Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 23

Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 71 Halldór Bjarnason innanum baakurnar aínar. Tvítugur og safnar bókum Halldór Bjarnason hefur stigið fyrsta skrefiö í bókasöfnun. Hann á oröiö fyrirtaks gott heimilisbókasafn. Hann er tvítugur og nemur í Hamra- hlíöarskólanum, og blm. hefur þaö eftir fornbókasölum aö Halldór Bjarnason sé efnllegur bóksafnari. En hvers vegna safnar Halldór bók- um? — Þaö er nú líklega söfnunar- ástríöan, en svo er ég líka lestrar- hestur! Þaö var fyrir þremur tll fjórum árum, sem ég hóf aö safna bókum. Áöur var ég í frímerkjum og myntinni. Þegar ég byrjaði að nema í Hamra- hlíöarskóla, tók ég að venja komur mína inná bókasafnið og þar eru margar góöar bækur og skemmtileg- ar, s$m komu mér á sporið. Já, þaö liggur viö aö ég eyöi mínum síöasta eyri í bækur, og ég sé ekki eftir því. Ég hef gaman af bókum, og set ekki fyrir mig þó bókasöfnun sé þjófur á peninga ög tíma. — Þú ert líka í tímaritunum? — Ja, ekki mikið. Ég hef safnaö dálítiö átthagatímaritum, en svo er Ljósm. Kristján. ég líka veikur fyrir tímaritum um bókmenntir og listir. — Og þú bindur inn? — Já, ég fór til Helga Tryggva- sonar í Handíða- og myndlistarskól- ann, og er á hálfu námskeiöl hjá honum nú þriöja veturinn, sem ég læri bókband. En þaö er hálfgert fúskarahandbragö á þessu hjá mér ennþá. Uppáhaldsbók? Ja, þær eru nú kannski margar. Mér dettur í hug bók sem ég keypti fyrir ári eöa svo, þaö er minningarrit um íslenzka hermenn í fyrra stríði, sem vestur- heimskt kvenfélag áriö 1923 í Winni- peg gaf út. Þetta er myndarleg útgáfa, og pappírinn góöur á þess tíma mælikvaröa. Hún er mér kær þessi bók, nokkuö dýr og ég hugsaði mig lengi um áöur en ég keypti hana. Svo þykir mér gaman aö blaöa í henni, áhugamaöur sem ég er um ættfræöi og mannfræöi. Við skulum segja aö þessi bók sé svona ein af þeim bókum sem mér þykir vænst um. Já, Ingvar Þorkelsson hefur kennt mér mikið, þaö má segja að ég hafi allt mitt bókvit úr honum. Þaö er mikill öndvegismaöur. En honum finnst ég ekki einangra mig nóg. — Þú vilt bara eiga allar bækur, segir hann stundum. Nei, þaö er engan bilbug aö finna á mér í bókasöfnun- inni. Þaö er langt í þaö aö ég veröi leiöur á bókum, segir Halldór Bjarna- son, tvítugur. Nú hefur Einar Guöfinnsson veriö kvikmyndaöur í Bolungavík. Sigurður Grímsson, kvikmynda- geröarmaöur, dvaldi í Bolungavík í fyrra haust og myndaöi þá Einar í bak og fyrir. — Hann var svolítiö á varöbergi fyrst, gamli maðurinn, sagöi Sigurður, en í restina var hann oröinn eins og Hollywood-stjarna! — Já, þaö má segja þaö, sagöi Sigurður, aö þessi mynda- prófverkefninu mínu viö Múnchen-háskóla; einskonar svipmynd af íslenzkum fiskiönaði í dag. Svo kvikmyndin um Einar Guðfinnsson er aöeins rétt í buröarliðnum ennþá, sagöi Sig- uröur Grímsson kvikmyndagerö- armaöur. Einar Guöfinnsson er oröinn 82ja ára gamall. Hann er samt ern vel, þó heilsan hafi gefiö sig nokkuö. — Maöur er alltaf aö linast, segir hann; ég hef verið slæmur í skrokknum undanfarið. — Já, meö myndina hans Sig- uröar. Þaö var nú ósköp lítið minnir mig. Viö fórum, skal ég segja þér, inn í Skutulsfjörð, þar sem ég er fæddur, og tókum þar nokkrar myndir, svo mynduöum viö fyrsta bátinn sem ég byggöi, Tóta. Svo fylgdist hann meö mér einn dag heima í plássinu. Mér þótti bara gaman aö þessu. Margt er nú Einar Guöfinnsson búinn aö reyna, en varla hefur honum dottiö í hug, aö hann ætti eftir aö veröa kvikmyndastjarna! - J.F.Á. taka sé af mínu frumkvæði. Þetta er eins konar innlegg í sögu gömlu útgerðarkallanna, sem eru aö týna tölunni. Þessi mynd er stutt svipmynd af Einari Guö- finnssyni; ég átti viö hann langt samtal og fylgdist með honum einn dag frá morgni til kvölds, og studdist viö Einars sögu Ásgeirs Jakobssonar. Einarsmenn tóku mér ákaflega vel, þegar ég bar fram þá uppástungu aö mynda gamla manninn, og óg held ég sé komin meö yfriö nóg efni aö moöa úr. Hún veröur ábyggilega ekki styttri þessi mynd en 30—45 mínútur. Því miöur hef ég ekki haft tíma til þess aö vinna myndina, ég er á kafi núna í Siguröur Grímsson í vinnustofu sinni. Ljofsm. Kristján. ffcik í fréttum Einar Guðfinnsson Einar Guðfinnsson fyrir framan íshúsfélag Bolungavikur. kvikmyndaóur íslenzk kona — íslenzk sýning Hún heitir Helga McCarthy. Hún er Reykvíkingur, dóttir Guörúnar Geirsdótt- ur Zoéga og Magnús- ar Jochumssonar, fyrrum póstmeistara. Hún nam í Kvenna- skólanum, vann síð- an hjá Loftleiöum, og giftist Robert McCarthy, starfs- manni TWA. á Kefla- víkurflugvelli. Þaö eru tuttugu og fjögur ár síöan Helga flutti vestur um haf, og nú eiga þau hjón fjögur "L.n . vcöiurntJiiiii. Þessi mynd birtist í í Colorado kl*dd, :V0 sem amma hennar hafi veriö hversdags. blaöinu Denver Post, sem er útgefið í Colorado-fylki í Bandaríkjun- um, en þar eiga Helga og fjölskylda heima. Myndin birtist í tilefni þess, aö í septembermánuði var haldin mikil sýning í Denver, sem bar yfirskriftina „Scandinavian Education Fair" — og var eins konar alhliöa kynning á Noröurlöndunum. Og fyrir íslenzku deildinni vm- einmítí Uélga. Hún sagöi Bandaríkjamenn áhug«£~- um js|and hún seldi alla þá íslenzku framieiöslu sem hún gat selt á sýnin- j* „og óg heföi getaö selt miklu meira," sagði hún. Oo é 1 , „V u ’ McCarthy í Colorado, eru íslendingar ævinleoe • - “ n®lml 1 e 9U - velkomnir! Þeir sem veita mikiö vín eru jafnan í uppáhaldi meðal ís- lendinga. í Torremolinos á Spáni er enski barinn svokall- aöi og þar er barmaöur John Collins. íslenzkir sólarfarar eru tíöir gestir í bar Johns, og þegar hann var nýverið hér- lendis í sumarleyfi, þá setti hann upp sinn enska bar í dansstaðnum Hollywood, og hitti þá marga gamla og góöa gesti, svo sem myndin sýnir. Ljósm. Emilía r Eini Islendingurinn Bergrós og Patrick Bizouerne. í Alsír? Eftir því sem næst veröur kom- ist er Bergrós Ásaeir«dA*»-- —_ . . r ' . —xzuii ÖIZOU- prnA — — _...c eini Islendingurinn, sem dveí- ur um þessar mundir í Alsír, þar sem jaröskjálftarnir miklu uröu fyrr í mánuöinum. Bergrós oóttir Ásgeir J^k^ossonar og Bergrósar Jöhannesdóttur, og gift frönskum verkfræðingi, sem vinnur af sér herþjónustu sem kennari í Alsír á vegum frönsku stjórnarinnar. Þeg- ar jaröskjálftarnir uröu, voru þau hjón nýlega komin úr feröalagi um jaröskjálftasvæðin til Blida, þar sem þau hafa bækistöö. í Blida varð ekki umtalsvert tjón, en nokkrar hræringar, og uröu Berg- rós og Patrick ekki fyrir neinum skakkaföllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.