Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
19
Svavar Gunnarsson og slangan sem ekki vill éta
Sædýrasafnið:
Slangan étur
ekkert enn...
KYRKISLANGAN, sem gefin
var Sædýrasafninu fyrir þremur
vikum, hefur ekki fengist til þess
að éta neitt, þann tima sem hún
hefur dvalið hér á landi. Hún
lifir samt enn, en slöngur eru
vanar að éta fylli sina á viku
fresti.
Að sögn Svavars Gunnarssonar
í Sædýrasafninu stafar þetta lyst-
arleysi líklega af breyttu loftslagi
og flutningnum hingað til lands.
Slangan var gefin hingað af
bandariskum hjónum, Lauru og
Arthur Clark, sem heimsótt hafa
ísland nokkur skipti og þá m.a.
komið við í Sædýrasafninu. Arth-
ur þessi Clark er prófessor og
fæst við rannsóknir á kyrkislöng-
um, en umrædd slanga hentaði
honum ekki, var of stór, og þótti
þeim hjónum tilvalið að gefa hana
Sædýrasafninu, sem þau vissu
kyrkislöngulaust.
Svavar Gunnarsson sagði það
reynt á hverju kvöldi, að fá
slönguna til að éta með því að
bera fyrir hana kjúklinga og
rottur, en þessi slanga léti sem
hún hefði ógeð á kjúklingum og
rottum.. Kjúklingarnir eru mjög
ungir þegar þeir eru bornir á borð
fyrir slönguna, u.þ.b. 5 daga
gamlir og lifandi, því slöngur
fúlsa við dauðum dýrum.
Slöngur af þessu tagi geta orðið
25 ára gamlar og fjórir metrar að
lengd, en slangan sem er í Sæ-
dýrasafninu er líklega á tíunda
árinu og einungis tveir metrar á
lengdina. Svavar sagði slönguna
meinlausa að öllu eðlilegu, en
vissara væri samt að gægjast ekki
inn í búrið til hennar að þarf-
lausu. Svavar sagðist ætla að
reyna að fá þessa slöngu til þess
að vera eins og almennileg slanga
og éta vel af kjúklingum og
rottum.
Bankamenn óska við-
ræðna við bankana
STJÓRN og samninganefnd Sam-
bands islenzkra hankamanna átti
fund með formönnum allra aðildar-
félaga sambandsins i fyrrakvöld,
15 að tölu og var þar rætt um
niðurstöðu allsherjaratkvæða-
greiðslunnar um kjarasamninginn
milli samhandsins og bankanna.
Fundurinn óskaði eftir þvi við
samninganefnd hankanna. að við-
ræður um kjarasamninga yrðu
teknar upp að nýju og var Björg-
vini Vilmundarsyni bankastjóra og
formanni samninganefndar bank-
anna afhent slik beiðni i gærmorg-
un.
Fundurinn samþykkti ályktun,
sem er svohljóðandi: „Formanna-
fundur allra aðildarfélaga SÍB lýsir
stuðningi við samninganefnd sam-
bandsins og hvetur hana til þess að
leita allra ráða til að koma á
raunhæfum viðræðum við samn-
inganefnd bankanna, sem leitt gætu
til viðunandi niðurstöðu fyrir samn-
ingsaðila."
Vilhelm G. Kristinsson, fram-
Leiðrétting
VILLUR slæddust inn í frétt
Morgunblaðsins í gær af kosning-
um á aðalfundi kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra. Þar var
sagt, að hinn nýkjörni formaður
héti ómar Halldórsson, en hið
rétta er, að hann heitir Ómar
Hauksson. Biðst blaðið velvirð-
ingar á þessum mistökum.
kvæmdastjóri Sambands íslenzkra
bankamanna kvað fyrirhugað að
formannahópurinn innan SIB yrði
sem eins konar baknefnd fyrir
samninganefndina í komandi við-
ræðum. Hann kvað SÍB hafa látið að
því liggja í bréfi til Björgvins
Vilmundarsonar, að það myndi ekki
bíða lengi eftir svari samninga-
nefndar bankanna. Ef svar bærist
ekki, yrði sambandið að leita ann-
arra leiða. Fyrirhugað er að halda
annan fund með formönnum aðild-
arfélaga SIB á mánudag og verður
þá liðin vika skoðuð. Hugsanlega
myndi SÍB einnig fara fram á að
sáttanefnd ríkisins skipti sér meir
af deilunni en verið hefði.
Verkfallsboðun SÍB er bundin
sömu ákvæðum og verkfallsboðun
BSRB. Sambandið boðar verkfall og
er þá sáttasemjara heimilt að fresta
verkfalli um 15 daga, en verður
jafnframt að leggja fram sáttatil-
lögu. Sitji helmingur kosninga-
bærra manna heima og greiði ekki
atkvæði, skoðast sáttatillagan sam-
þykkt. Verði þáttakan hins vegar
meiri en helmingur kosningabærra
manna ræður einfaldur meirihluti.
Verði sáttatillagan felld, gengur
verkfall í gildi að liðnum fresti
sáttasemjara.
Leiðrétting
SÚ villa var í frétt blaðsins um
brunaæfingu í Kópavogi að húsið
sem brennt var hefði staðið á
Ástúni. Húsið hét Grænahlíð.
Simatruflanir í Reykjavik:
Bilanir í 500
lína streng
í GÆR slitnaði fimm hundruð
lina strengur milli simstöðv-
anna í miðbæ og Múiahverfi í
Reykjavik, og var þvi um tima
erfitt að ná sambandi við sima-
númer er tilheyra þeim stöðv-
um. Kristinn Einarsson hjá
Línudeild Simans sagði, að bil-
unin hefði orðið við Hátún, þar
sem unnið er að byggingu húss
Múlalunds.
Unnið var að viðgerð í allan
gærdag eftir að bilunin fannst,
og komst símakerfið í samt lag í
gærkvöldi. í Múlastöðinni eru
símanúmer er byrja á tölustöf-
unum 3 og 8, en í Miðbæjarstöð-
inni eru númer með upphafs-
stöfunum 1 og 2. Bilunin gerði
það að verkum að færri línur
eru milli stöðvanna en dagleg
notkun krefst, og því var í gær
erfiðleikum bundið að ná sam-
bandi milli fyrrnefndra síma-
svæða í Reykjavík. Bilunin hafði
á hinn bóginn ekki áhrif á
simtöl milli annarra númera,
hvorki innbyrðis né í þau númer
er byrja á 1,2,3 og 8.
SINDRA
STALHR
Fyrirliqgjandi í birgðastöð
PRÓFÍLPÍPUR
□ L J □ 1 1 I II 1 □CZ3 □ I—□ I 71 I 1 □ I □
Fjölmargir sverleikar.
Borgartúni31 sími 27222
Húsgögn
Armúli 8
Símar: 86080 og 86244