Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreióslunni er 83033 JH»t0unbtnt>il> Síminn á afgreióslunni er 83033 JR«r0tinblnbíb MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 Ljósm: Lmilía Bj. Björnsdóttir Fagmannleg handtök við sngrtinguna í leikskóla í Hafnarfirði. Blaðamenn boða verk- fall frá 20. nóvember á þremur dagblöðum STJÓRN og trúnaðar- mannaráð Blaðamannafé- lags íslands samþykkti í K*r á fundi sínum að afloknum félagsfundi. að hoða til vinnustoðvunar hjá Daghlaðinu, Morjjun- hlaðinu. Vísi ok Vikunni frá ok með 20. nóvember næstkomandi og er þetta svar við verkbannsboðun sambandsstjórnar Vinnu- veitendasambands Isiands, sem boðaði verkbann á félaga BÍ. sem vinna hjá þessum blöðum. Verk- hannið kemur til fram- kvæmda eins og áður hef- ur komið fram 19. nóvem- ber, hafi ekki samizt fyrir þann tíma. Félagsfundur Blaðamannafé- lags Islands samþykkti í gær •vohljóðandi ályktun: „Félagsfundur í Blaðamannafé- lagi Islands, haldinn 11. nóvember 1980, fordæmir harðlega þau vinnubrögð Vinnuveitendasam- bands íslands að boða verkbann á félagsmenn BÍ. Verkbann þetta er boðað aðeins nokkrum dögum eft- ir að raunverulegar samningavið- ræður blaðamanna og útgefenda eru hafnar. Það vekur furðu BI, að Vinnuveitendasaml>and Islands, sem ekki er viðsen;jandi blaða- manna, boði verkbann á félaga i BI, vegna kjaradeilu, sem er blaðamönnum óviðkomandi með öllu. Félagsfundur BI lýsir fullri ábyrgð á hendur útgefendum vegna þeirra aðgerða, sem blaðamenn neyðast til þess að grípa til. Blaðamannafélag íslands áskil- ur sér rétt til að grípa til allra tiltækra gagnaðgerða." Ofangreind ályktun var sam- þykkt samhljóða, svo og heimild til stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs til boðunar verkfalls. Skilyrði rikisstjórnarinnar: Svör Flugleiða boðsend tij Steingríms í gærkvöldi Minna fyrir síldina en búist var við STJÓRN Fluiíloiða hf. fjallaói á fundi sínurn í Kær um þau skilyrði, sem ríkisstjórnin hefur krafist að uppfyllt verði áður en af stuðninjíi við félagið Keti orðið. Eftir að stjórn Flujíleiða hafði farið yfir öll atriði málsins, var niðurstaða stjórnarfund- arins send Steingrrími Iler- mannssyni samKönjíuráð- herra. Fór Sveinn Sæ- mundsson hlaðafulltrúi FIuKleiða með bréfið heim til Steinjíríms laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Örn Ó. Johnson, stjórnarfor- maöur Flugleiða, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi, að stjórn Flugleiða myndi ekki gefa neitt upp um efnisinnihald bréfsins, það hlyti viðtakandi þess, þ.e. samgöngu- ráðherra, að gera. Steingrímur Hermannsson var ekki heima er blaðafulltrúinn kom með bréfið, en um klukkan 20 í gærkvöldi hafði honum borist það í hendur. Steingrímur sagði þá í samtali við Morgunblaðið, að hann myndi ekki geta sagt neitt um málið Xyrr en í dag, er hann hefði kynnt sér vel innihald þess, og borið það samán við ýmis gögn á skrifstofu sinni í ráðuneytinu. I gærkvöldi sagði Halldór Asgrímsson alþing- ismaður, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar Neðri deildar Alþingis, að nefndin hefði enn ekki fengið svör Flugleiða, en myndi væntanlega fá þau í dag. Yrði þá um þau fjallað á fundi nefndarinnar. JÚIMTER seldi í gær 166,3 tonn af ísaðri síld í Hirtshals í Dan- mörku og fengust alls um 76 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð á kíló var því um 421 króna eða 4,46 krónur danskar og er það mun la*gra heldur en útgerðarmenn höfðu reiknað með og telja sig þurfa til að hag- kvæmt sé að sigla með síldina. A morgun selur Pétur Jónsson í Hirtshals og ísleifur á föstudag. Fyrsu síldarsölunnar í Dan- mörku var beðið með nokkurri eftirvæntingu, en útgerðarmenn töldu hana myndu gefa nokkra hugmynd um framhaldið. Nú hafa hátt í 40 skip, sem verið hafa á loðnuveiðum, tilkynnt LÍÚ, að þau hyggist sigla með síld og munu þau lan^a í Danmörku fram undir miðjan desember. Síldin, sem Júpiter sigldi með þótti stór og falleg. Stykkishólmur: Fella niður barnaskatta Stykkishólmi. 11. nóv. 1980. HREPPSNEFND Stykkishólms- hrepps samþykkti nýverið á fundi sínum, að fella niður svonefnd barnaútsvör, sem nýverið voru lögð hér á börn og unglinga. Hreppsnefndin sagði að álögur þessar hefðu komið mjög seint, enda ekki verið reiknað með þeim í fjárhagsáætlunum. Því hafði ekki verið talið rétt að innheimta þessi útsvör. Deilur á þingi milli utanríkisráðherra og f jármálaráðherra: „lloiium heíiir kannski orðið á mismæli - sagði Ólafur Jóhannesson um ummæli Ragnars Arnalds vegna olíugeyma í Helguvík 66 ÁTÖK urðu í umræðum á Alþingi í gær milli Ólafs Jóhannessonar, utanríkis- ráðherra. og Ragnars Arn- alds, fjármálaráðherra. en fjármálaráðherra stað- hæfði. að það væri ríkis- stjórnar og Alþingis að taka ákvörðun um byggingu olíu- geyma í Ilelguvík og flug- stöðvar á Keflavíkurflug- vclli. Ólafur Jóhannesson sagði ótvírætt að utanríkisráð- herra hefði vald til þess að taka ákvörðun um byggingu olíugeyma í Helguvík og sagði að fjármálaráðherra hefði kannski orðið á mis- mæli. Fjármálaráðherra sagði þá, að þetta væru undarlegar umræður, þegar því væri haldið fram, að sér hefði orðið á mismæli. Þá var kallað fram í: Skrökvar þá utanríkisráðherra? Geir Hallgrímsson sagði í þessum umræðum, að utan- Ólafur Ragnar ríkisráðherra hefði rétt fyrir sér varðandi olíugeymana í Helguvík, hins vegar gengi yfirlýsing Ólafs Jóhannes- sonar þvert á ummæli Gunn- ars Thoroddsens um þessi efni. Þá benti Geir Hall- grímsson á, að Alþýðubanda- lagið hefði fengið það bundið í stjórnarsáttmála að sam- þykki allra stjórnarflokk- anna þyrfti til að taka ákvörðun um byggingu flug- stöðvar. Hvað sem liði vilja meirihluta þings og þjóðar væru yfirráð minnihlutans í Alþýðubandalaginu bókuð á því sviði. Sjá nánar frásögn á miðopnu. — Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.