Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 11

Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 59 Fleetwood og Aberdeen. Nú eru fiskiskipin aðeins um 100 talsins og aðeins fá þeirra veiða upp í kostnað. Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki Breta, British United Trawlers, gerði út 145 úthafstogara árið 1974. í dag gerir það aðeins út 22 togara. Það kostar 4—5000 pund á dag að reka slíka togara og verða þeir að veiða um 30 tonn af makríl eða 10 tonn af þorski og ýsu á dag til að veiða upp í kostnaðinn. En jafnvel eftir þorskastríðið var hægt að segja að útgerðin í Bretlandi stæði í blóma. Þá voru veiðar ekki eins takmarkaðar og nú, olíuverðið og launin voru og viðráðanlegri. Sjómenn vildu þá fá ný skip til að geta veitt enn meira og þénað enn meira. Lán voru tekin til skipakaupa og jafnvel enn í dag koma ný skip, sem pöntuð voru á þeim tíma. En sífellt hækkandi vextir auk hinnar slæmu stöðu útgerðarinnar hafa nærri riðið skipakaupendunum að fullu. Skoskir sjómenn, sem nú eru einna best staddir allra sjómanna á Bretlandseyjum, hafa fengið um 62 milljón punda lán á undanförn- um árum til skipakaupa. Er það svimandi há upphæð miðað við það að skoskir sjómenn veiddu aðeins fyrir andvirði 122 milljóna punda á sl. ári. samkomulagi um ýmis atriði í fiskveiðistefnunni, meðal annars hvað varðar möskvastærð, veiði- tækin og friðunarreglur. I friðun- arreglunum hafa nú verið viður- kenndar þær reglur sem Bretar settu um fiskveiðar á Norðursjón- um í blóra við lög EBE. Takmörk- uðu þeir veiðar á svæðinu vegna þess hve mikið var af ungfiski í afla báta frá þessu svæði á undanförnum árum. Frá höfninni í Fleetwood. Sjómenn fá ekki nægilegt fé ffyrir aflann og skipin eru rekin meö halla vegna síhnkkandi olíuverös og lágs fiskverös. Makríl landaö í höfninni í Ullapool Róttækra ad- gerda er þörf Um alla Evrópu reyna nú of margir sjómenn á of mörgum skipum að veia of fáa fiska. í skýrslu sem breska þingið hefur látið gera segir að „það sé ekki ein einasta meiriháttar fiskihöfn í Stóra-Bretlandi sem ekki eigi það á hættu að lognast út af.“ Grípa verður til róttækra að- gerða ef útgerðin á að halda lífi. Sjómenn óttast að fiskveiðistefna Efnahagsbandalagsins verði ekki nema orðin tóm. Sumir álíta jafnvel að hún hafi þegar verið ákveðin bak við tjöldin er Thatch- er fékk það samþykkt að dregið yrði úr gjöldum Breta til EBE. Óttast þeir að gengið hafi verið svo nálægt útgerðinni, að gert sé ráð fyrir að aðeins eitt útgerðar- fyrirtæki fái rekstrarleyfi í fram- tíðinni. Breskir sjómenn hafa marg- sinnis beðið um aðstoð frá ríkinu og ekki fundist það nóg sem þeim hefur verið skammtað. Alls hafa útgerðin og sjómenn fengið um 30 milljónir punda í styrki í ár, 14 milljónum meira en lög EBE gera ráð fyrir. „Verðum að berjast“ Sjávarútvegsráðherrar EBE- ríkjanna hafa þegar komist að „Þeir veittu okkur þarna smá viðurkenningu. En þeir eiga eftir að taka þeim mun meira frá okkur," segir Harry Barrett, rit- stjóri Fishing News. „Þegar regl- urnar um fiskveiðikvótann og tak- mörkun veiða hafa verjð settar, verður farið að ræða skiptingu aflans. Ef við verðum undir í þeim samningaviðræðum þýðir það að við verðum að berjast." Enn á eftir að semja um sex atriði í fiskveiðistefnu EBE, hversu mikið verður leyft að veiða á hinum einstöku fiskimiðum með tilliti til vísindarannsókna, hversu mikið hvert ríki fær að veiða, hverjir fái aðgang að fiskveiðum við strendur einstakra ríkja, regl- ur um eftirlit með möskvastærð og að ekki sé veitt meira en kvótinn gerir ráð fyrir, skipulag á ríkisstyrkjum til handa sjómönn- um og útgerðarfyrirtækjum og sameiginlegan sjóð til þess að endurnýja skipaflotann og gera ríkjunum kleift að breyta skipum eftir aðstæðum hverju sinni. Þar sem margir breskir útgerð- armenn og sjómenn eru vissir um að Bretar eigi eftir að fara illa út úr þessum samningaviðræðum, vilja þeir að breska stjórnin skeri sig úr og setji sjálf á fót sjóð sem borga eigi endurnýjun á skipastóli Breta. En stjórnin telur það vera tilgangslaust að eyða milljónum punda af peningum skattgreið- enda til iðnaðar sem ekki getur gert fjárfestingarákvarðanir langt fram í tímann. Telur hún það mun æskilegra að bíða eftir að slíkur sjóður verði stofnaður gegnum sameiginlega fiskveiðistefnu EBE-ríkjanna. Þýtt og •ndurtogt. Fregnir um óeirðir staðfestar Miinchen. 17. október. — AP. ÚTVARPSSTÖÐ í Eistlandi, er innlimað var í Sovétríkin fyrir 40 árum, staðfesti í dag, að „ungl- ingar“ hefðu tekið þátt í óeirðum í Tallin fyrr í mánuðinum. Réttar- höld eru hafin í máli „óeirðar- seggjanna", að sögn útvarpsins, en ekki var getið um ástæður ólát- anna. Óstaðfestar fregnir höfðu borist til Vesturlanda af óeirðun- um, og hermdu þær að um 2.000 unglingar, einkum menntskæl- ingar, hefðu farið í mótmæla- göngu og krafist þess að Eistland yrði frjálst ríki og að sovézkar hersveitir yrðu dregnar burt það- an. Unglingarnir veifuðu eistnesk- um þjóðernisfánum og mótmæla- spjöldum. Um 150 unglinganna voru teknir fastir. Verkfallið hjá Fiat leyst Komahorg. 17. október. — AP. SAMNINGAMENN Fiat-verk- smiðjanna og starfsmanna verk- smiðjanna náðu í dag samkomu- lagi um lausn deilunnar um upp- sögn rúmlega 20.000 starfsmanna verksmiðjanna. Samkvæmt því dregur Fiat til baka fyrri ákvarð- anir sínar um að segja upp 14.000 starfsmönnum í janúar gegn því að verkalýðsfélögin fallist á rétt- mæti þess að allt að 23.000 starfs- menn verði jafnan í launalausu leyfi allt til ársins 1983 vegna samdráttar i bifreiðasölu. Lítill árangur Washington. 17. október. — AP. ÞRÁTT fyrir nýjar málamiðlun- artillögur í deilu ísraela og Eg- ypta um heimastjórn Palestínu- manna varð lítill sem enginn árangur af viðræðum samninga- manna ísraela, Egypta og Banda- ríkjamanna í dag. Hins vegar neituðu bandarískir embættis- menn því í dag, að nokkuð væri hæft í þeim fregnum að Carter forseti hyggðist fresta að boða Anwar Sadat forseta Egyptalands og Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels á sinn fund vegna deilunnar þar til í janúar, en fundurinn er fyrirhugaður í des- ember, að sögn áreiðanlegra heim- ilda. Viðræður hafnar um vopna- takmörkun Gení, 15. uktóber. — AP. BANDARÍSKIR og sovézkir emb- ættismenn settust i dag að sam- ningaborði í Genf um takmörkun á kjarnorkuvopnum í Evrópu og fóru viðræðurnar fram með mik- illi leynd. Samningamenn beggja ríkjanna forðuðust að gefa nokkr- ar upplýsingar um viðræðurnar. MYNDAMÓTHF. FRENTMYNDAOKRÐ AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152- 17355

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.