Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 25 Námskeið í stillingu hitakerfa: Spara mætti 2,5 til 5 milljarða króna á ári NÝLEGA er lokið námskeiði i stillingu hitakerfa sem Bygg- ingarþjónustan sá um að tilhlut- an iðnaðarráðuneytisins. Nám- skeiðið var haldið í Reykjavik og sóttu það rúmlega fjörutiu manns — pípulagningarmenn, starfsmenn hitaveitna og tækni- menn, viðs vegar að af landinu. Næsta námskeið verður haldið dagana 10. og 11. nóvember nk. og hefur þegar fengizt næg þátt- taka. Þá er fyrirhugað að fara með þetta námskeið út um land, ef næg þátttaka fæst, t.d. á ísafjörð og Egilsstaði, en á Vest- fjörðum og Austurlandi er oliu- notkun til upphitunar mest á landinu. Námskeiðahald þetta er liður í því fræðslu- og upplýsingastarfi sem unnið er á vegum Orkusparn- aðarnefndar iðnaðarráðuneytis- ins, en þar hefur verið iögð áherzla á að fá sem flesta aðila til samstarfs. Tilgangur námskeiðs- ins er að auka þekkingu og kunnáttu pípulagningarmanna og annarra sem taka að sér stillingu hitakerfa fyrir húseigendur. Nú stendur yfir víðtæk athugun á orkunýtingu húsa hérlendis, sem fram fer á vegum Orkustofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Könnunin gefur vísbendingu um að stillingu hitakerfa sé almennt mjög ábóta- vant, jafnt í olíukyntum húsum sem á hitaveitusvæðum. Augljost er því að með sam- stilltu átaki geta húseigendur og samfélagið sparað miklar fjár- hæðir í hitunarkostnaði. Sam- kvæmt reynslu grannþjóða okkar er meðalsparnaður af stillingu hitakerfa á bilinu 15—25%. Hér á •landi virðist orkunotkun til upp- hitunar vera 20—30% meiri en eðlilegt getur talizt og í einstökum tilvikum þrisvar til fjórum sinn- um meiri. Ástæðan virðist vera vanstilling á stillitækjum vatnshitakerfa og hirðuleysi um hitastig í íbúðar- húsnæði auk ónógrar einangrun- ar. Ef vel tækist til með stillingu hitakerfa mætti spara 10 til 20% þessarar óþarfa notkunar. Ef mið- að er við 500 fermetra olíukynt einbýlishús með 2,1 millj. kr. kyndingarkostnaði á ári mætti þannig spara um 630 þús. kr. Ef landsmönnum tækist að draga úr þessari óþörfu orkunotk- un um 10 til 20%, þýddi það að 2,5 til 5 milljarðar spöruðust. Húseig- endur á íslandi gætu náð þessu marki með aðgerðum sem borguðu sig á nokkrum árum. Bættur tækjabúnaður hitakerfanna getur þýtt enn meiri sparnað og aukin þægindi. Hver gráða fram yfir 20 gráður eykur rekstrarkostnað um 7 prósent, sé um olíukynt kerfi að ræða, en um 10 prósent, sé um hitaveitu að ræða. Þátttakendur á námskeiðinu æfa sig í að stilla hitakerfi sem sérstaklega var smíðað í Tækniskóla íslands fyrir námskeiðið. Leita bíl- stjóra sem stakk af KLUKKAN 10.55 á föstudags- morguninn var ekið aftan á dreng á hjóli á Hafnarfjarðar- vegi við Ásgarð í Garðabæ. Drengurinn féll í götuna, reis siðan á fætur og ætláði að leiða hjólið út fyrir veginn. Þá tókst ekki betur til en svo að billinn ók aftur á drenginn. Að því búnu brunaði bíllinn af vettvangi án þess að stoppa og hélt upp Vífilsstaðaveg. Lögreglan vill skiljanlega ná tali af öku- manninum og auglýsir hér með eftir honum svo og vitnum. Hér var um að ræða græna Skoda Amigo bifreið með G-númeri. Drengurinn meiddist á öxl og hjólið hans er ónýtt. Röng fyrirsögn RÖNG fyrirsögn var á þætti sr. Árelíusar Níelssonar, „Við glugg- ann,“ hér í hlaðinu í gær. Heiti þáttarins átti að vera: „Hvar er altarið þitt?“, en ekki: „Vofur á vetrarkvöldi nútimans.“ — Höf- undur er beðinn velvirðingar á mistökunum. tfeuiLaKCííiMLiu Innlent lán ríkissjóós íslands ____________1980 2.F1._________________ VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur f. h. ríkissjóðs ákveðið að bjóða út til sölu innanlands verðtryggð spariskírteini að fjárhæð allt að 3000 milljónir kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðum þessi: Skírteinin eru lengst til 20 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru 3,5% á ári. Verðtrygging miðast við breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekurgildi 1. nóvember 1980. Skírteinin eru framtalsskyld, en um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga eins og þau eru á hverjum tíma. Nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur bæði taldar til tekna og jafnframt að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna, og þar með skattfrjálsar, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980. Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum, 10, 50, 100 og 500 þúsund krónum, og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst 28. þ. m. og eru sölustaðir hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1980 .o\A»4a .il V.vsV' SEÐLABANKIISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.