Morgunblaðið - 22.10.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
Liðlega 424 milljónir kr.
lagðar á börn í landinu
BÖRN undir 16 ára í landinu greiða liðlega
424 milljónir króna í skatta í ár. Nú er
lokið við að leggja á börn undir 16 ára
aldri, og áiagningarseðlar eru farnir að
berast til greiðenda, eins og skýrt var frá í
Mbl. í gær. Framtöl sendu 10153 börn á
öllu landinu en lagt var á 6789 börn.
Álagningin er þessi:
Tekjuskattur .......................
Utsvar .............................
Sjúkratr.gjald .....................
Kirkjugarðsgjald .....................
Samtals
272.093.704
96.983.000
53.350.200
1.583.827
424.010.731
Álagningin var mismunandi eftir landinu. Þannig er
áberandi að börn í Reykjavík vinna ekki eins mikið og
jafnaldrar þeirra víðs vegar um landið og munar þar að
sjálfsögðu mest um frystihúsavinnu í sjávarþorpum.
Skattálagningin í einstökum skattaumdæmum er
eftirfarandi:
Vestfirðir
Tekjuskattur ...
Utsvar .........
Sjúkratr.gjald ...
Kirkjugarðsgjald
Samtals
27.123.000
10.469.000
5.545.000
236.000
43.373.000
Alls var tekjuskattur lagður á 519 einstaklinga á
Vestfjörðum, en 381 greiddu útsvar. Þess ber að geta, að
útsvar er ekki lagt á ef upphæð er minni en 10 þúsund
krónur.
Vesturland
Tekjuskattur ............................. 22.360.000
Útsvar .................................... 8.200.000
Sjúkratr.gjald ............................ 4.538.000
Kirkjugarðsgjald .......................-r..... 108.000
Samtals 35.207.000
Alls var lagður tekjuskattur á 507 einstaklinga en
útsvar á 349.
Vestmannaeyjar
Tekjuskattur ............................. 7.488.000
Útsvar ................................... 2.853.000
Sjúkratr.gjald ........................... 1.533.000
Kirkjugarðsgjald ............................ 42.000
Samtals 11.916.000
Alls greiddu 155 einstaklingar tekjuskatt og 199
útsvar.
Reykjavík
Tekjuskattur ............................. 56.008.000
Útsvar ................................... 17.619.000
Sjúkratr.gjald ........................... 10.187.000
Kirkjugarðsgjald ........................... 405.000
Samtals 84.219.000
Alls var lagt á 2679 einstaklinga í Reykjavík.
Austurland
Tekjuskattur ............................. 24.094.000
Útsvar .................................... 9.199.000
Sjúkratr.gjald ............................ 4.970.000
Kirkjugarðsgjald .......................... 110.000
Samtals 38.373.000
Alls greiddu 780 einstaklingar barnaskatt á Aust-
fjörðum.
Reykjanes
Tekjuskattur ............................. 58.235.000
Útsvar ................................... 20.312.000
Sjúkratr.gjald ........................... 11.226.000
Kirkjugarðsgjald .......................... 339.000
Samtals 90.112.000
í Reykjanesi var tekjuskattur lagður á 1516 einstakl-
inga.
Suðurland
Tekjuskattur ............................. 19.747.000
Útsvar .................................. 6.746.000
Sjúkratr.gjald ............................ 3.751.000
Samtals 30.245.000
Kirkjugarðsgjald er lagt sérstaklega á af hálfu
sveitastjórna og innheimt af þeim. Alls greiddu 560
einstaklingar tekjuskatt á Suðurlandi.
Norðurland eystra
Tekjuskattur .............................. 40.414.000
Útsvar .................................... 15.415.000
Sjúkratr.gjald ............................. 8.258.000
Kirkjugarðsgjald ............................. 282.000
Samtals 64.369.000
Alls greiddu 926 einstaklingar tekjuskatt á Norður-
landi eystra, 693 útsvar.
Norðurland vestra
Tekjuskattur .............................. 16.320.000
Útsvar ..................................... 6.170.000
Sjúkratr.gjald ............................. 3.338.000
Kirkjugarðsgjald .............................. 58.000
Samtals 25.887.000
Alls greiddu 264 einstaklingar tekjuskatt í Norður-
landi eystra og 276 útsvar.
Ljósm. Mbl. Ragnar MaKnússon.
Krakkarnir í 6. bekk G. í Fellaskóla gengust fyrir hlutaveltu og söfnuðu um 110 þús. kr. sem þau ætla að
gefa í söfnunina. Þessi mynd var tekin af bekknum í gær og kennaranum þeirra og skólastjóra.
SINDRA
STALHR
NÝTT
Eirpípur
einangraöar meö plasthúö. Þær eru sérlega
meöfærilegar og henta vel til notkunar viö
margs konar aöstæöur, t.d. á sjúkrahúsum.
Pípurnar fást í rúllum, 10—22 mm sverar.
Auk pess höfum viö óeinangraöar, afglóöaöar
eirpípur, 8—10 mm í rúllum og óeinangraöar
eirpípur 10—50 mm í stöngum.
— Aukin hagkvæmni.
— minni kostnaður,
— auðveld vinnsla.
Borgartúni31 sími27222
Afríkuhjálpin 1980:
Safnast hafa
um 35 millj. kr.
Skólabörn rogast með stóra,
stampa inn á skrifstofu RKÍ
NÚ HAFA safnast um 35 millj.
kr. í Afríkusöfnun Rauða kross-
ins og er skipulögðum söfnunum
lokið í mörgum byggðarlögum.
Þá haía umtalsverðar fjárhæðir
borist til aðalskrifstofunnar frá
ýmsum félagasamtökum og hafa
skólabörn einnig lagt mikið af
mörkum. „Þau rogast hérna inn
með stóra stampa fulla af pening-
um,“ sagði Jón Asgeirsson fram-
kvæmdastjóri söfnunarinnar.
Á Ólafsfirði söfnuðust á milli
1200—1300 þús. kr., Bíldudal 357
þús., Reyðarfirði 485 þús., Eski-
firði 752 þús., Neskaupstað 1.180
þús., Seyðisfirði 680 þús., Fá-
skrúðsfirði 550 þús., Vestmanna-
eyjum um 3 millj. kr., Akureyri 7,2
millj. kr. og á Selfossi 1,4 millj.
Hér er átt við söfnunarfé sem
komið hefur í skipulögðum söfn-
unum deildanna á hverjum stað.
Þá berast daglega stórir staflar
gíróseðla og koma þeir alls staðar
að af landinu. Gíróreikningurinn
er númer 1 20 200.
Börn í 6. bekk G. í Fellaskóla
gengust fyrir hlutaveltu nú nýver-
ið og söfnuðu tæplega 110 þús. kr.,
sem þau ætla að afhenda á
föstudaginn. Svipaðar safnanir
fara nú fram í mörgum skólum
svo þáttur skólabarna verður ekki
lítill í þessari aðstoð við hungraða
í A-Afríku, þegar upp verður
staðið.
Síld til söltunar
hækkar um 11—19%
NÝTT verð hefur verið ákveðið á
síld til söltunar og samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
mun sama verð verða ákvcðið á
síld til frystingar í dag. Verð var
ákveðið á sild í sumar og gilti það
til 1. október, en það verð sem nú
hefur vcrið ákveðið gildir frá
mánaðamótum.
Skiptaverð á stærstu síldinni eða
1. flokki hækkar úr 175 krónum
kílóið í 202 krónur eða um 15,4%. 2.
flokkur hækkar úr 120 krónum í 143
krónur eða um 19,2%, 3. flokkur
hækkar úr 91 krónu í 101 krónu eða
um 11% og síld í 4. stærðarflokki,
sem fer til söltunar hækkar úr 76
krónum í 87 krónur eða um 14,5%.
Verðákvörðunin var tekin af
oddamanni yfirnefndar, Ólafi Dav-
íðssyni, og fulltrúum kaupenda,
þeim Jóni Árnasyni og Margeiri
Jónssyni, en á móti voru fulltrúar
seljenda, þeir Ingólfur Ingólfsson
og Ágúst Einarsson.
Rifsnes seldi
í Bremerhaven
RIFSNES SH seldi 71,6 tonn í
Bremerhaven í gær fyrir 39,9
milljónir króna, meðalverð 558
krónur á kíló. í dag og á morgun
selur Snorri Sturluson.