Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 15
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Ýmislegt hefur komið fram sem varpa kann nýju ljósi á ástæðuna fyrir morðinu. Menn voru frá byrjun þess fullvissir að þeir væru að rannsaka afar óvenjulegt morð, og telja mátti víst að um hinar venjulegu ástæður sem liggja að baki flestra morða, svo sem ágirnd, afbrýði, hefnd eða fé, væri ekki að ræða í þessu tilviki. Einn þeirra manna sem að rannsókn- inni stóðu lét hafa það eftir sér að lögreglan teldi að hér væri um pólitískt morð að ræða. Ekki stóð heldur á ásökunum og getgátum um það hver bæri ábyrgð á morðinu: Vinir Markovs héldu því fram að búlgarska leyniþjónustan hefði framið morðið, en búlgarsk- ar heimildir kenndu CIA um það. Markov dó 11. september árið 1978 fjórum dögum eftir að hann varð fyrir árás á Waterloobrú af manni með regnhlíf. Hann hafði verið á leið til vinnu sinnar hjá HINN LANGI ARMUR KGB í haust voru tvö ár liðin síðan „regnhlííarmorðið“ svokallaða var framið í Lundúnum á pólitiska flóttamanninum búlgarska, Georgi Markov. Deild sú innan Scotland Yard sem fæst við rannsóknir á hryðjuverkum hefur ekki enn tekizt að upplýsa málið. Georgi Markov sem fæddur var í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, var grafinn í enska sveitaþorpinu Whitchurch Canonicorum mánuði eftir að hann dó. Við jarðarförina fór presturinn með upphaf leikrits sem Georgi Markov hafði samið í Búlgaríu, en hann var kunnur fyrir bæði leikrit sín og skáldsögur. Morðið á Markov virðist mega rekja til ritverka hans. óeinkennisbúnir lögreglumenn frá Scotland Yard voru viðstaddir jarðarförina sem fór fram í þessu forna þorpi, og sérfræðingar á ýmsum sviðum höfðu verið kallaðir til þess að aðstoða við að ákvarða hvað hefði orðið honum að aldurtila. einnig fullviss að fyrri morðin tvö hafi verið framin af sömu aðilum eða samtökum. Einnig kom í ljós að aðalrannsóknir á eituráhrifum risíns hefðu verið gerðar í Aust- ur-Evrópu. Búlgarska sendiráðið í Lundún- um réðst á opinberar yfirlýsingar sem gefnar höfðu verið út um málið og töldu þær vera hugar- burð og uppspuna. Var þar meðal annars sagt að mál þetta væri blásið upp í pólitískum tilgangi einvörðungu og til þess ætlað að kasta rýrð á búlgarska alþýðulýðveldið. Leppurinn Búlgarska alþýðulýðveldið er hið næstelzta í heiminum. NATO- ríkin, Grikkland og Tyrkland eiga landamæri að Búlgaríu sunnan til. Búlgaría hefur samt ætíð verið Sovétríkjunum trú, sem ekki er hægt að segja um nágrannaríkið Júgóslavíu. Búlgarski forsetinn „Regnhlífarmorðið“ BBC. Mál þetta varð frægt, og var það kennt við „eiturregnhlífina" svokölluðu. Kona Markovs, Anna- bel, heldur því hins vegar fram að maður hennar hafi sagt sér að það hefði ekki verið regnhlífin sem stakk hann, heldur hafi árásar- maðurinn notað hana til þess að skýla andliti sínu með. Fjórum mánuðum síðar felldi dómari þann úrskurð að Markov hefði hlotið bana af eitri sem skotið var í lærið á honum. Úrskurðurinn var felldur eftir margra mánaða rannsóknir og tilraunir. Rannsóknir lögreglunn- ar' leiddu í ljós að haglið sem fannst í líkama Markovs og var á stærð við títuprjónshaus var gert úr 90% platín og 10% iridium. Ómögulegt var að sjá á líkaman- um í fyrstu hvar haglið hafði farið inn í hann, og einnig gengu efnin tvö í efnasamband við líkamann. I fyrstu töldu því læknarnir að merkið á læri Markovs væri rispa í filmunni. Vísindamennirnir voru þess fullvissir að fjórar örsmáar holur í haglinu væru merki eftir rafskaut og hefðu þær innihaldið eiturefni þau sem urðu Markov að aldurtila. Nú var gripið til þess örþrifa- ráðs að fá í lið með sér deild þá innan hersins sem sér um rann- sóknir á sviði veiruhernaðar. Eftir langa mæðu tókst að einangra eiturefnasambandið ris- ín og fullyrða að það væri bana- valdur Markovs. Svín sem spraut- uð voru með efni þessu sýndu sömu sjúkdómseinkenni og Mar- kov, eða hita, fjölgun á hvítum blóðkornum og eyðileggingu blóð- rísarinnar. Risín, sem bar efna- fræðiheitið „w“ hafði aldrei verið notað í morðtilgangi áður. Flóttamaður Markov hafði unnið við búlg- örsku deild BBC. Áður en hann hafði flúið Búlgaríu tíu árum áður hafði hann verið einn þekktasti og afkastamesti rithöfundurinn þar- lendis. Hjá BBC hafði hann þann starfa að þýða úr búlgörsku og einnig semja vikulegan listaþátt. I marga mánuði eftir dauða Mar- kovs yfirheyrðu leynilögreglu- menn starfsfélaga Markovs til þess að reyna að finna einhverja visbendingu sem gæti leitt til þess að hægt væri að upplýsa málið. Sögur og leikrit Markovs höfðu gert hann afar vinsælan í heima- landi sínu. Það er aðeins til ein upptaka af Markov þar sem hann mælir á ensku. Þar gerir hann grein fyrir flótta sínum og segir hann meðal annars að hann hafi ekki lengur getað sætt sig við kúgun þá sem hann varð að búa við í heimalandi sínu af hálfu yfirvaldanna. Árið 1971 tók Markov til starfa hjá BBC. Hann átti ekki margra kosta völ ef hann vildi halda áfram ferli sínum sem búlgarskur rithöfundur. En þótt BBC teljist pólitískt óhlutdræg útvarpsstöð, þá var Markov einnig leyft að starfa hjá bandarísku útvarps- stöðinni Radio Free Europe sem staðsett er í Munchen. Hann var fyrsti starfsmaður hjá BBC sem var leyft að starfa hjá báðum stöðvunum. Svo virðist sem Mar- kov hafi sett það að skilyrði og ekki var annað fært en að verða við bón hans. Útvarpsstöðin Radio Free Eur- ope var stofnuð árið 1950 á dögum „kalda stríðsins", og var henni ætlað að útvarpa áróðri frá Vest- urlöndum til landa Austur- hann fékk ekki við BBC. Hann hafði vikulegan þátt þar sem hann lýsti eigin lífi og reynslu í Búlg- aríu. Þar sem Markov hafði verið kunnugur mörgum fremstu ráða- mönnum Búlgaríu, þar á meðal Zhivkov forseta, þá var hann fyrirtaksheimildarmaður um þá hluti sem áttu sér stað bak við tjöldin. Miðstéttarmaður Georgi Markov fæddist í Búlg- aríu aður en kommúnistar hrifs- uðu til sín völdin árið 1944. Hann kom úr miðstéttarfjölskyldu, og hafði faðir hans verið liðsforingi í varð afar vinsæl, og var hún þýdd á flestar tungur Austur-Evrópu, einnig á rússnesku. Þetta var mikill heiður fyrir rithöfundinn frá smáríkinu Búlgaríu. Næstu sjö árin fengu leikrit hans og skáld- sögur frábærar undirtektir. Þar sem ráðamenn voru honum hlið- hollir, leyfðist Markov allskyns munaður sem sjaldgæfur var þar um slóðir, svo sem BMW einka- bifreið. Einnig vingaðist hann við forseta landsins. En eftir innrás- ina í Tékkóslóvakíu árið 1969, varð Markov það ljóst að tími umburð- arlyndis í menningarmálum var liðinn. Honum var skipað að gera grein fyrir skoðunum sínum í einu leikrita sinna. Það var þá sem Markov gerðist landflótta. Sannanir fyrir því að morðið á Markov væri einangraður atburð- ur komu frá Frakklandi, en þar hafði Búlgarinn Vladimir Kostov sem einnig var landflótta hlotið bana á sama hátt. Hann starfaði líka hjá Radio Free Europe og hafði haft náin tengsl við ráða- menn í landi sínu aður en hann gerðist landflótta. Árás var gerð á hann í neðanjarðarbraut Parísar- borgar. Brezka lögreglan fékk sýni af holdi Kostovs frá París, og kom þá í ljós að það hafði einnig að geyma málmhagl. Rannsóknir á rannsóknarstofum Scotland Yards leiddu í ljós að haglið var ná- kvæmlega hið sama og það sem fundizt hafði í líkama Markovs. Skömmu síðar fannst þriðji Búlg- arinn, Vladimir Simenov, látinn í Lundúnum. Lögreglan þykist þess nú fuilviss að látt Simenovs hafi verið tilviljun ein, en hún er þess Todor Zhivkov hefur setið við völd í 25 ár. Hann hefur verið dyggur stuðningsmaður allra sovézkra ráðamanna allt frá Stalín til Brezhnevs. Lætur hann svo um- mælt að Búlgaría sé hinn trygg- lundaði litli bróðir hinna voldugu Sovétríkja. Sovétmenn líta því með velþóknun á Búlgaríu. Búlg- arir buðust jafnvel til þess að aðstoða við rannsóknina á hinu dularfulla morði, en því var hafn- að. Georgi Markov naut vinsælda í Búlgariu til dauðadags. Það geng- ur sú saga þar í landi að ráðamenn hafi aldrei horft á sjónvarp á sunnudagskvöldum vegna þess að „Litli bróðir“ Sovétrisans þeir væru allir að hlusta á þætti Markovs í Radio Free Europe. í þáttum sínum reyndi Markov að lýsa fyrir hlustendum hinum raunverulegu atburðum sem áttu sér stað bak við tjöldin í löndun- um bak við Járntjaldið". Ein saga hans bar nafnið „Lífið bak við tjöldin", og átti hann þar við tjöldin sem dregin eru fyrir aftur- og hliðarrúður svörtu Mercedes- bíla stjórnarinnar. Hann sagði líka að varla mætti taka mark á því sem gefið væri til kynna opinberlega. Þegar ráðamenn töl- uðu um að nú yrði að spara í landinu ætluðu þeir sér að sólunda sjálfir almannafé. Menn sem nefndir væru heittelskaðir þjóðar- leiðtogar væru í raun og sannleika almennt hataðir. NNABEL: Evrópu. Árið 1971 var því ljóstrað upp að stöðinni væri stýrt af CIA. Forráðamenn stöðvarinnar halda því fram í dag að allt hafi breyzt frá því sem áður var, og.segja til dæmis því til stuðnings að yfirráð- um CIÁ sé fullkomlega lokið og það sé bandaríska þingið sem sé við stjórnvölinn. Sagt er ennfrem- ur að hlutverk stöðvarinnar sé að upplýsa þjóðir Austur-Evrópu. Stöðin útvarpar á sex málum Austur-Evrópulanda, og verður sífellt fyrir aðkasti frá löndum þessum. Stundum hefur Austur- Evrópumönnum tekizt að koma að flugumönnum við stöðina, og hafa þeir síðan ljóstrað upp um störf hennar svo að mikla athygli hefur vakið. Árið 1959 setti sendiráðs- starfsmaður nokkur frá Tékkó- slóvakíu eitur í saltbauka stofnun- arinnar, en einu áhrifin urðu væg magapína. Við Radio Free Europe leyfðist Markov að fá því útvarpað sem „Sennilega tilgangslaust... Enginn hefði trúað mér“ hernum. En eftir að kommúnistar urðu ráðandi í landinu voru allir grunaðir um græsku sem ekki gátu sannað lágstéttauppruna. Yngri bróðir Georgis lét lífið ásamt 50 öðrum skólafélögum þegar hann var átta ára gamall. Hann hafði verið bólusettur með gölluðu bóluefni frá Sovétríkjun- um. Á stúdentsárum sínum hafði Georgi verið fangelsaður fyrir að vera viðriðinn tímarit gefið út af andófsmönnum, en þegar hann var látinn laus ákvað hann að gangast kommúnismanum á hönd. Fyrsta skáldsaga hans „Men“ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 63 Því er opinberlega neitað að þættir Markovs hafi haft nokkur áhrif á búlgörsku þjóðina. Búlg- arskir sendiráðsmenn í Lundúnum sögðu að ómögulegt væri að hlusta á þætti hans í útvarpinu þar sem útsendingin væri hvort sem er trufluð. En útsendingin á einni bylgjulengd er samt ótrufluð til þess að yfirvöldin geti fylgzt með þeim. Einnig gáfu þeir út þá yfirlýsingu að Markov væri svik- ari við land sitt og þjóð og almennt fyrirlitinn í Búlgaríu. En líklegt er nu talið að ráða- menn í Búlgaríu hafi haft miklar áhyggjur af þáttum Markovs. Bróðir Georgi Markovs, Nicola, sem nú býr í Bologna á Ítalíu og stundar þar frímerkjasölu hafði áður flúið til Vesturlanda. Hann og ekkja Georgis hafa nú látið til leiðast að birta opinberlega ýmsar upplýsingar sem hingað til hafði verið haldið leyndum. Nicola Mar- kov segir að Búlgari nokkur hafi ingi í búlgörsku lögreglunni Stef- an Svredlev, hefur nú látið tilleið- ast að leysa frá skjóðunni. Maður þessi var sæmdur heiðursmerki sovézku leyniþjónustunnar fyrir að vera útvörður kommúnismans, og er hann fyrsti búlgarski liðs- foringinn sem hlotið hefur slíkan heiður. Árið 1971 gerðist hann landflótta. Fyrst sagði stjórnin að hann væri dáinn, en síðan var hann dæmdur til dauða af herrétti að sér fjarstöddum. Bað hann um að þess yrði ekki látið getið hvar hann nú byggi. Sagði Svredlev að hann vissi til þess að búlgarska leyniþjónustan stundaði bæði mannrán og dræpi andófsmenn erlendis. Sagði hann ennfremur að leyniþjónustan hefði staðið fyrir morðinu á Georgis og hefði hún sennilega gert mann út sérstak- lega frá Búlgaríu til þess að framkvæma morðið, til þess að gera erfitt fyrir um alla rannsókn málsins. að meina mönnum að ferðast til annarra landa. Tveimur mánuðum seinna birtust dreifirit í svipuðum dúr, og svartur fáni var dreginn að hún þar sem á var ritað „Niður með kommúnismann!" Fleiri slíkir atburðir gerðust, og er það því merkilegra þar sem í Búlgaríu ríkir hvorki skoðanafrelsi né málfrelsi. Einnig er talið víst að forseti landsins væri þeirrar skoð- unar að útsendingar Markovs ættu óbeina sök á þessum atburð- um. Brezhnev og forseti Búlgaríu voru sammála um að áríðandi væri að stöðugleiki og ró héldist í Búlgaríu. Nikolai Khoklov hefur fylgzt mikið með sambandi kommúnista við Markovmálið. Á sjötta tug aldarinnr var hann starfsmáður KGB og hafði yfir leyniþjónustu Austur-Evrópuríkja að segja. Hans starf var að vinna á móti fjendum Sovétríkjanna. Var rifjad upp varað bróður sinn við í septem- bermánuði árið 1977. Vill Nicola ekki láta nafns mannsins getið af ótta við að það geti komið honum í koll. Segir Nicola að maðurinn hafi sagt sér frá þeirri ákvörðun sem tekin hefði verið að myrða Georgi. Er hér um háttsettan mann að ræða, en ekki sagðist Nicolai vita hvort hann hafi verið við málið riðinn sjálfur eða hvort honum hafi aðeins verið sagt frá ráða- gerðinni. Fjórum mánuðum áður en Georgi var myrtur sagði þessi sami maður bróður hans frá því að ráðgert væri að drepa hann á eitri og væri eitrið þegar komið í sendiráð í Vestur-Evrópu. Nicola sagði bróður sínum frá öllum þessum viðvörunum. Þrem- ur mánuðum fyrir morðið hringdi maðurinn svo í Georgi sjálfan og var honum þá boðið heim tii Georgis þar sem hann hitti einnig Annabel, eiginkonu hans. Segir ekkja Georgis nú að maðurinn hafi sagt manni hennar að hann myndi verða drepinn fyrir áramót ef hann hætti ekki útsendingum fyrir Radio Free Europe. Var ekkjan spurð hvers vegna hún hefði ekki sagt lögreglunni frá þessu, en hún segir að það hefði sennilega verið tilgangslaust því að enginn hefði lagt trúnað á orð hennar. Maðurinn sagði ennfrem- ur að ákvörðunin um morðið hefði verið tekin af æðstu mönnum í stjórn Búlgaríu. Persónudýrkun Sannað þykir nú að forseta sjálfum hafi gramizt mjög þættir þeir þar sem Markov fjallar um hann persónulega og honum lýst sem manni sem spilltum af kerf- inu. í ársbyrjun árið 1978 var brezki sendiherrann kvaddur í utanríkisráðuneytið til þess að reyna að fá hartn til þess að beita áhrifum sínum og láta Markov láta af útsendingum sínum, og var móður Markovs gefin sömu skila- boð þegar hún fór til fundar við son sinn. Yfirmaður Markovs við Radio F'ree Europe segir að full- víst sé að forsetinn hafi orðið æfur yfir þættinum um hann sjálfan þar sem hann sé svo mjög í hávegum hafður að jafnist á við persónudýrkun. Ekki er samt vit- að hvort reiði forsetans ein var ástæðan fyrir morðinu. Búlgarska leyniþjónustan sér um öryggismál landsins. Eru menn það smeykir við hana að jafnvel landflótta Búlgarir tala aðeins um hana í hálfum hljóðum. Talið er víst að leyniþjónustan eigi lista með nöfnum þeirra manna sem hún vill koma fyrir kattarnef bæði heima og erlendis. I skjölum sem smyglað hefur verið úr landi frá leyniþjónustunni er greint frá slíku. Leyniþjónustu hvers héraðs í búlgariu er skylt að halda slika lista. Fyrrverandi háttsettur liðsfor- í Búlgaríu var sagt að aðeins heimskingjum gæti dottið í hug að Búlgörum hefði verið hagur í að myrða Markov eftir 10 ára dvöl fjarri heimalandinu, og væri miklu líklegra að mennirnir þrír sem látizt hefðu hefðu allir verið á snærum leyniþjónustu Vestur- landa. Hefði svo CIA ákveðið að koma öllum þremur fyrir kattar- nef. Svredlev liðsforingi segir að það sé gamalt bragð hjá kommúnist- um að reyna að telja fólki trú um að menn eins og Markov og Kostov séu á mála hjá bandarísku leyni- þjónustunni og segist vona að fólk sé ekki svo einfalt að trúa slíku. Hann bætir því ennfremur við að menn skuli ekki gleyma því að búlgörsku leyniþjónustunni sé stjórnað af KGB (rússnesku leyni- þjónustunni), og sé því mjög líklegt að hún hafi verið í vitorði með þeim sem lögðu á ráðin um morðið á Markov. Andófsmenn Todor Zhivkov lýsir sambandi Sovétríkjanna og Búlgaríu eins og tveimur lungum í sama líkama með sömu blóðrás. Þau 25 ár sem hann hefur verið við völd hefur allt virzt með kyrrum kjörum í Búlgaríu, en samt hefur farið að örla á ólgu undir yfirborðinu, þótt lítið hafi frétzt af slíku á Vestur- löndum. Hálfu ári áður en Georgi Markov var drepinn gaf flokkur andófsmanna sem kallast ABD út dreifiritið „Yfirlýsing 78“ þar sem ráðizt var harkalega að stjórninni fyrir að hafa að engu mannrétt- indi og þess krafizt að hætt yrði Khoklov sjálfur sendur út til þess að drepa pólitískan flóttamann í Frankfurt. Þar leitaði hann á náðir vesturþýzkra yfirvalda. Um Markovmálið hefur hann eftirfar- andi að segja: „Ég er viss um að KGB hefur átt þátt í morðinu á Markov. Gleymið ekki að búlg- örsku leyniþjónustunni er stjórn- að af Sovétmönnum, og gæti hún ekki framkvæmt slíkt upp á eigin spýtur. Eg er viss um að verið var að reyna að gera æðstu yfirráða- mönnum til hæfis, eins og til dæmis Brezhnev og Zhivkov. Hef- ur nú andófsmönnum bæði utan og innan Austantjaldslandanna verið skotinn skelkur í bringu. Naut marg- víslegra sér- réttinda — en kaus frelsið Þeir sjá nú að þeir geta hvergi verið óhultir fyrir hinum langa armi KGB.“ Georgi Markov dó þann 11. september. 10. september er þjóðhátíðar- dagur eða „Dagur hersins og öryggi ríkisins" en dagurinn þar á undan er hinn svokallaði „Frelsis- dagur“. í síðustu útsendingu sinni í Radio Free Europe benti Markov á misræmi þetta, sem hann sagði vera táknrænt fyrir síðustu 34 árin í sögu Búlgaríu. Þegar verið var að útvarpa síðasta þættinum var Markov myrtur. FLUGLEIDIR Hlutafjáraukning Á hluthafafundi félagsins, sem haldinn var 8. október 1980, var samþykkt aö auka hlutafé félagsins úr kr. 2.940.000.000,- í kr. 3.500.000.000.-, eöa um 560 milljónir, sem eru 19,05%. Samkvæmt 4. gr. samþykkta félagsins eiga hluthafar forkauþsrétt aö kauþum á hinum nýju hlutum í réttu hlutfalli viö hlutaeign sína í félaginu. Þeir hluthafar, sem vilja neyta forkauþsréttar síns, tilkynni það hlutaþréfadeild félagsins fyrir 15. nóvemþer 1980, þar sem áskriftarlisti liggur frammi. Aukningarhlutir veröa gefnir út á nafn og skulu staögreiddir samkvæmt nafnverði. Óski hluthafar eftir aö kauþa aukningarhluti umfram þau 19,05%, sem þeir hafa rétt á, skulu þeir tilkynna það hlutaþréfadeild fyrir 15. nóvemþer 1980. Stjórn Flugleiöa h.f. Langbestu eldavélakaupin sem viö getum boöiö frá Þessi fullkomna glæsilega eldavél er á ðvenju hagstæðu veröi kr. 572.500.-. Meö viftunni (ef vifta á ekki aö blása út kostar kolasía kr. 67.200-verö pr. 15.10. 1980. Þú færö allt meö þessari vél: 2 fullkomnir stórir bakarofnar, efri ofninn meö grilli og rafdrifnum tein, sjálfhreinsandi, hraöhitun er á ofninum, Ijósaborö yfir rofum. 4 hellur, fullkomin vifta meö digitalklukku og fjarstýrisbúnaöi fyrir vél. Glæsilegir tízkulitir: Avoca- do grænn, karrý gulur, inka rauöur, svartur og hvítur. Eigum einnig kæliskápa, frystiskápa, uppþvottavélar og frystikistur. — Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO HF. BERGSTAOASTRATI 10A SlMI I69VS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.