Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 33
ffClk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 41 Krýningar- frétt ekki staðfest + AP-fréttastofan hefur sagt frá þvi. að hún hafi leitað staðfestingar á blaðaskrifum um að elsti sonur Reza Pahl- avis íranskeisara. sem lést i sumar. muni verða krýndur nú i haust. Fréttastofunni tókst ekki að fá fréttina staðfesta af nánum vinum keisarafjölskyldunnar. — Það var tímaritið „Október" í Kairo, sem birti þessa frétt og kvað krýningu keisarasonarins eiga að fara fram skömmu eftir að hann yrði tvítugur, en afmælisdagur hans er 31. okt. Hann heitir eftir föður sínum, Reza Pahlavi. Keisarafjölskyldan býr nú í stórri höll við Kairó, og er þar fjölmennt lífvarðalið og miklar öryggisráðstafanir vegna þess að fjölskyldan á stöðugt yfir höfði sér að útsendara Khom- einis beri þar að garði. Þurfi einhver fjölskyldumeðlimur að bregða sér út fyrir túngarðinn, er jafnan öflugur lífvörður sendur með hverjum og einum. „Ermarsunds- kóngui" + Maður nokkur i breska bænum Ipswich hefur hlotið sæmdarheitið „Ermarsunds- kóngurinn“ (lausl. þýtt). Fyrir skömmu synti hann yfir Ermarsund i tuttugasta skipt- ið, frá Dover-kletti yfir tii Frakklandsstrandar. — Hann gekk upp í fjöruna Frakklandsmegin sundsins eft- ir 15 stunda sund. En Bretinn, sem heitir Mike Read, er ekki fyrsti „Ermarsunds-kóngur- inn“. — Sá sem áður hafði hlotið titilinn er Desmond Renford, liðlega 53ja ára gam- al! Ástralíumaður, en hann hafði synt 15 sinnum yfir Ermarsundið, er hann dró sig til baka. Afsjónum i ráðherrastól + Þetta er tyrkneski flotafor- inginn. sem nú hefur sest i forsætisráðherrastólinn þar i landi, Bulent Usulu. — Hann er 57 ára að aldri og var áður aðmiráll tyrkneska flotans. Bianca ber- fætt á Kínamúr + Bianca Jagger, sem er mjög mikil f jölmiðlakona og fræg. — Hún var fyrir skömmu austur i Kina og þessi mynd er tekin af henni á Kinamúrnum. — Hún fór þangað austur með amerisk- um tiskuhönnuði Halston að nafni, og iiði hans. Vakti hún mikla athygli Kín- verja og ekki síst fyrir það að hún hafði gengið berfætt eftir Kínamúrnum og fólki orðið star- sýnt á meistaralega snyrtar tær. í hægri hendi hafði hún haldið á rauðum hælaháum skóm með svörtum doppum. — Hún hafði verið í þröngum leðurbuxum. — Allt þetta hafði vakið athygli Kínverjanna. — En á tískusýn- ingu, sem hún átti að taka þátt í í stórborginni Shanghai, ætlaði tískuhönnuðurinn að sýna sitt lítið af hverju úr tískuheiminum — aðeins silkifatnað. Sneri aftur eftir 20 ára hlé + Þessi aldraði maður var tal- inn hafa kvatt lífsstarf sitt fyrir um það bil 20 árum, eftir áratuga starf sem hann hlaut mikla frægð af og viðurkenn- ingu. — Þetta er ameríski kvikmvndaleikarinn James Cagney, en sérgrein hans í kvikmyndunum var eiginlega hlutverk töffarans. — Nú er Cagney 81 árs að aldri. — Hann tók að sér í sumar að leika í kvikmynd, sem gerð var í New York. — Myndin heitir „Ragtime". Þar leikur Cagney lögregluvarðstjóra. — Hér er hann í gerfi lögregluvarðstjór- ans í myndinni. Hálfir nautaskrokkar 1 fl. UN I verð innifaliö úrbeining, pökkun og merking. 2.689.- srking. 3.450.- Nautalæri 1. fl. UN I verð innifalió úrbeining, pökkun og merking. Nautaframpartar A AA4 1 fl. UN I verð faaU94i innifaliö úrbeining, pökkun og merking. Hálfir nautaskrokkar O QQH 2. fl. gæöaflokkur UN II verð LiOOUi" innifaliö úrbeining, pökkun og merking. Nautalæri 2 fl. gæöaflokkur UN II verð innifaliö úrbeining, pökkun og merking. 3.030.- Nautaframpartur 1 QRQ , 2 fl. gæðaflokkur UN II verð laOvOi innifaliö úrbeining, pökkun og merking. UN I er ungnautakjöt í 1. gæðaflokki, stærö 55—90 kg á hálfan skrokk. UN II er ungnautakjöt í 2. gæöaflokki, stærð 40—55 kg á hálfan skrokk. Ef kjötskrokkar eru teknir í heilu, óunnir, er veröiö 300 kr. ódýrari pr. kg. Hálfir svínaskrokkar tilbúnir í frystirinn verö 2.830.- Innifalin úrbeining. pökkun og merking. 10 kg nautahakk, Q AAA tilboösverð aðeins O ■ «UU ■ Skráö verö 5.724,- Notið þetta hagstæða verð, birgðir takmarkaðar. Opið föstudaga frá kl. 7—7 og laugardaga frá kl. 7—12. íÉí ‘HHT '-augalæk 2, sími 86511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.