Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 BRETLAND Litlar plötur 1 1 DON’T STAND SO CLOSE TO ME Police 2 2 D.I.S.C.O Ottowan 3 3 BAGGY TROUSERS Madness 4 - AND THE BIRDS WILL SING .. Sweet People 5 _ WHAT YOU’RE SUPPOSING Status Quo 6 4 MASTERBLASTER ... Stevie Wonder 7 7 IF YOU’RE LOOKIN’ FOR A WAY OUT Odyssey 8 5 MY OLD PIANO Diana Ross 9 - WOMAN IN LOVE Barbra Streisand 10 — WHEN YOU ASK ABOUT LOVE ... Matchbox Stórar plötur 1 1 ZENYATTA MONDATTA Police 2 — GUILTY Barbra Streisand 3 2 ABSOLUTELY Madness 4 4 MOUNTING EXCITEMENT ... Ýmsir 5 6 NEVER FOR EVER Kate Bush 6 3 SCARY MONSTERS David Bowie 7 — CHINATOWN Thin Lizzy 8 8 THE VERY BEST OF DON McLEAN 9 5 MORE SPECIALS 10 — MANILOW MAGIC .... Barry Manilow BANDARÍKIN Litlar plötur 1 2 WOMAN IN LOVE Barbra Streisand 2 1 ANOTHER ONE BITES THE DUST Queen 3 5 HE’S SO SHY ... Pointer Sisters 4 3 UPSIDE DOWN Diana Ross 5 6REALLOVE Doobie Brothers 6 - LADY .... Kenny Rogers 7 — THE WANDERER . Donna Summer 8 4 ALL OUT OF LOVE Air Supply 9 7 l’M ALRIGHT ... Kenny Loggins 10 - NEVER KNEW LOVE LIKE THIS BEFORE .... Stephanie Mills Stórar plötur 1 2GUILTY Barbra Streisand 2 1THEGAME Queen 3 5 ONE STEP CLOSER Doobie Brothers 4 3DIANA Diana Ross 5 6 CRIMES OF PASSION Pat Benatar 6 4XANADU 7 7 GIVE ME THE NIGHT . George Benson 8 8 PANORAMA Cars 9 10 BACK IN BLACK AC/DC 10 —PARIS Supertramp Country plötur 1 1 HONEYSUCKLE ROSE Ýmsir 2 2 I BELIVE IN YOU Don Williams 3 5 HORIZON .... Eddie Rabbitt 4 3 SAN ANTONIO ROSE Willie Nelson & Ray Price 5 4 URBAN COWBOY Ymsir 6 6FULLMOON Charlie Daniels Band 7 — GREATEST HITS Anne Murray 8 7MUSICMAN Waylon Jennings 9 10 HABITS OLD AND NEW .... Hank Williams jr. 10 — SMOKEY & THE BANDIT II Ýmsir „Scary Monsters“ er tvímæla- laust ein alsterkasta plata sem Bowie hefur látið frá sér fara. Honum tekst meistaralega vel að sameina allt það besta sem hann hefur gert áður án þess að endurtaka sig á nokkurn hátt. Melódíurnar eru hrópandi sterkar, útsetningarnar ekkert siðri en áður, hugmyndaflugið alltaf jafn frjótt, textar Bowi’s eru líka i háum gæðaflokki hér, og segja eins og vanalega mun meira en hann gæti sagt í viðtali. Sðngur Bowies er líka i topp- formi á plotunni. Hvert eitt og einasta lag er sérstakt, vinnan og alúðin sem virðist lögð í hvert lag væri afsökun sem bæði Bruce Spring- steen og Steely Dan gætu notað fyrir 2—3 millibil á plötum. Eitt annað er líka sérstakt við David Bowie. Á meðan Beatles voru og hétu var hver plata hjá þeim þróun, og eftirvæntingin eftir nýrri Beatles plötu var alltaf mikil. Þeir voru alltaf nokkuð á undan öðrum í þróuninni og léku sér að því að tefla á tvær hættur. Frá Ziggy Stardust plötu Bowies hefur hann virkað á sama hátt. Hann hefur aldrei endurtekið sig í tónlist og alltaf fetað sig áfram. „Scary Monsters" er fjórtánda stúdíóplatan hans á jafnmörgum árum. Tónlist Bowie’s er erfitt að skilgreina náið, hann fellur ekki undir rock ’n roll, ekki popp né kraut eða hvað sem er. Tónlist er fyrst og fremst tjáningarform manns sem hefur náð því að vera einstakur og að vera áhrifavaldur flestra nýrri hljomsveita í dag. Bezta Bowie Þess má líka geta að náunginn er ekki einungis söngvari, lagasmið- ur og tónlistarmaður, heldur líka leikari í topp klassa ef marka má gagnrýni á leik hans í „The Elephant Man“ sem verið er að sýna í New York, og hann fæst líka við myndlist þó ekki hafi hann náð jafn langt á því sviði enn. En snúum okkur að plötunni sjálfri. „It’s No Game (nr. 1)" er jafn ákaft og upptrekkt og þegar John Lennon söng „Mother" eftir að hafa farið í læri hjá dr. Arthur Janov og lært að tileinka sér „frumöskrið". Bowie syngur lagið í bakgrunni eða öllu heldur hrópar það á sannfærandi hátt, á meðan Michi Hirota syngur forröddina á jap- önsku. Lagið er svo aftur í þægi- legri mildri útgáfu í lok plötunnar þar sem Bowie syngur lagið einn. En fyrri útgáfan er eitt besta lagið á plötunni. Robert Fripp spilar sinn sérstæða stíl á gítarinn í þessu lagi eins og hann gerir í fimm öðrum lögum á plötunni, en að öðru leyti er útsetningin nokk- uð einföld frá Bowie að vera. Þess má líka geta að meistari Eno er ekki til staðar á þessari plötu eins og hann hefur verið á undanförn- um þrem plötum, en áhrifa hans gætir að vissu marki. „Up The Hill Backwards" svipar til söngleikjalaga þar sem kórinn syngur öll versin sem fjalla um það hvernig meira frelsi leiðir af sér meira helsi. Nokkuð einfalt en sérstakt lag. „Scary Monsters (Super Creeps)", er kannski eina lagið sem má bendla beint við samvinnu Bowies við Eno, þar sem gítarinn hans Fripps saxar taktinn, og hann leikur iíka ágætt sóló í laginu. Lagið virkaði fráhrindandi í fyrstu en dregur að sér. „Ashes To Ashes" ættu flestir að kannast við, enda leikið í Lögum unga fólksins. Lagið náði fyrsta sætinu í Bretlandi fyrir skemmstu og sat þar í þrjár vikur sem er afar sjaldgæft fyrir tónlistarmenn sem „tískugengin" (þó hann hafi löng- um verið í þeirra hópi í rauninni) og mismuninn á „fínu“ tískunni og „götu“ tískunni. Að öllum líkindum á Bowie eftir að lenda inn í diskótekum með þetta lag. „Teenage Wildlife" er einn af sterkari textum Bowie. Hann fjallar þar um baráttu nýrra tónlistarmanna til að komast áfram í nokkuð góðum líkingum. Bowie syngur nokkuð í stíl Lou Reeds á köflum á meðan Fripp hleypir fram af sér beislinu á gítarnum. Sterkt og taktfast lag, þar sem styrkur hljómsveitarinn- ar kemur ágætlega fram en í henni eru ennþá þeir Carlos Alom- ar (gitar) Dennis Davis (trommur) og George Murray (bassi), en í „Teenage Wildlife" leika einnig Chuck Hammer (gítarleikari Lou Reeds og Roy Bittan, píanóleikari Bruce Springsteens, en hann virð- ist skjóta upp kollinum á öllum bestu plötunum. „Scream Like A Baby“ er dálítið sérstakt lag. Viðiagið er með þeim sterkustu sem gerast, en milli- versin aftur á móti í undarlegum framsögustíl. Hér fer hann allt aftur í fyrstu lögin sín í áhrifum í söng, en textinn fjallar á góðan máta um það hve erfitt er að rísa upp á móti ríkjandi kerfum. „Kingdom Come“ er ekki eftir Bowie heldur Tom Verlaine, sem var í Television á sínum tíma. Lagið er ekki sérlega mikið en gefur Bowie kost á að njóta sín sem söngvara, sem er alltaf þess virði, og minnir nokkuð á „Pin Ups“ plötuna hans. plata David í mörg ár hafa verið hans tíma í bransanum. En staðreyndin er líka sú að þetta lag er eitt af því besta sem komið hefur í poppi á árinu. Besta samlikingin er líklega við „Starman" á Ziggy Stardust, en Bowie fer hér á kostum í söng eins og reyndar á allri plötunni, náung- inn nýtur þess greinilega að syngja, og virðist syngja beint frá hjartanu eins og það er kallað. Textinn er framhald af „Space Oddity" laginu sem braut ísinn fyrir hann upphaflega. Og ef það er misskilningur um efni þessa texta þá ætti það að skiljast hér. „Fashion" er diskólagið! En far- ið ekki á taugum, vinnan og útsetning er miklu meiri en geng- ur og gerist í diskó. Þrátt fyrir það að Bowie hafi verið einna fyrstur hvítra að mynda hið svokallaða „diskó" á „Young Americans" plötunni þar sem hann samdi t.d. og flutti lagið „Fame“ með sjálf- um John Lennon. Textinn er „púra“ ádrepa á „Because You’re Young" minnir meira á seinni plötur Bowie held- ur en þær fyrri. Rík rödd hljómar sterk og örugg þegar hann fjallar um parið sem brýtur hvort annað niður með samveru sinni. Pete Townshend gefur laginu hluta af sínum stíl þó það sé ekki áberandi, og Andy Clark, hljómborðsleikari, er líka í þessu lagi, en hann er einn hinna nýju meðlima Dire Straits. Það er alltaf misjafnt hvað plötur hafa mikil áhrif á fólk og hvað þær fara oft á fóninn. Þessi plata hefur verið á minum spilara síðan ég fékk hana fyrir u.þ.b. mánuði síðan en slíkt er afar sjaldgæft, og engin önnur plata hefur náð hingað til á árinu, þó plötur Rolling Stones, Jackson Browne og Felix Cavaliere hafi þó komist nálægt því. Með „Scary Monsters" ætti Bowie lika að geta unnið aftur þá sem misstu þolinmæðina á undan- förnum 3—4 plötum. hia LÍKLEGA verður Ilaukur Morthens I fremstu viglinu að þessu sinni á ný með plötu sinni „Lítð brölt“ þar sem hann vinnur með nokkrum af b«>tri tónlistarmönnum yngri kynslóðarinnar, eins og mætti kalla það. Auk þcss flytur hann tónlist eftir einn af okkar yngri iagasmiðum, Jóhann Helgason. Ástæðan fyrir þessari óvenjulegu plðtu er sú að Jóhann Helgason bauð Steinari hf. nokkur lög sem hann taldi hæfa einhverjum af eldri söngvurum okkar. Svo vildi til að Haukur Morthens gerði mikia lukku á Hótel Sögu í byrjun síðasta árs er hann söng sem heiðursgestur á Stjörnumessunni svokölluðu, en Mezzoforte léku einmitt undir á þeim hljómleikum. Mezzoforte leika undir hjá Hauki á þessari nýju plötu auk ýmissa aukamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.