Morgunblaðið - 26.10.1980, Síða 36

Morgunblaðið - 26.10.1980, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Ingibjörg var hin mesta myndar- kona, fríð sýnum, mörgum góðum kostum búin. Ingibjörg giftist 1929 Snæbirni ísak Kristmundssyni frá Þjóð- ólfstungu við Bolungavík. Eignuð- ust þau þrjá sonu, sem allir eru á lífi og gegnir borgarar. Krist- mundur, ókv. bjó í heimili foreldra sinna, og síðar með móður sinni. Stórkostlegt ástúðarsamband, kærleikur og umhyggja umlék Ingibjörgu frá honum sem lét sér einstaklega annt um móður sína, öðrum til verðskuldaðrar eftir- breytni. Viljum við þakka honum þessa miklu alúð. Magnús, kv. Aðalheiði Sigurðar- dóttur. Jón, kv. Höllu Sigurðar- dóttur. Eftir að heilsufari Ingibjargar tók að hnigna og stundum lá hún þungar sjúkrahúslegur, en bráði af og hún fékk að dvelja _í heimahúsum, þá dvaldi hún hjá Magnúsi syni sínum og Aðalheiði tengdadóttur. Stundaði tengda- dóttirin hana af sérstakri vand- virkni og samviskusemi, beinlínis fædd til þess að líkna og hjúkra. Ingibjörg var frábær kona, clskuleg frænka, aðsópsmikil og hlaut hvarvétna athygli. Skapgerð hennar var heil og traust. Hjálp- fýsi hennar og hjartahlýja gleym- ist ekki. Líf hennar var fagurt. Hún andaðist eins og fyrr segir 9. okt. á Borgarspítalanum í Reykjavík á sjötugasta og þriðja aldursári. Sonum hennar, tengdadætrum, barnabörnum, systkinum votta ég dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Frænka. Ingibjörg Magnús- dóttir — Minning Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun bygglngariönaöarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið f Ijós aö eina varanlega lausnin, til aö koma i veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæöa þau alveg til dæmls meö álklæðningu. A/klæöning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veöráttu. A/klæöning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei aö mála. Leltiö nánari upplýsinga og kynnist möguteikum A/klæöningar. Sendiö teikningar og viö munum reikna út efnisþörf og gera verötilboö yöur aö kostnaöarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SiÐASTA NAGLA því, að við getum þekkt ættingja okkar aftur. „Órófa tryggð við forna vini“. Ingibjörg hafði bjargfasta skoð- un og trú á sambandinu við lífið að loknu þessu. Ingibjörg Magnúsdóttir fæddist 22. júlí 1908 að Efri-Hömrum í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, en andaðist 9. okt. sl. eftir langar og strangar sjúkdómslegur, jarð- sungin frá Fossvogskirkju 22. okt. sl., kveðjumál flutti séra Bragi Friðriksson prófastur í Garðabæ. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin frú Stefanía, f. 14.10. 1878, Ámundadóttir frá Bjólu í Djúpár- hreppi og m.h. Magnús, f. 23.8. 1870, Björnsson frá Króki, Gaul- verjabæjarhreppi, Árn. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Efri-Hömrum. Var Ingibjörg í hópi 19 barna en 15 komust upp. Hefur vafalaust fljótt komið til hennar kasta að hjálpa til við heimilisstörfin og annast yngri systkinin sín. Hefur það verið Ingibjörgu holl- ur undirbúningsskóli fyrir lífið. Foreldrar hennar voru mjög sam- hent og samtaka, sannkallaðar hetjur í harðri lífsbaráttu. En þrátt fyrir erfiðar kringum- stæður og óblíð kjör, andstreymi og þungar raunir, sá þeim enginn bregða. Þau hjónin áttu sameiginlega örugga guðstrú, sem þau höfðu drukkið í sig hjá göfugum foreldr- um og þar fundu þau styrk og traust, þegar mest á reyndi. Systkini Ingibjargar voru þessi er upp komust: Þóra Ágústa, f. 14.6. 1895, átti Guðlaug Halldórs- son. Þorbjörn, f. 13.10. 1897, ókv. bóndi á Efri-Hömrum. Magnea, f. 14.4. 1899, átti Jens Jensson. Bergþóra f. 15.3. 1902, átti Jakob Bjarnason. Þorkell Óskar, f. 10.7. 1909, bóndi á Efri-Hömrum. Ásta, andaðist rúmlega þrítug á Vífils- stöðum. Ragnheiður dó í frum- bernsku. Ingibjörg Kristín, f. 26.4. 1913, átti Magnús Magnússon. Þuríður, f. 26.10. 1911, átti Björn Eggertsson. Kristján Ófeigur, f. 5.7. 1910, bóndi á Efri-Hömrum. Sigríður dó 19 ára gömul. Skúli, f. 1.7.1915, kv. Stefaníu Stefánsdótt- ur. Jónína Margrét, f. 9.5. 1917, átti Jón Lúðvíksson, Ingunn, f. 10.9. 1920, átti Vilhjálm Oddsson. Ingibjörg var stórgáfuð kona, félagslynd, hreinskilin og blátt áfram í allri framkomu. Tækifæri hennar til að menntast voru tak- mörkuð, en hún aflaði sér þrátt fyrir það mikillar þekkingar í skóla Hfsins, ljóðelsk og söngvin. Ek orrtvana eftir þeim horfði, sem unni éK heitast ok þráði sem mest — þeim trúlyndu ástvinum óllum. sem óskirnar Kátu viö hjarta mitt fest. t>ú hlessaóa ástvini alla í óndveKÍ hjartans frá Kleymsku eK ver, ok Keymi i Keislum ok tárum þá Kulltóflu hverja, sem dýrmætust er. (Jón MaKnússon) Spíritisminn hefur breytt hug- myndum okkar á sviði trúmála, lýst upp sumstaðar sem áður var tómt myrkur. Dauðinn er fæðing yfir á æðra svið. Þar er tekið á móti hverri mannssál með meiri ástúð og nákvæmni en maður þekkir til á jarðnesku sviði, ungur sem aldinn, fátækur eða ríkur. Guð fer ekki í manngreinarálit. Alveg sérstakt fólk hefur það hlutverk með hendi að taka á móti okkur við vistaskiptin, og þetta fólk er sérstaklega valið vegna sérstakra hæfileika þess, vegna ástúðarþelsins. Fullyrt er að gamlir menn og konur yngist upp í æðra heimi, og nái blómaaldrinum þar sem hæfi- leikar mannsins njóta sín bezt á aldrinum 35—55 ára. Hvernig fer fólk að þekkjast aftur eftir langan viðskilnað? Á æðra sviði lífsins þar sem andinn er allt, þekkjast menn fyrst og fremst fyrir andlegan skyldleika, hugurinn ræður þar meiru um en sjálfir andlitsdrættirnir. Það verða því engin vandræði á + Alúöar þakkir til allra sem heiöruöu eiginmann minn látinn BJARNA OLGEIR JÓHANNESSON, bryta. Lynghaga 15, meö minningargjötum og hlýhug. Lifiö heil. Ingibjörg Jónsdóttir, Úlrich Falkner og tjöldkylda. Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og jaröarför fööur okkar og stjúpfööur. JONS KRISTINSSONAR, Noröurbrún 1. Rúnar Jónsson, Halldór Sigurösson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa bróöur og mágs. FRITZ BERNDSEN, Hétúni 10B. Sesselja Berndsen, Franz Jezorski, Jörgen Berndsen, Erna Ágústsdóttir, Björn Berndsen, Guörún Þórarínsdóttir, Guóríóur Hjaltested, Erlingur Hjaltested, Kristjén Þorvaldsson, og barnabörn. Guóný Eyjólfsdóttir, + Innilegustu þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúö meö minningargjöfum, blómum og veittrl aöstoö viö andlát og útför dóttur minnar og systur okkar ÖNNU ÁRNADÓTTUR, Hólaveni ' Hólavegi 12. Sauöérkróki. Rannveig Rögnvaldsdóttir, Sigrióur Arnadóttir, Ragnhildur Árnadóttir, Sigurlína Árnadóttir, Rögnvaldur Árnason, ísak Árni Árnason, Trausti Helgi Árnason. + Eiginmaöur minn og faöir okkar ANDRÉS ANDRÉSSON, vélstjóri. Flókagötu 16, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. nóvember 1980 kl. 13.30. Rannveig Erlendsdóttir, Sigrfóur Andrésdóttir, Unnur Andrésdóttir, Þorbjörg Andrésdóttir. + STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON, fyrrv. forsætisréóherra, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 29. október kl. 13.30. Stefón Valur Stefánsson, Björn Stefénsson, Guöríöur Tómasdóttir, Ólafur Stefénsson, Soffia Sigurjónsdóttir. barnabörn og Þóra Jónsdóttir. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - SlMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI. HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.