Morgunblaðið - 22.10.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 22.10.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 1 5 Sinfóníuhljómsveit íslands: Einleikari á næstu tón- leikum, Domenique Cornil ÞRIÐJU áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands á þessu starfsári veróa í Háskóla- biói nk. fimmtudaK. 23. okt. kl. 20.30. Hljómsveitarstjóri er Jean-Pierre Jacquillat. en ein- leikari Domenique Cornil. Eínisskrá tónleikanna veróur sem hér segir Karl O. Runólfsson: Fjalla-Eyvindur. forl. op. 27 Chopin: Pianókonsert nr. 1 i e-moll Debussy: Síódejfi skÓKarpúkans Debussy: La Mer í fréttatilkynningu frá Sin- fóníuhljómsveit Islands segir m.a.: Einleikarinn, Domenique Cornil, fæddist 1953 í Lobbes í Belgíu. Hún var aðeins fjórtán , ára þegar hún vann fyrstu verð- laun fyrir pianóieik og kamm- ermúsík við konunglega tónlist- arháskólann þar í landi. Þrem árum seinna lauk hún prófi frá hinu hávirðulega Conservatoire í París og einnig þá fékk hún fyrstu verðlaun. Síðan hefur hún tekið nokkuð reglulega þátt í alþjóðlegum píanókeppnum og oftast borið sigur af hólmi. Má þar nefna til fyrstu verðlaun í alþjóðakeppni kenndri við Elísa- betu Belgadrottningu. Domenique Cornil hefur leikið allvíða bæði einleik og með hljómsveitum og hefur hróður hennar farið sívaxandi. Fara gagnrýnendur í London og Brússel sérlega lofsamlegum orðum um leik hennar í píanó- konsertum eftir Beethoven og Mozart og sónötum eftir Scar- latti. Þá hefur hún leikið inn á allmargar hljómplötur á vegum EMI og Deutsche Grammo- phone, m.a. verk eftir Haydn, Mozart, Scarlatti, Cesar Franck og Rachmaninov. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri: Ekki samið um salt- sild í fríverzlunar- samningunum við EBE FULLKOMIN óvissa ríkir um hvort nokkrir samningar takast um sölu á saltaðri sild til landa Efnahagsbandalagsins á þessu hausti. Til EBE-landa hefur und- anfarin ár verið selt verulegt magn af saltaðri síld og þá einkum til V-Þýzkalands. Inn- flutningstollar eru á saltsild. en hins vegar ekki á frystri og ferskri síld. Morgunhlaðið spurði Þórhall Ásgeirsson. ráðuneytis- stjóra i Viðskiptaráðuneytinu. hverju þetta sætti. „Saltsíld var ekki undir fríverzl- unarsamningi okkar við Efna- hagsbandalagið og þess vegna var ekki umsamið tollfrelsi á þessari útflutningsvöru," sagði Þórhallur Ásgeirsson. „Hins vegar felldi bandalagið niður tolla á saltsíld fyrir nokkru vegna þess að skortur var talinn á saltsíld á markaði bandalagsins. í fyrra var hins vegar aftur tekinn upp tollur á saltsíld og 3% tollur settur á frá 1. júlí til áramóta. Þá hækkaði tollurinn í 5% og ekki er vitað hvað við tekur nú um áramótin. Efnahagsbandalagið hefur verið að ræða um fiskimálastefnu al- mennt og í samþykktum þess er að því stefnt, að tollfríðindi verði takmörkuð verulega á innflutningi sjávarafurða. Þetta hefur ekki áhrif á þá tollflokka, sem samið var um í okkar samningi, en saltsildin er þar fyrir utan og þvi má segja að þeir hafi frjálsar hendur gagnvart okkur um að hækka tollinn. Freðsíldin er hins vegar í núll-tollaflokki samkvæmt samningnum. Við getum lítið gert nema talað fyrir okkar máli og það höfum við gert og munum halda því áfram, hvenær sem við fáum tækifæri til þess, en við ráðum ekki ferðinni," sagði Þór- hallur Ásgeirsson. Síldarf lotinn eins og uppljómuð borg NoskaupstaA. 21. október. MOKVEIÐI var hjá sildarbátunum í nótt og nú hafði síldin flutt sig úr Loðmundarfirði yíir í Norðfjarðarflóann. Reknetabátarnir fengu ágætan afla, en enn betur gekk þó hjá nótabátunum. Fólk, sem býr hér úti á Bakkabökkum sagði. að fióinn hefði hefði verið eins og uppljómuð borg tilsýndar Trillukarlar héðan hafa gert það gott undanfarið og er einn þeirra t.d. kominn með um 600 tunnur, en hann rær á 1% tonns trillu. Hann hefur hlaupið í þetta eftir vinnu og hefur nú fengið annan mann með sér, því hann hefur ekki ráðið við að draga netin þegar mest hefur verið í. Einn hitti ég áðan sem var að koma inn birtingu í morgun. með um 10 tunnur úr tveimur netum og ætlaði beint út aftur þegar hann væri búinn að hrista úr netunum. Það hefur tafið fyrir trillukörlunum að útbúnaður þeirra er heldur fábrotinn og t.d. enginn hristari um borð. Til að flýta fyrir fengu þeir einn Horna- fjarðarbátinn til að hrista úr netunum fyrir sig á sunnudaginn. Búið að salta í yfir 16 þús. tunnur hjá Pólarsíld Fáskrúðsíirði. 21. október. SEX BÁTAR lönduðu hér í dag 1800 tunnum og var Sigurður Ólafsson SF aflahæstur með 600 tunnur og Kópur VE var með 450 tunnur. Undanfarnar vikur hefur verið stöðug söltun hjá Pólarsíld hf., og er búið að salta rúmlega 16 þúsund tunnur á vertíðinni. Helzta vandamálið fyrir utan svefnleysi er, að nú eru orðin vandræði með tunnur, en úr því mun væntanlega rætast á morgun, en þá er von á tunnuskipi hingað. - Albert Byr jað að salta í f jórðu stöðinni ExkiIirAi. 21. október. SVO MIKIL síldveiði hefur verið síðustu daga að nú er algengt að bátar þurfi að bíða í sólarhring eftir löndunarplássi. Margir bátanna, sem komu að, fengu ekki löndun fyrr en í dag og bátar sem komu inn í dag komast ekki að fyrr en á morgun. Þrjár söltunarstöðvar hafa verið hér á Eskifirði á vertíðinni, en nú er Auðbjörg búin að koma upp söltunaraðstöðu á nýjum stað og var byrjað að salta þar í dag. Ekkert lát er á veiðinni og flest skip með góðan afla. Söltunarfólkið er sjálfsagt orðið langþreytt enda hefur ekki verið upprof í langan tíma. Margt fólk hleypur í síldarvinnu þegar annarri vinnu sleppir og stendur í síldinni fram eftir nóttu. — Ævar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.