Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 16
Heimingur mann-
kynsins sveltur
Kjeld B. Juul, yfirmaður Evrópudeildar „Herferðar gegn hungri" í heimsókn
TK-Reykjavík, miðvikudag.
FYRIR 3 MILLJARDA KR.
ÁRSFUNDI NORRÆNA SAMVINNUSAMBANDSINS, SEM HALDINN VAR HÉR
Á LANDI í FJÓRÐA SINN, LAUK í GÆR
AK—Reykjavík, miðvikudag. — Forystumenn Norræna sam-
vinnusambandsins, sem hér hafa setið á ársfundi sínum undan-
farna daga, ræddu við fréttamenn í dag og skýrðu þeim frá
fundinum. Þetta er í fjórða sinn sem Norræna samvinnusamband
ið heldur ársfund sinn hér í Reykjavík. SÍS hefur verið mjög
virkur félagi f samtökunum hin síðustu ár og annaðist fundinn.
I gær fóru hinir erlendu gestir, sem voru 70—80 samtals í boði
SÍS í ýmsar ferðir, meðal annars ríðandi frá Laugarvatni til Þing-
valla, í bflum að Gullfossi og Geysi og einnig til veiða út á
flóa. f gærkveldi var svo hópurinn allur í boði SÍS á Þingvöllum.
Norræna samvinnusamband-
ið er sem kunnugt er fyrst og
fremst sameiginleg innkaupa-
stofnun samvinnufélaganna á
Norðurlöndum, en innan þeirra
eru um 10 milljónir félags-
manna. Það var stofnað 1918,
og var einn helzti hvatamaður
að stofnun þess Albin Johan-
son, hinn kunni sænski sam-
vinnuleiðtogi, sem hefur siðan
setið í stjórn samtakanna í 47
ár og er heiðursfélagi þeirra.
Hann sat fundinn hér í Reykja-
vík að þessu sinni.
Formaður samtakanna Carl
Albert Anderson. formaður
Kooperativa Förbundet í Sví-
þjóð, gat ekki sótt fundinn, og
var hann því haldinn undir
stjórn varaformannsins Ebbe
Groes forstjóra í Kaupmanna-
höfn. Fundurinn hvíldi og að
sjálfsögðu mjög á herðum for-
ystumanna íslenzkra samvinnu-
manna að þessu sinni, einkum
þeirra Erlendar Einarssonar
forstjóra og Jakobs Frímanns-
sonar formanns SÍS. Aðrir
stjórnarmenn, sem fundinn
sátu, voru Harry Hjalmarsson
frá Svíþjóð, John Gillberg frá
Svíþjóð, P. Nyboe Andersen
og Peter Söiland frá Noregi og
Paavo A. Viding og Uuno Takki
frá Finnlandi.
Ebbe Groes, varaformaður
Norræna samvinnusambands-
ins skýrði. frá því, að velta sam
takanna hefði á síðasta ári orð-
ið yfir 3 milljarða íslenzkra
króna og vaxið um 24% á ár-
inu 1964.
Fyrsta varan, sem samtökin
keyptu sameiginlega fyrir sam-
vinnufélögin á NorðurlÖndum
og raunar fleiri, var kaffi og
enn er kaffi stærsti vöruflokk
urinn. Á síðasta ári keyptu
samtökin og fluttu til Norður-
landa 665 þús. sekki eða 40
millj. kg. af kaffi, mest frá
Santos í Brasilíu, þar sem sam-
tökin hafa skrifstofu. Þá hafa
samtökin líka skrifstofu í San
Francisco og Valencia á Spáni.
en þau annast mikil sameigin-
ieg innkaup á ávöxtum.
Aðalframkvæmdastjóri Nor-
ræna samvinnusambandsins er
Svíinn Lars Lundin, og í skýrslu
hans á fundinum kom fram,
að tekjuafgangur af starfsemi
samtakanna hefði orðið nær 40
millj. islenzkra króna, en af
því hefði nær 18 millj. ísl. kr.
verið skilað aftur til félaganna
eftir reglum um samvinnuvið-
skipti, en annað fer til rekstrar-
ins.
Ebbe Groes sagði, að jafn-
framt þessum ársfundi héldi
systurfélag Norræna samvinnu-
sambandsins, Nordisk-Andels-
Export aðalfund sinn í Reykja-
vík þessa daga, enda væri sú
stofnun eign sömu aðila og
hefði þann tilgang að stuðla að
útflutningi framleiðsluvara fé-
lagslandanna og greiða fyrir
slíkum viðskiptum milli þeirra.
Þessi stofnun hefði starfað í 10
ár. í sambandi við þennan fund
færu fulltrúar NAE nú til
Akureyrar í heimsókn til klæða
verksmiðja SÍS meðal annars i
þeim tilgangi að athuga mögu
Ieika á sölu islenzks húsgagna
áklæðis til Bandaríkjanna.
Varaformaðurinn sagði. að á
síðasta ári hefði sameiginleg
velta samvinnufélaganna á
Norðurlöndum innan Norræna
samvinnusambandsins verið
um 60 milljarðar ísl. króna, og
þar keyptu um 3,4 milljónir
heimila með um 10 millj.
manns vörur sínar. Hann kvaðst
Framhald á l4. síðu.
Hingað kom i gær danski guð-
fræðingurinn Kjeld B. Juul, yfir-
maður Evrópudeildar hinnar sér-
stöku stofnunar innan Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar S. Þ. „Her-
ferðar gegn hungri“. Sagði hann,
að % hlutar jarðarbúa væru nú
vannærðir eða syltu heilu hungri.
Mannfólkinu fjölgaði miklu hrað-
ar en næmi aukningu matvæla-
framleiðslu og myndi mannkynið
tvöfaldast fram að næstu aldamót-
um. Þar við bættist að mestur
hluti aukningar matvælaframleiðsl
unnar væri á hinum hærra þró-
uðu svæðum heimsins. Starfsemi
herferðar gegn hungri væri ekki
matvælagjafir, heldur hjálp til
fólksins til að hjálpa sér sjálft og
afla sér fæðu af eigin rammleik.
Kjeld B. Juul er hér til við-
ræðna við hina nýstofnuðu nefnd-
á vegum æskulýðsfélaga í land
inu, „Herferðar gegn hungri".
Einnig hefur hann rætt við for-
ystumenn stjórnmálaflokka, ríkis-
stjómina og aðra ráðamenn um
það vandamál, sem hér um ræðir.
Sagði hann, að allir hefðu tekið
máli sínu vel og heitið stuðningi.
Juul sagði, að „Herferð. gegn
hungri“ grundvallaðist á sam-
vinnu alþjóðastofnana, ríkisstjórna
og fólksins í hinum ýmsu þjóð-
löndum, samtökum þess og stofn-
unum. ísland væri eina landið,
þar sem þessi starfsemi hefði ver-
ið hafin fyrir forgöngu og ein-
göngu af ungu fólki og bar hann
lof á ÆSÍ og aðildarfélög þess 1
því sambandi. FAO vænti sér mik-
ils af starfi ungs fólks á þessu
sviði, en fjöldi ungra sjálfboða-
Framhald á 1*. síðu.
tvær myndir hér að ofan og neðan voru teknar af stjorn og framkvæmdast|ora Norræna sam-
vinnusambandsins á aSalfundinum. Á efri myndinni eru taldir frá vinstri: Erlendur Einarsson for-
sijéii SfS. Ebbe Groes forstjóri danska samvinnusambandsins, Lars Lundin aðalframkvæmdastjóri
Norræna samvinnusambandsins, prófessor Paul Nyboe Andersen formaður danska sambandslns. Og á
myndinni fyrir neðan eru frá vlnstri: Harry Hjalmarsson framkvæmdastjóri sænska sambandsins, John
Gitlberg framkvæmdastjórl, dr. Uuno Takki framkvæmdastjóri annars finnska samb. O.T.K. og Paavo
A. Vkitng framkvæmdastjóri hins finnska sambandsins S.O.K.
SAMEIGINIEG VÖRUKAUP
Bent Larsen hefur
náð góðu forskoti
Hsím-Reykjavík, miðvikudag.
Bent Larsen hefur mikla mögu-
leika til að komast áfram í heims-
meistarakeppninni í skák, því eft-
ir fjórar skákir við Ivkov hafði
hann tryggt sér tvo vinninga í
forskot. Larsen vann fyrstu og
þriðju skákina, og missti niður
vinning í þeirri fjórðu, en jafn-
tefli varð einnig í annarri skák
þeirra. Fimmtu skák þeirra var
frestað vegna veikinda Ivkovs,
sem lagði fram læknisvottorð.
Jafnframt tefla þeir Tal og
Framhald . A síðu.
Myndin var tekin i útrelðartúr sem nokkrir af þátttakendum á
aðalfundi N. A. F. fóru frá Laugarvatnshellum tll Þinqvalla.
(Ljósmyndir Þorvaldur Ágústsson)
180. HA. — Fimmtuöagur 8. jWí T965 — 49. arg
HMtuj