Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 19 verða ekki í samræmi við núgild- andi vöruverð. Hinni háttvirtu bæj- arstjórn og fjárhagsnefnd hlýtur, eins og okkur, að vera vel kunnugt um það, að síðasta misserið hafa flestallar vörur hækkað í verði, sumar jafnvel um þriðjung. Við undirritaðir lögreglumenn leyfum oss því hér með að fara þess á leit við hina háttvirtu bæjar- stjórn, hvort hún ekki muni sjá sér fært, að hækka dýrtíðaruppbót okkar svo, að hún verði í samræmi við núverandi vöruverðshækkun þá, er orðið hefir hér síðustu mánuðina, og sem rírt hefir svo kaup okkar í heild sinni, að það er nú meira en hlutfallslega lægra en það hefir verið, samanborið við helstu nauð- synjavörur, er við þurfum að afla okkur. Vonum við að hin háttvirta bæjarstjórn sýni oss hina sömu sanngirni, sem við megum játa að hún hefir gert undanfarin ár. Reykjavík, 15. júní 1923. Virðingarfyllst, Krístján Jónsson. Ó.B. Magnússon, Guðmundur Stef- ánsson, Guðbjörn Hansson, bórður Geirsson, Sæmundur Gíslason, Guðplaugur Jónsson, Páll Árna- son, ólafur Jónsson, Margrímur Gfslason, Sig. Gislason, Karl Guð- mundsson, Kjartan Sigurðsson, Jónas Jónsson, Erlingur Pálsson yfirlögrþj. Afgreitt með uppbót eftir barna- fjölda. Að lifa á kaupinu Úr grein í dagblaði í Reykjavík 1. apríl 1923: Húsaleiga 50 kr. á mánuði 600 Kol 8 skp á 12 96 Steinolía 200 pt 110 Skófatnaður 50 kr. pr.m. 250 Klæðnaður 50 250 Hlífðarföt 35 Útgj. v.veikinda 100 Opinber gjöld 100 1531 469 kr. eftir til að fæða 5 manns í eitt ár, segir greinarhöfundur. í marzmánuði kostar ýsupundið 20 aura í Vesturbænum en 25 aura við Klapparstíginn. Þótt ljóst verði af frásögn lög- reglumanna að kjör þeirra eru lítt viðunandi og eigi safnist þeim sjóðir þá var starf þeirra eftirsótt. Má það m.a. marka af því að þá er auglýst er eftir ... lögregluþjónum í marzmánuði 1922 þá eru umsækj- endur 46 að tölu. Af þeim sem ráðnir eru til starfsins hafa 4 gegnt starfi sem settir en tveir hafa starfað við aðrar greinar. Meðal umsækjenda eru kennarar, bifreiðastjórar, trésmiðir, sjómenn og verkamenn, auk bréfbera, síma- manna og bænda. Má þá sjá atvinnukjör þeirra starfsstétta er slíkur fjöldi sækist eftir láglauna- starfi lögreglumanna og löngum vinnudegi þeirra, með kvöðum er fylgdu og banni við því að gegna aukastarfi. Til gamans má geta mælinga á hæð lögreglumanna er skrá um- sækjenda ber með sér. Þar er tilgreind hæð hvers umsækjanda. Sigurður Gíslason er sagður vera 183 cm á stígvélum. Bréfberi einn og verkstjóri er eigi hlýtur hnossið er hinsvegar 181 cm án stígvéla. Þá er Þingvallamaður einn ný- kominn úr foreidrahúsum 193 cm á stígvélum, en verkamaður 39 ára er dvalist hafði 14 ár í Ameríku var 186 cm án stígvéla. Eigi nægði þeim líkamsatgjörfi til ráðningar í lög- reglustarf. Þá má geta þess að Björn Vigfússon kenndur við Gull- berastaði og settur lögregluþjónn er 189 cm. Hann hlýtur fast starf lögreglumanns árið 19 .. Elstur umsækjenda er 42 ára gamall cand. phil. úr Arnarda), ókunnugt um líkamshæð. Yngstur umsækjenda 22 ára Snæfellingur. Það verður ljóst þá er hugað er að • undirskriftum að á fyrra skjalið rita eigi allir lögregluþjónar. Seinna skjaiið er þeir lögreglumenn senda bæjaryfirvöldum er hinsveg- ar undirritað af þeim öllum. Þannig hefir þeim vaxið ásmegin er þeim skildist að bæjaryfirvöld tóku til greina óskir þeirra. Má því segja að upphafsmaður og oddviti þeirra, Guðlaugur Jónsson, hafi fengið nokkru áorkað þá er hann gekkst fyrir að fylkja þeim félögum í kjarabaráttu, þótt hann skipaði eigi til verka á daglegum starfsvett- vangi þeirra. Pétur Pétursson, þulur. Gleðileg jól og farsælt koiu.indi ár Kveðja sem kemur á óvartl Augnabliksmynd getur orðið * að skemmtilegu jólakorti. ATH. MINNSTA PÖNTUN ERU 10 STK. EFTIR SÖMU MYND. Pantið timanlega. verð kr. 300.00 pr. kort. m HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER Umboðsmenn S: 20313 S: 82590 S: 36161 um alll land Krakkar, mömmur og pabbar Ævintýrin vinsælu um Rauðhettu og systkinin Hans og Grétu hafa nú veriö færð í hressan og líflegan sönglagabúning Gylfa Ægissonar. Þetta er plata fyrir börn á öllum aldri og foreldrarnir geta líka haft gaman af að rifja þessi skemmtilegu ævintýri upp meö börnunum. Sögumaður er hinn kunni íþróttafréttamaöur Hermann Gunnarsson sem leikur einnig hlutverk veiöimannsins í ævintýrinu um Rauðhettu. Aðrir sem við sögu koma eru Þórhallur Sigurösson (Laddi), Áróra Halldórsdóttir, Margrét Ragna Jónsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen, María Baldursdóttir og Gylfi Ægisson, sem fer á kostum í hlutverki nornarinnar í Hans og Grétu. Hljómplatan með söngævintýrunum Rauðhettu og Hans og Grétu er skemmtilegur og góður félagi barnanna. SÖNG- ftaÍnorM •ímar 85742, 85055. k • M IM söngleikuruM Rauðhettu&dHans ogGrétu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.