Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 13

Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 61 Snyrti- og nuddstof an Paradís opnuð Minerals & Chemicals, olíukaup sem samiö hafði verið um. Harry Oppenheimer lætur sig stjórn- mál einnig skipta. Hann var einn stofnenda og um margra árabil andlegur leiðtogi Framfara- flokks Suður-Afríku. Ekki er haft hátt um það að fyrirtækið á mikil ítök í forlaginu Argus, sem stjórnar flestum dagblöðum enskumælandi manna í Suður- Afríku. Dótturfyrirtæki gefa góðan arð Ársreikningar fyrirtækisins hljóma stundum eins og stefnu- yfirlýsing ríkisstjórnar, og er það ekki að furða þar sem um svo gífurlegar upphæðir er að ræða. Meðan herlið Suður-Afríku á í blóðugum bardögum við útlenda skæruliða sem ráðast inn yfir landamærin stendur Oppen- heimer-fyrirtækið í traustu sambandi við ráðamenn árásar- ríkjanna. Til dæmis rekur fyrir- tækið kopar- og demantavið- skipti í Botsvaníu og Kenneth Kaunda í Zambíu kom í veg fyrir að koparnámur fyrirtækisins yrðu þjóðnýttar. Hringurinn á arðvænleg viðskipti við hið vinstri sinnaða Mósambik, og Harry Oppenheimer hefur hönd í bagga með demantaverzlun Tansaníu, sem er að hluta til þjóðnýtt. Þegar Harry Oppenheimer er spurður um áhrif sín á gang stjórnmála gerir hann sem minnst úr því, en viðurkennir að hann hafi áhuga á því hvernig landi sínu sé stjórnað, þó hann telji sig ekki hafa áhrif á stjórnun þess. Harry Oppen- heimer er ekki ætíð sammála stjórnarstefnu Bothas. Til dæm- is heldur hann því fram að valdahlutfallið í Suður-Afríku verði að breytast á næstu fimm árum og að svertingjar verði að fá hlutdeild í stjórn landsins. Þessu er ekki haldið fram af hugsjón einni saman, heldur sér Oppenheimer fram á það að slík þróun er skilyrði fyrir því að fyrirtæki hans haldi velli í þessum heimshluta. Úranið eykur veldi Oppenheimers Oppenheimer hefur verið frumkvöðull þess að minnka launamismun hvítra og svartra verkamanna. Áður var launa- hlutfallið 1:18, en nú er það 1:7 hvítum í vil. Þetta þykir mörg- um keppinautum Oppenheimers alltof ör þróun. Harry Oppen- heimer hefur ennfremur bent á það að atvinnuleysi það sem ríkir meðal blökkumanna í Suður-Afríku verði að leysa með alhliða átaki. Fyrirtæki hans hefur riðið á vaðið í þessu efni og hefur meðal annars staðið fyrir því að svertingjar hafa verið menntaðir til stjórnunarstarfa. Hvað snertir demanta og plat- ínu er aðstaða Oppenheimers enn slík að helzt Ííkist veldi Fugger- og Mediciættanna á miðöldum. Því veldur að mark- aðshlutdeild hans gefur honum nær alger yfirráð. Þó að dóttur- fyrirtækið Amcoal vinni þegar í dag nær þriðjung kola Suður- Afríku, þá stendur veldi þeirra þar ekki jafn traustum fótum. eftir AXEL G. STURM Vert er einnig að geta þess að áhrifa Oppenheimers gætir einnig á silfurmarkaðnum. Auðurinn er ekki til umræðu Þegar Bandaríkjamennirnir Nelson og Robert Hunt urðu þess valdandi að heimsmarkaðs- verð á silfri varð mjög óstöðugt fannst Oppenheimer að gripið væri inn á yfirráðasvæði sitt, því að mjög miklar verðsveiflur hafa truflandi áhrif á einokunarað- stöðu hans. Fyrirtæki hans hef- ur ekkert á móti því að gull, silfur og demantar hækki stöð- ugt í verði, svo framarlega sem þeir hafi töglin og hagldirnar í þeim viðskiptum. Því var það að dótturfyrirtæki Oppenheimers, Engelhard, náði yfirráðum yfir hinum alþjóðlega silfurmarkaði. Oppenheimer-fjölskyldunni verður ekki tíðrætt um auð sinn og völd, og Harry Oppenheimer sjálfur er talinn vera hófsemd- armaður í hvívetna og frábitinn hverskyns sýndarmennsku. En hvað sem öðru líður, þá fer ekki hjá því að ákvarðana og áhrifa þessa manns gætir um allan heim. EIGENDASKIPTI urðu nýlega á Snyrtihúsi Bentinu i Fischer- sundi. Nýi eigandinn er Sigrún Kristjánsdóttir og stofan hefur einnig fengið nýtt nafn við eig- endaskiptin og heitir nú Snvrti- og Nuddstofan Paradís. Þar er boðið upp á alla almenna snyrtingu og að auki loftþrýsti- AÐALFUNDUR Félags ein- stæðra foreldra verður haldinn að Hótel Heklu, við Rauðarár- stig, þriðjudagskvöldið 21. októ- ber og hefst kl. 21. Ingibjörg Björnsdóttir, formað- ur fráfarandi stjórnar flytur skýrslu, endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi og kjörin verður ný stjórn félagsins. Síðan nuddbað, líkams- og partanudd og tvöfaldan sólbekk. Snyrtivörurn- ar, sem seldar eru í Paradís heita, Josef, Sans Saucis og Jean d’Avege. Auk Sigrúnar vinna á stofunni Margrét Nielsen, Margrét Héðins- dóttir og Guðrún Vilhjálmsdóttir. talar Jóhanna Kristjónsdóttir tal- ar um framtíðarverkefni FEF og ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Þess má geta að ný jólakort FEF sem verða á boðstólum í ár og einnig hefur verið gert nýtt upplag af platta FEF með teikn- ingu Baltasar og verða þeir til sölu á fundinum og einnig á skrifstofu FEF á næstunni. Aðalfundur FEF á þriðjudag Tveir háskóla fyrirlestrar MOGENS Bröndsted prófessor i bókmenntum og fyrrv. rektor há- skólans í Odense, sem er hér á landi um þessar mundir í boði Norræna hússins, flytur opinber- an fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands þriðju- daginn 21. október 1980 kl. 17.15 í stofu 201 i Árnagarði. Fyrirlestur próf. Bröndsteds nefnist: „Udnyttelsen af folke- minder i dansk digtning" og verð- ur fluttur á dönsku. Einnig flytur John Chr. Jörg- ensen lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla opin- beran fyrirlestur í boði heimspeki- deildar miðvikudaginn 22. október 1980 kl. 17.15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Den nye danske arbejderlitterat- ur“ og verður flutt á dönsku. Öllum er heimill aðgangur. (Frrtt frá lláskóla Islands.) Hallgríms- söfnuður 40 ára Hallgrímssöfnuður minnist annað kvöld (mánudag) þess að nú eru liðin 40 ár frá því að söfnuður- inn var stofnaður. Verður afmæl- isins minnst í safnaðarsal kirkj- unnar kl. 20.30. Það er sóknar- nefndin og byggingarnefnd kirkj- unnar, sem gangast fyrir þessum afmælisfundi, með starfsmönnum safnaðar og kirkjubyggingar. Þess er vænst að þeir sem ruddu brautina að stofnun safnaðarins og kirkjubyggingarinnar verði á þessum fundi, svo sem fyrstu sóknarprestarnir, Sigurbjörn biskup Einarsson og dr. Jakob Jónsson, að ógleymdum sóknar- nefndarformanninum Sigurbirni Þorkelssyni í Vísi. »■ •»« Kalmar L uhill u t«aw» hcinili * TÁI6 HeiNiSíNMN MKIINÍ kajmar innréttingar hf OPIÐ ÞRIÐJUDAGSKVOLD SKEIFUNNI 8, SIMI 82011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.