Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 25 fclk í fréttum Sungið og safnað + Ameríska óperusöngkonan Beverly Sills hefur dregið sig út úr sviðsljósinu og segist aldrei syngja aftur opinber- lega. Vegna þessa var haldin geysimikil kveðjuhátíð í Lincoln Center í New York. Þar borgaði fólk frá 250 dollurum upp í 1000 dollara til að fá að vera viðstatt þennan svanasöng einnar virtustu óperusöngkonu Bandaríkjanna. I miðaverð- inu var einnig innifalið mat- ur og skemmtiatriði, þar sem margir af frægustu skemmtikröftum Bandaríkj- anna tróðu upp. Allur ágóði rann til New York-óperunn- ar. Lætur nærri að um 1 milljón Bandaríkjadala hafi safnast. Frú Sills sem er 51 árs gömul, mun þó halda áfram að vera framkvæmda- stjóri New York-óperunnar. A myndinni sést frú Beverly Sills í hlutverki „Rosalindu" í „Die Fledermaus" eftir Jo- hann Strauss en þetta hlut- verk var' eimitt hennar fyrsta á 25 ára söngferli hennar með New York- óperunni. Tæplega tveggja metra yfirskegg + Hér sjáum við John Roy frá Braintree á Englandi, en hann hefur verið að safna yfirskeggi í 41 ár! Nýjustu mælingar sýna að það er 1 metri og 80 sentimetrar á lengd. Roy þessi, sem er fyrrum kráareigandi, er hins vegar mjög æstur vegna þess, að annar maður segist hafa lengsta yfirskegg í heimi, en það er „aðeins" 1 metri og 20 sentimetrar! Omissandi í Hollywood + Þessi maður er sagður með öllu ómissandi í samkvæmislífi í kvikmyndaborginni Hollywood. — Þar eru hvers konar hana- stélsveislur og gestamóttökur mjög snar þáttur í daglegu lífi bæjarbúa. — Nú er því ekki svo farið með þennan mann, sem heitir Carl Parson, að hann sé allra manna skemmtilegastur. Það er ekki málið. — Heldur það að hann tekur að sér, gegn hæfilegu gjaldi, að smala saman gestum í hanastélsveislur og tryggja það að þangað komi svo skemmtilegt fólk að segja megi að valinn maður sé í hverju rúmi og það gulltryggt að veislan verði skemmtileg og eftirminni- leg. Til þess að tryggja þetta allt tekur hann gjarnan frægt fólk, t.d. leikara úr þvikmyndaverun- um á leigu til að mæta í gleðskapinn, sem hann hefur tekið að sér að annast um. Þetta ku vera nokkuð ný atvinnugrein, en um það er þó ekki fullyrt. Hjartans þakkir til ykkar allra er minntust mín þann 1. nóvember síöastliöinn. Guö blessi ykkur öll. Margrét Guðmundsdóttir. Lönguhiíð 3. Reykjavík. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vinarhug með heimsóknum gjöfum og skeytum á áttrœðisafmœlinu mínu. Sigurður Hjálmarsson, Langagerði 66. Útsala Terelynebuxur kr. 9.950.-. Terelyneföt kr. 18.500.-. Terelynefrakk- ar kr. 12.500.-. Terelyne frakkar með belti og kuldafóðri kr. 25.000.-. Úlpur, kuldajakkar, peysur o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22. Leiktæki — sjálf- salar — billjardborð Norskt fyrirtæki, sem hefur einkaumboö fyrir margs- konar tæki og búnaö frá ýmsum EVrópulöndum, óskar eftir viöskiptasambandi á íslandi. Við höfum einkaumboð fyrir leiktæki og sjálfsala af mörgum geröum. Einnig billjardborð og búnaö í háum gæðaflokki. Viö óskum að komast í samband viö fyrirtæki eöa áhugasaman, dugandi einstakling, sem myndi taka aö sér einkaumboð fyrir okkur. Góöir tekjumöguleikar. Vinsamlega sendiö fyrirspurnir og upplýsingar á noröurlandamáli eöa ensku til: Escudos Import Kongensgt. 29 4600 Kristiansand, S. Norge. Sími: (042) 23289. istækni hf. Ármúla 22, símar 34060 — 34066. t Höfum fyrirliggj- andi Brown rófilesagir • Þrjár stæröir. • Einfasa220v. • Þriggja fasa 380 v. • Allar sagir meö kælingu. t Sagarblöö í miklu úrvali. BR0WN Járnsagir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.