Morgunblaðið - 26.10.1980, Side 14

Morgunblaðið - 26.10.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Hann hóf útgerð tvítugur, og segist lítið mega vera að því að hugsa um lífið og tilveruna. Starfið á hug hans allan. Hann heitir Kristinn Pétursson, og var á öðru ári í Vélskólanum þegar hann keypti sér þriggja tonna trillu. Hann er fæddur og uppalinn á Bakkafirði, svo sem faðir hans Pétur Árnason. Móðir hans er sunnlensk, Sigríður Guðmundsdóttir. Þeir eru fimm bræður, og Kristinn þeirra elstur. Bakkafjörður Bakkafjörður liggur til suðurs innúr Bakkaflóa og við hann stendur samnefnt kauptún, Bakkafjörður. Þar búa nú um 130 manns. Það er líf á Bakkafirði á sumrum. Þá landa þar stórir bátar að norðan og austan. En með haustinu dofnar yfir öllu. Það er hafnleysið sem ræður því. Léleg hafnaraðstaða á Bakkafirði stend- ur í vegi allrar uppbyggingar í plássinu. En hjá Bátalóni í Hafn- arfirði eru nú tveir 25 tonna bátar í smíðum fyrir Bakkfirðinga. Kristinn Pétursson o.fl. eru eig- endur annars bátsins. Hann á að afhendast í febrúar, hinn nú um áramótin. — Hvað með hafnleysið, Krist- inn? — Á fjárlögum í fyrra, var okkur úthlutað fé til þess að ráða bót á hafnleysinu, 45 milljónum króna, og Hafnarmálastofnun hugðist koma upp bátalyftu fyrir allt að 30 tonna báta, reyndar hugsað sem bráðabirgðalausn, en hefði samt gjörbreytt öllu fyrir okkur á Bakkafirði. I sumar þegar framkvæmdir áttu svo að hefjast, fann stofnunin ótal annmarka á lyftunni í notkun og vildi engar framkvæmdir við höfnina á Bakkafirði, fyrr en hafnaraðstað- an öll hefði verið rannsökuð gaumgæfilegar. Þessar rannsókn- ir standa nú yfir, og það liggur fyrir að úr rætist í hafnarmálum okkar Bakkfirðinga á næsta ári, 1981. Jú, þetta kom okkur mjög illa, því það verður erfitt að athafna sig með nýju bátana við óbreytta hafnaraðstöðu, og ekkert annað fyrir okkur að gera, heldur en landa í nærliggjandi plássum, Þórshöfn og Vopnafirði, þegar veður hamlar löndun á Bakkafirði. Deilur við SÍF — Það var 1975. Eini fiskverk- andinn á Bakkafirði, Hilmar Ein- arsson, hætti rekstri af heilsu- farsástæðum. Þá stofnuðum við, 10 sjómenn í Bakkafirði, hlutafé- lagið Útver h/f og tókum við allri fiskverkun í plássinu. Við leigðum í tvö ár, en 1977 seldi Hilmar okkur fiskverkunarstöðina. Ég lauk vélstjóraprófi þetta ár. Það var erfitt ár, 1977. Við lentum í því, að kaupa koparmengað salt, eins og fleiri, en fórum einna verst útúr því. Það mál allt er nú í höndum lögfræðings, og sér ekki fyrir endann á því, enda flókið og viðamikið mál. Sé saltið koparmengað, er reyndar ekkert sem gerist nema það að fiskurinn verður gulskell- óttur, þetta er einungis útlitsgalli. Okkur tókst samt að selja þennan fisk uppá eigin spýtur, fyrir jafn- hátt verð og við annars hefðum fengið fyrir gallalausan fisk seld- an á vegum SÍF. Það voru aðilar í Noregi sem við seldum og fram- seldu þeir síðan fiskinn fullþurrk- aðan til Parísar. Jú, jú, það urðu útaf þessu töluverð átök. Þegar SÍF vissi af samningnum, vildi það ganga inní hann, en við neituðum því alfarið. Við höfðum nefnilega gert ansi víðtækan samning við þessa norsku aðila, m.a. um að kaupa af þeim timburpalla o.fl. á hagstæðu verði. Og fyrir rest samþykkti SÍF þessa sölu okkar, eftir nokkurt þref. Verður að taka til hendi í markaðsmálunum í þessu sambandi er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um stöðu Sumar á Bakkafirði og líf. Þá landa 11—40 tonna bátar frá Austur- og Norðurlandi á Bakkafirði. Niu talsins sl. sumar. Orrusta á öllum vígstöðvum Rætt við Kristinn Pétursson á Bakkafirði Kristinn Pétursson Vetur á Bakkafirði. markaðsmála á íslandi í dag. íslendingar verða að standa fast á sínum mörkuðum erlendis og um- fram allt að verja meiri vinnu til markaðsmála heldur en gert er í dag. Þetta er allt of lokað eins og það er nú í freðfisknum og saltfiskn- um. Þú færð ekki að selja á hagkvæmara verði en sölusamtök- in, jafnvel þótt þú getir það! Það er nauðsynlegt að útflutningsaðil- ar starfi saman að sölumálum, og eðlilegt að fyrirtæki í sjávarútvegi standi saman að gerð sölu- samninga. En solusamtök mega aldrei verða einokunarsamtök, þannig að aðilar séu bundnir í báða skó og megi ekki, að viðlögð- um sektnm, gera hagkvæmari samninga þó þeir geti það. Hvort sem það er Jóhanna Tryggvadóttir eða einhver annar, skiptir ekki máli, heldur hitt. að geti einhver aðili boðið hagstæðara verð heldur en fyrir er, þá er alger ósvífni að stöðva slíkt. Kanadamenn koma til með að verða harðir keppinautar okkar í framtíðinni og við verðum að standa okkur í slagnum, ef við eigum ekki að verða undir. Stefn- an í markaðsmálum okkar íslend- inga er ekki nógu markviss. Við verðum að fá mjög hæfa menn til starfa með mikla reynslu tii að leggja okkur lið í markaðsmálun- um. Það eru einungis nokkrir menn sem ráðskast alfarið með þetta. Það sem við þurfum eru miklu fieiri menn til starfa, hæfir menn með mikla reynslu, til þess að leggja okkur lið í markaðsmál- unum. Ef við ætlum ekki að missa okkar hlut í framtíðinni verðum við ævinlega að vera í fararbroddi. Við erum nú kannski fimm árum á undan Kanadamönnum og það ríður á, að halda því forskoti. Þad þykir gott ad standa í skilum Haustið 1978 tók ég við fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins af bróður mínum, Bjartmari, sem þá hóf háskólanám í viðskiptafræð- um. Það má segja, að reksturinn hafi sloppið fyrir horn, en það er erfitt að reka fyrirtæki í sjávar- útvegi í dag. Okkur hefur tekist að standa í skilum, og það þykir nú orðið gott að standa í skilum. Það eru um 20 manns í vinnu hjá okkur á sumrum. Og fram- leiðsluverðmæti síðasta árs var 500 milljónir í grásleppuhrognum, saltfiski og skreið. Það eru auðug fiskimið í Bakka- firði. Stutt að sækja bæði grá- sleppu og þorsk, lítill olíukostnað- ur. Og engin spurning hvort að það myndi borga sig fljótt fyrir þjóðarbúið í heild, fengjum við viðunandi hafnaraðstöðu. Svo Bakkfirðingar horfa með bjart- sýni til framtíðarinnar og aukinn- ar útgerðar frá Bakkafirði. Veiðitakmarkanir litlu bátanna ósvífni Þorskveiðitakmarkanir á bátum undir tólf tonnum eru hrein og klár ósvífni. Ástæðan er einfald- lega sú, að náttúran sjálf tak- markar sókn þessara báta kapp- nóg. I ár hófst útgerð litlu bát- anna í marsmánuði, en þegar við vorum rétt byrjaðir, kom hálfs mánaðar stopp um páskana og þegar við vorum rétt komnir af stað á nýjan leik, kom hálfs mánaðar stopp í maí, síðan neta- veiðibann í heilan mánuð frá 15. júlí — 15. ágúst, og loks var öll veiði bönnuð í tíu daga um versl- unarmannahelgina. Útkoman er semsé sú, að harka- legasta veiðitakmörkunin er á litlu bátana, en veiði þeirra hefur sáralítið að segja fyrir ástand þorskstofnsins! íslenskir fískifrædingar Staðreyndin er sú, að það hefur verið lítið sem ekkert mark tekið á reyndum fiskimönnum, og það sem er að koma á daginn núna, er það að skipstjórnarmenn eru ekki jafn vitlausir og fiskifræðingarnir halda. Útreikningac eru nauðsyn-- legir, en það eru sjónarmið sjó- manna líka. Lífkeðjan í sjónum skiptir mestu máli, og allt of litlar rannsóknir hafa farið fram á lífkeðjunni í sjónum umhverfis ísland. Það er t.a.m. alls ekki sannað, nema síður sé, að stærð hrygningarstofnsins hafi allt að segja um árangur klaksins. Skýr- ast dæma um þetta, og íslenskir fiskifræðingar ættu að þekkja það manna best, er hrygning þorsksins 1976. Það er staðreynd, að þá var hrygningarstofninn einn sá allra minnsti sem verið hefur hér við land, en þó heppnaðist klakið þannig, að seiðaárgangurinn 1976 er einhver sterkasti seiðaárgangur sem um getur síðan 1950. Sem dæmi um stærð seiðaárgangsins 1976 má nefna, að árgangurinn 1973 þótti mjög sterkur og mæld- ist um 1170 stig, en árgangurinn 1976 mældist 2737 stig, hvorki meira né minna. Þetta er athyglisverð staðreynd, sem hefur ekki verið gefinn nægur gaumur og sýnir svo ekki verður um villst, að það er ekki beint samband milli stærðar hrygn- ingarstofnsins og útkomu klaks- ins. Enda hafa útlendir fiskifræð- ingar bent á, að í sumum tilvikum kunni að vera nauðsynlegt að grisja stóran hrygningarstofn svo klakið lukkist, en það mál er flóknara en svo, að hægt sé að fara út í það hér. Auðlindaskatturinn Auðlindasköttun er einhver sú vitlausasta hugmynd um stjórnun fiskveiða sem nokkru sinni hefur heyrst. Þeir aðilar sem predika um auðlindaskatt virðast eiga það sameiginlegt, að hafa ekki hunds- vit á fiskveiðum og vinnslu. Þeir vilja draga verulega úr veiðum til þess að fá mikinn fisk síðar meir, en þeim hefur láðst að hugsa um það hver á að borða þann fisk. Markaður fyrir fisk er ekki ótak- markaður, og fiskframboð nokkuð sem við getum ekki skammtað okkur að vild. Svo ætti nú að vera ljóst, að sjómaðurinn gengur aldrei að fiskinum vísum í sjónum,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.