Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 7
7
FIMMTUDAGCR 8. jnlí 1985
TÍMINN
Aðalfundur
Aðalfundur Sambands breið-
firzkra kvenna var haldinnn að
Reykhólum 18—21. júní s. 1. í
boði kvenfélagsins „Liljan,“ sem
gaf allan dvalarkostnað fundarins.
í upphafi fundar var forsetafrúar
Dóru Þórhallsdóttur minnzt. Laug-
ardag 19. júní minntist formaður
sambandsáas Þóru Einarsdótt-
ur frá Skógum í Þorskafirði, móð-
ur Matthíasar Jochumssonar, en
Reykhólakirkja er minningar-
kirkja heonar.
Síðan var gengið í kirkju og
hlýtt messu hjá sóknarprestinum
séra Þórami Þór. Því næst voru
tekin fyrir mál fundarins. Jafet
Ingibergsson Hvammi, flwtti er-
indi um uppeklismál.
Önnur mál fundarins voru:
Garðyrkja, orkxfanál, heimilis-
hjálp, skólamál, ráðunautastarf-
semi. Kvenfélagið „Liljan" bauð
fundarkonum í skemmtiferð að
Stað, skoðuð var hin hundrað ára
gamla kirkja, og rakti kvenfélags-
formaður í stórum dráttum, sögu
hennar og þerrra presta, er þar
hefðu þjónað. Lagður var Wóm-
sveigur á leiði Þóru Einarsdóttur.
Kvöldvðkur voru bæði kvöldín,
og komu margar konur í berm-
sókn á fundhm.
Helztu tiHögar fundarins voru
1. Fundur S. B. K. leggnr til,
að samstarf foreldra og kenuara
aukist á svifS uppeidismála, og
samstarf skóla og beimila sé gott,
því án þess naest ekki góður ár-
angur í uppekli og fræðslu.
2. Fundurnm leggur tD, að kom-
ið verfK á ungbarnaeftirfiti á 1.
aldursári, á þaxm hátt, að bekn-
ir sjái nm það í hverju héraði,
og leiíi tíl þess 80540881 Ijóe-
mæðra þar sem því verður við
komið, en sjúkrasamlög greiði
ferðakostnað lækna í þessu sam-
bendi.
3. Fundurinn leggur til, að mæð
ur vkmi ekkí úti meðan böm
þeirra eru ang, en verði móðhin
að vera fjarri bðmunum, séu þau
faBo öruggri umsjá fuRorðrnna,
en ekki óþroskaðra bama.
4. Fundur S. B. K. skorar á
Alþmgi og ríkisstjóm, að bæta
hið fyrsta úr brýnni þörf fyrir
héraðsskóla á miðvesturlandi.
Starfandi héraðsskólar eru svo yf-
irfullir nemendum, að margir ungl
ingar á þessu landssvæði verða
útundan hvað mermtun snertir og
geta af þeim sökum einnig orðið
útundan um lífsstörf og lífsham-
ingju.
5. Fundur S. B. K. skorar á K. í.
að efla heimilisráðunautastarfsemi
í landinu, á þann hátt að sex
ráðunautar yrðu ráðnir í starfið
til að byrja með, og þeirra starfs-
skilyrði yrðu gerð eins og bezt
er hjá nágrannaþjóðum vorum,
bæði hvað laun og skipulag snert-
6. Fundur S. B. K. leggur til,
að hvert heimili á sambandssvæð-
inu reyni eftir fremsta megni, að
auka garðyrkju bæði að fjölbreytni
og stærð og einnig telur fundur-
inn æskilegt að komið yrði upp
skrúðgarði við hvert heimili í
nánustu framtíð og leitað verði
aðstoðar garðyrkjuræktarráðu-
nauta, svo árangur garðyrkjunn-
ar verði öruggari..
Úr sambandinu gengu Snæ-
fellsku kvenfélögin, með það fyrir
augum að mynda Snæfellskt kven-
félagasamband. f S. B. K. eru nú,
kvenfélögin í Dala og Barðastranda
sýslu 10 að tölu.
Stjórnina skipa:
Elinbet Jónsdóttir, Fagradal, for-
maður. Kristín B .Tómasdóttir,
Laugum, ritari, Ingibjörg Árna-
dóttir, Miðhúsum, gjaldkeri.
Varastjóm:
Steinunn Þorgilsdóttir, Breiða-
bólsstað, Steinunn Hjálmarsdóttir,
Reyklýlum, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, Ásgarði.
TILLOGUR OG ALYKTANIR A
PRESTASTEFNU iSLANDS
Liverpool-bítlarnlr frægu
skemmta nú þessa dagana á
Spáni og hefur verlð tekið
þar eins og frægustu nauta
bönum, enda hefur farið svo,
að ekkert hús tekur áhorf-
endaskarann, og því hefur
verið grlpið til þess ráðs að
láta þá skemmta á völlum
nautabananna. Þessi mynd
var tekin um helgina í Madrid
,,Ventas" leikvanginum.
Prestastefna íslands haldin í
Reykjavík 1965 hefur tekið til at-
tougtmar nefndarálit það, sem lagt
hefnr verið fyrir prestastefnuna
og samið var af nefnd þeirri, er
skipuð var samkvæmt ályktun síð
nstu prestastefnu til þess að gera
tíUögttr um fermingarundirbúning
itm og annað, sem ferminguna
varðar.
Prestastefnan vill eins og áður
leggja áherzlu á helgi og þýðingu
femiingarinnar og tengsl hennar
við skírnina, og nauðsyn og mikil
vægi fermingarfræðslunnar fyrir
framtíð kristindómsins í landinu
og alla sanna og heilbrigða þjóð
menningu. Með Þetta í huga sam-
þykkir prestastefnan þær tillög-
ur, sem fram koma í áliti nefndar
innar.
Tillagur Prestastefnu íslands
1965 um fermingarundirbúning
og önnur atriði, ec ferminguna
varða.
Markmið;
Markmið fermingarundirbún-
ingsins er að vekja og glæða trú
artraust hinna ungu og laða þá
til samfélags við Krist og til
fullrar þátttöku í lífi kirkjunnar,
svo að þeir fái tileinkað sér þann
frelsandi boðskap, sem felst í
fagnaðarerindi Krists, og að hann
megi verða leiðtogi lífs þeirra.
I. Leggja skal sérstaka áherzlu
á nokkur grundvallaratriði varð-
andi kunnáttu barna undir ferm-
ingu. Bömin skulu kunna utan-
bókar að minnsta kosti þessi atriði:
1. Signing. 2. Faðir vor. 3. Bless
unarorðin. 4. Boðorðin tíu ásamt
kærleiksboðorðinu mikla og gull
vægu lífsreglunni. 5. Trúarjátn-
ingin. 6. Innsetningarorð skírnar-
og altarissakramentis.
Þá skulu lærðar ekki færri en
35 valdar ritningargreinar og að
minsta kosti tíu til fimmtán sálm
ar úr sálmabók kirkjunnar.
Ganga skal ríkt eftir því, munn-
lega eða skriflega, að börnin læri
vel ofangreind atriði.
Á grundvelli þessa skai fræða
bömin ítarlega um þessi atriði:
I. Biblíuna. 2. Líf og kenningu,
dauða og upprisu Krists. 3. Bæn
ina. 4. Kirkjuna og kirkjuárið.
5. Guðsþjónustuna, sálmabókiná,
Passíusálmana og bænabók. 6.
Meginatriði trúar- og siðalærdóms
hinnar evangelisk-lúthersku
kirkju. 7. Kristniboð heima og
erlendis.
Nánar skal kveðið á um framan
greind atriði og annað, er til
greina kemur, í námsskrá eða
námsbók, er út sé gefin í sam-
ræmi við ofangreindar meginregl
ur.
II. Við fermingarundirbúning
skal, auk Biblíu og sálmabókar,
nota kver, sem hlotið hafa stað-
festingu kirkjustjómarinnar,
enda byggi þau á fræðum Lúthers
hinum minni.
III. Fermingarundirbúningstími
skal hefjast, þar sem því verður
við komið um leið og skólanám
almenrit liefst, og spumingum hag
að! svo, að hvert barh fái að
minnsta kosti 30—40 kennslustund
ir fyrir fermingu. Heimilt er
prestttm að skipta fermingarund-
irbúningnum á tvo vetur.
Fræðari hafi ekki fleiri spurn-
ingarbörn í tima en sem nemur
tölu nemenda í bekkjardeild
skóla.
Fermingar skulu að jafnaði
ekki fara fram fyrr en í apríl-
mánuði.
Haustfermingar fari að jafnaði
fram í október.
Prófastar skulu fylgjast með
fermingarfræðslunni í prófasts-
dæmum sínum, og skila biskupi
árlega skýrslu þar um.
IV. „ Fermingarathöfnin sjálf
fari alls staðar fram eins og helgi
siðabók þjóðkirkjunnar gerir ráð
fyrir.
V. Leitað skal sem nánastrar
samvinnu við skólana um kristin
dómsfræðsluna og fermingarundir
búninginn. Gengið er út frá því,
að skólamir veiti þá fræðslu .
kristnum fræðum, sem giidandi
námsskrá fyrir nemendur á
fræðsluskyldualdri mælir fyrir.
Nokkrar ályktanir Prestastefn-
unnar fara hér á eftir:
í sambandi við umræður þær,
sem farið hafa fram um ferming
una og fermingarundirbúninginn
Framhald á 12. síðu
Engin frávik frá
skipulagsuppdrætti
Síðasta málið, sem Hæstiréttur
fjallaði um, áður en réttarhlé
hófst fyrir sumarleyfið, var dæmt
í Hæstarétti hinn 28. júní s.l.
Málið nefndist Ársæll Sveinsson
gegn Hreggviði Jónssyni og gagn-
sök.
Málavextir voru í stuttu máli
á þá leið, að bæjarstjórn Vest-
mannaeyja úthlutaði Hreggviði
Jónssyni bifreiðaverkstæðiseig-
anda í Vestmannaeyjum, lóð und-
ir viðbótarbyggingu, sem að
nokkru var staðsett á fyrirhuguðu
götustæði skv. skipulagsuppdrætti
fyrir Vestmannaeyjakaupstað, stað
festum af stjórnarráðinu hinn 3.
nóv. 1932.
Þess vegna samþ. byggingarnefnd
og bæjarstjórn Vestm.eyja að
leggja til, að skipulagi kaupstað-
arins yrði breytt, á þá lund, að
fyrirhugaður vegur yrði „lagður
niður“.
Skipulagsstjóra ríkisins var send
ályktunin til umsagnar, og svar-
aði hann bréflega, að hann gæti
fallizt á þessa tillögu. Munu mörg
dæmi þess, að stjórnir kaupstaða
hafi talið þetta fullnægjandi til
breytinga á eldri, staðfestum upp-
drætti.
Ársæll Sveinsson, sem auk um
fangsmikillar útgerðar og fiskverk
unar í Eyjum, rekur timburverzl-
un þar, átti bráðabirgðahús sem
timburgeymslu í þessu áður fyrir
hugaða götustæði.
Hreggviður fékk samþykkta
teikningu hjá bygginganefnd og
bæjarstjórn af viðbótarbygging-
unni og fékk lóðarleigusamning,
sem hann lét þinglýsa. Með þessi
gögn i höndunum krafðist hann
þess, að Ársæil hyrfi á brott með
timburgeymsluhúsið, og þegar því
var ekki sinnt, lét hann menn sína
hefja niðurrif hússins.
Ársæll Sveinsson lagði þá lög
bann gegn niðurrifinu og höfðaði
síðan mál til staðfestingar og
skaðabóta.
Hreggviður Jónsson svaraði með
gagnsök og krafðist, að réttur sinn
til nýbyggingarinnar yrði viður-
kenndur, og að Ársæli Sveinssyni
skyldi gert að fjarlægja timbur-
geymsluhúsið að viðlögðum dag-
sektum. Einnig krafðist hann
skaðabóta.
Dómsniðurstaða bæjarþings Vest
mannaeyja varð á þá leið, að
lögbannið var staðfest, og Ársæli
tildæmdar kr. 10.000.00 í skaða-
bætur vegna viðgerða á húsinu
Framhald á l4 siðu