent og höfðu búið sér myndarlegt heimili að Logalandi 16, Reykjavík, þar sem þau tóku ævinlega af alúð og mikílli gestrisni á móti ættingjum og vinum. Elín átti síðustu árin við erfiðan sjúkdóm að stríða, en mannkostir hennar, kjarkur og þrek duldist engum sem hana þekktu. Hún var heilsteypt, traust og ráðagóð í einu og öllu og hljóta þeir eigin- leikar að hafa notið sín vel í hjúkrunarstarfi hennar. Áhrifa heimahaganna gætti í fari hennar í ást hennar á landinu og náttúru þess og það var mjög ánægjuiegt að fá að vera með henni og ættingjum og vinum í gönguferð- um gönguklúbbsins, sem stofnað- ur var á heimili hennar og Ólafs árið 1968. Þau hjónin voru sérstaklega frændrækin og létu sér annt um hagi ættingja sinna. Það eru því margar yndislegar stundirnar með þeim hjónum sem rifjast upp þegar litið er til baka. Móðir mín og öll fjölskylda okkar, sem á þeim hjónum svo margt að þakka, minnast þessara stunda með þakklæti í huga og djúpum sökn- uði við fráfall Elínar. Stórt skarð er höggvið í ætt- ingjahópinn þegar mikilhæf og eftirminnileg kona sem Elín hverfur af sjónarsviðinu, langt fyrir aldur fram. Söknuður ætt- ingjanna er sár, en þó mestur missir eiginmannsins sem sér á bak lífsförunaut, sem hafði verið honum svo mikið. Á þessari stundu er okkur efst í huga innileg samúð og von um að algóður guð styrki Ólaf og alla ættingja þeirra í sárri sorg. Reynír G. Karlssson Stríðinu er lokið, góður vinur er horfinn. Elín Anna Sigurðardóttir, heilsuverndarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri við ungbarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur, lézt 20. þ.m. Elín var fædd 24. okt. árið 1929 að Litlu-Giljá, Sveinsstaðahreppi, A-Hún., dóttir Sigurðar Jónssonar bónda þar og Þuríðar Sigurðar- dóttur, en þau eru bæði látin. Elín ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt stórum systkinahópi. Hún lauk námi frá Hjúkrunar- skóla íslands árið 1953 og fram- haldsnámi í heilsuvernd frá Stat- ens Helsesösterskole, Osló, árið 1956. Hún starfaði við hjúkrun um tíma bæði í Danmörku og Noregi, en frá árinu 1955 starfaði hún við barnadeiid Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur allt til dauðadags. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ólafur H. Óskarsson, skóla- stjóri Valhúsaskóla, Seltjarnar- nesi, en þau giftust árið 1961. Minningarnar streyma fram, gáskafull skólaár, þó alvara lífsins væri ávallt á næsta leyti og blasti Tafl- og bridgeklúbbur Fimmtudaginn 25. september hófst keppni í aðaltvímenningi hjá félaginu. Keppt er í þrem 10 para riðlum. Meðalskor 108. Eft- ir fyrsta kvöldið er staða efstu para þessi. A. riðill 1. Bragi Björnsson — Þórhallur Þorsteinsson 122 2. Guðm. Eiríksson — Sigurður Steingrímsson 121 3. Óskar Karlsson — Guðm. Sigursteinsson 119 B. riðill 1. Jón Ámundason — Árni Magnússon 130 2. Kristján Lillendahl — Jón Ingibjörnsson 129 3. Rafn Kristjánsson — Birgir Þorvaldsson 122 D. riðill 1. Gissur Ingólfsson — Helgi Ingvarsson 127 2. Aðalsteinn Jörgensen Stefán Pálsson 125 3- Tryggvi Gíslason — Bernharður Guðmundsson 117 Úrslit í Firmakeppni T.B.K. urðu þessi: 1. Sláturfélag Suðurlands Bernharður Guðmundsson Júlíus Guðmundsson 2. Nýja Blikksmiðjan Baldur Ásgeirsson Zóphanías Benediktsson Brldge > Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON 3. Óskar og Bragi Bragi Jónsson Rafn Kristjánsson 4. Útvegsbanki íslands Jón Ámundason Árni Magnússon 5. Glóbus hf. Kristján Lillendahl Jón Ingibjörnsson Fimmtudaginn 2. október verður spiluð önnur umferð í aðaltvímenningskeppni hjá fé- laginu. Spilað verður í Domus Medica kl. 19.30. Spilarar mætið stundvíslega. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Síðasta miðvikudag var spilaður tvímenningur með Mitchell-fyrirkomulagi. 22 pör mættu til leiks. Urslit urðu þessi: Norður — Suður 1. Jón Hjaltason — Hörður Arnþórsson 397 2. Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 367 3. Högni Torfason — Steingrímur Jónasson 362 4.-5. Bjarni Sveinsson — Sigmundur Stefánss. 353 4.-5. Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 353 Austur — Vestur 1. Þorgeir Eyjólfsson — Björn Eysteinsson 423 2. Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 372 3. Sævar Björnsson — Guðmundur Auðunsson 368 4. Magnús Halldórsson — Halldór Magnússon 343 5. Sigríður Pálsdóttir — Jón Pálsson 334 Meðalskor var 330 stig I dag, miðvikudaginn 1. okt., hefst hausttvímenningskeppni B.R. Spilað er í Domus Medica og hefst keppni stundvíslega kl. 19:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.