Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
Einar Karl ar í atvinnuleit, þótt hann segi annað. — Kratar hafa komið
sór saman um framboð Karvals í ASÍ en ágreiningur er enn hjá
Alþýðubandalaginu. Verða þeir báðir í framboði Ásmundur Stefánsson
og Guðjón Jónsson?
Einar Karl
í atvinnuleit
Fyrir skömmu birtist svo-
hljóðandi klausa í Sand-
korni Vísis: „Einar Karl
Haraldsson, Þjóðviljarit-
stjóri, mun skipta um starf
á næstunni og hætta á
Þjóðviljanum. Það hefur
komið í ljós, að ekki er rúm
fyrir hann á blaðinu eftir
endurkomu Kjartans Ólafs-
sonar í ritstjórastól og hefur
nú maður gengið undir
manns hönd við að finna
annað starf fyrir Einar.
Líkur eru á, að það hafi
tekizt, meðal annars fyrir
tilverknað Hjörleifs Gutt-
ormssonar, iðnaðarráð-
herra, þótt enn sé ekki alveg
ljóst í hvað Einar Karl fer.“
Morgunblaðið spurði Ein-
ar Karl í tilefni af þessari
frásögn Vísis, hvort rétt
væri með farið. Frásögn
Morgunblaðsins af því sam-
tali er svohljóðandi: „Einar
Karl Haraldsson, ritstjóri
Þjóðviljans, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að
enginn fótur væri fyrir
þeirri frétt Vísis í gær, að
hann væri'að láta af störf-
um ritstjóra við blaðið. „Mér
er ekki kunnugt um þessi
atvinnutilboð, sem Vísir
greinir frá,“ segir Einar
Karl, „samkomulagið milli
okkar Kjartans Ólafssonar
er ágætt og ég er ekki að
hætta hér.“
Kjarninn í frásögn Vísis
er réttur, þótt ekki væri
nákvæmlega rétt með farið.
Kjarninn í frásögn Einars
Karls er rangur, þótt vera
megi, að ekki sé um bein
ósannindi að ræða. Hið rétta
er, að Einar Karl Haralds-
son hefur leitað eftir nýju
starfi og notið til þess stuðn-
ings Hjörleifs Guttorms-
sonar. Að sjálfsögðu leitaði
hann eftir starfi hjá opin-
berum aðila, eins og allir
kommúnistar gera nú, þeir
hafa skjót handtök, meðan
þeirra menn eru við völd og
raða sér á jötuna, eins og
sagt var um krata forðum
en á nú fremur við um
alþýðubandalagsmenn en
nokkra aðra. Astæðan fyrir
því, að Einar Karl er ekki að
hætta á Þjóðviljanum um
þessar mundir er hins vegar
sú, að hann fékk ekki starf-
ið.
Forsetaslag-
urí ASÍ
Þótt enginn yfirlýstur
frambjóðandi sé kominn
fram við forsetakjör í ASÍ í
nóvembermánuði nk. má
telja víst, að bæði Ásmund-
ur Stefánsson og Karvel
Pálmason verði í kjöri.
Fram eftir sumri og hausti
gátu kratar ekki gert upp
við sig, hvern þeir mundu
setja fram, Karvel, Karl
Steinar eða Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Nú hefur niður-
staðan hins vegar orðið sú,
að þeir munu styðja Karvel
Pálmason til forsetakjörs.
Alþýðubandalagsmenn hafa
hins vegar ekki komizt að
niðurstöðu enn, þótt ljóst sé,
að Ásmundur Stefánsson
verði í framboði og studdur
til þess m.a. af Snorra
Jónssyni, fráfarandi vara-
forseta ASÍ. Innan Alþýðu-
bandalagsins er mikil
óánægja með framboð Ás:
mundar Stefánssonar. í
fyrsta lagi vegna þess, að
hann er ekki upprunninn úr
verkalýðshreyfingunni,
heldur háskólamenntaður
maður, sem ráðinn er sem
sérfræðingur til starfa hjá
ASÍ og varð fyrst nú fyrir
skömmu félagsmaður í einu
aðildarfélaga ASÍ. í öðru
lagi þykir ýmsum verka-
lýðskommum hart að kjósa
sem forseta félagsmann VR
og minna á, að ekki eru
nema tveir áratugir síðan
ASÍ-þing felldi beiðni VR
um inngöngu í ASI. I þriðja
lagi telja þessir sömu al-
þýðubandalagsmenn hugs-
anlegt, að formaður LIV
verði kjörinn varaforseti
ASÍ og þeim hugnast ekki að
tveir helztu forystumenn
ASI verði úr röðum verzlun-
armanna. Þess vegna hafa
ýmsir helztu forystumenn
Alþýðubandalagsins í verka-
lýðssamtökunum enn ekki
sætt sig við Ásmund Stef-
ánsson, sem forsetaefni.
Helzt mundu þeir vilja kjósa
Benedikt Davíðsson sem for-
seta, en hafa áhyggjur af því
að hann nái ekki kjöri sem
fulltrúi uppmælingaaðals-
ins. Að undanförnu hefur
nafn annars forystumanns
Alþýðubandalagsins í verka-
lýðshreyfingunni verið nefnt
en það er Guðjón Jónsson.
Sumir telja, að ágreiningur-
inn um þessi mál innan
Alþýðubandalagsins sé svo
djúpstæður, að tveir fram-
bjóðendur muni koma fram
úr röðum kommúnista, þeir
Ásmundur Stefánsson og
Guðjón Jónsson. Það er því
bersýnilega allra veðra von
á ASÍ-þingi.
7
^onix
HATUNI 6A • SIMI 24420
KÆLISKÁPAR •
GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR
Lítum bara á hurðina: Færanleg fyrlr
hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og
níðsterk - og í stað fastra hillna og
hólfa, brothættra stoða og loka eru
færanlegar fernu- og flöskuhillur úr
málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg,
álegg og afganga, sem bera má beint
Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorði
dönsku neytendastofnunarinnar DVN
um rúmmál. einangrunargildi. kæll-
svið. frystigetu. orkunotkun og
aðra eiginleika.
Margar stærðir og litir þeir sömu
og á VOSS eldavélum og viftum:
hvítt-gulbrúnt-grænt-brúnt.
Einnig hurðarammar fyrir lita- eða
viðarspjöld að eigin vali.
GRAM BÝDUR EINNIG 10 GERDIR AF
FRYSTISKAPUM OG FRYSTIKISTUM
KIENZLE
Úr og klukkur
hjá fagmanninum.
maszaa eicendur
SPARID
BENSIN
LÁTID STILLA OG YFIR-
FARA BÍLINN ~
FYRIR VETURINN
9
Nóxx^
1. Vélarþvottur.
2. Ath. bensln, vatns-og olíuleka.
3. Ath. hleðslu, rafgeymi og
geymissambönd.
4. Stilla ventla.
5. Mæla loft í hjólbörðum.
6. Stilla rúðusprautur.
7. Frostþol mælt.
8. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðu-
sprautu.
9. Ath. loft og benslnsíur.
10. Skipta um kerti og platínur.
11. Tlmastilla kveikju.
12. Stilla blöndung.
13. Ath. viftureim.
14. Ath. slag I kúplingu og bremsu-
pedala.
15. Smyrja hurðalamir.
16. Setja silikon á þéttikanta.
17. Ljósastilling.
18. Vélarstilling með nákvæmum
stillitækjum.
Verð með söluskatti 39.729.
Innifalið I verði: Platínur, kerti, ventlalokspakkning og frostvari á rúðusprautu.
Þér fáið vandaða og örugga þjónustu
hjá sérþjálfuðum fagmönnum
MAZDA verkstæðisins.
Pantið tima í símum: 81225 og
81299.
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23.
Mosfellssveit
Lögmannsstofa
Mun framvegis veröa til viðtals í Þverholti á
fimmtudögum kl. 15—18.30.
Örn Höskuldsson hdl.
Kassettur
beztu Kaup landsins
ispéto SspóHir
60 mínútur kr. 4500
90 mínútur kr. BBt, kr. 6500
Heildsölu
birgöir
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU