Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
Frekar heimildir
en ákvarðanir
segir Sigurður Helgason um frumvarpið
„FRUMVARPIÐ var almennt rætt
á stjórnarfundi Fluxleióa í daK ok
menn kynntu sér efni þess,“ saKÓi
SÍKuróur IlelKason, forstjóri FIuk-
leiða, i Kærkvöldi er hann var
spurður álits á laKafrumvarpi þvi
er varðar FluKleiðir ok var til
umræðu á AlþinKÍ í Kær.
„í þessu frumvarpi eru mörg
atriði sem augljóslega hijóta að
verða mikil framkvæmdaatriði,"
sagði Sigurður ennfremur, „þetta
byggir raunar mestmegnis á heim-
ildum til ríkisstjórnarinnar, og því
skiptir mestu máli hvernig fram-
kvæmdin verður. Við þau atriði
stönsuðu menn í dag og veltu því
fyrir sér hvernig framkvæmdin
yrði.
Að öðru leyti sýnist okkur að
frumvarpið nái yfir þau atriði sem
um hefur verið rætt,“ sagði Sigurð-
ur að lokum, og kvaðst ekki vilja tjá
sig frekar um efni frumvarpsins að
svo komnu máli.
Sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra:
Frétt Dagblaðsins
helber ósannindi
„I>ETTA eru ekki annað en helber
ósannindi og rangfaTsla. það Keta
allir borið, sem voru á þessum
fundi,“ saKði Ómar Hauksson.
og varastjórn voru kjörnar með
lófataki. Kosningin var því eins
friðsamleg og hún frekast gat orðið."
Ómar kvaðst enn ekki hafa séð
formaður kjördæmisráðs Sjálfstæð- frétt Dagblaðsins, en þegar hún
isflokksins i Norðurlandskjördæmi
vestra i samtali við Morgunblaðið i
gær, er hann var spurður um
túlkun Dagblaðsins á nýafstöðnum
aðalfundi ráðsins. — En á haksíðu
Daghlaðsins i gær var sagt, að
stuðninKsmenn Pálma Jónssonar
landhúnaðarráðherra hefðu haft
menn Eyjólfs Konráðs Jónssonar
alþinKÍsmanns undir á aðaifundin-
um.
„A fundinum ríkti mikil eining,
þar sem menn voru kosnir með tilliti
til mannkosta þeirra en ekki eftir
stöðu þeirra í raunverulegum eða
ímynduðum fylkingum," sagði Ómar
ennfremur. „Uppstillinganefnd gerði
tillögu um stjórnina, tillaga hennar
var samþykkt átakalaust og stjórn
hefði borist norður, myndi stjórn
kjördæmisráðsins krefjast þess af
Dagblaðinu, að það birti á jafn
áberandi stað og umrædd frétt var á,
leiðréttingu frá kjördæmisráðinu.
„Enn hef ég aðeins heyrt þessa frétt
í gegnum síma, en þegar ég hef séð
hana munum við skrifa bréf og óska
leiðréttingar, enda er fréttin víðs
fjarri sannleikanum," sagði Ómar.
„Ég get svo að lokum bætt því við í
framhaldi af þessu, að það kemur
mér spánskt fyrir sjónir, ef Siglfirð-
ingar styðja ekki lengur Eyjólf
Konráð, enda var hann á framboðs-
listanum síðast fyrir tilstilli okkar.
— Þar með er ekki sagt, að við
getum ekki einnig stutt einhverja
aðra.“
f UMR/EÐUM á fundum flugfreyja
um endurráðningar til starfa fyrir
Flugleiðir hefur það komið fram að
FluKÍeiðir hyKðust efna til byrj-
enda námskeiða fyrir flugfreyjur á
vori komanda ef framhald verður á
flutdnu milli Luxemborgar. íslands
ok Bandarikjanna eins og ráðKert
er i dag. Morgunblaðið spurði
ErlinK Asperlund framkvæmda-
stjóra stjórnunarsviðs Flugleiða
um þetta atriði.
„Að sjálfsögðu munum við ráða til
starfa þær stúlkur sem hafa þjálfun
og reynslu í starfi, það er stefnan, og
reyndar segir slíkt sig sjálft," sagði
Erling. „Sá listi sem við höfum stillt
upp með um 70 flugfreyjum er sá
grundvallarlisti sem við viljum miða
við og á honum er ekki um fækkun
að ræða. Sá listi er sá kjarni sem við
viljum miða við, en ef kemur tii
aukins flugs á Norður-Atlantshafinu
eins og stefnt er að og kemur
væntanlega í ljós innan tíðar, þá
þarf um 15 flugfreyjur í viðbót og ef
flogið verður á fullu næsta sumar
eins og búið er að gera áætlun um
miðað við framhald Norður-Atlants-
hafsflugsins, þá þarf að ráða um 100
flugfreyjur í viðbót.
Það er fjarstæða að við hyggjumst
efna til námskeiða fyrir byrjendur.
Fyrst munum við kanna málin
meðal þess fjölda sem því miður
hefur orðið að segja upp og við
munum reyna að fá til vinnu þær
stúlkur sem hafa flogið fyrir okkur
og til dæmis er fjöldi af flugfreyjum
sem hættu 1. október sem við vildum
gjarnan ráða aftur.“
í SÆDÝRASAFNINU.
Ljósm. Emilía.
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
í GFSum
verkfallsboðun
STJÓRN og trúnaðarmannaráð
Grafiska sveinafélagsins ákvað í
gær að fram færi allsherjarat-
kvæðagreiðsla á öllum vinnu-
stöðum félagsins um það hvort
félagið fari i verkfall i yfirstand-
andi kjaradeilu. Atkvæðagreiðsl-
an fer fram á fimmtudag og
föstudag og fjallar um það, hvort
félagið eigi að boða verkfall frá
og með 5. nóvember.
Eins og getið var í Morgunblað-
inu ákvað félagsfundur Grafiska
sveinafélagsins í fyrradag að
mæla með því við stjórn og
trúnaðarmannaráð GSF, að það
boðaði verkfall frá og með 29.
október, ef ráðinu fyndist það
ráðlegt. Stjórnin og trúnaðar-
mannaráðið töldu, að þar sem
bæði prentarar og bókbindarar
hefðu hafnað verkfallsboðun
þennan dag, hefðu aðstæður
breytzt, en félagsfundur GSF var
haldinn áður en félagsfundir HÍP
og BFÍ höfnuðu verkfallsaðgerð-
um.
Útlit fyrir 46 milljarða
viðskiptahalla við útlönd
„Stefnan er að endur-
ráða stúlkur með
þjálfun og reynslu“
HORFUR eru á 46 milljarða króna
halla á viðskiptajöfnuði við útlönd
á þessu ári að því er segir i
þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnun-
ar, þar sem skýrt er frá framvindu
cfnahaKsmála á þessu ári og horf-
um næsta ár. Hallinn stafar fyrst
ok fremst af halla á þjónustuvið-
skiptum, sem reiknað er með að
verði að minnsta kosti um 40
milljarðar, aðallega vegna vaxta-
greiðslna af erlendum lánum og
erfiðleikum i flugrekstri, en reikn-
að er með 6 milljarða króna halla á
vöruviðskiptum vegna verri við-
skiptakjara og óvenju miklum
flugvélakaupum á árinu. Þessi 46
milljarða viðskiptahalli nemur um
3,5% af þjóðarframleiðslu, en i
fyrra varð hallinn 7 milljarðar
króna, eða tæplega 1% af þjóðar-
framleiðslu.
Á fyrri helmingi ársins voru
viðskiptakjör um 4% lakari en í
fyrra; útflutningsverðlag í erlendri
mynt var nær 8% hærra en ársmeð-
altalið 1979, en innflutningsverð
12% hærra. Áætlað er að olíuverð
verði rúmlega 20% hærra í ár en í
fyrra, en annað innflutningsverð
hækki um rösklega 10%. Samtals
yrði þá hækkun innflutningsverðs
12-14% í erlendri mynt, en útflutn-
ingsverð hækkar aðeins um 7%,
þannig að viðskiptakjörin rýrna um
5% frá fyrra ári.
Á fyrri helmingi síðastliðins árs
voru gjaldeyristekjur af samgöngum
tæpur milljarður, en á þessu ári varð
7,5 milljarða króna halli á þessum
reikningi. Vaxtagreiðslur af erlend-
um lánum voru í ár nær 20 milljarð-
ar króna á móti rösklega 11 milljörð-
um á sama tíma í fyrra og fara nú
saman vaxtahækkun erlendis og
skuldaaukning 1979.
Varðandi útlitið á næsta ári er
reiknað með að olíuhækkunin á
næsta ári verði um 7-8% í erlendri
mynt, eða svipuð og á öðrum inn-
flutningi. Um útflutningsverð er
tekið fram að miikil óvissa sé um
verð á frystum afurðum, en annað
útflutningsverð geti hækkað svipað
og innflutningsverðið. í heild er
reiknað með, að útflutningsverð
hækki þó aðeins um 6%, þannig að
viðskiptakjararýrnunin á næsta ári
yrði 1-2% til viðbótar við 5% í ár og
9% í fyrra, eða um 15% á 3 árum.
í heild spáir Þjóðhagsstofnun 16
milljárða króna afgangi af vöru-
skiptum við útlönd á næsta ári, en 56
milljarða halla á þjónustuviðskipt-
um, þannig að viðskiptajöfnuðurinn
við útlönd verði í heild óhagstæður
um 40 milljarða króna á næsta ári,
sem yrðu 2,2% af þjóðarframleiðsl-
unni, sem reiknað er með.
Friðjón Þórðarson:
Studdi Ólaf G. Einarsson
gegn Guðrúnu Helgadóttur
FRIÐJÓN Þórðarson, dómsmála-
ráðherra. stakk upp á ólafi G.
Einarssyni sem varaformanni
menntamálanefndar neðri deildar i
gær gegn Guðrúnu Helgadóttur.
Guðrún hlaut kosningu með 3
atkvæðum, tveggja framsóknar-
manna og sinu eigin, en ólafur
Afríkuhjálpin 1980:
20 millj. sendar til Afríku í gær
t GÆR voru sendar tuttugu millj-
ónir króna frá Rauða krossi ís-
lands til sveltandi ibúa A-Afriku.
Fyrir þetta fé, sem þegar hefur
safnast hérlendis verða keypt mat-
væli, en eins og þegar hefur komið
fram í fréttum. þá er unnt að
kaupa mat handa einum ibúa til að
lifa á i eina viku fyrir eitt þúsund
krónur.
Fyrir þessar tuttugu milljónir
verða keypt 25 tonn af matvælum,
sem skv. fréttaskeyti frá höfuð-
stöðvum Rauða krossins í Genf, er
svokallaður „supplementary feed-
ing“, þ.e. sérstaklega næringarríkt
vítamínbætt fæði.
Pálmi Hlöðversson, sem er í
Uganda, mun hafa yfirumsjón með
því að matvæli, sem verða keypt
fyrir fé sem berst frá Islendingum,
komist beint til þeirra sem mest
þurfa þeirra með.
fékk 2 atkvæði. Einn fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og fulltrúi Alþýðu-
flokksins voru fjarverandi. Ingólf-
ur Guðnason varð formaður nefnd-
arinnar mótframboðsiaust og sam-
komulag varð um ólaf G. Einarsson
sem fundaskrifara.
Alexander Stefánsson varð for-
maður félagsmálanefndar neðri
deildar í gær án mótframboðs, en
Guðmundur J. Guðmundsson var
kjörinn varaformaður með 4 at-
kvæðum stjórnarliða, en Eggert
Haukdal tryggir meirihluta þeirra í
nefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir
hlaut 3 atkvæði stjórnarandstæð-
inga. Eggert stakk svo upp á Friðrik
Sophussyni sem fundaskrifara, en
aðrir stjórnarliðar stungu upp á
Eggert. Friðrik var kosinn með 4
atkvæðum, en Eggert hlaut 3 at-
kvæði.
Ólafur Þórðarson var kjörinn
formaður allsherjarnefndar neðri
deildar í gær með 4 atkvæðum
stjórnarliða, en Vilmundur Gylfa-
son, sem var einn stjórnarandstæð-
inga á fundinum, stakk upp á Jósef
H. Þorgeirssyni og studdi hann.
Garðar Sigurðsson varð svo varafor-
maður mótframboðslaust og Ingólf-
ur Guðnason fundaskrifari.
Eiður Guðnason varð formaður
allsherjarnefndar efri deildar í gær,
Salome Þorkelsdóttir varaformaður
og Eyjólfur Konráð Jónsson funda-
skrifari; öll án mótframboðs.
Reykjavikurborg:
Gengur til sér- „
viðræðna við ASÍ
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að ganga til sérvið-
ræðna um lausn kjaradeilnanna,
að ósk Alþýðusamhands íslands.
Borgarráð fól launamálanefnd
Reykjavikurborgar að annast
viðræðurnar fyrir hönd borgar-
Formaður nefndarinnar er
Björgvin Guðmundsson borgar-
fulltrúi en aðrir í nefndinni eru
Sigurjón Pétursson, Birgir ísl.
Gunnarsson og Albert Guð-
mundsson.
Samningar þeir er hér um ræðir
eru samningar við þá starfsmenn
Reykjavíkurborgar, sem eru í
verkalýðsfélögunum innan Al-
þýðusambandsins, en ekki í
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, BSRB.