Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
Tr .v iJJAnvK-aia'v it
fornu húsagrjóti í grennd við
Aðalból. Að ákvarða aldur á fornu
hrossataði í dalnum er vísindalegt
viðfangsefni, en þegar menn fara
að eigna dótið hestinum Freyfaxa,
þá er vitaskuld farið að rugla
saman bókmenntum og veru-
leika."
Engin spán-
ný sannindi
Allir, sem vilja leggja það á sig
að lesa fyrirlesturinn, hljóta að
sjá hinn mikla menntahroka, sem
þar kemur fram. Augljós er lítils-
virðingin á alþýðunni, og öllum
sönnunum sem fornrannsóknir
hafa leitt í ljós bæði fyrr og síðar.
Hafa fornleifar ekki einmitt sann-
að tilurð fornra sagna, bæði hér og
þó miklu skýrar víða erlendis?
Segja má að víkingaöldin hafi
verið furðunákvæmlega skrásett
með fornleifarannsóknum um
mikinn hluta Evrópu. Eða hvað
hafa rannsóknir leitt í ljós á
Ítalíu, í Grikklandi, Gyðingalandi
og Egyptalandi? Og svo mætti
lengi telja. Það eru svo sannarlega
engin spánný sannindi, að íslend-
ingar fyrr á öldum ferðuðust og
dvöldu langdvölum víðs vegar um
Evrópu. Aflausnarferðir til Róm-
ar voru algengar. Og svo telur
blessaður prófessorinn það sína
prívatuppgötvun, að einhver er-
lend orðtök hafi slæðst með, þegar
hinir íslensku sagnasnillingar rit-
uðu hinar sannkölluðu gullaldar-
bókmenntir okkar.
Ætti að varða
við lög
í lokin segir prófessorinn að
engin tök séu á að færa rök með
eða á móti sagnfræðilegu gildi
Hrafnkelssögu. Og ætli við, bæði
hinn mikli háskólamenntamaður
og ég, „bara“ verkamaður sem
tæpast er hægt að segja að í skóla
hafi komið, getum ekki orðið
sammála um að sögurnar eigi að
njóta sín, lesast og helst lærast af
íslendingum, eins og þær eru nú
skráðar. Allar órökstuddar álykt-
anir og skemmdakrass í þær ætti
að varða við lög. Víst er, að miklir
andans snillingar hafa farið huga
og höndum um bæði erient og
innlent „hráefni" sagnanna, sem
hefir mjög líklega verið bæði ritað
(rúnir) og sagt af hinum fornu
fjölmiðlum, sagnaþulunum, sem
voru mjög eftirsóttir, ekki síst af
höfðingjum, bæði hér og erlendis.
En þeir létu minna yfir sér en
hinir hámenntuðu sagnaskýrend-
ur nútímans. Þeir rituðu ekki einu
sinni nafn sitt undir meistara-
verkin, ég vil segja sem betur fer,
því að erfiðara er að tæta í sundur
gildi sagnanna þegar höfundurinn
er óþekktur."
fyrir 50 árum
„SVEINN Björnsson sendiherra
flutti fyrirlestur fyrir skömmu í
Árósum um rikisréttindi íslands
fyrrum og nú. — Ilann lauk máli
sínu á þessa leið:
Það er enginn efi á þvi að
íslendingar vilja að 1943 verði
upphafinn sameiginlegur
dansk—isl. borgararéttur og
meðferð utanrikismála tekin úr
höndum Dana. — íslendingar
hafa þegar tilkynnt að þeir ætli
að segja upp sambandslagasamn-
ingnum. Þetta hefir vakið
gremju i Danmörk, en það er þvi
að kenna, að dönsk alþýða hefir
ekki gert sér það Ijóst, að skiln-
aður var þegar gerður árið 1918.
— Er það rökrétt afleiðing af því
að þeir gefa nú þegar til kynna
hvaða stefnu þeir ætla sér að
taka. En ég er viss um að
íslendingar ætla sér ekki að
hvika frá gerðum samningum
fyrr en þeir falla úr gildi 1943
...“ (Sendiherrafrétt).
Eru þeir kannski
allir erlendis?
Strákur skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mikið er það bagalegt að allir
skeleggu mennirnir, sem mest
hafa skrifað og skrafað um
nauðsyn frjálsrar verslunar,
skuli að best verður séð eiga svo
annríkt um þessar mundir að
þeir hafa engan tíma til að tjá
sig um Hagkaupsmálið. Þarna
var sannarlega tilvalið tækifæri
til þess að berjast fyrir frelsis-
hugsjóninni; ég hef í huga alla
hina borubröttu talsmenn allra
kaupmannasamtakanna, sem sí-
fellt eru með réttu að klifa á því
að öll höft séu ætíð til bölvunar
og að engin þjóð geti lifað
mannsæmandi lífi nema hún búi
við frjálsa verslunarhætti. — Já,
það var ólán að allir þessir menn
skyldu vera fjarverandi einmitt
þegar hinir villuráfandi félagar
þeirra í bóksalastétt harðbönri-
uðu Hagkaupsfólkinu að selja
bækur. Eru baráttumennirnir
kannski allir með tölu erlendis?
Æ, hvað það var leiðinlegt. Ég er
viss um að þeir hefðu ekki
sparað hin breiðu spjótin ef þeir
hefðu ekki verið vant við látnir."
Þessir hringdu . .
Sjónvarpið er
frábært
„Fjölskyldumaður“ hringdi og
undraðist kvartanir fólks yfir
sjónvarpsdagskránni.— Það er
greinilegt að þeir ágætismenn,
sem stjórna málefnum sjónvarps-
ins, vita lengra nefi sínu. Þeir vita
sem sé að því lélegri sem dagskrá-
in er því betra er sjónvarpið, og
best er það þegar sárasjaldan er
knýjandi að kveikja á tækinu. Og
samkvæmt þessari forskrift er
íslenska sjónvarpið frábært, svo
að maður taki nú ekki allt of
sterkt til orða. Þetta þýðir að
fjölskyldur geta ekki afsakað sig
með því að þær þurfi að horfa á
sjónvarpið, ef tengsl fjölskyldu-
meðlima eru eitthvað losaraleg
eða jafnvel engin. Þar er ein-
hverju öðru um að kenna. Sama
máli gegnir um annað félagslíf
fólks. Sé það á einhvern hátt dauft
eða drungalegt, er sjónvarpið þar
enginn sökudólgur, en stundum
blóraböggull. Nei, menn skoði
málin betur en svo. Horfi einhver
mikið á sjónvarpið okkar, er þar
SIGGA V/ÖGA fi ÁiLVEftAN
fremur um að kenna flótta frá
verðugri verkefnum, sem eru
skapandi og örvandi, flótta vegna
dauðyflisháttar og hræðslu við að
takast á við sinn eigin veruleika.
Við skulum ekki reyna að hugsa
þá skelfilegu hugsun til enda, hvað
gerast mundi, ef vandað yrði
kostgæfilega til sjónvarpsdag-
skrárinnar, jafnvel dag hvern.
Afleiðingarnar yrðu hroðalegar og
það óskar held ég enginn eftir
þeim. Við getum þess vegna verið
hress og ánægð með okkar sjón-
varp, það er þegar allt kemur til
alls hreint frábært: Við getum
oftast nær skrúfað fyrir það án
þess að eiga á hættu að missa af
neinu.
Borga bændur
sýsluvegasjóðs-
gjald hér?
Torfi Ólafsson hringdi og
kvartaði yfir vegaskatti eða svo-
kölluðu sýsluvegasjóðsgjaldi sem
sumarbústaðaeigendur eru látnir
greiða. — Ég á sumarbústað í
Kjósinni og greiði 24 þúsund
krónur á þessu ári í vegaskatt. Við
byggðum þarna brú sjálfir og
hreppurinn kom þar hvergi nærri.
Þess vegna m.a. erum við mjög
óhressir yfir þessu gjaldi og finnst
hart að þurfa að greiða það.
Margir bændur eiga íbluðir í
Reykjavík, eins og kunnugt er. Ég
spyr: Borga þeir sambærilegan
skatt hér í borg?
Ég vilflytja börnum mínum, ættingjum og vinum
hugheilar þakkir fyrir hlýhuginn, sem þau
auðsýndu mér, með heimsóknum, gjöfum og
heillaóskum á áttræðis afmæli mínu 20. september
sL
Björg Valdimarsdóttir.
Fáksfélagar
Hefjum vetrarstarfiö meö dansleik í félagsheimilinu
laugardaginn 25. október, 1. vetrardag. Húsiö opnar
kl. 21.00. Góö hljómsveit.
Aðgöngumiðar seldir föstudag kl. 17—19.
Skemmtinefnd.
9. leikvika — leikir 18. okt. 1980
Vinningsröö: X12 — 1XX — 2X1—X12
1. vinningur: 11 réttir — kr. 4.946.000.-
7243 (Reykjavík)
2. vinningur: 10 réttir — kr. 73.000.-
219 1650 4549 5893+ 9326 31227' 36451
819 2074 4648 7067 11235 32928 36558+
1459 2232 5671 7178 11309 33423 41048
1555 3802 5731 9051 11558 34212 42332
* (2/10)
Kærufrestur er til 10. nóvember kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá
umboðsmönnum og á aöalskrifstofunni. Vinnings-
upphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa
stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um
nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK
Fastar
áætlunarferöir.
LARVÍK
Umboðsmenn:
P.A. Johannessens Eftf.
Storgaten 50
3251 LARVIK
Skeyti PAJ
Telex: 21522a ships n
Sími: (034) 85 677
m
xíam m 4V wm
wm áowo wm
MVtm fcTTOlMl
$ Uó)A DÓTT
MÓV YllftT/ S
^ÓTLm/l 0Ní\ "
14/VNA A VíöNUM.
SKIPADEILD SAMBANDSINS
Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík
Simi 28200 Telex 2101
Ytovl \ L)ÓS, tm> 06 Yllá
ŒOMVl tíAúVAtt ALI1AT,
ytímM