Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Engir frasar — engir krómlistar John Abercrombie Quartet í MH Bandariski jazzgítaristinn John Abercrombie er mcðal þekktustu Kitarista innan þeirrar greinar nýjazzins, sem ekki byggist á þvi að setja tónlistarlega krómlista á hakkavélarfönk. eins og t.d. kollegi hans, Al DiMeola. Tónlist sú, sem kvartett Abercrombies flutti i Menntaskólanum við Hamrahlið sl. miðvikudagskvöld, var vissulega mun riþmiskari en „sá gamli jazz". en þó blessunarlega fjarri þeirri svonefndu fusion-tónlist, sem hvað efst hefur verið á baugi i amerisku jazzlifi að undanförnu. grandalaus- um jazzunnendum til hrellingar. Sennilega mætti telja tónlist kvartettsins til þess sem stundum er nefnt ECM-línan og kennt við útgáfufyrirtæki það, sem m.a. hefur gefið út plötur með John Aber- crombie, Jan Garbarek, Pat Met- heny, Jack DeJohnette, Art Emsemble of Chicago o.fl., en eins og þessi upptalning gefur til kynna, er töluverð fjölbreytni ráðandi inn- an þessarar „stefnu". Þó eru viss einkenni sameiginleg þeim plötum, sem fyrirtækið hefur gefið út. Fus- ion- og funkleysið, tölvunotkun í lágmarki, fjarska spakviturleg um- slög (einatt eins og abstrakt ávísan- ir á Nirvana), svo nokkuð sé nefnt. Alla vega var ekki laust við, að ■ónleikarnir í MH minntu mig á tónleika Pat Metheny Group í Mont- martre í Kaupmannahöfn í sumar og er það báðum þessum aðilum síst til hnjóðs. Þeir kollegarnir, Aber- crombie og Metheny, virðast eiga ýmislegt sameiginlegt, enda þótt aldursmunur sé nokkur (Aber- crombie er eldri). John Abercrombie hóf að leika á gítar á unglingsárunum og að menntaskólanámi loknu hélt hann til náms við Berklee-tónlistarskól- ann í Boston. Að loknu námi þar lék hann um tíma með Brecker-bræðr- um, Billy Cobham og Barry Rogers, í hljómsveitinni „Dreams" en í lok sjöunda áratugarins hætti sveitin og Abercrombie fór að leika með hljómsveit trommarans Chico Ham- Hátíðar- samkomur í Hall- grímskirkju FJÖRTÍI ára afmælis Hall- grímssafnaðar verður minnst i Ilallgrimskirkju á morgun, sunnudag. og mánudag. 26. og 27. þ.m. Á morgun verður afmælissam- koma sem hefst kl. 14. Þar flytur séra Jakob Jónsson ræðu en ávörp flytja þeir Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra og séra Ólaf- ur Skúlason dómprófastur. Hall- dór Vilhelmsson syngur einsöng og kvartett úr Lúðrasveitinni Svani leikur undir stjórn Sæ- björns Jónssonar. Að samkomunni lokinni býður kvenfélag kirkjunn- ar upp á hátíðarkaffi. Allur ágóði af kaffisölunni fer til kirkjubygg- ingarinnar. Á mánudaginn 27. október kl. 20.30 verður hátíðarguðsþjónusta á 306. ártíð séra Hallgríms Pét- urssonar. Séra Eiríkur J. Eiríks- son prédikar og Ágústa Ágústs- dóttir syngur einsöng. Organleik- ari kirkjunnar, Antonio Corveiras, leikur á orgel kirkjunnar í hálf- tíma á undan messunni. í frétt um 40 ára afmæli Hallgrímssafnaðar, sem birtist í Mbl., stóð að afmælissamkoman yrði á mánudag. Er það ekki rétt eins og fram kernur hér. Afmæl- issamkoman er í dag, sunnudag. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á mistökunum. Árið 1978 var fyrst vart við þennan eitursjúkdóm. Hann ein- kennist af mjög háum hita, niðurgangi, uppköstum og út- brotum, ekki ólíkum sólbruna. Stundum veldur hið mikla vökvatap líkamans mjög hægri blóðrás sem getur orsakað lost. Frá því í janúar á þessu ári er vitað um 344 tilfelli þessa sjúk- dóms í Bandaríkjunum og hafa 29 látist af hans völdum. í júní sl. birtu læknar í Bandaríkjunum skýrslu rann- sóknarnefndar sem skipuð var vegna þessa máls. Þar kemur það fram að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra kvenna sem hafa fengið sjúkdóminn nota tappa á tíðatímabilinu. Samkvæmt því sem læknarnir komust næst veldur sjúkdómnum sýkill sem heitir Staphylococcus aureus og er mjög algengur. En hvaða áhrif tapparnir hafa á bakterí- una er ekki fyllilega ljóst ennþá. Læknahópur rannsakaði 50 þeirra sem fengið höfðu sjúk- dóminn og 150 konur sem ekki höfðu veikst. í ljós kom að 71% þeirra kvenna sem höfðu veikst höfðu notað sérstaka tegund tappa sem heitir Rely. Var sú tegund tekin af markaðnum samkvæmt ósk heilbrigðisyfir- valda í Bandaríkjunum og fram- leiðendur hennar gáfu strax út viðvörun til kaupenda. Aðeins 26% heilbrigðu kvenn- anna höfðu notað þessa tegund tappa. Rannsóknirnar sýndu einnig að 98% þeirra kvenna sem feng- ið höfðu sjúkdóminn báru sýkil- inn Staphylococcus aureus í leg- göngunum en aðeins 10% heil- brigðu kvennanna. Er það mat læknanna að um 17% allra kvenna beri þennan sýkil í leg- göngunum. En ekkert er hægt að verið segja til um það hverjar séu í mestri hættu þar sem það eru ekki eingöngu konur sem nota tappa sem hafa fengið þennan sjúkdóm og nokkrir karlmenn hafa einnig sýkst. Um 5% þeirra 344 sem fengið hafa eitursjúk- dóminn eru konur sem aldrei hafa notað tappa og önnur 5% eru karlmenn. Samt sem áður álíta læknar að áðurnefndur sýkill Staphylo- coccus aureus valdi sjúkdómnum og virðist í flestum tilfellum fjölga sér í leggöngunum. Þar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun til þeirra kvenna sem nota þá tegund af dömubindum sem kölluð eru tappar eða stautar. Virðist þeim konum hættara við að fá einhvers konar eitursjúkdóm, Toxic Shock Syndrome, sem getur verið banvænn í sumum tilfellum. Meðal annars hafa framleiðend- ur Tampax tappanna, sem eru mikið notaðir hér á landi, hafið auglýsingaherferð. Þeir segja að ef konur skipti um tappa minnst 3—4 sinnum á dag, noti þá ekki á nóttunni og ekki heldur þegar blóðstreymi er lítið séu þeir hættulausir. Talið er að um 50 milljónir kvenna í Bandaríkjunum noti tappa á tíðartímabilinu. Ekki búast heilbrigðisyfirvöld við því að þær muni allar hætta notkun tappanna. Þvi hafa þau krafist þess að viðvaranir verði settar á umbúðir allra tappa sem seldir eru þar í landi. Ekki vitað um tilfelli sjúkdóms- ins hérlendis Þeir Ólafur Ólafsson land- læknir og Gunnlaugur Snædal kvensjúkdómalæknir höfðu hvorugur heyrt nokkuð um þetta mál og töldu það nokkuð öruggt að þessi eitursjúkdómur hefði ekki komið upp hér á landi. Hins vegar sagðist Ólafur hafa heyrt um það að ef ekki væri skipt nógu oft um þessa tappa þá gætu safnast fyrir bakteríur í leggöngunum og valdið sýkingu. Þegar notuð eru venjuleg dömubindi lekur blóðið út en tapparnir loka fyrir. Ólafur sagði að bakterían Staphylococcus aureus væri mjög algeng, sérstaklega í hálsi. Vildi hann benda á það að ekki væri tekið fram hvaða fólk það væri sem hefði sýkst. Það hefði Geta dömubindi lífshættuleg ? framleiðir hann eitrið sem fer út í blóðrásina og veldur þeim sjúkdómseinkennum sem áður er getið um. Ekki er enn vitað til fulls hvers vegna og hvernig tapparn- ir virðast koma sjúkdómnum af stað. Sumir framleiðendur hafa kennt því um að þeir hafi sett tréni í þá sem sýgur í sig vökva. Telja þeir að trénið geti átt þátt í þvi að sýkillinn þrífst vel. Önnur kenningin er sú að tapp- arnir erti húðina í leggöngunum og myndi sár þar sem sýkillinn getur auðveldlega komist inn í blóðrásina. Auglýsingaherferð Heilbigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum og framleiðendur tappanna hafa hafið mikla aug- lýsingaherferð vegna niður- staðna rannsóknanna. Eins og áður er getið var tegundin Rely tekin af markaðnum og fram- leiðendur ýmissa annarra teg- unda tappa hafa látið prenta viðvaranir á umbúðir sínar. sýnt sig í svipuðum tilfellum að sýking kæmi einungis upp hjá því fólki sem býr í fátækrahverf- um og gætir ekki hreinlætis sem skyldi. Taldi hann orsök þess að sjúkdómurinn hefði ekki komið upp hér vera annað hvort það að of mikið væri gert úr málinu í Bandaríkjunum eða það að hann einfaldlega þrifist ekki hér sök- um almenns hreinlætis. Einnig kæmi það til greina að þeir tappar sem aðallega yllu sýking- unni væru ekki á markaðnum hér á landi. rmn. Rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þess að viss teg- und dömubinda, tappar, valdi einkennilegum eitursjúkdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.