Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
HÖGNI HREKKVISI
„#?VDPlÐ 7 H'UW 02 MR) tWD Úti 'i
6At2-D( • . "
Ast er...
... að fara sér hægt
í fjölmenni.
Heldurðu að þetta „hjólhýsi“
duKÍ okkur ekki?
Getið þið ekki sent hingað
viðKerðarmann eins ok skot.
Myndirnar á skerminum eru
tvofaldar!
CQSPER 8445 21 l
Stendur þú hér aleinn og lætur þér leiðast?
Þetta efni
nær ekki til
unglinga
H.Th. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
A.H. lýsir hrifningu sinni yfir
Stundinni okkar í Velvakanda 15.
þ.m.
Ég hef verið að velta því fyrir
mér, hvaða aldursflokki barna
hann tilheyri.
Ég hef alltaf haldið að Stundin
okkar ætti að vera með efni fyrir
börn.
Ég á sjálf fimm börn, en það eru
aðeins yngri börnin fyrir neðan 10
ára aldur sem hafa virkilegan
áhuga fyrir þættinum. Persónu-
lega hefur mér fundist 2 síðustu
þættirnir hafa verið hálfgerðir
hryllingsþættir og ekki við hæfi
barna — þ.e. atriðin um hungruðu
Afríkubörnin svo og reykingafólk-
ið.
Börn sem eiga foreldra sem
reykja fyllast hræðslu um heilsu-
far foreldra sinna og þetta efni
nær yfirleitt ekki til þess aldurs-
hóps sem réttast væri að sæi það,
þ.e. unglinganna, sem eru að fikta
við reykingar.
Afríkubörnin er búið að kynna,
að ég held, í allflestum skólum,
svo og í öðrum fjölmiðlum og tel
ég ástæðulaust að vera að smjatta
á slíkum hörmungum í þætti fyrir
yngstu áhorfendurna.
Ög heyrt hef ég að þessi þáttur
hafi verið bannaður í danska
sjónvarpinu.“
„Garpurinn
mikli“
Þegar haínarverkamenn
hér í Reykjavík spurðu tíð-
inda um skemmtirei.su Guð-
mundar J.. formanns Verka-
mannasamhands íslands til
New York, á örlagastund
samningamála verkaíýðsins,
urðu þessi þrjú erindi til.
smátt og smátt og lögðu ýmsir
f púkkið.
Valt er að treyst á veika stoð,
-verkalýðsmál í böndum,
en garpurinn mikli, Gvendur J.,
gamnar sér úti í löndum.
Svo að hann megi flýta för
fórna á samningsrétti:
Nú skal lögfesta kaup og kjör, —
körlunum trú’ ég létti.
Öðruvísi mér áður brá:
„Alla samninga í gildi“l!
En nú er stjóm, sem má stóla á
og Stóri bróðirinn vildi.
Bridge og
skák eru
á bls. 70
Félagslíf í Vogum
ekki á marga
fiska
sbúr^skrifar:
-agsptis
þrátt fyrir það og þó a3
knattspymu sé mikill eij
knattspyrnufélag til á
Það þyrfti að koma upp
spyrnuliðum hér eins og
néwfttir lí lundrnu, bwði
Þróttmikið
félags-
líf í Vogum
Vogum. 17.10. '80.
Ómar Jónsson. formaður
U.M.F.Þ., skrifar:
„Vegna greinar þeirrar er
birtist í lesendadálk Dagblaðsins
og Velvakanda Morgunblaðsins
16. október um félagslíf í Vogum
á Vatnsleysuströnd, get ég ekki
látið hjá líða að birta eftirfar-
andi athugasemdir.
Greinarhöfundur segir, að fé-
lagslífið á staðnum sé ekki upp á
marga fiska og það sé nánast
ekkert sem ungt fólk geti gert í
frístundum sínum. Þá segir
hann einnig, að ungmennafélag
hafi lengi starfað í hreppnum en
hafi alls ekkert gert fyrir ungt
fólk eða aðra.
En íbúar Vatnsleysustr.hr.
vita betur, og þeirra vegna þyrfti
ekki athugasemda við. En nei-
kvæð skrif eins og þessi gefa
ranga mynd af því sem er að
gerast í sveitarfélaginu og er
ekki góð kynning út á við.
I hreppnum er rekið þróttmik-
ið félagslíf með þátttöku nánast
allra íbúanna.
Þar má nefna Kvenfélagið
Fjólu sem á ári hverju gengst
fyrir þorrablóti, basar, ferðalög-
um, jólatrésskemmtun, kaffi-
veitingum og ýmsu fleiru.
Þá má nefna Lionsklúbbinn
Keilir sem undanfarin ár hefur
starfað af krafti og lagt öllum
góðum málefnum lið svo sem
byggingu nýja barnaskólans,
dagheimilinu, og gamla fólkinu
svo eitthvað sé nefnt.
Viðburðaríkt starfsár
ungmennafélagsins
Fyrir unga fólkið hefur verið
starfandi í hreppnum ung-
mennafélag, U.M.F. Þróttur er
opið öllum þeim sem áhuga hafa
og vilja taka þátt í félagslífi því
er það stendur fyrir.
Síðasta starfsár félagsins hef-
ur verið viðburðaríkt eins og
fyrri ár. Hefur félagið staðið
fyrir margþættri starfsemi. Þar
má nefna áramótafagnað, rétt-
ardiskótek, páskabingó, sumar-
ferðalag, kynningu á hjálp í
viðlögum og útivistaferðir. Þá
hefur sumardagurinn fyrsti ver-
ið haldinn hátíðlegur og kvöld-
vökur haldnar fyrir fullu húsi.
Ýmislegt fleira væri hægt að
nefna.
Varðandi íþróttavöllinn er það
að segja að þar til í sumar hefur
enginn völlur verið í hreppnum
og þar af leiðandi útilokað að
spila knattspyrnu. En þar sem
framkvæmdum við völlinn er
senn lokið, hefur verið ákveðið
að ráða til starfa þjálfara næsta
ómar Jónsson.
sumar til þjálfunar yngri flokka
og jafnvel eldri ef mögulegt er.
Um leiklistina er það að segja
að á ári hverju eru að jafnaði
færð upp tvö leikrit og eru þau
leikin á árshátíðum félaganna.
Komið hefur fyrir að leikrit hafa
verið færð til sýninga utan
sveitarfélagsins.
Hver er munurinn?
Varðandi þá fullyrðingu um að
hér sé ekkert félagsheimili vil ég
Unnið við íþróttavöllinn.
spyrja: hver er munurinn á
samkomuhúsi og félagsheimili?
Samkomuhús það sem greinar-
höfundur skrifar um og segir að
sé ágætt heitir félagsh. Glað-
heimar, og er í eigu sveitarfé-
lagsins, Kvenf. Fjólu og UMf
Þróttar. Innan veggja þess fer
fram mikið félagsstarf, og má
þar nefna kvikmyndasýningar
sem lionsklúbburinn Keilir hef-
ur staðið fyrir. Þá hefur farið
fram danskennsla undanfarin
þrjú ár á vegum Nýja danskól-
ans og taka þátt í því allir
aldursflokkar.
Eftir þessa upptalningu á fé-
lagslífinu í Vatnsleysust.hr. og
er þó ekki allt upp talið, finnst
mér dálítið undarlegt að ekki sé
meira sagt, að tala um að
félagslíf í hreppnum sé við-
burðasnautt.
Þá vil ég eindregið hvetja
greinarhöfund til að ganga til
liðs við félögin í hreppnum og
láta ljós sitt skína.“