Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980
Harðar umræður á þingi:
Enginn rádherra gat
svarað fyrir Tómas
Getur enginn ykkar svarað
— já eða nei,
spurði Halldór Blöndal
IIARÐAR umræður urðu í
Samcinuöu þin>íi í kut um
KjaldmiðilsbreytinKU, eða
ollu heldur vontun sam-
ræmdra aðjjerða. samhliða
KjaldmiðilshreytinKU. Ólafur
Jóhannesson, utanríkisráð-
herra. hað forseta fresta um-
ræðunni, en nokkuð var liðið
á hana. unz viðskiptaráð-
herra kæmi heim frá útlónd-
um. ok var orðið við þeirri
heiðni. llmræðan verður laus-
leKa rakin hér á eftir.
Heini tilmadum
til óuðmundar J.
SÍKhvatur Björiívinsson (A)
sat;ðist hafa beðið um frestun
þessara umræðna fyrir nokkrum
döKum, vejína fjarveru Guðmund-
ar J. Guðmundssonar, formanns
VSMI, en það væru tilmæli sín að
Guðmundur kunnnerði þinjíinu
skoðun sina á ummælum Tómasar
Arnasonar, viðskiptaráðherra.
Sij'hvatur sa>{ði viðskiptaráðherra
hafa haldið því fram í þingræðu,
ot; síðan staðfest þau ummæli í
fjölmiðlum, að verðbólt;a í kjölfar
nýtjerðra kjarasamnint;a yrði
a.m.k. 70% í lok samninj;sársins,
án bremsuaðgerða, sem m.a.
snertu sjálfvirkni víxlhækkana,
þ.e. vísitölukerfið, sem mældi
launafólki verðbætur. Eg skora á
Guðmund J. að tjá sig hér og nú
um þessi ummæli.
AlþinKÍ á rétt til
vitneskju um væntan-
lejíar ráðstafanir
Geir IlallKrímsson (S) sat;ði
m.a., að Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson hefði spurzt fyrir um,
hvort ekki væri rétt að fresta
fyrirhugaðri týaldmiðilsbreyt-
ingu, enda hefði hún ekki gagn-
semi í för með sér, raunar skaða,
án samræmdra efnahagsaðgerða,
sem ríkisstjórnin gæti ekki komið
sér saman um. Ráðherrum hefur
orðið svarafátt, enda engin stjórn-
arstefna til í efnahagsmálum.
Hún var mynduð án slíkrar
stefnumótunar. Efnahagsmála-
nefndir og ráðherranefndir hefja
störf, hætta störfum og hefja störf
aftur, en sama aðgerðarleysið
ræður ríkjum. Það eina, sem eftir
stjórnina liggur, er að hækka verð
Bandaríkjadals um 40—50%; það
eru hennareinu efnahagsaðgerðir.
Slíkt stefnu- og úrræðaleysi er
með eindæmum og er þó höfð í
huga vinstri stjórnin 1978—79,
sem sveik fyrrrheitið „samningana
í gildi" með því að klippa 8
vísitölustig úr vísitölunni. Þetta
var reynt öðru sinni með Ólafslög-
um í apríl 1979, þegar klipið var af
verðbótum launa. Hvorutveggja
tilraunirnar vóru þó ekki burðugri
en það, að verðbólgan hefur aldrei
haft meiri grósku en á síðasta ári
og núverandi ríkisstjórn hefur
innsiglað áframhald þessarar
stórhættulegu verðbólguþróunar.
Eg spyr því viðskiptaráðherra,
hver er stefna ríkisstjórnarinnar í
þessum málum? Fær Alþingi að
vita, hvað stjórnin hefur í hyggju,
áður en „holfskeflan", sem ráð-
herra kallar svo, ríður yfir 1.
desember nk? Myntbreytingin
nær ekki tilgangi sínum og trausti
almennings nema f.vrir liggi, hvað
eigi að gera annað og samhliða í
efnahagsmálum og hvenær.
Ilvar ok hvenær
verður Kripið inn
í siálfvirknina?
Ólafur G. Kinarsson (S) minnti
á þau orð verðlagsmálaráðherra,
Tómasar Arnasonar, að mynt-
breyting ein sér, án samvirkandi
efnahagsaðgerða, væri ekki líkleg
til árangurs, enda augljóst mál
hverjum sem um hugsar. En
ekkert er gert. Engin svör veitt
um fyrirhugaðar aðgerðir. For-
sætisráðherra sagði og á beinni
línu nýlega, að komazt þyrfti út úr
sjálfvirkni kerfisins, ef árangur
ætti að nást í efnahagsmálum. En
hvar, hvern veg og hvena*r ætlar
ríkisstjórnin að grí[)a inn í sjálf-
virknina? Þar um fást engin svör,
enda líklegt, að ekkert samkomu-
lag sé í stjórnarráðinu um þetta
meginfyrirheit stjórnarsáttmál-
ans. Verðbólgan æðir áfram hrað-
ar en nokkru sinni. Atvinnuveg-
irnir eru að komast í þrot.
Atvinnuleysi gæti barið að dyrum.
Og myntbreytingin rennur líkleg-
ast, eins og annað, út í sandinn.
Niðurskurður
núlla
Ilalldór Blöndal (S) sagði
niðurskurð núlla geta orðið við-
varandi verkefni, ef fram héldi
sem horfði í gengisaðlögun, eins
og það héti nú, og verðbólguskriði
stjórnvalda. Halldór spurði, hvort
enginn ráðherra gæti svarað því,
hér og nú, með jái eða neii, hvort
ríkisstjórn'n myndi kynna þing-
heimi efnahagsráðstafanir í
tengslum við gjaldmiðilsbreyt-
ingu, áður en þingið vrði sent
heim í jólafrí. Er enginn sem
getur svarað þessu? (Hér kallaði
Guðmundur J. Guðmundsson
(Abl) fram í: Kanhski.)
Halldór lagði þá fram skriflega
og formlega f.vrirspurn hér um til
forsætisráðherra, til þess, eins og
orðaði það, að knýja fram svör við
sjálfsögðum fyrirspurnum þing-
manna.
Beiðni um
írestun umræðu
Ólafur Jóhannesson. utanríki.s-
ráðherra. kvaðst fara með mál
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 107. og 111. tölublaði
Lögbirtingablaösins 1979, og 5. tölublaði 1980, á
Álfhólsvegi 41 — hluta — þinglýstri eign Sæ-
mundar Eiríkssonar, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 13:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogí.
1 — Nauðungaruppboð sem auglýst var í 59., 65. og 68. tölublaöi Lögbirtingablaösins_1980, á Hlíöarvegi 35, þing- lýstri eign Þorláks Þórarinssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 11:30. Bæjarfógetinn í Kópavogí.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979, á Engihjalla 5 — hluta —, talinni eign Magnúsar P. Sigurðssonar, fer íram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 14:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Kársnesbraut 127, — hluta —, þinglýstri eign Eiríks Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 15:45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 59., 65. og 68. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Borgarholtsbraut 24, þinglýstri eign Svövu Sigurðardóttur, fer fram a eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 10:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboð sem auglýst var í 98., 180. og 103. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1978, á Bjarnhólastíg 19, þinglýstri eign Sigurðar G. Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 16:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Kópavogsbraut 73, þinglýstri eign Gústafs Kristjánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1980 kl. 10:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi.
viðskiptaráðuneytis í fjarveru
Tómasar Árnasonar erlendis.
Tómas væri hinsvegar væntan-
legur heim á sunnudag og myndi
því geta staðið fyrir svörum í
Sameinuðu þingi nk. þriðjudag.
Það væru því tilmæli sín, að
þessari umræðu yrði enn frestað
— eða þangað til Tómas væri heim
kominn, enda væri bezt að fá svör
frá fyrstu hendi. (Hér kallaði
Eyjólfur Konráð frammí: Vita
aðrir ráðherrar ekkert um ráða-
gerðir ríkisstjórnarinnar?)
Jón Helgason. forseti Samein-
aðs þings, varð við þessari beiðni
og frestaði umræðu.
Ráðleysi og dáðleysi
ríkisstjórnar
Geir Hallgrímsson (S)kvaddi
sér nú hljóðs um fundarsköp.
Kvaðst hann ekki véfengja rétt
forseta til að fresta umræðum, ef
aðrir ráðherrar en Tómas Árna-
son gætu ekki svarað framkomn-
um fyrirspurnum, og Guðmundur
J. Guðmundsson hefði vikið sér
undan svari við fyrirspurn Sig-
hvats Björgvinssonar (en Guð-
mundur hafði kvatt sér hljóðs en
látið strika sig aftur út af mæl-
endaskrá). Allt sýnir þetta þó
ráðleysi og dáðleysi ríkisstjórnar-
innar, sagði Geir.
Léttvæg ástæða
Pétur Sigurðsson (S) sagði það
léttvæga ástæðu, sem tínd væri
til, svo fresta mætti umræðu.
Viðskiptaráðherra kynni að koma
heim á sunnudag en hann kynni
líka að fara utan á mánudag, eins
og ferðalögum ráðherra hefði ver-
ið háttað. Pétur sagði ríkisstjórn-
ina, sérstaklega ráðherra Alþýðu-
bandalags, logandi hrædda við
þetta mál. Hræðsla þeirra væri þó
e.t.v. ekki fyrst og fremst bundin
1. desember, eða dagsetningu
þeirri, er þingmenn héldu í jólafrí,
heldur dagsetningu ASI-þingS.
Þögn þeirra myndi vara fram yfir
þá samkomu — um þær aðgerðir,
sem fyrirsjáanlega myndu skerða
almennan kaupmátt launa.
Að óska þess sér-
staklejía að þegja
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði það að æra óstöðugan að
fresta málum í takt við fjarvistir
ráðherra sem væru tíðar. Ástæða
væri hinsvegar til að vekja athygli
á því að þetta væri í fyrsta skipti
sem Guðmundur J. Guðmundsson
óskaði þess sérstaklega að þegja,
þegar um væri að ræða boðaðar
ráðstafanir, sem skertu nýumsam-
in launakjör.
Nú Kenjíur forsætis-
ráðherra í salinn
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
vék að þeim ummælum Olafs
Jóhannessonar, að bezt væri að fá
svör frá fyrstu hendi. Og nú gekk
sá í salinn, forsætisráðherra. sem
slík svör getur veitt. Væntanlega
kann hann skil á ráðagerðum
eigin ríkisstjórnar. Umræðan ætti
þess vegna að geta haldið áfram.
Vill forsætisráðherra svara fyrir-
spurnum, -sem hér hafa l'ram
komið, um væntanlegar efnahags-
ráðstafanir, og því, hvort fullnægt
hafi verið þeim forsendum, sem
te.vggja eiga árangur af gjaldmið-
ilsbreytingunni?
Réttur ráð-
herra svari
Olafur Jóhannesson. utanríkis-
ráðherra, ítrekaði, að rétt væri að
viðskiptaráðherra sæti hér fyrir
svörum.
Sá eini með þorið
OK þrekið
Friðrik Sophusson (S) sagði
sennilega rétta ákvörðun að bíða
komu Tómasar. Hann virtist eini
ráðherrann sem hefði þrek og þor
til að hafa skoðanir á efnahags-
málum og ræða efnahagsstefnu.
Ég vænti þess því, að nk. þriðju-
dag komi skýr og skorinyrt svör
viðkomandi fagráðherra, hvað
verði gert, hvern veg og hvenær,
til að tryggja árangur af verð-
bólguhömlum og gjaldmiðitsbreyt-
ingu.