Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraidur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Ljúflingslag Nerós
og þriðja gengið
Viðreisnarstjórnin, sem tók við völdum 1959 undir forsæti
Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, hreinsaði á
skömmum tíma til í íslenskum efnahagsmálum og greiddi úr
því öngþveiti, sem skapast hafði vegna millifærslna og uppbóta
stöðnunaráranna á undan. Frá 1956 sat samstjórn Alþýðu-
bandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, sem
hrökklaðist frá eftir að Hermann Jónasson, forsætisráðherra,
hafði hlotið kaldar kveðjur á Alþýðusambandsþingi. Fleyg
urðu orð hans við afsögn stjórnarinnar, um að innan hennar
væri ekki samstaða um nein úrræði gegn efnahagsvandanum.
Viðreisnarstjórnin opnaði efnahagskerfið og lét vinda frjáls-
ræðisins leika um feyskna innviði hafta- og skömmtunarkerf-
isins. Styrkur frjálsræðisstefnunnar sannaðist í efnahags-
þrengingunum miklu á árununum 1967 og 1968, þegar
viðreisnarstjórnin undir forsæti Bjarna Benediktssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins, hafnaði hafta- og skömmtunar-
stefnunni og stóð fast gegn uppbóta-, styrkja- og millifærslu-
leiðinni. I stað stöðnunar var stefnt til aukins frjálsræðis með
þátttöku í EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu. Styrkur
viðreisnarstjórnarinnar og sú tiltrú, sem hún naut, fólst í því,
að hún fór ekki í feluleik með þann vanda, sem við var að etja
hverju sinni, heldur gerði rækilega grein fyrir honum og greip
til nauðsynlegra gagnráðstafana.
Því er þetta rifjað upp hér og nú, að tæpum tíu árum eftir að
viðreisnarstjórnin fór frá, eygir ríkisstjórn íslands ekki önnur
úrræði en þau í efnahagsmálum, sem reyndust haldlaus fyrir
20 árum og þá var kastað fyrir róða. Strax í vinstri stjórninni
1971 — ’74 kom fram oftrú á alls kyns sýndarviðbrögðum gegn
aðsteðjandi vanda. Vegna þess að Framsóknarflokkurinn, sem
var í forystu þeirrar vinstri stjórnar, sat áfram í ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar 1974—’78 var ekki unnt að snúa jafn
rækilega af óheillabrautinni og nauðsynlegt var, þótt óneitan-
lega hefði í mörgu miðað í rétta átt. Eftir kosningaósigurinn
sumarið 1978 ákvað Framsóknarflokkurinn að hætta að sækja
gegn straumnum, þegar hann myndaði stjórn með Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki. Menn minnast yfirlýsinga Olafs
Jóhannessonar um að framvegis myndi allur vandi leystur með
„samráði", í því einkunnarorði stjórnar hans fólst, að hún var
ekki mynduð til að stjórna heldur láta stjórnast. Eftir millispil
Alþýðuflokksins kom svo núverandi stjórn, sem virðist telja
það helstu köllun sína að fara að fordæmi Nerós og leika
ljúflingslag, á meðan allt ætlar af göflum að ganga.
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fetar sig nú áfram eftir
krákustigum millifærslna og uppbóta. Síðasta dæmið um það
er sú ákvörðun, að í kjölfar síðustu fiskverðsákvörðunar skuli
Seðlabanki Islands verja 3600 milljónum króna til að
niðurgreiða um 8% svonefnd „endurkaupanleg afurðalán út á
útflutningsframleiðslu". Með þessari ákvörðun er í raun verið
að búa til þriðja gengið á íslensku krónunni. Viö búum við
almennt gengi, ferðamannagengi með 10% álagi og nú nýtt
niðurgreitt gengi „endurkaupanlegra afurðalána út á utflutn-
ingsframleiðslu".
Millifærsluleiðin er blekkingaleið. Hún hefur það eitt í för
með sér að ýta óleystum vanda til hliðar. Hún er í raun
óskaleið ríkisafskiptaflokka eins og Alþýðubandalagsins,
Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. I stað þess, að
hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum og vandamálin tekin
þeim tökum, sem leysa þau til frambúðar, er farið í feluleiki og
fjármunir ríkisins notaðir í því skyni. Með fé skattpíndra
þegna eða nýprentaða verðbólguseðla að vopni leitast ríkis-
afskiptasinnar í ráðherrastólum við að auka íhlutunarvald sitt
í atvinnulífinu, gera aðför að eignarréttinum og soga öll völd í
sínar hendur. Afleiðingin verður einfaldlega stöðnun og
versnandi lífskjör. Á sínum tíma viðurkenndi Hermann
Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, að innan ríkis-
stjórnar sinnar væri ekki samstaða um nein úrræði gegn
aðsteðjandi vanda og ný verðbólgualda væri að skella yfir
þjóðina. Samstarfi tveggja vinstri stjórna undir forsæti Ólafs
Jóhannessonar lauk með sama hætti 1974 og 1979. Sú, sem nú
situr, kýs blekkingar millifærslna og ríkisíhlutunar í stað þess
að sýna þann manndóm, að játa skipbrot stefnu sinnar og
starfs.
Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra í Flugleiðaumræí
„Atlantshafsflugi
þjóðarbúinu miki
vinnulegan og gjali
Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráð-
herra, flutti langt mál í
Sameinuðu þingi í gær, er
hann mælti fyrir skýrslu
sinni um málefni Flug-
leiða hf. Mælendaskrá
varð fyrirferðarmikil und-
ir framsögu ráðherra.
Ragnar Arnalds, f jármála-
ráðherra, var næstur á
henni, síðan Benedikt
Gröndal, formaður Al-
þýðuflokksins, Friðrik
Sophusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og Vil-
mundur Gylfason, alþing-
ismaður. Efnisatriði úr
ræðum þessara fimm
ræðumanna verða lauslega
rakin hér á eftir en um-
ræðum var frestað að
loknu máli þessara þing-
manna þótt margir þing-
menn væru á mælenda-
skrá.
„Myndin er jafnvel
ljótari en fram
hefur komið“
Steingrfmur Hermannssun, sam-
KönKuráðherra, sagði upphaf af-
skipta ríkisstjórnarinnar af málefn-
um Flugleiða það, að forystumenn
félagsins hefðu þegar á sl. ári gengið
á fund ráðherra í fyrri rkisstjórn.
Þáverandi utanríkisráðherra hefði
síðan lagt drög að viðræðum við
ríkisstjórn Luxemborgar um mál-
efni félagsins. Haldinn hafi verið
fundur samgönguráðherra ríkjanna
15. janúar sl. Á þeim fundi varð
samkomulag um að löndin leituðu
sameiginlega að lausn á þeim vanda,
sem þá þegar var ærinn, varðandi
Atlantshafsflugið. Þetta var að
sjálfsögðu gert í fullu samráði við
stjórn Flugleiða.
Næsta skrefið var fundur sam-
gönguráðherra landanna í Luxem-
borg 25. marz sl. Ráðherrar urðu
sammála um mikilvægi þessa flugs
fyrir bæði löndin, enda held ég að
Islendingar allir geti verið sammála
um, að Atlantshafsflugið hafi í 25 ár
fært þjóðarbúskapnum mikinn feng,
atvinnulegan og gjaldeyrislegan;
fært hingað að fjölda ferðamanna,
sem byggt hafi upp víðtæka atvinnu
á sviði ferðaþjónustu hverskonar,
þ.á m. á sviði framkvæmda, eins og
hótelbygginga o.fl.
Strax og ég kom heim lagði ég
samþykktir frá þessum fundi fyrir
ríkisstjórnina, sem m.a. fólust í
ríkisábyrgð vegna félagsins að upp-
hæð 5 milljónir dala, ásamt niður-
fellingu lendingargjalda. Samskon-
ar fyrirgreiðsla átti að koma frá
Luxemborg. — Jafnframt átti að
hefja könnun á nýjum grundvelli
fyrir Atlantshafsflugið.
Sú athugun leiddi til hugmynda
um stofnun nýs flugfélags, sem yrði
sameign Flugleiða og aðila ytra, og
skráð í Luxemborg, m.a. til að geta
nýtt fyrirgreiðslu, sem því var
bundin. Fundir embættismanna og
flugfélaga í Luxemborg stóðu mest-
allan júní-, júlí- og ágústmánuð.
Yfirvöld í Luxemborg tóku þessari
hugmynd vel. Þau hétu ýmis konar
fyrirgreiðslu, bæði í formi rekstrar-
styrkja, niðurfellingar lendingar-
gjalda o.fl. En Luxair hafnaði þess-
ari hugmynd.
Þar eð þetta flug er jafn mikil-
Hörð gagnrýni
fjármálaráðherra
á Morgunblaðið
Benedikt Gröndal
sagði Alþýðu-
bandalagið reyna
að koma Flug-
leiðum á kné
vægt fyrir okkur Islendinga og raun
er á, gat ríkisstjórnin naumast
komizt hjá að kanna, hvort hún gæti
veitt einhverja þá aðstoð, að Flug-
leiðir treystu sér til þess að halda
því áfram. Voru teknar upp viðræð-
ur við Flugleiðir, sem enn leiddu til
nýrra viðræðna milli íslands og
Luxemborgar um miðjan september
sl. Þar náðust lyktir sem leiddu til
ályktunar í ríkisstjórn íslands, 16.
september sl., sem felur í sér: 1)
Ríkisstjórnin ályktar að Atlants-
hafsflugið sé svo mikilvægt, að
athuga beri, hvort halda megi því
áfram; 2) í því skyni býðst ríkis-
stjórnin til að beita sér fyrir
eftirgreindri aðstoð. Bakábyrgð að
fjárhæð 3 milljónir Bandaríkjadala
til að standa undir rekstrarhalla á
N-Atlantshafsleiðinni. Þetta nái til
3ja ára. Þessi bakábyrgð tók mið af
Fjöldi fólks var á þingpöllum i
þeim tekjum, sem ríkissjóður hefur
haft beint af þessu flugi á undan-
förnum árum. Með samskonar fyrir-
greiðslu frá Luxemborg átti þessi
fyrirgreiðsla að fara hátt í þá
áætlaðan halla 6—7 m.kr. Auka átti
hlutafjáreign ríkissjóðs í félaginu í
20% (530 m.kr.).
Jafnframt þessu lagði ríkisstjórn-
in áherzlu á: að N-A-flugið verði
aðskilið frá öðru flugi félagsins,
sérstök rekstrarnefnd skipuð til að
fylgjast með rekstri félagsins,
starfsandi innan félagsins bættur
o.fl. Síðan greindi ráðherra frá
viðræðum við ríkisstjórn Luxem-
borgar og frá hliðstæðum fyrir-
greiðslum þar í landi af hálfu
stjórnvalda og hér eru boðin.
Loks ræddi ráðherra um eigna-
fjár- og rekstrarfjárstöðu Flugleiða,
hugsanlega sölu á eignum, ýmsa
rekstrarmöguleika, s.s. að taka í
ríkara mæli upp blandað farm- og
farþegaflug. í lok ræðu ráðherra
sagði hann að sú mynd, sem við
blasti í rekstrarstöðu Flugleiða,
væri ljót. „Myndin er ljót, mjög ljót,
jafnvel ljótari en fram hefur kom-
ið,“ sagði hann.
„Hingað og
ekki lengra“
Ragnar Arnalds. fjármálaráð-
herra, sagði litlu við að bæta
skýrslu samgönguráðherra og grein-
argerð með frumvarpi um Flug-
leiðamál. Síðan talaði hann langt
mál. Hann sagði ýmsum spurning-
um ósvarað. Hvert vægi veð Flug-
leiða. Hve ríkisábyrgð yrði um-
fangsmikil. Hverjir yrðu skilmálar,
sem ríkisstjórnin hlyti að setja fyrir
aðstoð sinni. Þessum spurningum
væri ekki hægt að svara í dag. Bíða
þyrfti frekari kannana og upplýs-
inga.
Ráðherra sagði viðhorf forystu-
manna Flugleiða hafa birzt ríkis-
stjórninni í breytilegu ljósi frá
einum tíma til annars. Sú fyrir-
greiðsla, sem þörf væri talin á, hefði
farið mjög vaxandi frá því málið
B*r.
komst á ríkisstjórnargrundvöll.
Málið væri í dag miklu alvarlegra og
miklu stærra en áður hefði verið
kynnt.
Síðan rakti ráðherrann þær
ákvarðanir, sem ríkisstjórnin hefði
tekið um fyrirgreiðslu, bakábyrgð,
hlutafjárframlag o.s.frv. Það ræðst
svo af veðhæfni eigna félagsins,
hversu mikil ábyrgð ríkisins verður
á fjárhagsskuldbindingum félags-
ins, en endurmat þeirra fer nú fram
að tilstuðlan ráðuneytisins. Skýrði
ráðherrann frá því, hvernig yrði að
því endurmati staðið, m.a. með
aðstoð erlendis frá.