Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 !>að er gaman að vera Sjálfstæðismaður — Þetta starf er afar áhugavekjandi, sagði Inga Jóna. — Vegna þess að það er nýtt og auk þess sjálfstætt — heyrir í raun aðeins undir formann flokksins og miðstjórn — kemur í minn hlut að móta það og vitanlega er alltaf skemmtilegt að byggja upp — vera braut- ryðjandi. í annan stað er ómet- anlegt fyrir þá sem hafa lifandi áhuga á stjórnmálum að gegna starfi af þessu tagi. — Hvert er þitt verksvið? I stuttu máli er það að tengja saman starf málefnanefnda og þingflokks, efla samskipti við flokksmenn úti á landi og koma upp öflugu upplýsingastreymi í flokksstarfinu öllu. Yfir vetr- armánuðina reikna ég með að vinna mest á höfuðborgarsvæð- inu, en á sumrin mun ég verða í erindrekstri og ferðast um land- ið. Um langan tíma var erind- rekstur einn af mikilvægari þáttum í starfsemi Sjálfstæðis- flokksins. Hann varð til þess að efla samkennd og samstöðu flokksmanna um allt land, því að sjónarmiðin voru með þess- um hætti kynnt og samræmd og árangurinn varð öflugra flokks- starf. Þessi þýðingarmikli þátt- ur hefur legið niðri um árabil og brýnt að þlása í hann lífi að nýju. — Hver er að þínum dómi helzta ástæða þess að Sjálfstæð- isfiokknum tókst ekki á siðasta áratug að halda því forystu- hlutverki í islenzkum þjóðmál- um, sem hann hafði haft um aldarfjórðungs skeið áður? Fyrir því eru auðvitað marg- víslegar ástæður. Mikil umskipti urðu, þegar vinstri stjórnin tók við 1971. Hún tók við góðu búi þá um sumarið, en það var orðið að þrotabúi nokkrum árum síð- ar. Að mínu viti er ástæða þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð trausti á ný sú helzt, að hann hefur ekki sannað styrk sinn á sviði efnahagsmála. Byr- inn, sem flokkurinn fékk á árinu 1974 var fyrst og fremst vegna afstöðu hans til utanríkismála. Þegar flokkurinn komst til valda á nýju það ár var hann ekki tilbúinn með úrræði í efnahagsmálum og virðist ekki hafa áttað sig á því, hvernig ástandið var. Þær tillögur og þau úrræði, sem Sjálfstæðis- menn lögðu fram síðar stóðust oft ekki gagnrýni eða dóm reynslunnar. Þá má nefna verulegar breyt- ingar, sem orðið höfðu á for- ystusveitinni á þessum árum og mér finnst margt benda til að sú kynslóð sem þá kom til sögunn- ar hafi mótast mest á uppgangs- árum viðreisnarinnar og ekki þekkt rætur og æðaslátt þjóðfé- lags, sem þeir buðu sig fram til að stjórna ... — Hvað áttu við með því? Stjórnmálamenn, sem nú eru í öndvegi eru auðvitað börn síns tíma. Þeir hafa mótast í skólum — menntastofnunum — fremur en í skóla reynslunnar og þekkja ekki baráttu fyrir tilverunni á sama hátt og foreldrar þeirra Síðastliðið sumar þegar framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjálfstæðisflokknum var Inga Jóna Þórðar- dóttir, viðskiptafræðingur ráðin framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslumála flokksins. Ilér er um nýtt sjálfstætt starf að ræða, sem lýtur fyrst og fremst að stefnumorkun á vegum flokksins í nánum tengslum við þingflokk og málefnanefndir, jafnframt því sem fræðslu- og útbreiðslumál almennt falla undir þetta svið. Inga Jóna er 29 ára og hefur verið í forystusveit ungra Sjálfstæðismanna hin síðari ár. Hún hefur einnig starfað mikið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins í heimabyggð sinni, Akranesi, og skipaði 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjör- dæmi í síðustu kosningum. Morgunblaðið ræddi við Ingu Jónu Þórðardóttur um þetta nýja starf, Sjálfstæðisflokkinn, stöðu hans í íslenzku þjóðfélagi um þessar mundir og ýmis viðfangs- efni, sem flokkkurinn stendur frammi fyrir. Fer viðtal þetta hér á eftir: gerðu. Þetta gildir um alla stjórnmálaflokka. Styrkur okkar fyrri forystumanna fólst einmitt í því, að þeir höfðu sjálfir tekizt á við erfiðleika, sömu erfiðleika og þjóðin öll varð þá að glíma við. Nú lifum við í fjölbreyttara þjóðfélagi — og öðru vísi. Við búum við efnalega velferð, sem skapaðist á viðreisnarárunum en höfum ekki haldið vöku okkar síðan og erum hætt að skilja hvað það kostar að halda uppi þessari velferð. Það er líka hættumerki að tekið er fyrir sjálfsagðan hlut, að þjóðfélagið verði svona áfram og litið á það sem svartsýnisraus, þegar rætt er um að stöðnun geti orðið og afturför. — Þú sagðir áðan, að sú kynslóð, sem hefði komist til áhrifa í Sjálfstæðisflokknum á síðasta áratug. hefði ekki verið í nægilegum tengslum við um- hverfi sitt. Er unga kynslóðin það nokkuð írekar? Ef til vill er hún jafnvel enn síður í tengslum við þjóðfélagið og það sem hættulegra er — hún er óöguð. Straumarnir sem komu fram í E . rópu 1968 bárust hingað og höfðu sín áhrif. Það sem eftir situr er kannski það, að margir hafa villst í leit sinni að verðmætara lífi og rugla saman frelsi og ábyrgðar- og agaleysi. Skortur á tilfinningu fyrir gildi trúnaðar, skyldu og ábyrgðar er orðinn ótrúlega algengur. Fólk virðist lítið gefið fyrir slíkt í dag og það er ef til vill tímanna tákn, að forystu- menn í stjórnmálum skuli ganga á undan í að lítilsvirða þennan þátt, sem er mikilvægur í öllum mannlegum samskiptum, en nauðsynlegur í stjórnmálum. Þegar trúnaðarbrestur verður eða þegar forystusveit flokksins einangrast frá hinum almenna flokksmanni verða mál öll erfið- ari viðfangs og ágreiningsefni áberandi. — Hvernig á flokkurinn að bregðast við? Við getum svarað því með annarri spurningu. Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn? Hann er náttúrlega spegilmynd af því fólki, sem starfar innan hans, en í mínum huga er hann eða á að vera annað og meira. Hann er sameiginlegt afl allra þeirra, sem gera sér í grundvallaratrið- um þá hugmynd um þjóðfélagið, ríkisvaldið og einstaklinginn, sem Sjáifstæðisflokkurinn hefur byggt stefnu sína á. Sjálfstæðisflokkurinn getur þá fyrst tekið á þessum vanda, þegar forystusveit hans gerir sér grein fyrir, að flokkurinn er ákveðið þjóðfélagslegt afl, én ekki stofnun. Menn verða að lita á Sjálfstæðisflokkinn, sem sameiginlega hreyfingu fólksins í landinu, en ekki sem einkavöll fyrir sjálfa sig. — Sú gagnrýni heyrist, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á undanförnum árum yfirgefið frjálslynda stefnu sína og færst lengra til hægri. Ég tel það ekki vera. Flokkur- inn hefur ekki þrengst í stefnu- málum sínum, nema síður sé. Hann hefur á þessum síðasta áratug fremur lagað sig að nýjum kröfum velferðarríkisins, en hætt að spyrja sjálfan sig hvert hlutverk ríkisvaldsins sé og hver hlutur einstaklingsins eigi að vera. Hann hefur í auknum mæli tekið upp þær tóninn í stefnu Sjálfstæðis- flokksins. — Því er líka haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hin siðari ár hirt minna um hags- muni dreifbýlisins, skilningur á högum fólks i dreifbýli hafi minnkað og sjónarmið þéttbýl- is orðið of rik i stefnu og starfi flokksins. Ég er ekki sammála þessu. Hins vegar held ég, að flokkur- inn hafi ekki undirstrikað nægi- lega vel þann þátt í stefnu sinni, sem lýsa má með orðunum: Byggð með byggð, alveg eins og flokkurinn hefur ekki minnt nægilega á kjörorð sitt: stétt með stétt. Við erum svo til hætt að nota þessi kjörorð flokksins, en látum öðrum flokkum hald- ast uppi að nota þau eins og t.d. Framsóknarflokknum, sem nú leggur sig fram um að verða borgaralegur flokkur og eignar sér þau borgaralegu sjónarmið, sem hafa verið aðall Sjálfstæð- isflokksins frá upphafi. — Engu að síður er þessi gagnrýni komin fram og veru- legur ágreiningur innan Sjálf- stæðisflokksins, eins og raunar i samfélagi okkar um byggða- stefnuna. í þessu sambandi má benda á, að valddreifingin, sem er ríkur Rætt við Ingu Jónu Þórðardóttur, framkvæmdastjóra fræðslu- og útbreiðslumála Sjálfstæðisflokksins lausnir, sem ríkisvaldið býður upp á, en hefur ekki sem skyldi leitað þeirra lausna, sem ein- staklingurinn hefur fram að færa. — Þú ert þá ekki þeirrar skoðunar, að dugnaður hinna ungu frjálshyggjumanna hafi orðið til þess að þrengja mynd flokksins í huga almennings? Ef eitthvað er, held ég að umræðurnar um frjálshyggjuna hafi orðið til þess að minna fólk á það, sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, minna á grunn- þáttur í byggðastefnu Sjálf- stæðisflokksins, hefur ekki kom- izt til framkvæmda. Hún miðar að því, að valdið skuli vera hjá fólkinu og samtökum- þess. Ríkisvaldið er staðsett í þéttbýl- inu og hefur ákvörðunar- og úrslitavald í hinum ótrúlegustu málum, sem í raun væri miklu eðlilegra að sveitarfélögin önn- uðust. í hugum fólks í dreifbýli eru ákvarðanir teknar á þéttbýl- issvæðunum og allt þarf að sækja til Reykjavíkur. Bezta leiðin til að vinna bug á þessari togstreitu er að auka sjálfsfor- ræði sveitarfélaga. Spennan er miklu fremur þarna en á milli fólksins sjálfs í þéttbýli og dreifbýli. Ef við hinsvegar lítum á þetta mál frá sjónarmiði fólks í þétt- býli þá kemur fram sú gagnrýni að fjárveitingar til hinna ýmsu byggða séu pólitískar úthlutanir sem lúti ekki eðlilegum arðsem- issjónarmiðum. Það hefur margt verið gert til að egna þessum tveimur þáttum, þétt- býli og dreifbýli saman. Sjálf- stæðisflokkurinn á að mæta þessu með því að leggja aukna áherzlu á valddreifingu og sjálfsforræði, sem helzt í hend- ur við hugmyndir okkar um hlutverk ríkisvaldsins og traust á einstaklinginn. — Þegar prófkjör voru tekin upp að ráði fyrir einum áratug var helzta röksemdin fyrir þeim sú, að þau ættu að tryggja eðlilega endurnýjun á fram- boðslistum Sjálfstæðisflokks- ins. Hafa þau gert það? Ég held ég verði að svara því neitandi. Þau hafa ekki gert það. — Hvers vegna ekki? Fyrst og fremst vegna þess, að framkvæmd prófkjöranna býður upp á forskot þeirra, sem eldri eru og þekktari. Framkvæmdin undirstrikar stöðu þeirra sem fyrir eru, í stað þess að stuðla að endurnýjun. Það hafa að vísu orðið töluverðar mannabreyt- ingar í gegnum prófkjörin. En þeir, sem hafa haslað sér völl í atvinnulífi, félagslífi eða með öðrum hætti í opinberu lífi hafa forskot. — Er reynslan af prófkjör- um slík að þeim eigi að halda áfram? Já, flokkurinn á að halda áfram á þessari braut. Þótt prófkjör hafi verið reglulegur þáttur í starfi okkar í um 10 ár, hafa þau ekki farið svo oft fram, að hægt sé að fella endanlega dóma um þau. Þetta er hug- mynd, sem við komum í fram- kvæmd, en hefur ekki verið mótuð að fullu. Ég er sammála því, að sem stærstur hluti Sjálf- stæðismanna komi við sögu við ákvörðun framboðs. Við höfum þurft að glíma við ýmsa byrjun- arörðugleika og í framhaldi af þeim hafa komið fram margvís- legar hugmyndir um fram- kvæmd prófkjöra eins og t.d. um sameiginlegan prófkjördag allra flokka. Það er óeðlilegt, að aðrir en stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins taki þátt í prófkjöri á hans vegum og ég skil mæta vel þá gagnrýni, sem hefur komið fram að einungis flokksbundnir Sjálfstæðismenn eigi að hafa rétt til þátttöku. Ef ekki er hægt að ná samkomulagi um sameig- inlegan prófkjörsdag er ég því þeirrar skoðunar, að skipa eigi málum á þann hátt. — Um þessar mundir er mikið talað um ágreining í forystu Sjálfstæðisflokksins. Mörgum sýnist þessi ágreining- ur ekki minni meðal yngra fólks i flokknum. Er von til þess, að hægt verði að efla samheldni i Sjálfstæðisflokkn- um í náinni framtíð ef svo er? Ágreiningur innan flokksins er alls ekki almennur heldur bundinn við ákveðinn hóp innan hans. Það er eðlilegt, að skiptar skoðanir séu um menn og mál- efni, en þegar svo er komið, að umræðan snýst aðallega um þetta og annað starf fellur í skuggann, virðist ágreiningur- inn meiri en hann er í raun. Meirihluti flokksmanna heldur að sér höndum og tekur ekki þátt í starfi flokksins um stund- arsakir, vegna þess hve umræð- an um þessi mál er orðin ríkjandi. — Sérðu fram á, að hægt verði að lcysa þessi vandamál?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.