Morgunblaðið - 01.10.1980, Page 36

Morgunblaðið - 01.10.1980, Page 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 vlfP MORödK/- KAFf/NO GRANI GÖSLARI '2íA(o Hann spyr hver pantaði fruskalæri? I>ú ert þó ekki í nýju lopapeysunni? j--------------- A Hvernig a Búddi að geta sótt skóla. ef hann fær ekki nægan nætursvefn? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fá spil eru svo einföld að ekki megi finna í þeim vanda eða að minnsta kosti umhugsunarefni. Sumir leysa viðfangsefnin í hvelli en aðrir þurfa að staldra við. athuga sinn gang og finna oft lausnina. Og flestir ættu að klára sig af spilinu í dag. Suður gjafari og austur-vestur segja alltaf pass. Norður S. KG42 H. K532 T. D8 L. D102 Austur S. D103 H. D96 T. 10632 L. 864 Vestur S. 876 H. G108 T. ÁG974 L. K3 Suður S. Á95 H. Á74 T. K5 L. ÁG975 Suður Norður 1 Grand 2 Lauf 2 Tíglar 3 Grönd Pass Útspil tígulsjö. Þegar spilið kom fyrir bað sagnhafi um tíguldrottn- inguna frá blindum, fékk slaginn og svínaði næst laufdrottningu. Vestur tók og var í dálitlum vanda staddur. Austur gat ekki átt tígulkónginn úr því hann lagði hann ekki á drottninguna. En átti suður kónginn blankann eftir eða ekki? Og kæmi kóngurinn ekki í ásinn þá hefði hann gefið sagn- hafa dýrmætan slag. Vitaskuld leysti vestur vandann og tók á ásinn, kóngurinn kom í og vörnin tók sína 5 slagi. Og í reynd hafði vestur j)ó ekki gert annað en að treysta makker sínum. Allt sem gera þurfti var að fylgjast með smáspilunum í tíglin- um. Austur hafði látið sexið undir drottninguna þannig, að sagnhafi sá ekki tvo lægri tígla. Og að láta óþarflega hátt spil í útspilslit makkers sýnir jú alltaf verðmæt spil í litnum og það gat ekki verið annað en fjórlitur í þessu spili. Og það þýddi, að suður hafði átt tvíspil og kóngurinn hlaut að koma. COSPER Hún er sú hörkubezta af öllum þeim hraðriturum, sem hér hafa unnið öll þessi ár, þó hún kunni ekki hraðritun! „Ilin ömurlegu vísindi“ og Cambridge-hópurinn Námsmaður i Bretlandi skrif- ar: „Það var ekki laust við að spennings gætti hjá mér, þegar ég sá, að á dagskrá sjónvarpsins mánudaginn 22. seþt. yrði heim- ildarþáttur um stefnu Margrétar Thatchers, forsætisráðherra Bret- lands. Þar sem stefna Thatchers, sem byggð er á kenningum Milton Friedmans, er um margt áhuga- verð og ég hef haft tækifæri til að fylgjast með framvindu þessara mála í Bretlandi samfara námi mínu, taldi ég að þarna gæfist gullið tækifæri til þess að sjá hvað gerst hefði þá mánuði sem ég hef verið hér heima í sumarleyfi. • Til þess að hagfræðin standi undir nafni Mér brá því heldur betur í brún þegar ég sá að hér var um að ræða 6 mánaða gamlan frétta- og fréttaskýringaþátt, „World in Action", frá Granada-sjónvarp- inu. Það var ekki nóg með það, þátturinn fjallaði alls ekkert um stefnu Thatchers og þaðan af síður um kenningar Friedmans, heldur fjallaði hann um skýrslu hins svonefnda Cambridge-hóps. Þessi hópur er samansafn bölsýn- ishagfræðinga sem gera sitt ýtr- asta til þess að hagfræðin standi undir nafni sem „hin ömurlegu vísindi". Það er hreint alls ekkert nýtt að þessir hagfræðingar séu með bölsýnisspár og hefur stjórn Thatcher engu þar um breytt. • Hvers virði er 6 mán. gamalt Kastljós? Það er mjög virðingarvert af sjónvarpinu að hefja umræðu um bresk efnahagsmál, sem verða að teljast ein þau merkilegustu nú um stundir, og breytir þar engu um hvort menn eru sammála þeim kenningum sem þar eru reyndar eða ekki. Sjónvarpið verður hins vegar að átta sig á því, með hvaða hætti umræður um þessi mál eru í Bretlandi — og ekki taka hvað sem er til sýningar. Þátturinn „World in Action" er svipaðs eðlis og „Kastljós" íslenska sjónvarps- ins og það geta allir farið nærri um hversu mikils virði 6 mánaða gamall „Kastljós“-þáttur er. IFORMICA Inminnted plnntic Umhverfiö er alltaf jafn yndislegt ef notað er Formica. T.d. í eldhúsiö, á baðið, á sólbekki, í skip og báta o.fl. Áferðin er falleg og níðsterk, og heldur fegurð sinni ár eftir ár. Veljið það besta. Þaö borgar sig, veljiö Formica. Mikiö úrval lita. Einnig marmara- og viöarmynstur. Formica — Þaö er merkiö sem tryggir gæöin. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.