Tíminn - 08.07.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK
VERZLUNARMANNA
ÁSKRIFTA RS IfVN
HANDBÓK
VERZLUNAR M ANN A
ÁSKRIFTARSÍIV!!
W6B8 16688 iGCna
BREZKU ÞINGMENNIRNIR TÖFÐUST UM EINN DAG
FERÐAST AUSTUR OG NORÐUR
FB—Reykjavík, miðvikudag.
SíSdegis í dag komu hingað til
lands sex brezkir þingmenn í
boði Alþi'ngis. Ráðgert hafði verið
að þingmennirnir kæmu hingað í
gærkvöldi, en vegna tafa í milli-
landaflugi komu þeir ekki fyrr en
í dag. Á fiugvellinum voru b«ezki
sendiherrann, blaðafulltrúi brezka
sendiráðsins, Friðjón Sigurðsson,
skrifstofustj. Alþingis, Ólafur Ól-
afsson, fulltrúi á skrifstofu Alþing
is, Páll Ásgeir Tryggvason, deild
arstjóri, Sigurður Bjarnason, for
seti neðri deildar, og Sigurður
Ólafsson, forseti efri deildar, og
tóku þeir á móti brezku þingmönn
unum.
í dagskrá um heimsókn þing-
mannanna var ákveðið. að þeir
skyldu byrja með því að heim-
Framnam a í)ðu
Brezku þingmennirnir ásamt leiðsögumönnum viS ræðupúltiS í neSri
deild Alþingis í gserkvöldi (Tímamynd GE)
Þessi mynd var tekin í gær í bandaríska sendiráðinu, af jarSfræSingunum tveim, sem fluffo yfír
landiS, meS dr. SigurSi Þórarinssyni, til aS velja hraunlendi, sem bandarísku geimfararnir munu
kanna hér f næstu viku. MeS SigurS! á myndinni eru þeir Alfred H. Chindester (f. miSju)
og Ted Foss. Hér eru þelr aS skoSa kort af Reykjaneshrauni. (Tímamynd KJ)
FJÓRIR BANDARÍSKIR JARÐFRÆÐINGAR KOMNIR:
Velja hraunlendi
fyrir geimfarana
JHM-Reykjavík, miðvikudag.
Til landsins eru komnir fjórir
bandarískir jarðfræðingar, sem
munu undirbúa ferðaáætlun banda
rísku geimfaranna, sem hingað
koma um helgina, til að fá tilsögn
í jarðfræði. Jarðfræðingarnir,
sem hér eru, heita Alfred H.
Chindester, Ted Foss, Harold
Masursky og Hal G. Stevens. Tveir
þeirra, Chindester og Foss, flugu
um Iandið í dag með dr. Sigurði
Þórarinssyni og sátu síðan undir-
búningsfund með honum.
Ruben Monson, blaðafulltrúi
bandaríska sendiráðsins, skýrði
blaðinu svo frá, að hingað kæmu
11 geimfarar með flugvélum Loft-
leiða á laugardag og sunnudag.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
I VEITT I AR
Um 2300 hreindýr
nú á Austurlandi
Reykjavík, miðvikudag.
Menntamálaráðuneytið hefur
eins og að undanförnu látið fara
fram talningu á hreindýrahjörð-
inni á Austurlandi og fóru þeir
Ágúst Böðvarsson forstöðumaður
landmælinganna og Egill Gunn-
arsson hreindýraeftirlitsmaður,
ásamt Birni Pálssyni flugmanni, í
flugvél yfir hreindýrasvæðið 13. f.
m. og töldu hreindýrin, að nokkru
leyti með því að taka ljósmyndir
af hreindýrahópum og telja síðan
eftir myndunum. Reyndust full-
orðin hreindýr vera 1805 og 473
kálfar eða samtals 2278 dýr. Álíta
talningarmennirnir að þeim hafi
ekki getað sézt yfir hreindýr svo
að nokkru nemi að því er fullorð-
in dýr varðar, en hins vegar hafi
verið erfiðara að greina kálfana
og álíta þeir að kálfarnir kunni
að hafa verið nokkru fleiri en
þeim taldist.
Þar sem ekki virðist vera um
að ræða nema rúmlega 1800 full-
orðin hreindýr, þá telur ráðuneyt
ið ekki rétt að leyfa hreindýra-
veiðar á þessu ári, og hefur í dag
gefið út auglýsingu um það. Þó
verða væntanlega veitt leyfi til
að veiða nokkur dýr til þess að
halda áfram vísindalegum rann-
| sóknum á heilbrigði hreindýra-
j stofnsins, sem Guðmundur Gísla-
son læknir við Tilraunastöðina að
Keldum hefur unnið að undanfar-
in ár að beiðni ráðuneytisins.
A undanförnum árum hefur ver
ið heimilað að veiða allt að 600
hreindýr árlega á tímabilinu frá
7. ágúst til 20. september. En
j samkvæmt skýrslum hreindýraeft-
j irlitsmanns, Egils Gunnarssonar á
, Egilsstöðum í Fljótsdal, sem hef-
ur eftirlit með hreindýraveiðunum,
I hefur tala veiddra hreindýra und |
! anfarin sex ár verið sem hér seg-
j ir: Árið 1959 484 hreindýr, árið
li'»- ■. H o í h IA
18 geimfarar kæmu, en sú tala
lækkaði fljótt í 13, og nú hafa
tveir til viðbótar fallið úr lestinni,
þeir Dick Gordon og Mike Collins.
Fyrsti hópurinn kemur til Kefla
víkurflugvallar á laugardag, en sá
seinni á sunnudag. Á mánudag
flýgur allur hópurinn til Akureyr-
ar í flutningavél frá varnarliðinu.
Frá Akureyri verður flogið í
smærri vélum til Herðubreiðar-
linda og þar munu fjallabílar taka
við hópnum og útbúnaði þeirra og
aka þeim upp að Öskju.
Á miðvikudag munu þeir svo
koma til baka til Keflavíkur. Blaða
fulltrúinn tjáði blaðinu, að ekki
væri endanlega búið að ganga frá
áætluninni eftir þann tíma, en
búast mætti við að geimfararnir
myndu annaðhvort skoða Heklu-
hraun eða Laka. Þá mætti gera
ráð fyrir að þeir myndu fljúga
yfir hraunlendi og skoða þau úr
lofti. Einnig er gert ráð fyrir að
þeir kanni Reykjaneshraun, á
svæðinu í kringum Krýsuvík. Á
föstudagsmorgun fljúga þeir svo
til Bandaríkjanna aftur.
Ekki er enn búið að ákveða
hvort þeir fari út í Surtsey í þess
ari ferð sinni.
Um helgina koma með hópnum
þrír jarðfræðingar til viðbótar,
einn ljósmyndari, einn upplýsinga
fulltrúi frá geimvísindastofnun
Bandaríkjanna (NASA) og einn
þjálfari frá NASA. Alls verður 21
meðlimur í þessum rannsóknarleið
angri og búast má við að einhverj-
ir íslenzkir jarðfræðingar sláist
með í förina hópnum til aðstoðar.
Einn af jarðfræðingunum, sem
eru hér, Ted Foss, er frá NASA,
en hinir þrír eru frá U.S. Geo-
I fræðideildin í bandaríska innan-
ríkisráðuneytinu.
Búast má við að á morgun, föstu
| dag, eða á laugardag, verði end-
anlega skýrt frá ferðaáætlun
I bandarísku geimfaranna á íslandi.
Byssumálið
fer m til
saksóknara
TK—Rvík, miðvikudag.
Björn Ingvarsson, lög-
reglustjóri á Keflavíkurflug
velli, skýrði blaðinu frá þvx
I dag, að rannsókn og rétt
arhöldum út af hundamál-
utnum í Hvalfirði væri nú
lokið, og yrði málið sent
saksóknara. Hreppstjóri á-
samt manni þeim, sem með
honum var, ber, að hrepps-
stjóranum hafi verið ógnað
með byssu og hótað lífláti,
ef hann snerti hundana.
Björn Ingvarsson sagði, að
tveir verðir hefðu verið í
hliðinu, er atburðurinn átti
sér stað, annar vopnaður
byssu, en hinn óvopnaður,
skv. framburði hermann-
anrna. Segi hermennirnir, að
hinn óvopnaði hafi átt orða
skiptin við hreppstjóra, en
ekki yfirvörðurinn, sem var
vopnaður.