Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 ■Jt, . jj$ t Æ M m - ** ll iÆ ■■ Emil Magnússon, Grundarfírði: Burtu fór borðið Það nálKast nú óðum, að hálfur fjórði áratugur sé síðan ég hóf sjálfstæðan verzlunarrekstur og allan þennan tíma úti á landi. Og haldi einhver, að sá tími sé skammt undan, að ég leggi upp laupana og flytji á flatneskjuna í þéttbýlinu, þá er rétt að taka það fram strax, að allt slíkt tal er mikill misskilningur. Ætti ég þess kost að lifa lífinu á ný, horfandi til þeirrar reynslu, sem ég hef áunnið mér í dag, mundi ég hiklaust velja mér sama veginn aftur og ber þar ýmislegt til. Það gefur auga leið, að maður sem jafnlengi hefur verið í sama starfi man tvenna tímana og vissulega hafa hér miklar breyt- ingar á orðið og flestar til bóta. — Þegar matvöruverzlanir almennt væddust kælibúnaði og bjuggu sig undir það að mæta af myndarskap breyttum lifnaðarháttum í land- inu, breyttum matarvenjum og auknum kröfum í þeim efnum, varð vissulega mikil breyting, en sú hin stærsta varð, þegar borðið fór burt. Við það sköpuðust miklu nánari kynni við „kúnnann", sem aftur leiddi af sér miklu meiri möguleika til þess, að „kúnninn" kæmi á framfæri við kaupmann- inn hinum ýmsu óskum sínum. Eg get varla ímyndað mér, að ég sé einn um það, að hafa hlotið ýmsar mikilvægar ábendingar frá við- skiptavini, sem orðið hefur báðum til gagns og ánægju, að uppfylltar hafa verið. Vík ég enn að mynd Gunnlaugs Schevings. Fólkið fyrir utan borðið ber það með sér, að það er feimið og hlédrægt og heldur, að það sé eitthvað óæðri verur en þeir, sem innan við borðið eru. Til voru þeir, sem báru svo óttablandna virðingu fyrir þessum hvítflibbum innan við borðið, að þeir þorðu vart að yrða á þá og tvístigu framan við og núðu vettlingana á milli handa sér. — Þetta er liðin tíð og mátti missa sig. Nú eru allir jafnir, allir talast við eins og jafningjar, enginn feiminn eða hræddur. Trúnaður beggja er gagnkvæmur, og báðir bera fullt traust til hvors annars. Það er hér, sem veiga- mestu breytingarnar hafa orðið á samskiptum kaupmannsins við hinn almenna neytanda. Ég hef hér að framan dregið upp nokkra drætti í samskiptum viðskiptamanna og verzlunarinn- ar. Eigi þessi samskipti að vera báðum aðilum til gagns og ánægju, gildir auðvitað sú gullna regla að báðir leggi þar nokkuð af mörkum. Aðall góðrar verzlunar umfram vöruval og vistleg húsa- kynni, er ekki sízt framkoma og viðmót þess fólks, sem í verzlun- inni vinnur. Hér er og þáttur viðskiptamannsins verulegur. Háttvísi hans og heiðarleiki er verulegur og snar þáttur í því, og raunar forsenda fyrir gagnkvæm- um skilningi. En smásöluverzlunin á líka veruleg viðskipti við aðra en þá eiginlegu viðskiptamenn hennar. Hér á ég við heildverzlanir og framleiðendur hinna ýmsu vara. Verulegur tími kaupmannsins fer í viðskipti við þessa aðila og miklu máli skiptir hvernig þau eru rækt. Er bezt að hafa lokaorð þessarar greinar um kynni mín af þessum aðilum. Nær undantekningarlaust eru viðskiptin við þá þess eðlis, að á betra-verður vart kosið. Ég hef séð að undanförnu all- margar greinar eftir kollega mína birtast í blöðum. Megineinkenni þeirra er ergelsi og urgur útí samfélagið fyrir það, hversu illa er búið að þessari atvinnugrein. Vafalítið má finna slíkum kvört- unum verulegan stað, en vol og væl hæfir ekki þeim, sem valið hefur sér lífsstarf á þessum vett- vangi. — Vík ég að því í næstu grein. Jón Isberg: Fjórtán styrkveiting- $r úr Menningarsjóði Islands og Finnlands STJÓRN Menningarsjóðs íslands og Finnlands kom saman til fundar 30. október sl. í Reykjavík til þess að ákveða árlega úthlut- un styrkja úr sjóðnum. Umsókn- arfrestur var til 30. september sl. og bárust alls 80 umsóknir. þar af 09 frá Finnlandi og 17 frá íslandi. Úthlutað var samtals 53.000 finnskum mörkum og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki sem hér segir: 1. Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur, 4.000 mörk til að kynna sér starfsemi listmiðstöðvarinnar á Sveaborg í Finnlandi og finnska myndlist. . 2. Ingunn K. Jakobsdóttir kenn- ari, 4.000 mörk til að kynna sér skóla- og bókasafnsmál í afskekkt- um byggðarlögum í Finnlandi. 3. Jóhanna Þórðardóttir mynd- listarmaður og Þorbjörg Þórðar- dóttir vefari, 6.000 mörk til að kynna sér textíllist i Finnlandi. 4. Sigurður Harðarson arkitekt, 4.000 mörk til að kynna sér skipu- lagsmál og húsfriðunarmál í Finn- landi. 5. Vilborg Harðardóttir blaða- maður, 4.000 mörk til Finnlandsfar- ar til að safna efni í biaðagreinar. 6. Agnete Backlund textílhönn- uður, 4.000 mörk til að kynna sér textíllist á íslandi. 7. Tord Elfving blaðamaður og Borgar Garðarsson leikari, 2.00ÍO mörk til að ljúka við þýðingu á leikriti Kjartans Ragnarssonar „Blessað barnalán". 8. Berndt Lindholm gullsmiður, 4.000 mörk til að kynna sér íslenska gúllsmíði. 9. Lisbet Lund-Schwela mynd- listarmaður, 4.000 mörk til að halda sýningu í Norræna húsinu. 10. Oiva Miettinen blaðamaður, 4.000 mörk til íslandsfarar til að hafa viðtöl við íslenska stjórnmála- menn. 11. Anssi Mánttári leikstjóri, 3.000 mörk til að kynna sér leiklist á ístandi. 12. Norræna félagið í Riihimáki, 2.000 mörk til að stofna félag um íslenska tungu í Riihimáki. 13. Lennart Sandgren ljósmynd- ari, 4.000 mörk til að gera mynda- flokk um ísland. 14. Merja Tammi, 4.000 mörk til að kynna sér íslensk brúðuleikrit. Höfuðstóll sjóðsins er 500.000 finnsk mörk sem finnska þjóðþingið veitti í tilefni af því að minnst var 1100 ára afmælis byggðar á íslandi sumarið 1974. — Stjórn sjóðsins skipa Ragnar Meinander, frv. deild- arstjóri í finnska menntamálaráðu- neytinu, formaður, Juha Peura, fil.mag., Kristín Hallgrímsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi og Kristín Þór- arinsdóttir Mántylá, en varamaður af finnskri hálfu og ritari sjóðsins er Matti Gustafson, fulltrúi, og varamaður af íslenskri hálfu Þór- unn Bragadóttir, stjórnarráðs- fulltrúi. Fréttatilkynning Þrautgóðir á raunastund Tólfta bindi komið út ÚR ER komið 12. bindi bókaflokks- ins Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson. Utgefandi er Hraundrangi, Örn og Örlygur hf. Þetta bindi hefur að geyma sögu bjargana og sjóslysa á árunum 1903—1906 að báðum árum með- töldum, en á þessum árum urðu margir stóratburðir á þessu sviði, sem greint er frá í bókinni. Má þar nefna sem dæmi frásögn um mannskaðaveðrið mikla í apríl árið 1906, er kúttel Ingvar fórst við Viðey með allri áhöfn. Velflestir Reykvíkingar sem komnir voru til vits og ára fylgdust með þeim harmleik, án þess að unnt væri að gera nokkuð mönnunum til bjargar. I þessu sama óveðri fórúst tvö þilskip með allri áhöfn við Mýrar, voru það Sophie Wheatly og Emilie. Fórust alls 68 sjómenn í mann- skaðaveðri þessu. Þá er í bókinni frásögn af ein- hverjum mestu hrakningum skip- brotsmanna er um getur hér á landi. Urðu þeir árið 1903 en þá strandaði þýski togarinn Friedrich Albert á Skeiðarársandi. Öll áhöfn skipsins komst heilu og höldnu í Um Hitaveitu Blönduóss Á stofnfundi hitaveitna nú fyrir nokkru flutti Gunnar Haraldsson, hagfræðingur, erindi um rekstur hitaveitna. Hann birti þar töflu yfir hitakostnað hjá ýmsum hita- veitum. Þar kom fram, að tvær hitaveitur selja vatnið svo dýrt, að hitakostnaður á viðkomandi stöðum er um 89% af kostnaði við að hita upp með olíu. Hitaveita Blönduóss er önnur þessara hita- veita. í eríndi sínu segir hagfræð- ingurinn: „Mig langar í þessu sambandi að segja frá örlítilli reynslu minni. Fyrir u.þ.b. 5 árum fékk ég til umfjöllunar frumáætlun um hita- veitu í litlu þorpi. Eftir að hafa kynnt mér hana ítarlega komst ég að því að rekstrargrundvöllur fyrirtækisins var mjög vafasamur og þá helst vegna þess að ég taldi tekjur þess of áætlaðar. Þetta álit mitt sagði ég fulltrúum sveitarfé- lagsins á fundi. Ég hafði tæpast lokið við setninguna er oddviti hreppsins stóð upp með þjósti og sagðist skilja orð mín svo að ég va:ri á móti uppbyggingu í hinum dreifðu byggðum landsins. Eftir þessi orð var ljóst að ekki var þörf á að ræða rekstrargrundvöll fyrir- tækisins enda búið að ákveða hver hann ætti að vera, burt séð frá hver raunveruleikinn var. Nú er það fjarri því að ástæða sé til að gera mikið úr þessum viðvörunum en ég vil einungis benda á að ekkert fyrirtæki verður lengi rekið á óskhyggjunni einni enda nú svo komið að viðkomandi hitaveita sem stofnsett var þrátt fyrir vafasaman reks.trargrund- völl á í mjög alvarlegum rekstr- arvanda." Þar sem ég var oddviti Blöndu- ósshrepps á þessum tíma tel ég mér bæði skylt og rétt að taka fram, að þessi hagfræðingur hefur aldrei nálægt hitaveitu Blönduóss komið. Auk þess vil ég gera nokkrar athugasemdir við út- reikninga hans. í töflu sinni notar hagfræðingurinn ranga eininga- tölu fyrir Blönduós. Mínútulítri hér á Blönduósi kostar nú kr. 8.300,- og hemlagjald er nú kr. 7.200.-. Hagfræðingurinn telur að það þurfi 5,2 mínútulítra til upp- hitunar um 400 m:l húsnæðis og notar sem einingaverð kr. 15.500.- hver lítri sem er rangt. Hemla- gjaldið er aðeins greitt einu sinni en það bætist ekki við hvern lítra. Einingaverð hér á Blönduósi er kr 9.685.- ef notaðar eru 5,2 mín.l. á hús. Heildarkostnaður við húshit- un hér miðað við sömu forsendur sem hagfræðingurinn gefur sér er því ekki 89% af hitakostnaði við olíuhitun heldur aðeins 55%. Hinsvegar er kostnaður ekki svona mikill. Reynslan sýnir okkur að meðal hús sér notar um 4,4 mín.l. sem er um 48% kostnað- ur við olíuhitun. Hitaveita Blönduóss var hönnuð af Fjarhitun hf. Svo gerði það fyrirtæki rekstraráætlanir. Allar áætlanir stóðust fyllilega, líka hvað snerti reksturinn, nema það að vatnið sem kom upp var í fyrstu milli 50—60 sek.I. en hrap- aði niður fyrir 30 sek.l. svo leggja þarf í nýja fjárfestingu þar á meðal borun, sem er mjög dýr en gaf mjög lítinn árangur. Hitaveitan var byggð á met tíma. Framkvæmdir hófust í júní- lok 1977 og allar leiðslur voru komnar í jörð og vatni hleypt á fyrsta húsið í októberlok sama ár, eða m.ö.o. það tók aðeins 4 mánuði að koma hitaveitunni í gagnið. Þá var aðeins eftir að leggja í innan við 10 hús sem gátu tengst hita- veitunni en lágu afsíðis. I þau var lagt árið eftir, 1978. Þetta eru staðreyndir um hita- veitu Blönduóss. Hún á í greiðslu- erfiðleikum sem m.a. stafar af því, að lán orkusjóðs, sem eiga að lyfta svona fyrirtækjum upp, eru með óhagstæðustu lánum sem hægt er að fá, m.a verður að greiða þau upp á 5 árum. Ég taldi mér skylt að hreinsa mig og þáverandi hreppsnefnd Blönduósshrepps af áburði hag- fræðingsins sem ég þekki ekkert og lít svo á, að hann hafi verið að vega þarna að mér og okkur í ógáti og ég tel að skekkjan í útreikningi hans hafi verið svona venjulegur „pennafeill“. En bókstafurinn blíf- ur og' sé þessu ekki mótmælt gætu barnabörn okkar og þeir sem þá lifa verið að velta því fyrir sér hve öfum þeirra voru mislagðar hend- ur að vera að skipta sér af lagningu hitaveitu undir svona vafasömum kringumstæðum. Jón ísberg land, en 11 sólarhringar liðu uns einn skipbrotsmanna komst til bæja. Fundust flestir skipbrots- mannanna á lífi á sandinum en allir meira og minna kalnir, og var það fyrst og fremst einstök frammi- staða læknanna Bjarna Jenssonar og Þorgríms Þórðarsonar sem bjargaði lífi þeirra. Hrakningar skipbrotsmannanna af Friedrich Albert urðu til þess að fyrstu skipbrotsmannaskýlin voru reist á söndunum. Fjölmargar myndir eru í bókinni tengdar efni hennar. Bókin Þrautgóðir á raunastund er filmusett, umbrotin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin í Arnarfelli hf. Káputeikn- ing er eftir Pétur Halldórsson. (llr fróttatilkynninxu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.