Morgunblaðið - 22.10.1980, Side 1

Morgunblaðið - 22.10.1980, Side 1
32 SIÐUR 234. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Neyðarástandi lýst í Sómalíu Nikósíu. 21. októher. AP. FORSETI Sómalíu. Mohammed Siad Ilarre. lýsti yfir neyðarástandi í daK vegna meintrar „árásar Eþíópíumanna“ samkva>mt frétt fréttastofu Qatar frá Mogadishu. Barre kvað aðgerðir Eþíópíu- manna gegn Sómalíu runnar und- an rifjum útlendinga og átti greinilega við Rússa, sem styðja stjórn Haile Mariam í Addis Ababa. Barre sagði, að vegna erlendrar aðstoðar, sem Eþíópía fengi, hefði hann nýlega gert samning við Bandaríkjamenn. Samningurinn veitir Indlandsflota þeirra aðstöðu í flotastöðinni Berbera. Rússar reistu stöðina, sem er við Adenflóa, þegar þeir studdu Barre. „Samningurinn tryggir fullveldi og hagsmuni Sómalíu, án þess að ógna hagsmunum annarra landa. Tilgangur hans er að varðveita öryggi og frið í þessum heims- hluta," sagði Barre. Forsetinn lýsti einnig yfir stuðningi við „rétt íraka til að endurheimta yfirráðasvæði sín með valdi“, en kvað Sómalíu fagna tilraurtum múhameðstrúarríkja til að binda endi á styrjöld írana og íraka. Árás á stöðvar Swapo í Angola WindhtK'k. 21. októhor. AP. SUÐUR-AFRÍSKT herlið réðst í dag á stöðvar skæruliða blökku- manna í Angola í dag á fyrsta degi viðræðna fulltrúa SÞ við suður-afríska ráðamenn um sjálfstæði Suðvestur-Afríku (Namibíu). Willie Meyer hershöfðingi, ann- ar æðsti yfirmaður herliðsins í Suðvestur-Afríku, sagði, að 28 skæruliðar blökkumannasamtak- anna Swapo og angólskir hermenn hefðu verið felldir í árásinni og allir suður-afrísku hermennirnir hefðu snúið aftur heilu og höldnu til stöðva sinna. En angólskir embættismenn sögðu, að Suður-Afríkumenn væru enn í Suður-Angóla. Angólamenn sögðu líka, að ein suður-afrísk þota hefði verið skotin niður og flugstjórinn beðið bana. Suður- afrískar flugvélar hefðu 22 sinn- um ráðizt á Angóla og gert 23 þyrluárásir síðan í júlí. Brian Urquhart, fulltrúi SÞ, sagði, að viðræðurnar í Pretoria í dag hefðu verið „mjög hreinskiln- islegar". Samtökin hafa fallizt á að hitta að máli fulltrúa stjórn- málaflokka í Suðvestur-Afríku vegna þrýstings frá Suður-Afríku og til að sanna óhlutdrægni í ljósi stuðnings Allsherjarþingsins við Swapo. Fulltrúar SÞ reyna að semja við Suður-Afríku um vopnahlé í stríð- inu og efna til kosninga um sjálfstæði undir eftirliti samtak- anna. Svipuð tilraun fór út um þúfur í fyrra vegna ásakana Suður-Afríku um að SÞ hefðu breytt samningsákvæðum á síð- ustu stundu til að þóknast Swapo. Marais Viljoen, forseti Suður- Afríku, undirritaði í dag lög um herskráningu allra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára í Suðvest- ur-Afríku. 44 55 Frost og stillur hafa verið ríkjandi í Reykjavík á þessu hausti, og hafa borgarbúar kunnað vel að meta góða veðrið, eins og þessir íshokkímenn sem hér leika listir sínar á Tjörninni í miðbænum. Myndina tók Emilía Björg Björnsdóttir. Ungur leiðtogi í Kreml Moskvu. 21. október. AP. MIÐSTJÓRN sovézka kommúnistaflokksins skipaði í dag tiltölulega ungan sérfræðing í land- búnaðarmálum, Mikhail A. Gorbachev, 49 ára, full- gildan fulltrúa í stjórn- málaráðinu. Jafnframt var Tikhon Y. Kisel- ev, 63 ára, skipaður aukafulltrúi í ráðinu í stað Pyotr Masherovs, sem tilkynnt var að hefði farizt í bílslysi í Hvíta Rússlandi 4. októ- ber. Kiselev tók við stöðu Masher- ovs sem leiðtogi flokksins í Hvíta Rússlandi 16. október. Gorbachev verður yngsti full- trúinn í stjórnmálaráðinu, þar sem meöalaldur fulltrúanna er 69 ár. Stjarna hans hefur hækkað ört á nokkrum árum og hann hefur verið aukafulltrúi í ráðinu síðan 1979. Sérfræðingar hafa spáð skipun yngri manna í æðstu emb- ætti vegna slæmrar heilsu gam- alla ráðamanna. A fundinum var hlýtt á ræðu, sem Leonid Brezhnev forseti flutti, og rætt um fjárhagsáætlun 1981 og næstu fimm ára áætlun. Því hafði verið spáð að rætt yrði um heilsufar Alexei Kosygins for- sætisráðherra, sem hefur verið veikur mikinn hluta ársins, en það var ekki tilkynnt. Her íraka þrengir hringinn um Abadan Beirút. 21. íebrúar. AP. ÍRAKAR sögðu. að þeir hefðu haldið uppi miskunnarlausum skriðdrekaárásum á borgarhlið Abadan í dag og gert loftárásir á íran. íranir sögðu. að þeir hefðu hrundið harðnandi árásum íraka á aðalleiðina inn í Abadan við brúna á ánni Bahmanshir og gert loftárásir á írak. Iranir sögðu, að fallhlífahermenn í þyrlum hefðu náð tveimur héruðum Walesa býst senn við viðurkenningu Varsjá, 21. október. AP. IIÉRAÐSDÓMSTðLLINN í Varsjá tekur fyrir á föstudag stofnskrá stærsta óháða verkalýðsfélagsins. _Samstaða“, undir forystu Lech Walesa, og kann að samþykkja hana, að sögn leiðtoga félagsins í dag. Walesa hefur lagzt gegn verkföll- um vegna þess hve dregizt hefur að fá stofnskrána samþvkkta. Á fundi í Jastrzebie í Efri-Slésíu sögðu hann og samherjar hans, að verkfall mundi hafa öfug áhrif. Nokkrir leiðtogar Samstiiðu höfðu hvatt til þess. að verkfall yrði hoðað 4. nóvember ef stofnskráin yrði ekki viðurkennd. En Kazimierz Switon, leiðtogi fé- lagsins í Katowice, sagði í viðtali, að verkfall mundi hafa hörmuleg áhrif á bágborinn efnahag landsins. „Verk- fall kæmi aðeins niður á verkamönn- um sjálfum," sagði hann. „Við höfum ekki nógu mikið af matvælum sem stendur. Ef verkfall yrði gert, stæð- um við andspænis hungursneyð og algeru öngþveiti." Hann kvaðst viss um, að stofnskrá- in yrði samþykkt á föstudaginn og sagðist ekki mótfallinn breytingu á orðalagi, þannig að forystuhlutverk kommúnistaflokksins yrði beinlínis viðurkennt, eins og stjórnin hefur krafizt. Walesa kveðst ekki vilja breyta orðalaginu, þar sem . í stofnskránni sé pólska stjórnarskrá- in viðurkennd og í því felist viður- kenning á forystnhlutverki flokksins. Switon og Walesa vildu gera lítið úr ágreiningnum og töldu hægt að leysa hann með samningaviðræðum. Dómstóllinn í Varsjá fjallar einnig á föstudag um stofnskrá bændafélags, sem er.tengt Samstöðu. Dómstóllinn hefur þegar samþykkt 12 stofnskrár og á eftir að fjalla um 16. Fimm daga erfiðu ferðalagi Wal- esa í Suður-Póllandi átti að Ijúka í dag. Hann og samherjar hans hafa komið fram á 12 fundum, þar sem þeim hefur verið innilega fagnað. Blöðin sögðu í dag frá ferð Walesa og flokksmálgagnið, Trybuna Ludu, hafði viðtöl við fólk á götunni um afstöðu þeirra til óháðra verkalýðsfé- laga. nyrzt á vígstöðvunum úr höndum íraka og eyðilagt 20 íraska skrið- dreka. Irakar sögðu, að 38 Iranir hefðu fallið á 12 tímum umhverfis Abadan og í bardögum í návígi í hafnarborginni Khorramshahr aust- anmegin Shatt A1 Arab-sunds. Þeir sögðu, að 24 írakar hefðu fallið. Sáttasemjarinn, Habib Chatti frá Túnis, framkvæmdastjóri samtaka múhameðstrúarríkja, sagði í Teher- an, að íranir hefðu ekki hafnað tillögu hans um skipun sáttanefndar þjóðhöfðingja múhameðstrúarríkja til að stöðva stríðið og fá stríðsaðila að samningaborði. Utanríkisráðherra íraks, Saadoun Hammadi, sagði í blaðaviðtali, að ef Bandaríkjamenn útveguðu írönum vopn til að stuðla að frelsun banda- rísku gislanna mundi það jafngilda því, að Bandaríkin færu í stríðið. Jimmy Carter forseti hefur lofað því, að íranir fái innistæðurnar, sem voru frystar í Bandaríkjunum, ef þeir láta gíslana lausa. Forseti íranska þingsins segir, að ákvörðun verði tekin um skilyrðin fyrir frels- un gíslanna eftir tvo til þrjá daga. Hann taldi að líklega yrðu skilyrðin hin sömu og áður. Iranir segja, að írakar hafi mætt mótstöðu frá leyniskyttum og vél- byssuskyttum á götum Khorram- shahr. Iranir segja líka frá stór- skotaliðsbardögum nálægt Dezful og þyrluárás, sem hafi kostað 100 íraka lífið. Loftárásir írana beindust gegn Suleimanieh og Akra, Amarah og Fao við Persaflóa. Laker synjað Ix>ndun. 21. októher. AP. FYRIR/ETLANIR Sir Freddie Lak- ers um að la'kka flugfargjöld i Evrópu á sama hátt og á Átlants- hafsleiðum, urðu að engu í dag er John Nott, viðskiptaráðherra. hafn- aði beiðni hans um odýrar ferðir á um 600 lciðum i Evrópu milli 35 borga. Brezk flugmálayfirvöld höfðu áður synjað Laker. Fargjöld frá London eru nú stund- um lægri til New York en margra borga Evrópu. Ferð með Laker til New York kostar til dæmis 78 pund en tii Stokkhólms 154 pund. Laker segir að gildandi reglur um fargjöld í Evrópu stríði gegn reglum Efna- hagsbandalagsins um frjálsa sam- keppni samkvæmt Rómarsáttmálan- um frá 1957.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.