Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 27 + Útför bróöur okkar, SIGUROAR KLEMENS SIGUROSSONAR, er lést 23. þessa mánaöar, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. desember kl. 15. Systkini hins látna. + Eiginkona mín og móðir okkar LAUFEY JÓNSDÓTTIR Stangarholtí 12 veröur jarösungin frá Háteigskirkju þriöjudaginn 2. desornþer kl. 13.30. Jörgen Þorbergssor., Agnar Jörgensson, Svana Jörgensdóttir, Siguröur Jörgensson, Ása Jörgenedóttir. + Systir mín, MAGNEA GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR trá Vörum í Garöi. Sno.-rabraut 33, sem lóst mánudaginn 24. nóvember, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 3. desember kl. 13.30. Helga Pálsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi SIGURÐUR KRISTJÁNSSON framreiöslumaöur, Miklubraut 13, sem lést 21. nóvember veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Stefanfa Aöalsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför móöur okkar JÓNU GÍSLADÓTTUR, sem lést að Hrafnistu hinn 22. nóvember, fer fram frá Þjóöklrkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 2. desember kl. 2 e.h. Siguröur Jónsson, María G. Jónsdóttir, Elfn Jónsdóttir. + Utför fööur míns og tengdafööur EIRÍKS JÓNSSONAR, trésmíöameistara frá Klifshaga sem andaöist 21. nóv. sl. fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 1. des. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sturla Eiríksaon Soiveig Thorarensen + Sonur minn, stjúpsonur og bróðir okkar STURLA SNORRASON, Goöalandi 2, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. desember kl. 13.30. Þelm, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Flugbjörgunarsveltlna. Sigrún Jóhannesdóttir, Geir Runólfsson, Björg J. Snorradóttir, Kristin Snorradóttir, Arndfs Snorradóttir. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi ERLENDUR BJÖRNSSON, sýslumaöur og baajarfógeti, Sayöisfiröl lést á Landakotsspítala 26. nóvember. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju miövikudaginn 3. desember kl. 10.30. útför veröur gerð frá Seyöisfjaröarkirkju föstudaginn 5. desember kl. 14.00. Katrln Jónsdóttir, Jón Erlendsson, Kristbjörg Erlendsdóttir, Björn Erlendsson, Halldóra Erlendsdótlir, Hákon Erlendsson, og barnabörn. Jóhanna Sigríóur Siguróardóttir Sigríöur Ágústa Ásgrímsdóttir, Ólatur Viöir Björnsson, Ermenga Stefanla Björnsdóttir Minning: Eiríkur Jónsson trésmíðameistari Fæddur 18. febrúar 1896 Dáinn 21. nóvember 1980 Nú er Eiríkur dáinn. Þrátt fyrir háan aldur fannst mér fátt fjar- lægara en dauðinn, hvað hann snerti. Glaðlyndi hans og hlýja var slík að af hans fundi fór maður ævinlega ánægðari en mað- ur kom. Þó fór hann ekki varhluta af áföllum á lífsleiðinni, en það bar hann ekki á torg. Þegar ég var barn, heyrði ég oft talað um Eirík frænda í Reykja- vík. Ég þóttist fljótt finna af þessum umræðum að hann hlyti að vera fágætur maður, maður sem hægt væri að leita til með áhyggjur sínar, maður, sem hægt væri að treysta, einn af föstum punktum tilverunnar. Þegar ég svo kynntist honum, varð ég ekki íyrir vonbrigðum og á okkar kunningsskap og frændsemi hefir aldrei faliið skuggi. En nú er Eiríkur dáinn og það er ekki jafn bjart yfir veröldinni og áður. Eiríkur var fæddur í Hafra- fellstungu í Öxarfirði 18. febr. 1896 sonur hjónanna Rósu Gunn- arsdóttur og Jóns Sigvaldasonar, sem þar bjuggu þá og seinna á Þverá og Klifshaga í sömu sveit og við Klifshaga var Eirikur gjarnan kenndur. Um foreldra hans hefir verið sagt, að þau hafi bæði verið vel gefin og vel metin og enginn maður hafi borið kala til þeirra, enda gáfu þau börnum sínum gott veganesti hvað þetta snerti. Börn þeirra voru átta, fimm eldri en Eiríkur, en tvö yngri. Þau eru nú öll dáin. Öxarfjörðurinn átti mikil ítök í Eiríki og kom hann norður, þegar hann hafði tækifæri til og nú mörg síðustu árin á hverju sumri og var þá alltaf í Klifshaga, þar sem hann átti vinum og frændum að mæta. Eftir að hann var lagður af stað að heiman í þessar ferðir voru áfangastaðir honum ekki að skapi. Helst vildi hann halda áfram sleitulaust uns komið var í Klifshaga, eða „heim“, eins og hann sagði svo oft. Dvaldist hann jafnan nokkrar vikur í senn, oft við veiðiskap. Held ég, að þessar ferðir hafi orðið honum til ómældrar ánægju og hressingar og ekki bara honum, heldur líka þeim, sem hann heimsótti og hitti, því að öllum leið vel i návist hans. Stundum sagði hann eitthvað á þá leið að sér fyndist það nauðsynlegt að fara norður á hverju ári, annars vantaði sig eitthvað, sem ekki yrði bætt. Móður sina missti Eiríkur 1917 og fluttist ári síðar til Reykjavík- ur, þar sem hann átti heima síðan. Hann fór að vinna við húsasmíðar, lauk námi í þeim og frá 1946 var hann verkstjóri á trésmíðaverk- stæði Mjólkursamsölunnar og hjá henni vann hann uns hann lét af störfum vegna aldurs. Eiríkur kvæntist 31. mái 1930 Snjólaugu Jóhannesdóttur frá Laxamýri Sigurjónssonar. Til þeirra var gott að koma og þangað leituðu gjarnan sveitungar þeirra, sem einhverra hluta vegna áttu erindi til Reykjavíkur og ekki allir heimsvanir. Þau brugðust engum. Konu sína missti Eiríkur 1957. Börn þeirra eru fjögur: Jóhann- es Þórir f. 1930, d. 1973. Rósa Jóna, f. 1931, búsett á Jamaica, Sturla, f. 1933, búsettur í Reykjavík, Snjó- laug Guðrún, f. 1935, búsett í Bandaríkjunum. Þau hjón létu sér mjög annt um börn sin og stuðluðu að því eftir mætti, að þau gætu notið þeirrar menntunar, sem þau kusu sér og áttu þvi láni að fagna að sjá þau vaxa upp og verða að dugandi fólki. Siðustu árin átti Eiríkur heima að Fellsmúla 9, þar sem hann átti íbúð, í skjóli Sturlu sonar síns og Solveigar konu hans, sem reyndust honum svo að á betra varð ekki kosið. Eiríkur minn, Ef sú eilífðartrú- in er rétt, að menn hittist að þessu lífi loknu, þá hlakka ég til, ef ekki, þá þakka ég fyrir að hafa átt þess ':nst að kynnast þér. Sigurpáll Vilhjálmsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreina verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal cinnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. + Innilegar þakkir færum viö þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og jaröarför MÖRTHU ODDSDÓTTUR, Efatasundi 100, Siguröur Ben Sigurösson, Guöjón Ben Sigurösson, Ólína Kjartansdóttir. + Þökkum auösýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför LOVÍSU LÚOVÍK SDÓTTUR. Sigríöur Lúövlksdóttir, Dagmar Lúúvíksdóttir, Margrét Lúövíksdóttir. Siguröur Lúövíksson, Bjarni Lúövíksson, Karl Lúövíksson. + Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför GEIRS JÓNS ÁSGEIRSSONAR. Ásta Guömundsdóttir, Anna Geirsdóttir, Helga Geirsdóttir, Sigurbjörg Geirsdóttir, Jón Eirfksson, Guömundur Ásgeir Geirsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúö viö andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdafööur og afa, INGÓLFS ÁGÚSTSSONAR, Skarösbraut 3, Akraneai, Guö blessl ykkur öll, Ólöt Magnúsdóttir, Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, Hreinn Björnsson, Magnús F. Ingólfsson Hlff Björnsdóttir, Kristrún H. Ingólfsdóttir, Danfel R. Elfasson og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum fjær og nær er sýndu samúö og hlýhug viö andlát og útför elginkonu mlnnar, móður, tengdadóttur, ömmu og langömmu JÓHÓNNU STEINÞÓRSDÓTTUR. Kristjén Eyfjörö Guðmundsson, Klara Kristjénsdóttir, Péll Þorkelsson, Guömundur Skúli Kristjénsson, Áslaug Magnúsdóttir, Rakel Kristjénsdóttir, Steinþór D. Kristjénsson, Guöfinna Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Viö þökkum af alhug vinsemd og virölngu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa RAGNARSJÓNSSONAR, Stórholti 26. Sérstakar þakkir skulu færöar læknum og hjúkrunarfólki Borg- arspítalans sem önnuöust hann í veikindum hans, og stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur viö útför hans. Guö blessi ykkur öll. Magnúsfna Bjarnadóttir, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Jóhannes Norófjörð, Pélfna Aöalheiöur Ragnarsdóttir, Oddur Halldórsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.