Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 11 Kveðja til Jóhannesar Snorrasonar f lugstjóra Ég þykist vita, að allir þeir, sem flogið hafa með Jóhannesi Snorra- syni á liðnum árum, hafi samfagn- að honum innilega, er hann 7. nóvember sl. lenti á Keflavíkur- flugvelli í síðustu för sinni sem flugstjóri á vegum Flugleiða. Þar voru einnig margir til að fagna honum og þakka honum farsælt 37 ára starf sem íslenzkur flugmað- ur. Segja má, að veðurguðirnir hafi ekki síður fagnað Jóhannesi, því að á var logn og blíða, þótt komið væri fram í nóvember. Ég vil minnast hér einnar ferð- ar með Jóhannesi Snorrasyni frá Kaupmannahöfn hingað heim fyr- ir nokkrum árum. Brottför hafði seinkað, m.a. sökum þess að beðið var eftir, að veður lægði á leiðinni yfir hafið. Þegar lagt var af stað síðla kvölds, var af öryggisástæð- um lent í Stafangri til að taka þar eldsneyti, ef svo kynni að fara, að snúa yrði við á leiðinni til íslands og lenda t.a.m. í Skotlandi. Jóhannes lét farþega fylgjast með öllu þessu, talaði oft við þá í hátalara vélarinnar og var þá að vanda svo léttur í bragði, að engan kvíða setti að mönnum. Jú, það var æðihvasst heima, en veðrið var að ganga niður og því allar horfur á, að við gætum lent þar innan stundar. var í rauninni mikið, og dáðumst að snilldarlendingu flugstjórans. í ferð þessari rifjaðist ósjálfrátt upp fyrir mér eftirfarandi frásögn Snorra Sigfússonar, föður Jóhann- esar, í 1. bindi sjálfsævisögu hans, er út kom fyrir 12 árum: „Lengst af hjúskaparárum for- eldra minna stundaði faðir minn sjóinn jafnframt búskapnum. Hann var þá jafnan formaður á fiskibátum og mun um skeið hafa átt hlut í bát. Var hann talinn afburða sjómaður, og svo veður- glöggur, að mjög var á orði haft. Og stjórn hans á sjó þótti frábær. Er í minnum haft, er hann stýrði báti heilu og höldnu í land í stórhríðarbyl og foráttubrimi við Brekkunaust, svokölluðum „Þriðjudagsbyl", um 1880. Var sú brimlending mjög umrædd þá og þótti afreksverk." Jóhannes Snorrason og Snorri bróðir hans, sem einnig er afburða flugmaður, eiga ekki langt að sækja fræknleik sinn, og það var gaman að sjá í Morgunblaðinu 8. nóvember myndina af hinum veð- ureyga flugstjóra, Jóhannesi Snorrasyni, þar sem hann sat í stjórnklefanum, nýlentur á Kefla- víkurflugvelli að kvöldi 7. nóvem- ber. Með þökk og beztu árnaðarósk- um frá gðmlum farþega og vini, Finnboga Guðmundssyni. Hjörtur Jónsson sjötugur í dag Hratt flýgur stund, segir gam- alt máltæki. En hversu óendan- lega getur tíminn verið lengi að líða, er á móti blæs. Og hversu ógreinanlega langur tími er fyrir barn að hugsa nokkra áratugi fram á við. 70 ár er skammur tími fyrir okkur „gamla fólkið“, er við lítum til baka. Tíminn er afstætt hugtak; hann er ein heild eða margar samsettar einingar, lengri eða skemmri, eftir því hvernig við lítum á hann. Hjörtur Jónsson er sjötugur í dag, 12. nóvember 1980. Það er ekki hár aldur í minni vitund og ekki hans. Ungir vorum við, er leiðir okkar lágu fyrst saman, og ungir erum við enn. Hjörtur er Húnvetningur — Vatnsdælingur — í orðsins beztu merkingu, að ætt og uppruna. Þar mótaðist hann sem barn og unglingur og hefur, auk meðfæddra eðliskosta, notið þeirrar mótunar allt sitt líf. Að sjálfsögðu hafa aðrir þættir og atvik á þetta langri ævi einnig byggt upp persónuleikann og þroskað Iífsviðhorfið. Fylgi mað- urinn ekki samtíð sinni á hverjum tíma, liggur ekkert fyrir nema kyrrstaða og afturför. Og svo. — Hverjir móta samtíðina? Kynni okkar Hjartar eiga sér eiginlega ekkert upphaf, ég fædd- ist inn í þau kynni. Hann, þremur árum eldri en ég, var hluti af þeirri föstu, og mér sem barni, óbreytanlegu veröld, er ég man fyrst. Og hann hefur verið hluti af minni veröld allt frá því. „Stóru strákarnir", Hjörtur og Konráð bróðir minn, voru leikfélagar, og svo fór ég að hlaupa með. Þar eru engar dagsetningar, og þar var tímanum ekki skipt í neinar ein- ingar. Tími æskuáranna var ein heild; dagur kom að kvöldi og svo næsti dagur, án nokkurra merkj- anlegra breytinga fyrir okkur. Okkar bæir í Vatnsdalnum lágu saman og viðfangsefnin voru hin sömu, hvenær sem stund gafst. En vegir skiljast um stund, en liggja saman á ný. Fullorðinsárin færast yfir áður en varir, og þá verður hver að taka ábyrgð á sínum eigin málum og lífi. For- eldrar Hjartar flytjast til Reykja- víkur. Hann fer í Verslunarskóla íslands, en vinnur að símalagn- ingu um landið á sumrin. Að námi loknu hefur hann störf á skrif- stofu Eimaskipafélags Islands og hlýtur þar skjótan frama. En lífið, afmarkað í fallegum kassa, þótt góður stóll fylgdi, átti ekki við Hjört Jónsson. Hann varð að takast á við eitthvað meira. I sveitinni sem drengur byggði hann hús, . hlóð vörður, veitti lækjum í þann farveg, er hann vildi hafa þá, og velti grjóti úr vegi. Nú var athafnasvæðið Reykjavík. Eitthvað varð að að- hafast sjálfur; ekki að sitja við skrifborð og fást við tölur og verkefni, er aðrir báru honum. Hann varð að skapa verkefnin og tölurnar — eigih verkefni, eigin tölur — og leysa verkefnin sam- kvæmt tölunum. Tækifærin voru ekki mörg, en af stað var haldið, góðu embætti og „framtíð" hafn- að. Verzlunin Olympía var stofnuð. Brúðurin, ung og falleg stúlka, numin á brott af Laugaveginum, og heimili stofnað á gamlársdag 1937. Saumastofan Lady, hús byggt, gamlir kofar brotnir niður og fleiri og stærri hús reist. Steinunum velt úr götu eins og í sveitinni forðum. Börnin fæðast — þrír drengir — nú fulltíða menn, sem eiga sínar eigin fjöl- skyldur. Afram snýst hjól tímans. Mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman. Samneyti við annað fólk er lífsþörf hvers manns. Hjörtur hefur óvenjulega hæfni til um- gengni við aðra. Er ekki allra — en margra. Fluggreindur, traustur félagi og vinur, náttúruunnandi, skáld í bundnu máli sem óbundnu, og baráttumaður í félagslegum efnum, enda falin mörg trúnað- arstörf af samborgurum sínum. Og hverjir móta samtíðina? Þeirri spurningu verður aldrei svarað svo tæmandi sé. En Hjörtur Jónsson skilur eftir sig mörg merk spor í sögu Reykjavíkur, lands og þjóðar. Hann hefur ekki leitað eftir metorðum — hefur rutt sína eigin braut og varðað sinn veg og annarra. Samfélag okkar hefur sótt hann til margra og merkra starfa: Formaður Kaupmanna- samtaka íslands, stjórnarformað- ur Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil, svo fátt eitt sé nefnt. A þessari vegferð hefur sam- band okkar Hjartar aldrei rofnað. Hann tók á móti mér, er ég fyrst kom til Reykjavíkur. Þá var hann maður einhleypur. Þórleif Sigurð- ardóttir, er hann á sínum tíma nam brott frá Laugavegi 30, hefur staðið við hlið hans nú í nær 43 ár. Heimili þeirra hefur lengi verið rómað fyrir rausn og myndarskap. Þar eiga þau bæði jafnan hlut. Á engu heimili hef ég verið jafntíður gestur og til engra hefur mér reynzt jafngott að leita um ráð og stuðning og þeirra. Við bjuggum lengi í sama húsi í Barmahlíðinni, og mynduðust þá enn nánari tengsl milli fjölskyldnanna. Mér og minni konu hafa verið þau tengsl ómetanleg. Og nú á þessum tímamótum í ævi Hjartar, viljum við færa honum og Þórleifu, konu hans, okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu á liðnum árum, og óskum þeim og þeirra fjölskyldu alls góðs í framtíðinni. Ilaukur Eggertsson Þau hjónin taka á móti gestum að heimili sínu að Haukanesi 18, Garðabæ, eftir kl. 5 í dag. Rangt nafn Sveinbjörn Baldvinsson en ekki Jóhann Hjálmarsson átti að vera skrifaður fyrir bókarumsögn sem birtist hér í blaðinu síðastliðinn laugardag undir fyrirsögninni: „Vitnið sem hvarf ekki“. Hlutað- eigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. Þegar lent var og við komum út úr vélinni, fundum við, hve rokið Atvinnulaus- um f jölgar ATVINNULAUSUM fjölgaði um 88 manns i októbermánuði. Skráðir atvinnuleysisdagar i októbermánuði voru 4.879 á móti 3.873 í september og hefur þeim því fjölgað um l.OOfi daga. Jafn- gildir þetta því, að 225 manns hafi verið skráðir atvinnulausir i mánuðinum. Hinn 31. okt. voru skráðir at- vinnulausir á landinu 306 manns, 169 konur og 137 karlar. Um næstu mánaðamót á undan voru skráðir atvinnulausir 218, 136 konur og 82 karlar. Atvinnulaus- um körlum fjölgaði hlutfallslega mun mejra en konum eins og tölurnar bera með sér. Flestir voru á áðurgreindu tímabili skráðir atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu eða 95, þá 70 á Norðurlandi vestra, 63 á Norður- landi eystra og 47 á Suðurlandi. Aðeins eitt kjördæmi hafði engan skráðan atvinnulausan, þ.e. Vest- firðir. MYNDAMÓTHF PRCNTMYNDAOERÐ AÐALSTRCTI • SlMAR: 171S2- 173U « Veröld valkostanna í KAYS pöntunarlistanum er úrvalið ótrúlegt, þar eru um 6000 vöruheiti. Auk þess færðu vöruna milliliða- ^gp^Jaust frá Englandi, 10 - 50% ódýrari og velur hana í rólegheitum heima. BM B. MAGNÚSSON ■ SÆVANGI 19 SIMI 52866 POSTH. 410 HAFNAHFIROI Ég óska eftir að fá sendan Kays pðntunarlista á kr. 4900.— Vinsamlega krossið I réttan reit. I | I póstkröfu Q meðfylgjandi greiðsla Nafn..........'............................... Heimilisfang ................................. Staður.............................. Póstnr. íf'VA. *$ /m 9 KAYSIMtl FPÖNTUNARLISTINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.