Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. júlí 1965 TÍSVIINN Skemmtiferð Framsókn- arfélaganna í Kvikmynd tekin í ferðinni, sem sýnd verður síðar Nokkrir þáHtakenda í ferSalaginu vlð Reykholt. Hin árlega skemmtiferS Framsóknarfélaganna í Reykjavík var að þessu sinni farin sunnudaginn 27. júlí s.l. Lagt var af stað frá Fé- lagsheimili Framsóknarflokks ins að Tjarnargötu 26 kl. 8.30. Þátttakendur í förinni voru 260, og var ekið í 7 langferðabifreiðum frá B S í. Voru bílarnir skreyttir með oddveifum, sem á var letrað: Framsóknarfélögin í Reykja- vík. Aðalfararstjóri var Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, og stjórnaði hann ferðinni af cniklum myndarbrag. Auk hans voru leið sögumenn í hverjum bíl, en þeir voru: Einar Ágústsson, alþingis- maður, Sæmundur Eggertsson, verkstjóri, Jón Þórðarson, kenn- ari, Jón ívarsson, framkvæmda- stjóri, Sigurður Ólason, lögfræð- ingur og Guðmundur Sigvaldason, jarðfræðingur. Heldur létu veðurguðirnir óblíð lega við Framsóknarmenn í þetta sinn. Kenndu sumir þeim á Veð- urstofunni, en illt er að trúa þvl þar sem þeir voru sjálfir á skemmtiferðalagi sama dag. Þegar lagt var af stað frá Reykjavík var mjög þungbúið loft og hélzt svo alla leiðina, og gekk sums stað ar á með skúraleiðingum. Segja má, að það hafi skyggt verulega á ferðina, þar sem menn nutui ekki til fulls fegurðar þeirra! byggða, sem um var ekið. — Enj allt um það, þótt blessuð sólini FULLKOMIN . ARAHLUTAÞJONUSTA skini ekki, höfðu menn sól í sinni og er það kannski mest um vert í skemmtiferð. Eíns og fyrr er greint, var lagt af stað kl. 8.30. Ekið var um Mosfellsdal að Þingvöllum, og áð þar. Gengið var á Lögberg, og þar fræddi Guðmundur Sig- valdason, jarðfræðingur, ferða- fólkið um jarðsögu íslands í stuttu máli. Síðan var lagt á Kaldadal og komið í Húsafellsskóg um há degisbil. í Húsafellsskógi tóku á móti hópnum þeir Halldór E. Sigurðs- son alþingismaður og Björn Jak- obsson, fyrrum kennari. Halldór bauð ferðalanga velkomna í Borg arfjarðarhérað í snjöllu ávarpi og fór nokkrum orðum um þetta fagra hérað. Þeir félagar slógust svo í förina og var að þeim góð- ur fengur. Lýstu þeir landinu, í sem um var farið, krydduðu þærj lýsingar sínar sögum af stórbnotn; um persónum, sem byggt hafa j Borgarfjörð. j f Húsafellsskógi var snæddur hádegisverður. Að honum lokn- um var ekið að Húsafelli, og þar reyndu menn sig við kvía- hellu Snorra prests á Húsafelli. Urðu menn yfirleitt frá að hverfa en þó kom Valdimar, bílstjóri hjá Guðmundi Jónassyni, henni á kné sér. Þá var ekið að Hraunfossum. Þar var dvalið góða hríð, enda veður þar bezt í ferðinni. og dáð ust allir að fegurð þeirra. Síðan var haldið að Reykholti. Þar á hlaðinu var Þórir Stein- þórsson, skólastjóri, og rakti hann sögu staðarins, Gengið var til Snorralaugar og farið í Sturiunga- reit. — Þaðan var haldið að Hús- mæðraskólanum að Varmalandi og þar gast hópnum kostur á að fá sér kaffi og kökur, sem bragðaðist mjög vel. Frá Varmalandi var ekið að enn einum skólastað, Hvanneyri. Þar tók á móti hópnum Þorsteinn Bjömsson, kennari. Þar sem þá var tekið að rigna, bauð hann fólki að ganga í íþróttahús skól- ns. Þar sagði hann frá Bænda- skólanum, og ræddi lítillega um þær námsgreinar, sem þar eru kenndar. Því næst flutti Þórarinn Þórar insson, alþingismaður, stutt á- varp, og var gerður góður rómur að máli hans. Áður en haldið var úr húsi, sungu allir „Ó fögur er vor fósturjörð", og stjórnaði Björn Jakobsson söngnum, en Björn og Halldór kvöddu ferða- fólkið á Hvaneyri. Þegar lokið var við kvöldverðar nestið, var haldið sem leið lá til Reykjavíkur, en stanzað var stutt lega í Hvalstöðinni, þar sem unnið var að því að skera stóra lang- reyði. Þótti fólki mikið til um stærð skepnunnr. Á heimleiðinni var lagið tekið og sitthvað fleira sér til gamans gert. Þrátt fyrir óhagstætt veður og þreytu eftir langa ökuferð, er óhætt að fulyrða, að ferðafólkið hélt heim ánægt og margs vísari. Þess skal að lokum getið. að Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari tók mynd af förinni. Er þess að vænta. að þátttakendum leiki nokkur forvitni á að sjá, hvernig þeir líta út á hvíta tjaldinu, og eru þeir hvattir til að mæta á ;kemmtanÍT Framsóknarfélaganna í Reykjavík í vetur, en þá verður myndin sýnd. Úr öllum Forystugrein Alþ 'ír* á lau.gardag endar me' þ '. 'í um orðum: ..Síldarapparatið ætlaði tt* skammta sjómönnum og útve-*s mönnum naumlega af hihu h.;a verði, sem nú fæst fyrir lvsi og mjöl. Sjómenn mótmæltU og áfrýjuðu málinu til ríkis- stjórnarinnar. Stjórnin brá skjótt við og rétti hlut flotans á kostnað verksmiðjanna, en tryggði um leið tilgang bráða- birgðalaganna — að saltað yrði upp í samninga, þótt verð á bræðslusfld væri eins hátt og raun ber vitni.“ Mikið óskaplega eiga þeir á Alþýðublaðinu bágt. Vindurinn stendur af svo mörgum áttum hjá þeim, að þeir hafa tapað áttinnl og eina kennileitið, sem þeir hafa núna fast er ágæti bráðabirgðalaga ríkisstjórnflr- lnnar! „Logikk" Allur leiðarinn er um það, að bræðslusfldarverðið hafi verið of lágt og þar hafi ekki veríð bráðabirgðalögum ríkisstjórnarínnar um að kenna. Svo enda þeir leiðarann á því, að segja, að tilgangur bráða birgðalaganna hafi verið *á, að lækka bræðslusfldarverðið, svo saltað yrðl upp í samninga! Og síðasta setningin er bein fullyrðing um það, að bræðslu sfldarverðið hafi verið mjög hátt, svo hátt, að vafasamt væri að nokkuð yrði salhið. Lóðikkin er stóriengleg. , Oddamaðurinn Ekkert blað hefur ráðizt jafn harkalega á oddamann yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegslns og Alþýðublaðið með hinum tllvitnuðu orðum hér að afan. Segir þar, að ,,síldarappa ratið“, sem í þessu tilfelli er Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð ingur, sem nýtur sérstaks trausts og álits rikisstjórnarinn ar, sbr. Reykjavikurbréf Bjarna Benediktssonar sl. sunnudag, hafi ætlað að skammta sjó- mönnum og útvegsmönnum naumlega af hinu háa verði, sem nú fæst fyrir lýsi og mjöí. Með öðrum orðum: Alþýðublað ið segir, að Bjami Bragi Jóns son hafi verið handbendi síldar kaupenda við ákvörðun sfldar verðsins eða eins og Alþýðu blaðið orðar það í þessum leið ara: . .,,almenningur sér að einhvers staðar í þessu yfir- apparati sfldariðnaðarins hef ur bilunin orðið.“ Þungar ákærur Að vísu nefnir blaðið odda mann yfimefndarinnar hvergi á nafn, en tekur fram, að sfldarkaupendur hafi með ráð um dregið að leggja fram plögg sín. Verður þvf ár.ökun in á hendu.r oddamannj yfir- nefndarinnar enn þyngri þar sem af þessari fullyrðingu blaðsins má ráða það, að odda maðurinn hafi bókstaflega verð launað síldarkaupendur fyrir að reyna að tefja verðákvörð unina og ,,skammtað sjómonn um og útvegsmönnum nauin- lega af hinu háa verði, sem nú fæst fyrir Iýsi og mjöl“, eins og AJþýðublaðið segir. Hafa líklega aldrei komið fram jafn svæsnar ásakanir í stjórn arbiaði á hendur embættis- Framhald á l4 siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.