Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980
21
Kristleifur Þorsteinsson:
Bændur og ferðamálin
Gerum sumarleyfisfólki eftirsóknar-
vert að dveljast í landinu sjálfu
Nú eru bændur, sem sinna vilja
ferðamálum, að sameinast í sam-
tökum um bætta þjónustu við þá,
sem leggja vilja leið sína um
sveitir landsins, jafnframt að
finna út sanngjarnt verð á þjón-
ustu sína og samræma verðlag
fyrir allt landið.
Þetta er mikið verkefni og tekur
langan tíma. Ekki er að vænta
neinna stökkbreytinga enda er
hægfara þróun haldbest og far-
sælust. Verður þessi þróun að
byKRjast á góðri samvinnu á milli
ferðamanna og bænda. Það eru
ýmis teikn á lofti um stóraukin
ferðalög Islendinga um byggðir
landsins. Að þessu viljum við
styðja. Það gerum við með því að
vinna að því að fólkið komi heim
úr ferðum sínum hvílt og endur-
nært og hlakki til næstu ferða.
Skipuleggja þarf gistiaðstöðu og
hafa þar alla hugsanlega þjón-
ustu. Við þurfum að stuðla að því
að fólkið dveljist sem lengst á
hverjum stað, þá hvílist það betur
og sparar auk þess peninga. Öll
vitum við að veðrátta hér á Islandi
getur verið mjög erfið. A móti því
getum við vegið með því að hafa
hlýja og notalega svefnstaði um
allt landið. Á sem flestum gisti-
stöðum þarf að vera einhver
dægrastytting fyrir fólk sem ekki
vill vera úti í illviðrum.
Þótt notast hafi verið við tjöld,
tjaldvagna og hjólhýsi sem gisti-
staði, eru það tæki sem ekki eiga
við hér á landi, það gera vegirnir
og veðráttan. Við þurfum að
byggja stór og góð sæluhús úti um
landið á stöðum sem fólk sækist
eftir að dveljast á. Þessi hús á
skólaæskan að nota á vetrarferð-
um. Á sumrin á að fullnýta
skólabyggingar til gistiaðstöðu og
skemmtanahalds auk samkomu-
húsanna. Við eigum að staðla og
láta þyggja í fjöldaframleiðslu
lítil sumarhús ca. 20 m* fyrir 5
manna fjölskyldur. Slík hús geta
bændur sem lagtækir eru byggt
sjálfir þegar minnst er að gera við
annan búskap. Þeir eiga síðan að
leigja út stæði fyrir þessi hús,
leggja til vatn, rafmagn og fleira
eftir atvikum. Svona hús geta
fjölskyldur átt, félagasamtök og
einstaklingar eða bændurnir sjálf-
ir. Sá sem á slíkt smáhýsi getur
bætt nýtingu á því og auðveldað
reksturinn með því að skiptast á
við þá, sem eiga bústað annars
staðar, eða leigja það út í samráði
við bóndann á staðnum. Við þurf-
um að gera tilraunir með smá-
hýsasamstæður, módel. Annað
hvort með eldunaraðstöðu eða
sameiginlegri matsölu.
Bædndur þurfa að eiga sem
allra mestan þátt í ferðamálum til
sveita. Þeir eru í svo góðri aðstöðu
til þess, og á þeim og löndum
þeirra bitna mistök sem verða á
ferðamenningunni. Mikilvægast
af öllu er að skapa góð tengsl á
milli þeirra og kaupstaðabúa.
Ilúsafelli, 10. nóv. 1980,
Kristleifur Þorsteinsson
Tvö presta-
köll laus til
umsóknar
Atthagafélag Strandamanna vinnur nú að hyggingu sumarhústaðar i
landi sinu rétt við Hólmavík. _
Árshátíð Átthagafé-
lags Strandamanna
BISKUPINN yfir íslandi hefur
nú auglýst tvö prestaköll laus til
umsóknar. en þau eru:
1. Ólafsvíkurprestakall í Snæ-
fellsnes- og Dalaprófastsdæmi,
(Ólafsvíkur-, Ingjaldshóls- og
Brimilvallasóknir).
Að ósk sóknarnefndar Ingjalds-
hólssóknar fylgir sá fyrirvari
þessari auglýsingu, að viðtak-
andi embættisins sæti skipt-
ingu prestakallsins í tvennt, ef
til kæmi. Jafnframt er bent á 4.
gr. laga nr. 35/1970 um rétt
prests í slíku ti'lviki.
Séra Árni Bergur Sigurbjörns-
son, nýskipaður prestur í Ás-
prestakalli í Reykjavík hefur
þjónað þessu prestakalli undan-
farin 8 ár.
2. Bólstaðarhlíðarprestakall í
Húnavatnsprófastsdæmi, (Ból-
staðarhlíðar-, Bergsstaða-,
Auðkúlu-, Svínavatns- og
Holtastaðasóknir).
Þar hefur séra Hjálmar Jónsson
annast prestsþjónustu, en hann
hefur nú verið kjörinn prestur á
Sauðárkróki.
Umsóknarfrestur um bæði þessi
prestaköl) er til 1. des. nk.
VETRARSTAUF Átthagafélags
Strandamanna er nú hafið og
hefur fyrsta spilakvöld vetrarins
þegar verið haldið. Árshátíð fé-
lagsins stendur nú fyrir dyrum.
fyrr en venjuiega og á nýjum
stað. veitingahúsinu Ártúni við
Vagnhofða í Reykjavík. föstudag-
inn 14. nóvember.
Þá mun Átthagafélagið að venju
gefa út ársritið Strandapóstinn og
er hann væntanlegur um næstu
mánaðamót. Æfingar eru hafnar
hjá kór félagsins, sem söng inn á
plötu á síðasta ári, en í vor er
stefnt að því að halda hljómleika.
Fvrir nærri tveimur árum var
félaginu gefið land undir sumar-
hústað við Hólmavík. Er þar nú
risinn fokheldor sumarhústaður.
Gullsmíðaverkstæði og verslun Hjálmars Torfasonar flutti
nýlega frá Laugavegi 28 inn á Laugaveg nr. 71 í nýtt húsna'ði.
Hefur fyrirtækið verið starfrækt í 20 ár þann 3. desember nk.
Aðaláhersla er lögð á smíði handunninna skartgripa úr 'gulli og
silfri og leggja starfsmenn áherslu á handverkið í smíðinni en
ekki fjöldaframleiðslu. Á myndinni eru hinir tveir gullsmiðir
fyrirtækisins. Hjálmar Torfason (t.v.) og Pétur Tryggvi Iljálm-
arsson. x
38. þing Iðnnema-
sambands íslands
ÞRÍTUGASTA og áttunda þing
Iðnnemasamhands íslands var
haldið dagana 31. okt. til 2. nóv. í
Iðnskólanum í Reykjavík. Við
setningu þingsins fluttu ávörp
Snorri Jónsson. forseti ASÍ.'Ingv-
ar Ásmundsson. skólastjóri Iðn-
skólans og Ósvald Johansen. for-
maður iðnnemasamtakanna í Fa>r-
eyjum. Þinginu lauk á sunnudags-
kvöldið með kjöri í trúnaðarstöð-
ur sambandsins fyrir næsta
starfsár.
Formaður var kosinn Guðmund-
ur Árni Sigurðsson og varaformað-
ur Margrét R. Sigurðardóttir. Mcð
þeim í framkvæmdastjórn hlutu
kosningu: Kristján T. Högnason,
Ása L. Björgvinsdóttir, Olafur Ast-
geirsson, Pálmar Halldórsson og
Baldur Guðbjartsson. Ritstjóri
Iðnnemans var kjörinn Heimir
Óskarsson og fræðslustjóri Haf-
steinn Eggertsson.
Þingið sendi frá sér ýmsar álykt-
anir um iðnfræðslu, kjaramál og
félagsmál iðnnema. I iðnfræðslu-
ályktun er einkum lögð áherzla á
eftirfarandi: Þingið ítrekar álit
fyrri þinga um að reynslan af
verknámsskólum hafi sannað
menntunarlegt gildi sitt fram yfir
meistarakerfisnámið, en tryggja
þurfi verknámsskólanemum sam-
bærileg kjör og hjá þeim sem í
meistarakerfinu eru. Þingið fjall-
aði um réttindaleysi þeirra nem-
enda er fara í starfsþjálfun án
námssamnings — bæði er varðar
nám þeirra og önnur réttindi, og
krefst þess að úr verði bætt á
grundvelli þeirra tillagna er INSÍ
hefur sett fram. Þingið krefst þess
að tillögur þær að nýrri reglugerð
um iðnfræðslu er liggja fyrir
menntamálaráðuneytinu verði
gefnar út hið fyrsta. Telur þingið
að á grundvelli þeirra breytinga
megi leysa mórg af þeim vanda-
málum er að iðnfræðslunni steðja.
Þingið hvetur fagfélögin til að vera
vel á verði gegn öllum tilhneiging-
um til skerðingar á hlutdeild þeirra
í stjórnun og mótun iönfræðslu í
landinu.
í kjaramálum beindust augu
þingsins einkum að kjaradeilu
þeirri er nú er yfirstaðin. Fordæmd
vorU vinnubrögð VSÍ , í kjara-
samningaviðræðunum. Einnig voru
gagnrýnd vinnubrögð forystu-
manna launþegasamtakanna og
hvatt til breyttra vinnubragða af
þeirra hálfu. Taldi þingið að hin
lága grunnkaupskrafa ð SÍ hafi
vcikt möguleika á hörði. aðgerð
um og árangursríkri kj;o iharáttu.
Þingið telur að iðnnenta verði að
þjappa sér betur saniar að haki
kjarantálakröfum sínum g aö ekki
náist frant að ganga króf.o eins og
verkfalls og samningsr; 'tur fyrir
iðnnenta, nenta nteð t'lugri og
víðtækri haráttu þeii : Þingið
leggur áherzlu á að þess , erði gætt
að iðnnemar verði ekki hiunnfarnir
varðandi þau atriði er fr;.:n náðust
í síðustu kjarasamningum.
I félagsntálum var einkum rætt
um nauðsyn á eflingu félagslegrar
virkni innan sambandsins. í því
sambandi var rætt unt að efla
þyrfti Félagsmálaskóla INSÍ og
útgáfustarfsemina. Þingið ræddi
einnig nánari tengsl iðnnemafélag-
anna og sveinafélaganna og var
stjórn sambandsins falið að taka
upp viðræður við sveinafélögin á
grundvelli þriggja grundvallar-
atriða er þingið samþykkti.
Á þinginu voru mjög skiptar
skoðanir um hvort fjallaö skyldi og
ályktað um almenn þjóðmál. Fram
kom málamiðlunartillaga er sam-
þykkt var samhljóða og fól í sér að
ekki skyldu sendar frá þinginu
ályktanir um almenn j ðinál að
þessu sinni.
(Fréttatilky t>ning)
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Sófasett og
borðstofusett
Til sölu mjög vel meö fariö
sófasett, plussáklæöi og borö
og pinnastólar frá Vörumarkaöin-
um. Uppl. í síma 52557 eftir kl. 6.
Er stíflaö? i
Fjarlngi stiflur úr vöskum,
WC-rörum og baökerum. Góö
tæki, vanir menn.
Heimavinna og
innheimta
óskast, simi 53835.
Verðbréf
Fyrirgreiösluskrifstotan, Vestur-
götu 17, sími 16223.
Valur Helgason, s. 77028.
□ Helgafell 598011127 — 6.
'Glitnir 598011127 =1.
I.O.O.F. 7 =16211128' r = 9. II.
I.O.O.F. 9 = 16211128’/2 = 9. I.
Frá Sálarrannsóknarfé-
laginu í Hafnarfirði
Fundur veröur í Góðtemplara-
húsinu, miövikudaginn 12. nóv.
kl. 20.30. Dagskrá: Ræöa. séra
Siguröur Haukur Guöjónsson.
Guömundur Jörundsson flytur
frásagnir og þær Jóhanna Guö-
ríöur Linnet og Ingveldur Ólafs-
dóttir syngja tvísöng.
Stjórnin
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
___ ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Miövikudaginn 12. nóv. kl. 20.30
veröur myndakvöld aö Hótel i
Heklu Rauöarárstíg 19. Tryggvi
Halldórsson sýnir myndir úr at-
hyglisveröum feröum um landiö
Aögangur ókeypis. Veitingar
seldar í hléi á kr. 2.300. Allir
velkomnir meöan húsrúm leyfir.
Feröafélag íslands
A.D. K.F.U.K. Hafnarfiröi
Kvöldvaka veröur í húsi félag-
anna, Hverfisgötu 15, í kvöld kl.
8.30. Dagskrá: Frásagnir og
myndir frá Sviss og Spáni. Halla
Bachmann kristniboöi talar. All-
ar konur velkomnar.
Stjórnin
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld kl. 8.
Frá Sálarrannsóknarfé-
laginu í Hafnarfirði
Fundur veröur í Góötemplara-
húsinu, miövikudaginn 12. nóv.
kl. 20.30. Dagskrá: Ræöa. séra
Siguröur Haukur Guöjónsson
Guömundur Jörundsson flytur
frásagnir og þær Jóhanna Guö-
ríöur Linnet og Ingveldur Ólafs-
dóttir syngja tvísöng.
Stjórnin
I.O.G.T. Verðandi nr. 9
Fundur í kvöld. miövikudag kl.
20.30.
Æ.T.
Frá Knattspyrnudeild
j Aöalfundur Knattspyrnudeildar
I Fram, veröur haldinn í télags-
heimilinu viö Safamýri. fimmtu-
daginn 20. nóvember 1980 kl.
20. Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin
ISLENSKI ALPAKIUBBUIINN
ÍVM.I’ ICELANOIC ALPINE CLUB
Opið hús
aö Grensásvegi 5. miövikudag-
inn 12. nóvember kl 20 30.
Siguröur Sigurösson kynntr nýja
tímaritiö Áfangar, tímarit um
útiveru og feröamál Alltr vel-
komnir.
íslenskt Alpaklubburinn