Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 8. júlí 1965 TIMINN að fiskveiðímenn nokkurs stað ar eigi annan eins hauk í horni og foringja og Jakob Jakobsson fiskifræðing. Sá maður hlytí að verða eftir sótt ur víða um lönd, ef hann væri svo kunnur erlendis, sem hann á skilið, og ef hann væri fal ur, sem ég efast um. Við í Chile getum lært ákaflega mik ið af fiskífræði og skipulagn ingarháttum Jakobs. Hjá okk ur þekkist enn sem komið e* ekki slík skipulagning, fiskveið ar frumstæðar, og ýtt er úr vör án þess að ráðgast við nokkurn annan og með það eitt í huga að verða fyrstur á miðin og helzt einn um hituna. — En hefurðu farið í róður hér? SuSur-amerískar þjóSir eru frægar frá fornu fari fyrir byggingar list sína, og gerSist hiS merkasta á bví sviSi mest í stjónartíS hinna indiánsku Inka. En þótt ríki þeirra og menning liSi undir lok, hefurþaS samt fyl-gt eftirkomendum í þessum löndum aS hafa auga fyrir fegurð af þessu tagi. Þeim er sýnt um aS byggja í samræmi vlð landslag, sem okkur virðlst hreint fyrirmunaS, a. m. k. stjórnvöldum í borgum hér sunnanlands. í Santiago, höfuðborg Chile, stóð mikill hóll óbyggður, borgarbúar voru ekki í rónni fyrr en búið var að skreyta hólinn með þessu byggingaverki. í Santiago eru íbúar nú hálf önnur milljón, en í hafnarborginni Valpariso býr nærri fjórðungur úr milljón. Valparaiso þýðir Paradísardalur og þar hefur Jorge Parker ætfð átt heima og aldrei farið til útlanda fyrr en nú — til íslands. vetrar aaufid •ugi£ tcí 'íBÍIe 'nunorl uiSiftv eíti ’ rx«r Meðal gesta í borginni þessa dagana er ungur vísindamaður kominn um langan veg, Jorge Parker frá Valparaiso í Chile, og Þcgar ég hitti hann snöggv ast að máli í dag, spuði ég fyrst, hvað hefði komið hon u.m til að Ieggja leið sína hing að. — í styztu máli sagt er ég kominn til að sjá með eigin aug um, hvað landar mínír gætu JORGE PARKER (Tímamynd G. B.) lært af fiskveiðiaðferðum ís- lendinga. Eg kem hingað á vegum Sameinuðu þjóðanna, fékk styrk til fararinnar frá FAQ og fyrst flaug ég til að- seturs þeirrar stofmmar í Róm, en þaðan hélt ég til Noregs. Höfuðtilgangur fararinnar var að dveljast í Noregi og á íslandi, því að viðurkennt er víða um heim, að þessi lönd sé lærdómsríkast að heimsækja til að kynnast hinu fremsta í fiskveiðum. — Hvað á þessi ferð að standa lengí? — í hálft ár. Fyrst áformaöi ég að sækja aðeins íslendinga og Norðmenn heim, en verið getur, að ég fari líka til Eng- lands, ekki þó af því að ég haldi, að Englendingar geti neinu bætt víð það sem íslend ingar og Norðmenn fræða mig um fiskveiðar, en hinsvegar grunar mig, að af Bretum geti ég bætt við þekkingu mína í sérgrein minní, sem er raf- eindatækni. — Og hvað á það skylt við fiskveiðar? — Jú, ebki alllítið. Fyrst lærði ég almenna rafeindafræði í háskólanum í Valparaiso, en síðan fór ég að starfa víð fisk rannsóknarstofnun ríkisins og tók þá sérgrein innan minnar sérgreinar, sem er hljóðfræði sjávarins, og það er ekkert smáatriði í fiskleítaraðferðum nútímans, meðferð asdic-tækja og annarra undraáhalda. — Og hvað ertu búinn að sjá og heyra, sem þér finnst í frásögur færandi? — Eins og áður sagði, hélt ég frá Róm til Noregs, var tíu daga í Bergen, fór um borð í hafrannsóknaskípið G. O. Sars og með því norður fyrir fs- land, þar sem við vorum við rannsóknir á svæðinu milli Jas Mayen og íslands. Síðan héld um við til Seyðisfjarðar, þar sem hafrannsókna- og fiskifræð ingar komu saman til skrafs og ráðagerða, en síðan söðlaði ég um og fór yfir á varðskipið Ægi og var þar um borð, sem mér varð lærdómsríkt. — Og hvers vegna helzt? — Eg get ekki hugsað mér, — Já, ég held nú það og varð mikið hrifinn. Enda var það nú ekkert minna skip en Höfrungur III. sem ég fékk að fara með í róður. Og það verð ég að segja, að ég hef ekki séð aðra eins skipstjórnarsnilld á fiskibát en hjá Garðari Páls syni skípstjóra á Höfrungi III. Eg horfði á fjögur köst hjá þeim um borð, og það hefði ég ekki viljað fara á mis við. — Finnst þér ekki heitt hér í dag? spurði ég Chilebúann og þetta var um miðjan daginn, þegar borgarbúar stundu marg ir undan hitanum. Hvemig heldurðu að viðri heima hjá þér í dag? — Þetta er nú ekki til að barma sér undan. Mér finnst þetta svona álíka og vel hlýr vetrardagur heima í Chile. (Seinna viðurkenndi hann, að það væri auðfundið, að hér væri mun heitara í veðri en daginn áður.):;.' — Finnst þér eitthvað líkt með íslandi og Chile? — Við höfum míkla fjalla sýn eins og þið, afarhá fjöll og fomfræg eldfjöll, okkar fegursta eldfjall, okkar Hekla, heitir Osomo, það er öllu lík- ara Fujíama eða Snæfells- jökli tilsýndar en Heklu. Á vetuma snjóar ekki á láglend inu hjá okkur, við fáum bara regn í staðinn fyrir snjó. En Þessi mynd sýnir harla fágæta sjón, tvö eldfjöll gjósa samtímis hvort nálægt öSru, a. m.k. höfum viS ekki enn átt þess kost að sjá Surt og Surtlu gjósa samtímis. Þetta gerðist í Chile í febrúar 1940, að eldfjallið Villarica og nágranni þess tóku til að spýta eldi og brennisteini samtímis. Sumarlð áður urðu mannskæðir jarðskjálftar á mörgum stöðum í landinu, sem er tvöfalt lengra en Noregur, en aðeins 15 mílur á breidd. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.