Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
Sovétríkin eru að
verða eitt öflugasta
flotaveldi veraldar
Eitt af höfuðmálefnum í sambandi við forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum er það hvort Sovétmönnum verði leyft að ná
yfirhöndinni í hernaðarmálum. Forsetaframbjóðandinn Reagan átelur
Carter fyrir það að hafa látið Bandaríkin dragast aftur úr í
hergagnaframleiðslu. En það eru ekki aðeins Bandaríkjamenn sem
líta hinn volduga flota Sovétmanna hornauga, heldur eru Natóríkin farin
að ókyrrast yffir hernaðarmætti Sovétríkjanna og minnkandi fjárframlögum
til varnarmála Vestur-Evrópu.
Á Eystrasalti má nú oft á tíöum
sjá herskip eitt sovézkt, sem á
ekki sinn líka í víöri veröld. Er hér
um að ræða kjarnorkuknúiö
herskip, byggt í Leníngrad fyrir
skömmu, sem nú er í reynsluferð
á þessum slóöum. Skip þetta ber
enn ekkert heiti, en taliö er að
paö muni samt verða skírt „Kir-
ow". Er petta hiö fyrsta skip
sinnar tegundar, og er taliö að
mörg svipuö muni fylgja á eftir.
Þaö er bæöi stæröin og vopna-
búnaður sem gerir þaö aö verk-
um aö herskip þetta hefur mikla
yfirburöi yfir önnur herskip, og
viröist því vera Ijóst aö Sovét-
menn keppa viö Bandaríkjamenn
um yfirráð á sjónum.
„Kirow" er eitthvert öflugasta
herskip sem nú er til í heimi, og
er vopnabúnaðurinn ekki af lak-
ari endanum. Áhöfnina skipa
1000 manns, en skipið sjálft er
248 metra langt og 22000 lestir
og er búiö aragrúa af eldflaug-
um, fallbyssum og tundurskeyt-
um, og auk þess eru þyrlurnar
sem herskipinu fylgja einnig bún-
ar svipuðum vopnum. Allur
tæknibúnaður herskipsins er afar
fullkominn og háþróaöur, en þaö
sem gerir vestræna sérfræöinga
hvaö órólegasta er aö skipiö er
þannig úr garði gert aö nær
ómögulegt er aö sökkva því, og
gæti þaö því haldið áfram árás-
um löngu eftir aö hafa orðiö fyrir
skotum.
Vesturveldin telja aö meö
herskipum af þessu tagi ætli
Sovétmenn aö tryggja aöstööu
sína á heimshöfunum á friðartím-
um og vera jafnframt undir þaö
búnir aö geta hrifsaö til sín öll
yfirráö á sjó ef til styrjaldar kynni
aö draga.
Létu Vesturveldin sér þróun
þessa í léttu rúmi liggja, þá væru
Sovétmenn nær því markmiöi
sínu aö ná heimsyfirráöum.
Auðsætt er aö Sovétmenn eru
farnir aö hlaöa undir flota sinn og
viröist ráöamönnum í Kreml hafa
veriö komiö í skilning um hern-
aöarlegt mikilvægi hans, og er
„Kirow" gleggsta dæmiö þessu
til sönnunar.
Á Vesturlöndum er taliö aö
smíöi þessa herskips hafi veriö
hafin fyrir sjö árum, en hugmynd-
in að smíðinni og sú stefnubreyt-
ing ráöamanna aö fara aö leggja
meira fé til sjóhersins er talin
eiga rætur sínar aö rekja allt til
ársins 1961. Þaö ár ákvaö
Kennedy, þáverandi Bandaríkja-
forseti, aö leggja ríkari áherzlu á
notkun kjarnorkunnar til hernaö-
arþarfa og einnig þaö aö nota
hana til þess aö knýja kafbáta.
Sovétmenn litu á þessa stefnu
Bandaríkjanna sem ógnun viö sig
og svöruöu henni á þann hátt aö
þeir fóru einnig aö byggja upp
flota sinn og gera sér grein fyrir
þeim pólitíska styrk sem í því
fólst að hafa sterkan flota á
sveimi á heimshöfunum.
Bókin „Flotaveldi" sem komiö
haföi út í Sovétríkjunum og talin
var eftir Gorschkow aömírál (þótt
hún hafi veriö skrifuö af nokkrum
flotaforingjum) haföi gífurleg
áhrif, og lét árangurinn ekki á sér
standa.
Var fariö aö ausa fé til flota-
mála bæöi leynt og Ijóst, enda
hafði boöskapur bókarinnar ver-
iö meötekinn, en þar sagöi meö-
al annars aö ef Sovétmenn vildu
veröa flotaveldi sem eitthvaö
kvæöi aö á vettvangi utanríkis-
mála, þá yröi aö gera gangskör
aö því aö endurnýja flotann og
betrumbæta.
Menn á Vesturlöndum sem um
þessi mál fjalla telja aö áhugi
ráöamanna í Sovétríkjunum hafi
sízt fariö dvínandi síöan og sé
herskipiö „Kirow" til vitnis um
þaö. Ennfremur er taliö víst aö
Sovétmenn hafi eftirfarandi í
hyggju:
1) Smíöi flugmóöurskips allt
aö 70.000 lestum aö stærö.
2) Smíöi fjölda herskipa á
borö viö „Kirow".
3) Smíöi kafbáta af Alpha-
gerö, sem væru öllum kafbátum
„Kirov“: eitt stærsta og
fullkomnasta herskip sinn
ar tegundar í víðri veröld.
Vesturveldanna fremri. Slíkir kaf-
bátar kæmust á 650 metra dýpi
og 40 hnúta hraöa neöansjávar,
og myndi enginn kafbátur Vest-
urveldanna jafnast á viö þá.
4) Smíöi risastórs neðansjáv-
arskiþs, sem myndi ásamt
Alphakafbátunum mynda helzta
árásarvopn „Rauöa flotans".
Þegar tekiö er tillit til þess hve
háöar iðnaðarþjóöirnar eru flutn-
ingum á sjó, þá er skiljanlegt aö
þær fari aö ugga um hag sinn viö
þessa útþenslustefnu Sovétríkj-
anna.
Markmið Sovétríkjanna er
tvímælalaust yfirráö á hafinu, og
um þaö vitnar hiö nýja herskip
sem nú er í reynsluferöum á
Eystrasalti eins og áöur er um
getið. Herskipið er vopnað
flugskeytum sem draga allt aö
500 kílómetra, og segja sérfræö-
ingar á Vesturlöndum aö flug-
skeyti þessi séu smíöuð meö þaö
fyrir augum aö geta grandaö
bandarískum flugvélamóöurskip-
um. Myndi sovézka herskipiö þá
halda sig utan viö skotmál
bandaríska flugvélamóðurskips-
ins, en geta samt grandaö því
meö sínum langdrægu eldflaug-
um.
Haft er fyrir satt aö í smíöum
sé annað herskip í Leningrad af
sömu gerð og „Kirow", og sé
smíöi þess komin vel á veg.
Menn eru farnir aö velta fyrir sér
hve öflugur floti Sovétmanna eigi
eftir að veröa, en talið er fullvíst
aö veldi hans eigi eftir aö fara ört
vaxandi miöaö viö þróun þá sem
oröið hefur á síöustu árum.
Ekki er enn hægt aö segja til
um hvar floti Sovétmanna kunni
aöallega aö halda sig í framtíö-
inni, en líklegt er þó taliö aö þaö
veröi á þeim slóöum sem vest-
ræn iönaöarríki veröi aö sækja
hráefni sín. Einnig er líklegt aö
áhrifa sovézka flotans muni gæta
æ meir á þeim höfum sem liggja
aö þróunarlöndunum. Muni hann
láta til sín taka á svæöum þar
sem ólga og upplausn ríkja, og
muni honum veröa beitt til þess
aö koma ár Sovétmanna fyrir
borö.
Þaö á eftir aö koma í Ijós hvort
Vesturveldin geri sér fullkomlega
grein fyrir þeirri hættu sem fólgin
er í auknu flotaveldi Sovétríkj-
anna og kunni aö bregðast viö
henni á viöeigandi hátt.
— AppeUínur — Sttrónur —
Greipakfm — Vínber græn — Vínber btá —
Perur — Metónur grænar — Bananar —
Avocado — Kókoshnetur — Graípatdin Hond-
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, sími 85300
JT KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR
AVEXTIR
IKUNNAR
I
í Kuupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Hjúkrunarfræðingar
Muniö Hjúkrunarfræöingataliö — Útgefandi Hjúkrunarfélag íslands