Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 VER^LD SKALMOLD CALLAS Raunirnar bak við brosið Maria Callas, sú mikilhæfa og tilfinningaríka óperusöngkona, gekkst á sínum tíma undir fóstur- eyðingu eftir að Aristoteles Onass- is, sem var elskhugi hennar um langt skeið, sagði henni að hann kærði sig ekkert um barnið. Þetta kemur fram í bók um söngkonuna, sem nú er nýkomin út. í bókinni „Maria Callas. CALLAS fórnin dugði ekki Tveimur árum eftir fóstureyðing- una lauk ástarævintýri Callas og skipakóngsins, sem lést árið 1975, vegna þess hve hann var farinn að gera sér títt um Jacqueline, ekkju Kennedys heitins Bandaríkjafor- seta. Daginn sem Onassis kvæntist Jacqueline var Callas að skemmta sér hjá Maxim í París, „sem var einhver mesti leiksigur lífs henn- ar“, að því er segir í bókinni, vegna þess að undir niðri var hún niður- brotin manneskja. Ekki liðu þó margar vikur frá brúðkaupinu þar til Onassis var farinn að banka upp á hjá Callas, og í bókinni er því haldið fram, að hann hafi verið búinn að ákveða að skilja við Jackie og taka aftur saman við Mariu Callas. Hún lét ekki eftir sig neina erfðaskrá þegar hún lést. Italskur eiginmaður hennar fyrrverandi, Giovanni Meneghini, og móðir hennar, sem lítið samband hafði við dóttur sína, skiptu á milli sín reitunum, sem talið er að hafi numið 12 milljónum dollara. Á síðustu árum sínum í París um- gekkst Callas fáa og var einmana. Bókin um Mariu Callas fjallar annars að mestu leyti um ákaflyndi Skyggnst á bak við þjóðsöguna", sem kom út 16. þessa mánaðar, segir höfundurinn, Arianna Stass- inopoulos, að það hafi verið árið 1966 sem Callas varð ófrísk eftir Onassis en þá var hún 43ja ára gömul. „Allt hennar innsta eðli, öll ást hennar á lifinu, bað um barnið. Onassis vildi það ekki,“ segir Stass- inopoulos. „Það var vissulega nógu sárt, að maðurinn, sem hún elskaði, skyldi hafna en ekki gleðjast yfir ávexti ástar þeirra, en hann gekk lengra: hann varaði hana við því að láta barnið líta dagsins Ijós og sagði, að þá væri öllu lokið þeirra á milli.“ Árangurinn af því varð sá að Callas lét eyða fóstrinu. Höfundur bókarinnar segist hafa heimildir sínar frá vinum og um- boðsmönnum prímadonnunnar heitinnar, óbirtum bréfum frá Call- as til guðföður síns, Leonidas Lantzounis í New York, og af segulbandsspólum með nokkurs konar drögum að sjálfsævisögu Mariu Callas, sem hún hafði sjálf talað inn á. Innsiðu- efni Hið hversdags- lega blóðbað í E1 Salvador La Prense Gráfica, eitt helzta dagblaðið í Mið-Ameríku, greinir reglulega frá pólitískum morðum í E1 Salvador, og fréttirnar bera með sér hve grimmilegt blóðbaðið er sem geisar í landinu og sér ekki fyrir endann á. Þessi morð eru orðin svo hvers- dagsleg, að blaðið skýrir ekki lengur frá þeim á forsíðu. Snemma í þessum mánuði var greint frá 45 morðum á innsíðu blaðsins og öll höfðu þau verið framin á einum degi. Frásagnir af 18 morðum öðrum á sama sólar- hring höfðu verið látnar aftarlega í blaðið og lent við hliðina á stjörnuspá dagsins. Ekki er þó hægt að segja, að ritstjórar Prense Grafica hafi rangt fréttamat. Sannleikurinn er sá, að pólitísk morð öfgahópa í landinu eru orðin svo algeng, að þau teljast ekki til tíðinda lengur. Á þessu eru þó undantekningar við og við, og ein var nú fyrir skömmu. Það taldist sem sé til tíðinda, að kona nokkur, meðlim- ur mannréttindahreyfingarinnar í landinu, fannst myrt rétt við þjóðveginn til San Salvador. Fjór- um dögum áður hafði henni verið rænt, og lík hennar var allt sundurskotið, er það fannst. Fé- lagar hennar gerðu af þessu tilefni harða hríð að lögreglu og her og báru þeim á brýn grimmd og skepnuskap. Má af þessum ásökunum marka, að öfgasinnar hafi ráðið konuna af dögum. Það er hins vegar einkum venjulegt fólk, sem látið hefur lífið í þessu blóðbaði í E1 Salvador — landbúnaðarverkamenn, kenn- arar, skrifstofufólk, hermenn og lögreglumenn. Á listanum yfir hina 18 myrtu í Prense Grafica var m.a. skýrt frá kennara, er skotinn hafði verið til bana á heimili sínu. Einnig var skýrt frá liðsforingja úr hernum, sem gerð hafði verið fyrirsát um hábjartan dag og hann skotinn til bana. Þar sagði einnig frá því, að átta lík hefðu fundizt í San Miguel-héraði og að 14 sveitamenn hefðu fundizt myrtir í Cabanas. Og öll báru líkin merki um pyndingar. Og mannfallið heldur áfram. Samkvæmt upplýsingum mann- réttindahreyfingarinnar hafa rúmlega 7000 manns verið myrtir á þessu ári. Herinn fullyrðir, að þessar tölur séu fjarri lagi, en kýs á hinn bóginn að nefna engar tölur sjálfur. - PETER DEELEY. ORLAGAÞRÆÐIR ONASSIS hafði í hótunum hennar og ofsafengið skap og sagði höfundur hennar, Arianna Stass- inopoulos, sem er kona þrítug að aldri og býr í London, að segja mætti að bókin snerist um „barátt- una milli Callas og Mariu, milli þjóðsögunnar og konunnar, milli þeirrar myndar, sem við höfum af henni og raunveruleikans". Fimmtugasti og þriðji gíslinn Einhvers staðar innan við múra Evin-fangelsisins í Teheran hírist miðaldra, bandarísk kona í klefa sínum, einmana manneskja, sem flestum hefur gleymst í upplausn- inni og óöldinni, sem ríkir í Iran. „Mér líður vel, er hrein og fæ nóg að borða," sagði hún í fyrsta bréf- inu, sem nú nýlega barst fjölskyldu hennar. í því fullvissar hún fjöl- skylduna um að hún sé hress og láti engan bilbug á sér finna þrátt fyrir raunir sínar. Cynthia Dwyer, sem er 49 ára gömul, er að ýmsu leyti „53. bandaríski gíslinn" í íran. í dag er 175 dagur fangavistar hennar. 10. apríl sl. fimm mánuðum eftir að hinir Bandaríkjamennirnir voru teknir í gíslingu, lagði Cynthia, sem er lausráðinn blaðamaður, upp frá heimili sínu í New York og hélt til Iran til að skrifa greinar um framvindu mála þar í landi, að því er maður hennar skýrði seinna frá. Aðfaranótt 5. maí komu bylt- ingarverðir, drógu hana út úr her- bergi hennar á Hilton:hótelinu og fóru á brott með hana. í dagblöðum Teheran-borgar var svo sagt frá því, að hún væri sökuð um að vera njósnari á vegum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Á þeim mánuð- um sem síðan eru liðnir hefur svissneska sendiráðið, sem gætir hagsmuna Bandarikjamanna í Íran, margsinnis beðið um upplýsingar um Dwyer og um leyfi til að heimsækja hana. íranir hafa stað- fest, að hún sé höfð í haldi, en hafa þó ekki svarað neinu um þær sakir, sem á hana eru bornar, að því er haft er eftir bandaríska innanríkis- ráðuneytinu. Eiginmaður Cynthiu, John Dwy- er, segir, að þær séu beinlínis Ef annað risaveldanna gerði allsherjarárás á hitt með kjarnorkuvopnum, yrði eyðing- in svo algjör að líf hinna fáu, er kynnu að lifa hana af, yrði „félagslega óþekkjanlegt". Ennfremur kynni svo að fara að allt mannkyn dæi út vegna hungursneyðar, er breiðast myndi út óðfluga, vegna sjúk- dóma og erfðaskemmda. var samdóma álit hóps fremstu vísinda- manna og lækna í Bandaríkjunum, en drógu upp nap- urlega mynd af því, kynni að verða um heim- inn um næstu aldamót á nýstárlegri ráðstefnu sem efnt var til í New York fyrir skömmu. Sumir af aðalræðumönnunum voru meðal þeirra er unnu að þróun kjarnaklofnunar fyrir rúm- um 35 árum, og þeir óttast nú mjög þá margföldun sem orðið hefur á kjarnorkuvopnabirgðum stórveldanna. „Ég tel miklar líkur á kjarn- orkustyrjöld fyrir eða um næstu aldamót. Kannski verður hún ekki meðan ég lifi, því að ég er orðinn áttræður, en hugsanlega lendið þið öll í henni.“ Þannig fórust Goerg Kistiekowsky, prófessor við Harv- ard-háskóla, orð við hljóða áheyr- endur sína úr hópi leikmanna. Doktor Kistiekowsky, sem er kjarnorkuefnafræðingur, var á tímabili yfirmaður sprengiefna- deildar Manhattan-áætlunarinnar (en það var dulnefni Banda- ríkjamanna fyrir hópinn sem þró- aði fyrstu kjarnorkusprengjuna). Þetta tímabil kallar hann nú „stríðsæsingaárin" sín. Nú er hann forystumaður nýstofnaðrar hreyfingar bandarískra lækna og menntamanna, sem helga sig upplýsingastarfsemi meðal al- mennings um læknisfræðilegar og þjóðfélagslegar afleiðingar kjarnorkustyrjaldar. Þeir stað- hæfa að þetta séu þær hliðar vígbúnaðarkapphlaupsins sem stjórnmálamenn hafi hvergi sinnt og leikmenn hafi mjög takmarkað- ar upplýsingar um. Samkoman í New York var fyrsta meiri háttar ráðstefnan um þessi málefni, en áætlað er að halda fleiri í nokkrum borgum hins vestræna heims. „Við erum ekki að reyna að skjóta fólki skelk í bringu. Við erum að reyna að fræða það,“ sagði dr. H. Jack Geiger prófessor, í samfélagslækningum við City College í New York og mælti fyrir munn nokkur hundruð lækna inn- an hreyfingarinnar. „Sú hugmynd, að kjarnorkustríð geti orðið tak- markað, er fráleit, hvort sem hún er hugleidd frá sjónarmiðum líf- fræðinnar, mannlegra stjórnmála eða raunsæis." Hann bætti við að kjarnorku- styrjöld yrði einnig án nokkurs fordæmis í sögunni, þar sem kjarnorkusprengjur nútímans væru frá eitt hundrað til tvö þúsund sinnum öflugri en sprengj- urnar sem varpað var á Hiros- hima. Ennfremur hefði verið kost- ur á skjótri aðstoð utan frá í Hiroshima og Nagasaki. „Ég bið ykkur að ímynda ykkur 2000 Hiroshima-sprengjur, sem allar springa samtímis, og kannski aðra árás nokkrum klukkustundum síð- ar. Það yrði ekki neitt, sem héti utanaðkomandi aðstoð," sagði dr. Geiger. Á hljóðlátan hátt og án tilfinn- ingasemi lýsti hann í smáatriðum framtíðarhorfum í vestrænum samfélögum, ef ein eða tvær öflug- ar kjarnorkusprengjur féllu á New York. Að erindinu loknu sagði Geiger að vinnan við undirbúning þessara upplýsinga um „það sem ekki er hægt að gera sér í i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.