Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
í kjölfar
Úrslit kosninganna
í Vestur-Þýzkalandi
fyrir hálfum mánuði
þýða í raun og veru
mun meira heldur
en það, að tveggja
flokka stjórn Sósíal-
demókrata og Frjálsra
demókrata styrkist
í sessi. Úrslitin þýða
mjög aukið olnbogarými
fyrir Helmut Schmidt,
kanslara, raunar
hefur hann öll tromp á
hendi, en hann er nú á
tindi valdferils síns.
Hann fær eflaust
mjög góða aðstöðu til
þess að hrinda í fram-
kvæmd ýmsum málum
á næstu misserum,
bæði í utanríkis og
innanríkismálum, sem
hann hefur staðið
höllum fæti með til
þessa.
Fáir veðjuðu
á Schmidt
vestur-þýzku kosninganna
SÍKurvegararnir, Helmut Schmidt ok Hans Dietrich Genscher, eítir að úrslitin voru kunn.
Schmidt með öll
tromp á hendi
Þegar Schmidt tók við stjórn-
artaumunum fyrir sex árum,
1974, þegar þáverandi kanslari,
Willy Brant, sagði af sér vegna
njósnahneykslis, þorðu fáir að
veðja á, að stjórn hans yrði
langlíf, svo ekki sé talað um, að
hún myndi lifa kosningarnar
1976 af. Fylgi Sósíaldemókrata
hafði mjög dvínað á árunum
1970—1972 og komst svo í al-
gjört lágmark árið 1974, en það
tók Schmidt aðeins tvö ár að
rétta úr kútnum. Sósíaldemó-
kratar komu út úr kosningunum
1976, sem sigurvegarar, sé miðað
við spár fyrir þær. Meirihluti
þeirra á þinginu í Bonn var að
vísu aðeins 10 þingsæti umfram
kristilegu flokkana með tilstyrk
Frjálsra demókrata, en það var
nóg.
Mikill sigur
Eftir kosningarnar fyrir hálf-
um mánuði stendur Schmidt
aftur uppi sem sigurvegari, núna
raunverulegur, því þingmeiri-
hluti Sósíaldemókrata og
Frjálsra demókrata er nú 45
þingsæti. Það verður að vísu að
hafa í huga að það voru Frjálsir
demókratar, sem mesta fylgis-
aukninguna fengu, og er hún
mikill sigur fyrir leiðtoga þeirra
Hans Dietrich Genscher, sem
hefur gegnt embætti utanríkis-
ráðherra undanfarin ár.
Sigur Schmidts, er ekki ein-
ungis túlkaður, sem viðurkenn-
ing á stefnu st.jórnar hans und-
anfarin fjögur ár, sem óneitan-
lega hefur verið affarasæl, held-
ur, sem persónulegur sigur fyrir
Schmidt, sem margir telja hæf-
asta leiðtoga Vestur-Þjóðverja
frá því Konrad Adenauer var við
völd fyrir rúmum tveimur ára-
tugum. Þá sýna skoðanakannan-
ir, að Schmidt er vinsælasti
stjórnmálaleiðtogi landsins frá
stríðslokum, að Adenauer und-
anskildum.
Góður árangur
í efnahagsmálum
Á árunum 1975—1980 hefur
st.jórn Schmidts tekist betur við
stjórn efnahagsmála landsins,
en til hefur tekizt hjá flestum
nágrönnum Vestur-Þjóðverja.
Verðbólga í landinu er óveruleg
og atvinnuleysi er með því
minnsta sem gengur og gerist í
Vestur-Evrópu. Þessi staðreynd
hafði mikið að segja í kosninga-
baráttunni og gerði það að verk-
um, að ýmsar yfirlýsingar and-
stæðings Schmidts, Franz Joseps
Strauss, um slæma efnahags-
stjórn, voru sem vindhögg. Telja
reyndar sumir, að sú aðferð
Strauss, að gagnrýna efnahags-
stjórn Schmidts, hafi verið ein
af hans kórvillum í kosningabar-
áttunni.
Viðbrögð
í kjölfar
kosninganna
jákvæð bæði
í austri
og vestri
Aukin pólitísk
áhrif V-Þjóðverja
Herstyrkur Vestur-Þjóðverja
er meiri heldur en nokkurs
annars Vestur-Evrópu-ríkis inn-
an vébanda NATO og stjórn-
málaleg áhrif Vestur-Þjóðverja
hafa aukizt verulega í stjórnar-
tíð Schmidts. Pólitísk áhrif
Vestur-Þjóðverja eru sérstak-
lega talin hafa aukizt verulega
eftir Guadeloupe-fundinn fræga,
þar sem leiðtogar Bandaríkj-
anna, Bretlands, Frakklands og
Vestur-Þýzkalands komu saman
til að ræða heimsmáiin. Þá hefur
staða Schmidts mjög styrkzt
vegna afskipta hans af Afganist-
an- og íran-málum, en þar er
Schmidt talinn hafa komið hár-
rétt fram.
Schmidt hcfur þó ætíð lagt á
það sérstaklega mikla áherzlu,
að Vestur-Þýzkaland væri ekki
stórveldi og gæti ekki orðið það,
þótt ráðamenn þar hefðu áhuga
á því. I því sambandi er bent á,
að Vestur-Þjóðverjar ráða ekki
yfir neinum kjarnorkuvopnum
og hafa engin áform uppi um, að
koma sér þeim upp. Því er það
talið bráðnauðsynlegt fyrir
Vestur-Þjóðverja, að hafa sem
allra bezt samstarf innan
NATO, sérstaklega sé það haft í
huga, hversu gífurlega stór
landamæri þeir eiga, að löndum
Austur-Evrópu.
Hinir sigruðu, f.v. Helmut Kohl og Franz Josef Strauss, eftir að kosningaúrslitin voru kunn.
Jákvæð viöbrögö
Viðbrögðin við sigri Schmidts
í Vestur-Evrópu, eru flest á einn
veg, þ.e. sigri hans er víðast hvar
fagnað, og kemur það skýrt
fram, að ráðamenn hinna ein-
stöku ríkja telja Schmidt óum-
deilanlega bezta leiðtoga, sem
Vestur-Þjóðverjar hafa á að
skipa. Því hefur m.a. verið lýst
yfir af háttsettum ráðamanni í
Bretlandi, að stjórnvöld þar í
landi væru því aðeins ánægð
með úrslit kosninganna, að það
er Schmidt, sem situr þar í
forsvari. Að öðrum kosti hefðu
Bretar kosið að Strauss hefði
komizt til valda. Reyndar bentu
skoðanakannanir í Vestur-
Þýzkalandi mánuðina fyrir
kosningar til þess, að það væri
Schmidt einn, sem hefði mögu-
leika á að halda óskertu fylgi
Sósíaldemókrata, þ.e. mjög mik-
ill fjöldi kjósenda var raunveru-
lega að lýsa persónulegum
stuðningi við Schmidt með því
að ljá Sósíaldemókrötum at-
kvæði sitt. Engar opinberar yfir-
lýsingar hafa verið gefnar út í
Áustur-Evrópu, en það má lesa
mjög skýrt milli línanna, að
stjórnvöld hinna ýmsu ríkja, eru
mjög ánægð með sigur Schmidts,
og telja Strauss reyndar „hinn
versta mann“, en hann hefur
marglýst því yfir, að nauðsyn-
legt væri að taka upp harðari
afstöðu gagnvart ríkjum Aust-
ur-Evrópu, og hætta „hinni
miklu linkind", sem ríki Vestur-
Evrópu hefðu sýnt á undanförn-
um árum.
Gott samstarf viö
Austurblokkina
Schmidt hefur ávallt rekið
áróður fyrir því, að halda uppi
eins góðu sambandi og hægt
væri við ríki Austur-Evrópu.
Hann hefur m.a. farið nokkrar