Morgunblaðið - 26.10.1980, Page 23

Morgunblaðið - 26.10.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 23 Birgir ísl. Gunnarsson: Listskreytingar opinberra bygginga .....***** ...................... _I>RÍR þinKmcnn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp á Alþingi, sem felur í sér skyldur til að verja 1—2% af hyj?KÍnKarkostnaði opinberra byKKÍnxa til listskreytinKa. Myndin er af nokkrum listaverkum sem prýða Oskjuhlíðarskóla. Við þrír þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal og undirritaður höfum endurflutt á þessu Al- þingi frumvarp, er við fluttum á síðasta þingi um listskreytingar opinberra bygginga. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir miklum breytingum á þeim lagaákvæð- um, sem um þetta efni hafa gilt. Heimild varðandi skólabyggingar í lögum um skólakostnað var það nýmæli sett í lög árið 1967, að menntamálaráðuneytið gæti ákveðið listskreytingu skóla- mannvirkja í samráði við sveita- stjórn og mætti verja til þess allt að 2% byggingarkostnaðar. Áður höfðu þó ýmsar skólabygg- ingar verið listskreyttar og má sem dæmi nefna lágmyndir Ásmundar Sveinssonar á Aust- urbæjarbarnaskólanum, mál- verk Jóhanns Briem í Laugar- nesskóla, veggskreytingar Bar- böru Árnason í Melaskóla og mósaikmyndir Valtýs Péturs- sonar í Kennaraháskólanum. í lögum um grunnskóla var svipað ákvæði sett inn í lögin. Frumvarpið gerir ráð fyrir skyldu Enginn vafi er á því að ofangreindar lagaheimildir hafi örvað listskreytingar í skólum, þótt ljóst sé að þær hafi ekki verið notaðar í eins ríkum mæli og æskilegt hefði verið. Frum- varp það, sem við nú höfum flutt, felur í sér þær meginbreyt- ingar, að það gerir ráð fyrir skyldu til að verja 1—2% af byggingarkostnaði í stað heim- ildar áður. Ennfremur að skylda þessi nái til allra opinberra bygginga, en ekki aðeins til skóla eins og núgildandi lög kveða á um. 1 lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því, að fjárhæð þessari megi verja jafnt til listskreyt- inga utanhúss og innan, sem sé hannað sem hluti af mannviki eða til kaupa á lausum listaverk- um, sem sé komið fyrir í bygg- ingunni eða á lóð hennar. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna málverk eða teppi á veggi innanhúss eða höggmyndir, sem komið sé fyrir utan dyra á lóð byggingar. Þjóðin verður ríkari af listaverkum Með listskreytingu opinberra bygginga vinnst margt. Þjóðin verður ríkari af listaverkum og með því að tengja þau opinber- um byggingum, er þeim komið fyrir þar sem að jafnaði ganga margir um garða og geta notið þeirra. Islenzkir listamenn fá á þennan hátt tækifæri til að vinna að list sinni og enginn vafi er á því að laun fyrir slik verk eru flestum listamönnum kær- komnari en „styrkir" hins opin- bera. Reynslan sýnir að lista- menn, sem taka slík verk áð sér, vinna þau af alúð og slík lista- verk verða áður en varir ómiss- andi hluti af umhverfi sínu. Myndi auðga íslenzkt lista- og menningarlíf Reynslan hefur og sýnt að þeir aðilar, sem standa fyrir opnber- um byggingum, hafa mismun- andi skilning á þessum málum og áhugi hjá sumum er lítill. Engum aðilum í þjóðfélaginu stendur það þó nær en ríki og sveitarfélögum að tryggja að- gang almennings að listaverk- um. I þessum efnum er það því vafalaust árangursríkast að skylda opinbera aðila til að verja hluta byggingarkostnaðar í þessu skyni. Samtök listamanna hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og hafa bent á fordæmi í öðrum löndum, þar sem slíkar reglur hafa verið teknar upp. Sjálfsagt er að fá umsögn listamanna um þetta mál og allar ábendingar frá þeim yrðu vel þegnar. Aðalatrið- ið er hinsvegar að reyna að afla máli þessu fylgis innan Alþingis, þannig að það geti fengið af- greiðslu á þessu þingi. Samþykkt þess myndi örugglega auðga íslenzkt lista- og menningarlíf. l.jrtsm. Mbl. Gmilia BjörK Björnsdóttir. ríkisstjórnin ákvað að hún ætti að vera. Þannig hefur þetta verið allt frá því stjórnin tók við völdum, enda segja ráðherrar að nú þurfi að grípa til nýrra aðgerða. Nýframlögð sáttatillaga í deilu ASÍ og VSI gerði ráð fyrir 11% kauphækkun 1. desember nk. Hafi samningar tekist fyrir þann tíma er óraunhæft að búast við því, að launahækkun verði undir 20% þann dag (vísitöluhækkun og um- samin hækkun). 1. janúar 1981 þarf að ákveða nýtt fiskverð. Ekki er ólíklegt, að það muni hækka um 20%, sem þýðir í raun 16% gengislækkun, ef ætlunin er að halda sjávarútvegi á hinum svo- kallaða núllpunkti. í kjölfar þess geta menn reiknað með um 14— 15% vísitöluhækkun launa 1. mars næstkomandi. Raunar hefur því einnig verið haldið fram að þessi hækkun 1. mars verði nær 20%. Bæði í fjárlagafrumvarpinu og ummælum einstakra ráðherra er erfitt að festa hendur á skýrt orðuðum úrræðum í efnahagsmál- um. Vísað er til tæknilegra atriða eins og gjaldmiðilsbreytingarinn- ar um áramótin og látið að því liggja, að samhliða henni verði lausnarorðið fundið í efnahags- málunum. í greinargerð með fjár- lagafrumvarpinu segir: „Á næst- unni verða ákvarðanir teknar um aðgerðir í efnahagsmálum sem tengjast væntanlegri gjaldmiðils- breytingu. Ráðgert er að nota 12 milljarða króna á fjárlögum 1981 til sérstakra efnahagsaðgerða." Þessir 12 milljarðar koma fyrir víðsvegar í greinargerð frum- varpsins og gætu menn ætlað, að sú upphæð dyggði til að komast út úr vandanum. Sérstaklega eru þeir nefndir undir liðnum sem fjallar um niðurgreiðslur. Þar segir: „Óráðið er hvaða ákvarðanir verða teknar í niðurgreiðslumál- um en til sérstakra efnahags- ráðstafana er áætlað fyrir 12000 m.kr. undir fjármálaráðuneyti." Forsenda fjárlagafrumvarpsins í launa- og verðlagsþróun er sú, að tekjur og verðlag hækki að meðal- tali um 42% milli áranna 1980 og 1981. I frumvarpinu er reiknað með, að greiða þurfi um 20,5 milljarða króna vegna launa- hækkunar opinberra starfsmanna, sem rekja má til hækkunar á verðbótaþætti launa. Þá segir í greinargerð fjárlagafrumvarps- ins: „Áætlað er að vegin launa- hækkun verði um 15%“. Þetta orðalag er ekki auðskilið þeim, sem ekki kunna að lesa í málið og svo sannarlega hefði ekki veitt af að hafa skýringargrein neðan- máls. Með þessari tölu er gert ráð fyrir ákveðnu ferli launahækkana. Fjárhæðin, sem nefnd er, dugar til dæmis til að greiða verðbóta- hækkanir, sem næmu 7,5% 1. mars 1981 og 7,5% 1. júní 1981. Hún nægði einnig til að greiða verðbótahækkanir, sem næmu 9% 1. mars, 8% 1. júní, 7% 1. september og 5% 1. desember 1981. Ekki þarf míkla getspeki til að komast að þeirri niðurstöðu, að miðað við þessar tölur, hafi ríkis- stjórnin uppi áform um að skerða vísitölubætur á laun. Ákvörðunina um það hefur fjármálaráðherra Ragnar Arnalds tekið með fram- lagningu frumvarps síns, því að framvindan til 1. mars er ljós, taki menn mið af launahækkunum 1. desember, fiskverðsákvörðun um áramótin, gengissigi í kjölfar hennar og þeirrar verðbótahækk- unar launa, sem þessi þróun ætti að leiða til 1. mars næstkomandi. Með yfirlýsingum sínum um, að ekki sé neinna efnahagsaðgerða að vænta fyrr en um áramótin, eru ráðherrarnir raunverulega að gefa til kynna, að þá ætli þeir að setja lög, sem takmarka vísitölubætur á laun. Hvort þeir skerða bæturnar þannig að hækkunin verði 7,5% 1. mars eða taki til dæmis 6% af bótunum liggur ekki enn fyrir. Svonefnd febrúarlög ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1978 fólu einmitt í sér skerðingu vísitölu- bóta á laun. Miðað við hatursher- ferð Alþýðubandalagsins gegn þeim lögum hlýtur það að teljast til mikilla stjórnmáíatiðinda, að nú skuli fjármálaráðherra úr þeim flokki boða samskonar aðgerðir á sama árstíma. Feluleikur Skiljanlegt er, að þessi áform séu ekki kynnt berum orðum af ráðherrum núna strax, heldur reynt að dylja þau með óljósu orðalagi og feluleik með stað- reyndir. Enn hefur ekki tekist að ná samningum um kjaramálin milli Alþýðusambands Islands og Yinnuveitendasambands íslands. Án slíkra samninga hafa ráðherr- arnir ekki fast land undir fótum og geta ekki auðveldlega ákveðið hve mikil skerðing vísitölubót- anna þurfi að vera, svo að sá árangur náist í baráttunni við verðbólguna, sem þeir stefna að, sem sé að hún hækki ekki um meira en 42% milli áranna 1980 og 1981. Ekki er ólíklegt að Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, hafi tekið ákvörðun um þessa stefnu í fjárlagafrumvarpi sínu í byrjun ágústmánaðar, þegar hann hreyfði því í Þjóðviljagrein að gera þyrfti samræmdar ráðstaf- anir gegn verðbólgunni og vék að skerðingu vísitölubóta. Þá bjóst ráðherrann við því, að kjarasamn- ingar væru á næsta leiti, enda var lokaáfangi samninganna við BSRB að hefjast. ASÍ og VSÍ höfðu hins vegar ekki samið, þegar fjárlagafrumvarpið var fullbúið og fyrir rúmum tveimur vikum sagði fjármálaráðherra, að samræmdar efnahagsaðgerðir yrðu að koma til um áramótin, jafnframt iét hann að því liggja, að honum kæmi ekki til hugar að skerða vísitölubætur á laun. Fjárlagafrumvarpið stað- festir tímasetningu efnahagsað- gerðanna og sýnir einnig, að feluleikurinn krafðist þess, að fylgt væri stefnu fullra vísitölu- bóta og vegna hans er orðalagið í greinargerð frumvarpsins svo loð- ið sem hér hefur verið sýnt fram á, þótt merkingin sé skýr. Sé tekið mið af stjórnarsáttmál- anum og því orðalagi hans, að á árinu 1981 eigi að tímasetja há- mark verðlagshækkanna, er lík- legt, að fyrir ríkisstjórninni vaki að verðbætur á laun miðist við 9%, 8%, 7% og 5% ársfjórðungs- lega á næsta ári. í neitun ríkis- stjórnarinnar við tilmælum Vinnuveitendasambands íslands um að teknar verði upp þríhliða viðræður um kjaramálin felst, að hún hefur alls ekki á stefnuskrá sinni að lækka skatta eins og málum er nú háttað. Með skatta- lækkun væri unnt að greiða fyrir gerð kjarasamninga en hún fellur illa að fjárlagafrumvarpinu, sér- stakiega ef ætlunin er að verja 12 milljörðunum einungis til niður- greiðslna. Svo kynni þó að fara, að eitthvað af þessari fjárhæð yrði notað til að lækka skatta hinna lægst launuðu um leið og vísitölu- bætur verða skertar. Hefur fjár- málaráðherra vikið að þeim mögu- leika. Þótt ríkisstjórnin hafi ætlað að halda feluleiknum áfram, hlýtur honum að ljúka með opinskáum umræðum um skerðingu vísitölu- bótanna. Nú reynir á það, hvort ráðherrum Alþýðubandalagsins tekst að halda aftur af verkalýðs- foringjunum innan eigin raða og ná því fram, sem fjármálaráð- herra, Ragnar Arnalds, boðar í fyrsta fjárlagafrumvarpinu, sem hann leggur fram eftir vandlega yfirvegun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.