Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 9
9
FIMMTUDAGUR 8. júlí 1965 TIMINM
......---------- ----------- ■■II i ....... 1 .. ".......... ■
Htð forna eldfjall Osorno er prýSi Andesfjalla og stolt Chile-búa og
iFujiama og jafnvel Snæfellsjökuls
Ólafur Gunnarsson:
Rannsóknir í þá
fræðslumála °r:
í marz birtist goain eftir Ólaf Gunnarsson, sálfræðing,
sem var byrjun á ^greinaflolcki um uppeldis og fræðslu-
mál. Nokkur dráttmr hefur orðið á framhaldinu, en önn-
ur greinin birtist hn;r, og næstu daga verður síðan halcfið
áfram. Þessar greinar eru óbreytt erindi, sem Ólafur
flutti í Laugarnessikólanum í Reykjavík á útmánuðum
1952. Þar eð um smo gamalt efni er að ræða, hefði mátt
ætla, að það væri orðið úrelt. Svo er þó ekki. Þróun ís-
lenzkra fræðslumáiia hefur verið hæg, ef ekki alveg kyrr-
stæð síðustu árin. Af því, sem Ólafur gerir að umtalsefni
er fátv eitt komið tí framkvæmd hér á landi. Og hefst
svipar allmikið til hlns fræga
frá einni hlið séð.
einkennilegt Þykir mörgum aS
sjá það í Chile, að skriðjöklar
hafa rutt sér braut alla leið
út í sjó og er það andstæðu
sterkt að jökull liðast gegnum
gróskumikla barrskóga og klif
urjurtir. Við eigum mikla
strandlengju eins og þið, en
sá er munurinn, að heima er
hún öll á einn veg, sannköll
uð strandlengja, en hér um-
hverfis landíð. Og við eigum
gnægð fiskjar í sjónum, sem
við eigum reyndar eftir að nýta
betur en faingað til hefur verið
gert, og til að hjálpa upp á
sakirnar í þeím efnum er ég
hingað kominn til að læra af
ykkur, eins og ég sagði áðan.
— Stundið þið raikið síldveið
ar í Chile?
— Já, talsvert, en við eigum
ekki kost á samskonar síld og
veiðist hér við ísland. Hún er
miklu smærri hjá okkur síldin,
nefnist ansjósa, hún fæst víst
stundum niðursoðin í dósum
hér í Reykjavík. Fiskiðnaður
hefur færzt mjög í auk-
ana síðustu árin. T. d. voru
fiskimjölsverksmiðjur í Chile
40 fyrir tveim árum, en nú
hafa fimm bætzt við.
— Þú minntist áðan á hin
miklu eldfjöll í Ohile. Eru ekki
jarðskjálftar alltíðir?
— Jú, við getum átt von á
þeim hvenær sem er, þótt
ekki geri þeir allir mikinn
skaða. Síðast fengum við jarð
skjálfta í marzmánuði síðastliðn
um í minni heimaborg,
Valparaiso. Þá hrundu mörg
gömul hús, þar á meðal hús
föður míns, en öll nýrri húsin
eru úr jámbentri steinsteypu
ug byggð til að þola meirifaáti
ar jarðskjálfta. Þá fórust um
fimm hundruð manns. En þag
þótti ekki mikið í samanburði
við jarðskjálftann mikla fyrir
fimm árum. Hann var sá ægi-
legasti, sem ég man eftir, hann
varð sex þúsund manns að
bana. En sem sagt, nýju húsin,
eins og margar aðrar nýjungar
og tækni nútímans hjálpa okk
ur í viðureigninni við höfuð-
skepnurnar. G. B.
þá önnur grein haras:
Ef við líkjum sálfræðinni við
tré, má segja, að almerana sál-
fræðin sé stofninn, eui út úr
honum kvíslast sterkær grein
ar og eru hinar helztni þeirra
almenna barnasálfræðán, sál-
fræði fávita og annars vangef-
ins fólks, sálfræði vaudræða-
barna, sálfræði afbrotamanna,
klinisk sálfræði, skólasálfræð-
in og vinnusálfræðin.
Mér þykir líklegt að ykkur
leiki mest hugur á að' fregna
um störf skólasálfræðæmgs og
skal ég því verja mestmm tíma
til þess að ræða hvert starfs-
svið hans er. Til þess lað gera
þetta mál sem allra ljósnst skal
ég taka nokkur dæmi og: reyna
að hengja utan á þau ýinislegt
af því, sem máli skiptir.
Hugsum okkur, að kieamari,
sem kennir í fyrsta bekk venju
legs barnaskóla veiti því eftir-
tekt, að nokkur börn í bekk
hans skeri sig úr fjöJiianum
og fylgist ekki með násmi á
þann faátt, að honum líki.
Kennarar gera sér yfirleitt
ljóst ef eitthvert barn er van-
gefið en þó munu þess. alltof
mörg dæmi, að þeim sé ekki
ljóst til hlítar hvemig nemend-
ur þeirra em á vegi sltaddir
hvað greind snertir.
Látum okkur segja sem, svo,
að Pétur geti bókstaflegia ekk-
ert lært eins og oft er eSS orði
komizt, Anna sé mun .skárri
en samt slæm. Árni munúsæmi
lega það sem honum er sagt,
en sé mesti skussi við iiestrar-
námið og Ásta geti aldrei Ihaldið
frið í tímum en trufli ailt með
ólátum og bægslagangi. .Kenn-
aranum sé ljóst, að þessik ang-
ar trufli ekki aðeins kennsl-
una svo hin börnin getl ekki
notið hennar sem skyldi, held
ur fari þau sjálf jafn þekking-
arsnauð heim síðdegis eins og
þau koma árdegis. í borg, þar
sem skólafræðingar eru starf-
andi leitar nú kennarinn fyrir
milligöngu skólastjórans til
eins þeirra og biður sáffiiræð-
inginn að rannsaka þessi íbörn.
Skólasálfræðingurinn fær lýs
ingu á börnunum frá kennar
anum og síðan gáfnaperófar
hann þau, oftast bæði með
greindarprófum þeim, sem
kennd eru við Frakkana E'.inet
og Simon, en þau eru til í hæf-
ingu ýmsra þjóða og þtykja
reynast mjög vel, en auk þess
prófar sálfræðingurinn með
svokölluðum performance test,
en það eru greindarpróf, sem
ekki reyna neitt á málakunn-
áttu, en aðeins áskapaða
greind, eins og Binet-Simon-
prófin gera raunar að mestu
leyti. Segjum nú svo að Pétur,
en það var sá, sem ekkert gat
lært, hafi greindarvísitöl-
una 60. Það þýðir það, að
hann er fáviti og á því enga
samleið með öðrum börnum í
skóla. Þetta þýðir ekki að
ar, en koma verður honum á
sérstakt fávitahæli, þar sem
hann getur notið þeirrar
kennslu, sem er við hans hæfi.
en það þýðir það að sleppa
verður öllu örðugu námsefni
en leggja í þess stað áherzlu
á að kenna Pétri að lesa,
skrifa og reikna með aðferð-
um, sem reynzt hafa sérstak-
lega vel í fávitakennslu. Þá
verður og að leggja mikla
áherzlu á að kenna fávitum ein
föld verkleg störf og haga allri
kennslunni þannig, að hún
skapi ekki vanmetakennd í sál-
um barnanna, en beini þeim
á lífsbrautir, sem telja verður
þeim færar.
Venjulega eru takmörk-
in milli fávita og vitgrannra
barna sett við greindarvísitöl-
una 75, en fávitahópur hverr-
ar þjóðar er 1%—2% af allri
íbúatölunni. Mestur hluti þessa
fólks er svo vel á vegi statt
að kenna má því að bjarga sér
allvel í þjóðfélögunum, þó er
þá gert ráð fyrir, að þetta fólk
sé gert ófrjótt, bæði vegna
þess, að það er lítt til þess
fallið að ala upp börn og sjá
þeim farborða og svo þykir
heldur verra frá sjónarmiði
heildarinnar að slíkt fólk auki
mjög kyn sitt, því oftast verða
fávitar til þess að taka saman
og eru þá líkurnar til arfgengs
fávitaháttar mjög miklar. Fá-
vitum er oftast skipt í þrjá
flokka eftir því á hvaða stigi
þeir eru, nefnilega idiótar.
imbisíla og debíla, á -íslenzku
mætti kalla þessa flokka ör-
vita, vanvita og hálfvita. Örvita
flokkurinn er sem betur. fer
fámennur hópur. en í honum
eru þeir sem hvorki læra að
tala, halda sér hreinum né mat
ast sjálfir. Vanvitar geta lært
að lesa, skrifa og reikna og
allra einföldustu störf, en ekk-
ert geta þeir gert á eigin spýt-
ur. Hálfvitar læra, ef allt er
með felldu, einföldustu skóla-
námsgreinar og einföld störf,
sem ekki krefjast mikillar um-
hugsunar
I íslenzkum skólum er all-
stór fávitahópur og njóta þau
börn vitanlega ekki kennslu
við þeirra hæfi, þar eð þau
eru hingað og þangað innan
um önnur börn í skólabekkj-
um.
Meðal allra menningarþjóða,
sem ég hef haft spurnir af, hafa
fávitahæli verið reist og þjóð-
Jélagið þannig séð þessum
börnum fyrir eins góðum
þroskaskilyrðum og unnt er.
Þetta er ekki aðeins mannúð-
armál heldur hefur það einn-
ig sína fjárhagslegu þýðingu,
að allar nothæfar vinnuhend-
ur verði notaðar á þeim stöð-
um, þar sem þær geta komið
að gagni. Þeim sem kynnu að
hafa sérstakan áhuga á fávita-
kennslu mætti benda á bók eft
ir Ingram, sem heitir „The
Slowlearning Child“, nokkra
kafla í bókum Cyril Burt „The
Young Delinquent og The Sub-
normal Mind“. Á íslenzku hef-
ég lítið séð um þessi mál rit-
að af fagmönnum, þó má benda
á grein í 6. hefti 8. árgangs
Heimili og skóla, eftir Marie
Bensen: Gamle Bakkehus og
skólinn eins og hann er í dag.
Nú skulum við snúa okkur
að Önnu, sem var skárri en
Pétur, en slæm samt. Skólasál-
fræðingurinn vitprofar hana
líka og reynist hún hafa
greindarvísitöluna 80. Skóla-
sálfræðingar skipta oftast börn
um með greindarvísitölu 75—
90 í sérstakan flokk sem kall-
ást á ensku backward children
og á dönsku sinker. Ég veit
ekki hvað íslenzkir málræktar-
menn myndu vilja kalla vithóp
þennan, en mér dettur helzt
í hug að kalla þá vitgranna.
í Danmörku, þar sem skóla-
sálfræðin er lengst og almenn-
ast á veg komin af öllum lönd-
um Evrópu, eru þessum börn-
um ætlaðir sérstakir skólar.
eða bekkir og kallast þeir á
dönsku Hjælpeskoler eða
Hjælpeklasser. Heitið sjálft tel
ég vafasamt, en skólana góða.
Sérstök námsskrá er fyrir
þessa skóla og sérstakir kenn-
arar, sem notið hafa sérmennt-
unar, sérstakar kennslubækur
og sérstök kennslutæki.
Námsefnið hefur verið snið
ið við getu bamanna, en áður
en greindarmælingar komu til
sögunnar bar því miður tals-
vert á því, að reynt var að
laga nemendurna eftir náms-
efninu. í þessum bekkjum
læra börnin lestur, skrift,
reikning, handavinnu, íþróttir,
söng og munnlegar námsgrein-
ar. í munnlegu námsgreinun-
um er lögð áherzla á það allra
helzta, en þeim atriðum
sleppt, sem allur almenningur
lærir til prófs en gleymir
fyrstu árin eftir að skólavist
lýkur.
Þetta eru ekki íslenzkir klyfiahestar, og myndin er heldur ekki
nærri ný af nálinni. Hún var tekin fyrir 40 árum og sýnir fisk-
kaupmann koma á markaðinn í einni borg Chile.
„Péti^éu allar bjargir bannað-