Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 24
2 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir LVII Spurningin er: Hvað álíta „stjórnmálamenn“ lýdræðisríkjanna sér óhætt að sökkva íyrirvinn- um sínum djúpt niður til vinstri, án þess að ástæða þyki til að óttast tortím- ingu? FELAGSMALABÖGGULL o o Oo 0 0 0 nO 0 o 00 -0 Ég tel ekki vera á mínu færi að skera úr um, hvaða firra Marx komist nærri hámarki fáránleikans. Mig grunar bara, að staðhæfing hans: „Þess vegna ræðst mannkynið alltaf í þau verkefni aðeins, sem það getur leyst," yrði býsna nærri tindin- um. Auðvita er létt verk að raka saman ívitnunum úr orðaflaumi og hugsanagraut marxista, sem hinir hyggnari í hópnum hafa nú upp á síðkastið kosið að krafsa yfir eða láta öðrum eftir. Þ. á m. er ofangreind trúarsetning, sem markaðsmenn gripu fagnandi úr haugnum, héldu sig hafa höndl- að skrautperlu, er þeir reyndu siðan að fægja og slípa lítils- háttar, og fannst sér að lokum við hæfi eftir að hafa hnykkt dálítið á og gefið sér forsendu: „Náttúrugæðin eru óþrjótandi, því að mannlegt hugvit er óþrjótandi." Ruglingur af slíku tagi er naumast margra orða verður. Þau yrðu þegar af þeirri ástæðu tilgangslítil, að hvorki mark- aðsmenn né marxistar hafa fregnað að inntak allra ímynd- unarrikja er stað- og stundleysa, og að þau geta því aldrei orðið raunveruleiki; að það er eðli allra draumvona um eilífa sælu að rætast aldrei og örlög alls- nægtarríkisins að lifa einvörð- ungu í fyrirheitinu, en verða aldrei veraldarathvarf manna. Þess verður 'því naumast vænzt, að draumóraflug efnis- hyggjumanna, hvar í flokki sem þeir hreiðra um sig, vekji sérlega hrifningu. Raunhyggja gegn rausi og þrasi Fyrrnefndar staðreyndir við- urkennir auðvitað allt raunsýn- isfólk. Það lýtur þeim í auðmýkt, gerir sig ánægt með líf skins og storma, blíðu og stríða, tignar móður náttúru og veit, að ella bíður þess glötunin ein. Það veit ennfremur að lífið er eilíf og tvísýn barátta, sem e.t.v. er þess dýrmætasta gildi. Það dirfist jafnvel að ganga svo langt að líta á líf og baráttu sem eitt og hið sama, sem sífellt hljóti að ögra og freista með nýjum við- fangsefnum áður en hin gömlu — eða afleiðingarnar af átökun- um við þau — hafa verið leidd til fullra úrslita. Meginmarkmið varðveizlu- fólks hlýtur þess vegna ávallt að verða að leitast við að styrkja og efla möguleika nýtra þegna og þjóða til sem traustastrar að- stöðu til þess að heyja lífsbarátt- una á grundvelli þeirra óhaggan- legu skilmála, sem náttúruríkið hefir í upphafi sett, en ekki eftir skvaldri sveimhuga, er eiga full- ar skrifborðsskúffur af línu- ritum um endanlegar mannlífs- úrlausnir — „rökstuddum" vangaveltum um, hvernig maður og heimur ættu að vera — og ættu að hafa verið. Síðan liberalistar og sósíalist- ar sviku framfærsluríkið („vel- ferðarríkið") yfir Vesturlönd er nú liðinn um aldarþriðjungur. Enginn heldur því fram í alvöru, að það hafi orðið til fegrunar- eða ánægjuauka. En kannski gæfumerki? Eða feigðarboði? Á meðan merking og markmið mannlegrar sögu — ef um slíkt skyldi vera að ræða — eru skilningi okkar ofvaxin, brestur okkur heimildir til þess að kveða upp lokadóm í því máli. Við eigum hins vegar rétt, ber m. a. s. skylda til að reyna að ráða í, hvað klukkan slær, hvert leiðin liggur. Við hljótum því að spreyta okkur á að rýna fram í tímann, en sú viðleitni er dæmd til ómarks, ef lærdómar fortíð- arinnar eru látnir liggja ósnertir utan vegar. Fáeinir feigðarboðar • Af allmörgum vinstristraum- um, sem þegar fyrir 2—3 áratug- um voru teknir að hrærast um hinn siðmenntaða heim, en hafa' nú, árið 1980, i upphafi 9. áratugar 20. aldar, valdið upp- lausn og spillingu heilbrigðra lífshátta með þeim afleiðingum að vandséð er, hvernig stöðvuð verði og síðan bætt fyrir, ber eftirtalda efalítið hæst: • Hnignun og niðurrif viðtek- inna og þrautreyndra sam- búðarhátta, undanhald og uppgjöf lögmætra yfirvalda réttarríkja fyrir botndreggj- um þjóðfélaganna, einum á sviðum löggæzlu og refsirétt- ar, uppeldis- og menntamála. • Valddreifing í þágu sér- hagsmuna- og stéttabaráttu- hópa, sem óðfluga hafa gerzt sámsæris- og ofbeldissamtök gegn þjóðarheildinni, m.a. sökum óþolandi áhrifa þeirra á löggjafar- og framkvæmda- vald. • Frjálslyndi og þar af leiðandi vanmáttur yfirvalda gagnvart glæpsamlegu athæfi einstakl- inga og bófaflokka, sem skáka í skjóli hugsjór.a- eða stjórn- málamarkmiða. • Uppsteyt undirmálsþegna og ósjálfbjarga þjóða gegn skynsamlegri forsjá hinna mikilhæfari og stjórnvísari. • Úrkynjun æskunnar og flótti hennar undan sjálfgefnum kröfum lífsbaráttunnar. • Linnulausar launahækkanir og þar af leiðandi sívaxandi náttúruránskapur um heim allan; og verðbólga í kjölfar fjármálaóreiðu, sem orðin er varanlegt efnahagsástand. • Þrengt athafnasvigrúm sjálf- stæðra einstaklinga, uppgjöf einkareksturs og tæring einkaeignarréttar vegna auk- inna fjárútláta atkvæða- braskara til að fullnægja endalausum kröfum um „mannsæmandi lífskjör", „réttláta skiptingu þjóðar- teknanna" og „félagslegt réttlæti". Allar eiga þesar vinstriplágur eitt sameiginlegt: Þær hrekja Vesturlönd sífellt nær og nær valddreifingarþröm stjórnleysis- ins, sem undantekningalítið er í stað ógnarstjórnar skálka eða villimanna, keimlíkar þeim, er alllengi hafa hrjáð 2.- og 3. fl.-heiminn. Vesturlöndum verð- ur því tæplega stjórnað mikið lengur enn með tíðkanlegum úrræðum réttarríkis. „Eldmóður er úr sögunni* Vesturlandaþjóðir eiga sýni- lega ekki annarra kosta völ heldur en að búa sig undir að reyna að hugsa, losa sig við hina alræmdu „stjórnmálamenn" sína og leita forystu stjórnmála- manna, er finnanlegir kynnu að reynast. Þeir verða m.ö.o. að losa sig úr viðjum nær 200 ára gamalla fordóma — ekki síður en annarra yngri — sér í lagi þvælunnar um jafngildi allra tvífætlinga, að tilslökunarstefn- an gagnvart GULAG-ríkjunum sé heillavænlegri en að setja þeim stólinn fyrir dyrnar, að náttúruauðæfin séu óþrjótandi og eigi að vera, geti verið eða séu „sameign alls mannkyns" o.s.frv. Að sinni hlýt ég að hliðra mér hjá að gizka á, hvort tímabært sé að búast við svo róttækum hugarfarsbreytingum. Á meðan áherzluþunginn liggur látlaust í að tyggja í atkvæðamúginn HVAÐ hann á að hugsa í stað þess að brýna fyrir honum HVERNIG hann eigi að hugsa, virðast ástæður til bjartsýni sorglega litlar. Mér finnst ég því sjá vinstriöldina — og okkur sjálf — í svipuðu ljósi og danski heimspekingurinn Sören Kierke- gaard (1813—1855) sá hana á sínum tíma og lýsti með þessum orðum: „Aðrir mega kvarta undan illsku samtíðar okkar; ég harma, hversu aumingjaleg hún er. Eldmóður er úr sög- unni. Hugsanir mannfólksins eru flatneskjulegar og veikl- aðar eins og bláþráður, það sjálft brjóstumkennanlegir vesalingar eins og þvældar tuskubrúður. Hugsanir þess eru og lágkúrulegar til þess að geta verið syndsamlegar." .Borgarastéttin verzlar með eigin hengingarreipi Allir, sem gefa sér tíma til að lesa eitthvað meira en fyrirsagn- ir götusölublaðanna, komast ekki hjá að viðurkenna, að um- mæli hins danska hugsuðar um samtíðarfólk sitt eigi ekki síður við á líðandi stundu. Tvær smá- klausur hlið við hlið á sömu síðu eins virtasta dagblaðs heims („Frankfurte Allgemeie Zeit- ung“, hinn 4. þ.m.), bera þessari staðhæfingu viðunanlegan vitn- isburð. Önnur fréttin greinir svo frá, að ónafngreind stjórnunarstofn- un þýzkra atvinnurekenda hafi ráðið Horst nokkurn Mahler til þess að halda fyrirlestra hjá sér á „ítarleri fræðslu- og þjálfun- arráðstefnu" um efnið: „Marx- iskar undirstöðuhugmyndir — Saga marxismans". Þó að ég telji víst, að flestir lesenda minna viti hver Horst þessi Mahler er, þykir mér rétt að geta þess, að hann er fyrrverandi málaflutn- ingsmaður og um árabil verjandi illræmdra félaga í vinstrisam- tökum, sem einbeittu sér að bankaránum, mannránum, morðum og hryðjuverkum, enda sjálfur virkur samherji og heili flokksins unz hann var handtek- inn, færður á sakamannabekk og dæmdur til margra ára fangels- isvistar, en látinn laus án þess að hafa afplánað til fulls. Fórnarlamb Mahlers og félaga var meðal fjölda annarra: Dr. Hans Martin Schleyer, forseti þýzka atvinnurekendasam- bandsins. í lok frásagnar „FAZ“ gefur blaðið hinum smekkvísu frjáls- hyggjumönnum velmeint holl- ráð: „Kannski væri viðeigandi að hóa saman sérstaklega rækilegri ráðstefnu um efnið: „Kaupsýsla og pólitísk háttvísi" við tæki- færi.“ Hin fréttin, sem blaðið gerir að umtalsefni, er nýbirt hroll- vekja brezka atvinnumálaráðu- neytisins um verkfallalíf í Eng- landi á árunum 1960—1979. Skýrslan leiðir í ljós, að á síðastliðnum 20 árum hefir ensk verkalýðshreyfing framið 50.440 verkföll á atvinnulífinu, þ.e. að meðaltali 2.522 á ári, og sóað 8.200.000 vinnudögum árlega eða alls 164.000.000 þetta 20 ára tímabil. Lagzt var í verkföll án tillits til þess, hvort atvinnulífið átti við sæmilegar aðstæður að búa ellegar syrti að, og ávallt reyndu verkalýðsrekendur að haga svo til að af athæfi þeirra hlytist sem allra mest og víðtæk- ast tjón. Á greindu tímabili hafa allra- handa flokkar og allrahanda stefnur ráði ferðinni. Tækni- framfarir hafa orðið miklar, eins og í öðrum iðnaðarlöndum, og vinnuskilyrði hafa því gjör- breytzt. En aðeins eitt hefir ekki breytzt: meinhunzka ensku verkalýðshreyfingarinnar. Með henni hefir hún pínt fram ótelj- andi fríðindi, sem reynzt hafa atvinnurekstrinum langt um megn, og þannig hefir hún verið köllun sinni trú. En borgarastéttin, atvinnu- rekendur? Hver hafa viðbrögðin verið? Atvinnurekendur hafa að lok- um skrifað undir þá pappíra, sem til þeirra hefir verið fleygt yfir samningaborðin, þræl- bundnir þeirri trú sinni — — að það sem lýðræði væri landlægt, gæti ekkert grandað einkaframtakinu! Flug íjaðralausra Fjarstæður teknar í arí Vesturlönd hafa eng- in efni á bjartsýni 50.440 verkföll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.