Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
17
)um á Alþingi í gær:
ð hefur fært
nn feng, at-
deyrislegan44
Síðan vék ráðherra að blaðaskrif-
um um þetta mál, einkum í Morgun-
blaðinu. Þau skrif hefðu verið stór-
hættuleg, enda fyrst og fremst
gengið út á það að tortryggja
afstöðu og aðgerðir stjórnvalda í
málinu; og þá fyrst og fremst
Alþýðubandalagsins. Morgunblaðið
hefði látið að því liggja, að Alþýðu-
bandalagið stefndi að því að koma
Flugleiðum fyrir kattarnef! Sér-
staklega hefðu skrif þess um hugs-
anlega sölu á eignum Flugleiða
verið villandi. Allar ásakanir blaðs-
ins voru úr lausu lofti gripnar, sagði
hann. Raunar má sama segja um
ýmsar yfirlýsingar forystumanna
Flugleiða. Hvorutveggja skrifin og
yfirlýsingarnar má túlka sem þrýst-
ing á ríkisvaldið til að taka á sig
ábyrgðir í þessu máli, hugsanlega
umfram það sem veðhæfni eigna gat
baktryggt.
Ef Flugleiðir treysta ser ekki til
Atlantshafsflugs á þeim grundvelli,
sem aðstoð sú leyfir, er í frumvarp-
inu greinir, eru ekki forsendur fyrir
þessu flugi, sagði ráðherra. Ef
Flugleiðir koma enn með dekkta
mynd af rekstrarstöðunni; að tapið,
sem fyrirsjáanlegt er, verði enn
meira, og gera enn frekari kröfur til
ríkisins, þ.e. skattborgaranna, þá
verður ríkisstjórnin að segja, fyrir
hönd skattborgaranna: „hingað og
ekki lengra“.
Ljósm. Kristján.
Alþýðubandalagið
stillir Flugleiðum
upp sem kapítalískri
ófreskju
Benedikt Gröndal sagði að með
frumvarpi fjármálaráðherra væri
ekki séð fyrir endann á afgreiðslu
málsins og í raun biði frumvarpið
ekki upp á neina niðurstöðu í því.
Sagði Benedikt að ljóst væri að
fjármálaráðherra hefði ekki verið
eins leitt og hann hefði látið þegar
hann í ræðu sinni hefði sagt að
líklega væri enn von á vondum
fréttum. Sagði Benedikt að Alþýðu-
bandalagið væri með annarlegar
óskir í málinu sem byggðust á því að
draga málið og draga á langinn þar
til í algjört óefni væri komið. Kvað
hann alþýðubandalagsmenn hafa
stillt þessu stóra flugfélagi upp sem
kapítalískri ófreskju sem allir
kommaflokkar og hálfkommaflokk-
ar yrðu að hafa.
Fjallaði Benedikt síðan um mik-
ilvægi flugsins fyrir Island og kvað
um að ræða svo stóran þátt að menn
yrðu að vera reiðubúnir til þess að
fórna miklu til málsins, ekki síður
en varðandi ýmsar aðrar greinar.
„Þótt fjármálaráðherra geti
hnykkt á tölu upp á 10 milljarða,"
sagði Benedikt og vitnaði í ræðu
Ragnars Arnalds, „þá hnykkti hann
ekki þegar hann tilkynnti þjóðinni
að hann ætlaði að taka tvö hundruð
milljörðum meira af þjóðinni í
skatta á þessu ári en tekið var á því
síðasta," sagði Benedikt.
Taldi Benedikt að það væri mikið
áfall og álitshnekkir fyrir okkur
sem þjóð ef Norður-Atlantshafs-
flugið félli niður og því væri það
skoðun alþýðuflokksmanna að ekki
mætti gefast upp fyrr en fullreynt
væri. Sagði Benedikt að samgöngu-
ráðherra virtist ekki gera sér grein
fyrir því að taka þyrfti ákvarðanir í
þessum málum af skynsemi, og á
sama tíma og verið væri að reyna að
selja Flugleiðaþotur væri flugfélagi
sem ætti ekki einu sinni vél veitt
leyfi til farþegaflugs milli íslands
og Amsterdam og þetta flugfélag
væri um þessar mundir að kanna
kaup á flugvél í Evrópu.
„Þetta er ekki skynsamleg
stefna," sagði Benedikt en gagn-
rýndi hins vegar að stjórn Flugleiða
skyldi ekki snúa sér til íslenzkra
stjórnvalda um aðstoð áður en
málið var reifað við stjórnvöld í
Luxemborg. Sagði Benedikt að Flug-
leiðir hefðu að því leyti rekið sína
eigin utanríkisþjónustu.
I lok máls síns sagði Benedikt að
það kæmi ekki til mála að bjóða
Flugleiðum heimild sem væri opin í
báða enda, „það verður að koma
skýrt fram hvaða skilyrði eru sett,“
sagði Benedikt, „ella er sómi Al-
þingis í húfi. Tillaga ríkisstjórnar-
innar er eins og óútfyllt ávísun."
Mál dragast á lang-
inn vegna togstreitu
í ríkisstjórninni
Friðrik Sophusson benti í upp-
hafi máls síns á það að fjöldi
starfsmanna Flugleiða hefði beðið
lengi eftir því að Alþingi og ríkis-
stjórn gerðu upp hug sinn í þessu
máli þannig að stjórn Flugleiða
gæti tekið endanlega ákvörðun um
fiugið milli Lux — Íslands og
Bandaríkjanna. Kvað Friðrik þjóð-
ina hafa orðið vitni að því síðustu
vikur hvernig ákvarðanir í málinu
hefðu dregizt á langinn vegna
togstreitu í ríkisstjórninni. Þar tog-
uðust á þeir sem vildu greiða fyrir
Atlantshafsfluginu og þeir sem
vildu þjóðnýta flugreksturinn. Kvað
Friðrik þingflokk Sjálfstæðisflokks-
ins hafa lýst yfir stuðningi við þá
ákvörðun að gera tilraun í eitt ár og
nýta þann tíma til að móta framtíð-
arstefnu í flugmálum þjóðarinnar
og leita nýrra leiða fyrir þá sérþekk-
ingu og reynslu sem íslenzkir starfs-
menn flugfélaganna hafa. Þá fjall-
aði Friðrik um tvískinnungshátt
Ólafs Ragnars Grímssonar í málum
Flugleiða og annara alþýðubanda-
lagsmanna sem stefndu að því að
þjóðnýta félagið og vitnaði Friðrik í
Friðrik Sophusson
alþingismaður
Ragnar Arnalds
fjármáiaráðherra
samtöl við Ólaf Ragnar þar að
lútandi til staðfestingar. Þá vék
Friðrik að þeim trúnaðarbrotum
sem fulltrúar Alþýðubandalagsins á
vettvangi Flugleiða hefðu gerzt sek-
ir um og m.a. hafi verið fjallað um í
leiðara í Tímanum. í framhaldi af
því vitnaði Friðrik í ummæli
Steingríms Hermannssonar þar sem
hann kvaðst óhress yfir því að
fjármálaráðherra væri að flækja
málið með bréfum sínum til þess að
gera bæði samgönguráðherra og
stjórn Flugleiða erfiðara um vik í
afgreiðslu málsins.
Þá vék Friðrik að máli fjármála-
ráðherra á þingi fyrr um daginn þar
sem Ragnar Arnalds hefði óvænt
talað fyrir hönd skattgreiðenda, en
slíkt hefði ekki átt sér stað síðast-
liðin ár.
Sagði Friðrik að fjármálaráð-
herra hefði kvartað undan Morgun-
blaðinu án þess að finna orðum
sínum stað. Hefði ráðherrann gert
Morgunblaðinu upp skoðanir og
ráðizt síðan gegn þeim.
Kvaðst Friðrik telja það megin
vandamálið í afgreiðslu alls þessa
máls að Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra ruglaði stöðugt saman
tveimur málum. Annars vegar því
að það var ríkisstjórnin sjálf sem
fór fram á það við stjórn Flugleiða
að fluginu yfir Norður-Atlantshaf
yrði haldið áfram, stjórn Flugleiða
hafði ekki beðið um fyrirgreiðslu í
því sambandi, slíkt hefði verið
frumkvæði ríkisstjórnarinnar og
hins vegar væri beiðni Flugleiða um
ríkisábyrgð beinlinis komin til
vegna beiðni ríkisstjórnarinnar um
áframhaldandi flug.
Þá fjallaði Friðrik nokkuð um
stefnubreytingu stjórnvalda gagn-
vart Flugleiðum. Stjórnvöld hefðu á
sínum tíma haft frumkvæði um að
sameina Loftleiðir og Flugfélag
Islands í eitt fyrirtæki, en nú væri
brotið blað í þeim efnum með því að
veita Iscargo leyfi til farþegaflugs
milli Hollands og íslands þótt vitað
væri að Flugleiðir hefðu ráðgert að
taka upp flug til Amsterdam á
næsta sumri.
Varðandi aukið hlutafé í Flugleið-
um sagðist Friðrik telja að fyrst
ætti að leita eftir því hvort starfs-
fólk eða aðrir áhugaaðilar vildu
kaupa hlutabréf, en að því loknu
Benedikt Gröndal
formaður Alþýðuflokksins
Steingrimur Hermannsson
samgönguráðherra
væri fyrst ástæða fyrir ríkið að
auka hlutafjáreign sína umfram
núverandi hlutfall.
Friðrik fjallaði nokkuð um hluta-
fjáreign Flugleiða í Cargolux og
kvaðst telja afar mikilvægt að
Flugleiðir héldu eignarhlut sínum í
Cargolux, því þar kynni að leynast
möguleiki í framtíðinni til frekari
aðgerða sem gætu komið ísienzku
flugfólki vel.
Friðrik bar fram eftirfarandi
spurningar til ráðherra:
Fyrst til fjármálaráðherra
Ætlar fjármálaráðherra að halda
fast við skilyrði þau fyrir ríkis-
ábyrgð, sem hann setur fram í bréfi
til Flugleiða hinn 10. október sl.
jafnvel þótt það leiði til rekstrar-
stöðvunar fyrirtækisins, atvinnu-
missis nokkur hundruð starfsmanna
og stöðvunar á flugsamgöngum inn-
anlands og milli landa? Eða ber
kannski að skilja frumvarpið á þann
veg að hann sé fallinn frá þessum
skilyrðum?
Til fjármálaráðherra
í títtnefndu bréfi fjármálaráð-
herra er Flugleiðum bent á að leita
til viðskiptabanka félagsins, sem er
Landsbankinn, um úrlausn á meðan
athugun fer fram á veðhæfni og
reynt er að ná samkomulagi um
sölu eigna.
Telur fjármálaráðherra Lands-
bankann vera í stakk búinn til að
taka slíkt á sig?
Til hæstv. samgönguráðherra.
Veit hæstv. samgönguráðherra
um það, að Arnarflug bað um
flugrekstrarleyfi til Amsterdam og
fimm annarra borga í Evrópu árið
1976 og ítrekaði 1978 og að þeirri
beiðni var aldrei sinnt.
Var gerð úttekt á fjárhagsstöðu
Iscargo, þegar flugrekstrarleyfið til
Amsterdam var veitt?
Hefur Iscargo staðið skil á opin-
berum gjöldum, lífeyrisgreiðslum og
orlofsgreiðslum vegna starfs-
manna?
Hvernig eru skil Iscargo við
leigusala Elektraflugvélar félagsins
(sem er á leigukaupsamningi)?
Þessar spurningar eru settar
fram vegna þeirrar nýju stefnu
hæstv. samgönguráðherra og fjölga
aðilum í reglubundnu utanlands-
flugi. Og til viðbótar má spyrja:
Getur Arnarflug búizt við slíku
leyfi? Hvaða áhrif telur ráðherrann
að þessar leyfisveitingar muni hafa
á rekstur Flugleiða? Felst í leyfis-
veitingu ráðherrans til Iscargo, að
hann telji að það hafi verið misráðið
að stjórn Ólafs Jóhannessonar á
sínum tíma að stuðla að sameiningu
Loftleiða og Flugfélags íslands?
Til hæstv. utanríkisráðherra
1. Hæstv. utanríkisráðherra var á
ferð í Washington fyrir skömmu,
þar sem hann ræddi við bandariska
ráðamenn.
Ég vil leyfa mér að spyrja ráð-
herrann eftirfarandi spurninga:
1. a) Ræddi hann hugsanlega flutn-
inga fyrir varnarliðið með vélum
Flugleiða við bandaríska ráða-
menn?
b) Ef svo er, við hverja?
c) Hverjar voru undirtektir?
2. Er hæstvirtur utanríkisráðherra
sammála því sjónarmiði sam-
gönguráðherra, að sameining flug-
félaganna sem ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar beitti sér fyrir á
sínum tíma hafi verið misráðin og
því beri að dreifa fluginu meira en
gert hefur verið?
Ekki hlutverk
Alþingis að stýra
fyrirtækjum
Vilmundur Gylfason tók næstur
til máls og kvaðst að mörgu leyti
telja það falska imynd sem haldið
væri á loft um Loftleiðir og Flugfé-
lag Islands, sem góð dæmi um
fyrirmyndarrekstur í flugi, því þessi
félög hefðu notið margs konar
fyrirgreiðslu, pólitískrar og varð-
andi einkaleyfi til flugs. Kvaðst
Vilmundur telja, að stjórn Flugleiða
hefði hikað í stjórnun og því væri
vandinn meiri, en hins vegar sagði
hann það auðvelt að vera vitur eftir
á. Kvað Vilmundur það ekki hlut-
verk Alþingis að stýra fyrirtækjum
úr sölum Alþingis, þótt það væri
skylda þingmanna að kanna mál, en
hins vegar kvaðst hann ekki telja
það við hæfi, að samgönguráðherra
flytti ræðu í sölum Alþingis eins og
um forstjóra flugfélags væri að
ræða.
Vilmundur kvað það sérstæða við
þetta mál allt vera það, að Flugleið-
ir hefðu ekki beðið um þá aðstoð,
sem til umræðu væri, heldur hafi
ríkisvaldið átt frumkvæði að beiðni
um áframhaldandi flug á Norður-
Atlantshafinu og um leið hefði
ríkisvaldið tekið á sig ábyrgð sem
það ætti að standa við. Sagði
Vilmundur að loforð Steingríms
Hermannssonar samgönguráðherra
í viðræðunum í Luxemburg í marz
sl. um sömu aðstoð við Flugleiðir og
Luxemborgarar buðu upp á, nú
gleymd og grafin miðað við núver-
andi afstöðu ríkisstjórnarinnar.
Taldi Vilmundur, að ekki væri hægt
að treysta orðum ráðherrans og þá
taldi hann það dæmalaus afskipti
ráðherrans að ætla að hjálpa til-
teknu starfsfólki Flugleiða til hluta-
bréfakaupa.
í lok máls síns varpaði Vilmundur
fram þeirri spurningu, hvort Al-
þingi ætti að veita ríkisstjórn, sem
logaði í óeirðum, umboð til þess að
afgreiða málið, án þess að fyrir lægi
hvað ætti raunverulega að gera.
Eitt stéttar-
félag æskilegt
i Flugleiðum
Aður en umræðu um málið var
frestað, tók Steingrímur Her-
mannsson samgönguráðherra til
máls og kvað ótrúlega endaleysu
hafa streymt út úr munni Vilmund-
ar Gylfasonar. Vakti ráðherrann
athygli á því, að ráðgert væri
samkvæmt frumvarpinu, að and-
virði þriggja millj. dollara yrði
greitt út yfir vetrarmánuðina og
einnig ræddi hann um lánafyrir-
greiðslu sem starfsfólki hefði verið
boðin varðandi hlutabréfakaup í
Flugleiðum. Benti ráðherrann á, að
það ætti að fagna slíkri ákvörðun
varðandi félag, sem hefði setið uppi
með hlutabréf upp á 240 míllj. kr. á
sama tíma og það væri í fjársvelti.
Þá fjallaði Steingrímur um það álit
sitt, að það væri ekki eðlilegt, að
allar farþegasamgöngur milli ís-
lands og útlanda væru á einni hendi.
í lok máls síns sagðist Steingrímur
telja, að æskiiegt væri í fyrirtæki
eins og Flugleiðum, að um eitt
stéttarfélag væri að ræða, slíkt hlyti
að vera hagstæðara fyrir alla þegar
um áhætturekstur væri að ræða.