Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
+ Konan min og móöir okkar, GUDRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, fró Kleifum, Hringbraut 54, Hafnarfiröi, andaöist á Borgarspítalanum 21. október. Jaröarförin auglýst Slöar- Guómundur Guömundsson og synir.
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HERDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Uróarstíg 8, Hafnarfirðí, andaöist í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfiröi 21. nóv. Kjartan Jónsson, Emilía Jóhannsdóttir, Elín Jónsdóttir, Sveinn Georgsson og barnabörn.
t i Eiginmaöur minn, SIGURSVEINN SVEINSSON, bóndi, Noröur-Fossi, andaöist mánudaginn 20. október. Útförin auglýst síöar. Solveig Ólafsdóttir.
t Faöir okkar, FREIDAR JOHANSEN, bryti, andaöist í Bergen 16. október. Jaröarförin hefur fariö fram. Fyrir hönd systkina, Hans E. Johansen.
t Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, JÓHANNS EYVINDSSONAR, Borgarholtsbraut 72, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, fimmtudaginn 23. október kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Geöverndarfélag íslands. Anna Lilja Guömundsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabarn
+ Útför JÓNS GESTS VIGFÚSSONAR, fyrrum sparisjóósgjaldkera, Suöurgötu 5, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 24. þ.m. kl. 2. Börn, systir, tengdabörn og aórir aðstandendur hins látna
+ Útför bróöur okkar, SIGURÐAR SNÆBJÖRNS STEFÁNSSONAR frá Stakkahlíó, sem andaóist 16. þ.m., veröur gerö frá Fossvogskirkju 23. október kl. 15. Fyrir hönd annarra systkina, ^ Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristbjörg S. Olsen.
+ Alúóarþakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur, FRIÐBERTS ELÍ GÍSLASONAR, skipstjóra, Þinghólsbraut 76. Sérstakar þakkir sendum viö læknum og hjúkrunarliöi deild 4C Landspítalanum, fyrir frábæra umönnun. . ... Lil|a Eiriksdóttir og börn.
+ Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNASAR ÓLAFSSONAR, stórkaupmanns, Freyjugötu 49, Reykjavík. Björg Bjarnadóttir, Edda Bergljót Jónasdóttir, Guömundur Jóhannsson, Jónas Guómundsson, Björg Guðmundsdóttir.
JÓN JÓNSSON
- KVEÐJUORÐ
Fæddur 11. október 1909.
Dáinn 13. október 1980.
Við eigum bágt með að trúa því
að afi okkar, Jón Jónsson, verk-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, Skúla-
götu 78, sé dáinn og að við séum að
kveðja hann í hinsta sinn.
Við vitum öll að afi hefði ekki
viljað að við færum að halda
lofsyrði um hann, en við viljum
gjarnan þakka fyrir þær stundir
sem við fengum að hafa hann hjá
okkur.
Við öll munum eftir afa þar sem
hann bjó ásamt ömmu á Skúlagöt-
unni en þar höfðu þau búið síðan
1947. Við höfðum alltaf mjög
gaman af að koma á Skúló. Þar
söfnuðumst við alltaf saman og
oft var þröngt á þingi. En núna
síðustu árin átti afi við mikil
veikindi að stríða en alltaf reyndi
hann að halda þeim leyndum. En
öll vitum við að hann er í öruggum
höndum og honum líður vel.
Og með þeirri trú kveðjum við
afa okkar.
Guð blessi minningu hans.
Barnaborn.
Minning:
Ólafur Guðmunds
son frá Miðvogi
Fæddur 6. mars 1889.
Dáinn 23. september 1980.
Ólafur Guðmundsson var fædd-
ur í Svanga í Skorradal. Foreldrar
hans voru hjónin Þóra Helgadótt-
ir og Guðmundur Sigurðsson, sem
bjuggu þar. Þau eignuðust þrjú
börn: Rósu elsta, þá Ólaf og
Guðmund, sem var yngstur og dó
um fermingu. Svangi var fremur
lítil jörð og þá voru erfiðir tímar,
en vegna fátæktar og heilsuleysis
urðu þau hjónin að hætta búskap.
Þá var Ólafur 10 ára og fór að
Grafardal í Skorradal til móður-
bróður síns, Jóhannesar, sem þar
bjó góðu búi á þeim tíma. Þóra fór
með Rósu og Guðmund í vinnu-
mennsku, en Guðmundur, faðir
þeirra, fór að Grund í Skorradal
og var þar eftir það, og þótti
laginn og skemmtilegur maður.
Um 15 ára aldur fór Ólafur að
Grund og vann þar fyrir sér. Hann
þótti strax duglegur og glöggur á
fé og marga túrana fór hann alla
leið til Reykjavíkur með fé til
slátrunar og slógu þeir sér þá
saman af fleiri bæjum í Borgar-
firði. Það var oft kalt í veðri og
þetta var erfitt verk, en hann var
hraustur, kátur og duglegur og
þótti hvers manns hugljúfi. A
Grund var hann fram að tvítugu
og vann öll sveitarstörf sem til
féllu og þótti mjög góður sláttu-
maður, en oft var erfitt meðan
engar vélar voru til neins. Einnig
vann hann á nokkrum bæjum í
Andakílshreppi og víðar. Um tutt-
t
Hjartkær móöir okkar, tengdamóóir, amma og langamma,
GUDBJÖRG HELGA JENSDÓTTIR,
Bergþórugötu 43B,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. október kl.
1.30.
Dagmar Andersen,
Ólöf Gissurardóttir, Ragnar Eiríkur Björnsson,
Gústaf Guömundsson, Karitas Jónsdóttir,
Ragnar Guómundsson, Bergljót Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur
okkar og tengdamóöur,
HÓLMFRÍDAR JÓNSDÓTTUR
Irá Speröli.
Kærar þakkir sendum viö starfsfólki á Sólvangi fyrir frábæra
umönnun.
Helgi Einarsson, Katrín Aóalbjörnsdóttir,
Jón Einarsson, Guörún Aöalbjörnsdóttir,
Anna Einarsdóttir, Siguróur Haukdal.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
RAKELAR PÁLSDÓTTUR
frá Siglufirói.
Sjöfn Gestsdóttir, Þorsteinn Ársselsson,
Páll Gestsson, Bettý Antonsdóttir,
Guöni Gestsson, Jónína Egilsdóttir,
Saavar Gestsson, Guömunda Ólafsdóttir,
Jóhanna Kristinsdóttir og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa,
MAGNUSAR GÍSLASONAR,
múrara,
Hæöagarói 40.
Súsanna Magnúsdóttir,
Gísli Magnússon, Elsa Breiófjöró,
Aslaug Magnúsdóttir, Steindór Sigurjónsson.
Helga Magnúsdóttir, Ulfar Haróarson.
Lára Magnúsdóttir, Bjarni Björgvinsson
og barnabörn.
ugu og fjögurra ára aldur fór hann
að búa í Efrihrepp með unnustu
sinni, Kristínu Jónsdóttur frá
Ausu í Andakílshreppi, sem þá var
tuttugu og þriggja ára. Hún var
myndarleg húsmóðir, mikill dýra-
vinur og umhyggjusöm við alla,
sérstaklega við þá sem minna
máttu sín. Þau bjuggu á fleiri
stöðum í Borgarfirði, en lengst af
að Miðvogi í Innri-Akraneshreppi.
Þau eignuðust fimm börn, tvö dóu
í frumbernsku, en á lífi eru tvær
dætur og einn sonur. Oft varð
Ólafur að leita vinnu utan heimilis
síns, en hann var eftirsóttur í
vinnu vegna dugnaðar og ósér-
hlífni. Margar ferðir fór hann
gangandi að morgni heiman að frá
sér til að vinna allan daginn á
Akranesi, og kom heim að kveldi,
til að huga að skepnunum, en þá
var Kristín stundum búin að því
öllu með hjálp frá börnum þeirra.
Börnin fengu mikla umhyggju frá
honum alla tíð, og mikið þótti
honum vænt um barnabörn sín og
var þeim góður. Fallegt var féð
hans Óla, og fór hann að spekúlera
í að rækta það, með því að setja
alltaf á fallegustu lömbin. Hann
átti einnig góða hesta, sem hann
fór vel með, eins og aðrar skepnur.
Hann var mikið snyrtimenni með
alla umgengni, þrátt fyrir slæm
húsakynni. Árið 1945 fluttu þau
hjónin út á Akranes og keyptu
húsið Sólvelli og áttu þar skepnur
sér til ánægju, en þá voru börnin
flutt til Reykjavíkur. En það var
hugsun Ólafs alltaf með skepnur
og sveitina. Svo fór hann að vinna
hjá Haraldi Böðvarssyni og var
þar um tuttugu ár og í ýmsum
öðrum störfum. Hann var heilsu-
hraustur lengst af ævinni og vann
fram að áttræðu. Konu sína missti
hann árið 1955, sem var sárt
saknað af honum. En hann hélt í
horfinu þvi sem hún var búin að
gera, hugsaði um blómin, sem hún
hafði haft svo gaman af, og margt
annað. í húsinu sínu var Ólafur
langt fram á níræðisaldur og
leigði af því, en fékk aðhlynningu í
staðinn. Það var alveg sérstaklega
gott fólk sem var hjá honum, og
það gerði honum lífið eins létt og
hægt var.
Að síðustu var hann á spítala
Akraness, þrotinn kröftum, en
hann kvartaði aldrei um heilsu
sína. Að síðustu sofnaði hann
sáttur við alla.
Blessuð sé minning hans.
Ó.J.