Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 félk í fréttum Sjaldgœf sjón + ÞAÐ er almennt álitið að þeir frambjóðendurnir Jimmy Carter og Ronald Reagan, sjái sjaldnast ástæðu til að klappa hvor fyrir öðrum. Þessi mynd var ekki tekin á framboðs- fundi, heldur í matarveislu, sem Rómversk-Katólska bisk- upsdæmið hélt í New York í síðustu viku. Miðað við við- brögð Carters forseta má heita öruggt, að ræða Reagans hafi ekki snúist um framboð hans til forseta. Kennedyum fjölgar + HÉR ER mynd af Joseph P. Kennedy yngra og konu hans Sheilu ásamt tviburunum, sem fæddust þeim hjónum fyrr í þessum mánuöi. í örmum móður sinnar hvílir Matthew Rauch Kennedy og geispandi framan í föður sinn Joseph P. Kennedy III. Engum treyst + Öryggisvörður, þó ekki á flugvelli, athugar veski forsætis- ráðherra Breta, Margrétar Thatcher. Hún er að koma á þing íhaldsflokksins breska sem ha- ldinn var í Brighton á Englandi. Fundur þessi sýndi, að mikil samstaða er um efnahagsaðgerð- ir „Járnfrúarinnar". En myndin segir dálítið óhugnanlega sögu, nefnilega þá, að þörfin á ört vaxandi stétt manna — öryggis- varða stéttinni — segir sína sögu um mannskepnuna. Hattie Jaques látin + HATTIE Jaques, ein vinsælasta grín-leikkona Breta lést nú fyrr í mánuðinum. Hún var 56 ára gömul. Banamein hennar er talið hafa verið hjartaáfall. Islenskir áhugamenn um kvik- myndir ættu að kannast við Hatt- ie Jaques, því hún lék í rúmlega 20 „Áfram" (Carry on) myndum. Hún lék einnig í mörgum vinsælum sjónvarpsþáttum. Ferill Hattie Jaques hófst 1944 og í heimsstyrj- öldinni síðari kom hún fram í fjölmörgum útvarpsþáttum. Vörn gegn mengun + BÖLVALDAR mannsins eru víst fjölmargir og flestir reyndar áunnir. Einn sá hrikalegasti er þó vafalaust mengun í stórborgum. í Japan ku kveða svo rammt að þessu, að menn þar ganga um með grímur og súrefnistæki eru á mörgum götuhornum. Þessi mynd er þó ekki frá Japan heldur Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kaliforníu. Maðurinn á myndinni heitir Tom Aitchison og vann sem leiðbeinandi á bílastæði á hátíð, sem haldin var í Kaliforníu á dögunum. Aitchison gekk þá um svæðið með sérstaka grímu til varnar gegn mengun. Aðspurður sagðist honum vera annt um heilsu sína og nota grímu, að öllu jöfnu, í bíl sínum á leið til vinnu. Útsala Terelynebuxur kr. 9.950.- Terelyneföt kr. 18.500.- Terelyne- frakkar kr. 12.500.- Terylenefrakkar með belti og kuldafóðri kr. 25.000.- Úlpur, kuldajakkar o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavördustíg 22. í kvöld, ef til vill í matartímanum, munu hraustleg og heilbrigð börn berja að dyrum í Reykjavík og nágrenni og leita eftir framlögum okkar. Þau vilja hjálpa. Tökum vel á móti þeim og látum okkur ekki muna um að gefa. Vinsamlegast hafiö handbæra peninga á heimilunum þegar börnin koma. Við getum bjargað mörgum frá því aö deyja úr hungri. Afríkuhjálpin 1980 Rauói kross íslands. Fastar áætlunarferöir. SVENDBORG: Umboðsmenn: Bjerrum + Jensen aps. Havnepladsen 3, Box 190 5700 SVENDBORG Skeyti : Broka Telex: 58122 Sími: (09) 212600 SKIPADEILD SAMBANDSI? ' Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.