Morgunblaðið - 12.12.1980, Qupperneq 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980
Æ, ættum við
ekki að fara að
gjóa í eigin barm?
Marilyn French: Kvennaklósettið
Elísabet Gunnarsdóttir þýddi
Útg. Iðunn 1980
í tíu daga eða svo hef ég nú
verið að taka tilhlaup að skrifa um
þessa bók, sem kom út í Banda-
ríkjunum fyrir þremur árum, fór
þar eins og eldur í sinu og vakti
upp þvílíkar umræður um „stöðu
konunnar í nútímaþjóðfélagi",
kynferðislega kúgun hennar og ég
man ekki hvað. Eg las þessa bók
eitthvað hálfu ári eftir að hún var
gefin út hjá amerískum og þótti
hún orðmörg með afbrigðum. Svo
mjög að ég hljóp stundum yfir
tugi blaðsíðna, af einskærri upp-
gjöf og varð þess svo vísari þegar
ég tók til á nýjum stað, að það
hafði eiginlega ekkert gert til. Það
hafði ekkert gerzt, nema höfundur
hafði látið móðan mása um sjálf-
sagða hluti sem fluttir voru les-
endum eins og himnaspeki, sem
ekki nokkur maður hefði vitað
Marilyn French
áður. Næsta bók Marilyn French
„The Bleeding Heart" kom síðan
út í vor og höfðaði hún til mín á
allt annan og jákvæðari hátt.
Bæði virtist sem Marilyn French
hefði tekizt að varpa af herðum
sér mesta fjálgleiknum og hún var
öll orðin agaðri og manneskjulegri
í skrifum sínum. Það var með
ólíkindum að hún hefði aðeins
fáeinum árum áður skrifað þessa
dæmalausu langloku sem „Wom-
en’s Room“ er.
Þó er ekki því að neita að
Kvennaklósettið hélt áhuga
föngnum, svona að mestu, alténd
pældi ég í gegnum hana og mér
var svo langt frá sama um margar
af þeim persónum sem komu við
sögu, þær vöktu með lesanda
samúð, skilning, jafnvel áhuga-
vott. Bókin hefur sjálfsagt verið
þörf ádrepa fyrir þremur árum,
þótt mér sýnist dálítið furðulegt
að fara að flytja hana yfir á
íslenzku þó þetta löngu eftir
útkomu hennar. Og eins og allir
vita eru bandarískar kvennabók-
Bðkmenntir
eftir JÓHÖNNU
KRISTJÓNSDÓTTUR
menntir dálítið sérstæðar og yfir-
leitt töluvert mikið á eftir þessari
blessuðu umræðu um títtnefnda
stöðu konunnar í nútímaþjóðfé-
laginu sínu. Ef Bandaríkjamenn
fá eitthvað á heilann ætlar allt
öldungis um koll að keyra og þótt
bókin kunni að hafa átt erindi þar
á sínum tíma fæ ég fátt séð sem
skýri með vitsmunalegum rökum,
af hverju íslenzkar konur telja sér
svona mikinn akkur í að lesa hana
í botn. Bækur sem dregnar eru
annað hvort í hvítu eða svörtu: þar
sem allir karlmenn eru v'ondir og
allar konur góðar til dæmis —
hljóta að missa marks, því að
ekkert er svo einfalt og lausn fæst
aldrei með því að skella jafnan
skuldinni á aðra og gera ekki
minnstu tilraun til að gjóa í eigin
barm.
Elísbet Gunnarsdóttir á aðdáun
skilið fyrir að hafa lagt í það
stórvirki að snara bókinni á ís-
lenzku.
Félag íslenskra
leikritahöfunda:
„Óhæfuástand í
leiklistarmálum
Sjónvarpsins“
STJÓRN félags islenskra leik-
ritahöfunda hefur sent mennta-
málaráðherra bréf þar sem það
lýsir yfir fullri samstöðu með
Félagi islenskra leikara i deilu
þess við Ríkisútvarpið um hlut
leiklistar í dagskrá sjónvarpsins
og biður ráðherra um að beita sér
fyrir skjótri lausn á deilunni.
I bréfinu segir að það sé vita-
skuld ekki síður áhyggjuefni fyrir
leikritahöfunda, að leikritagerð
sjónvarpsins dragist sífellt sam-
an. Bent er á að styrkja þurfi
fjárhagsgrundvöll sjónvarpsins
hversu miklu fé eigi að verja til
leikritagerðar þannig að leiklistin
verði ekki eilíflega útundan, þegar
hart er í ári og að sjónvarpið geti
staðið við fyrirheit sín um gerð
átta leikrita í ár.
í bréfinu segir að þetta óhæfu-
ástand, sem lýsi sér best í því að
flutningur íslenskrar leiklistar
hjá Sjónvarpinu sé um það bil að
leggjast niður, sé þegar farið að
vekja allmikla athygli hjá erlendu
leiklistarfólki. Til dæmis hafi
formaður Leikritahöfundasam-
bands Norðurlanda, Örnólfur
Árnason verið beðinn að skýra frá
þessu á næsta stjórnarfundi sam-
bandsins nú í desember á alþjóða-
þingi leikritahöfunda, sem haldið
verður á vegum Alþjóðaleikhús-
stofnunarinnar í Búdapest, dag-
ana 17. og 18. desember næstkom-
andi.
Leiðrétting
TVÆR prentvillur sem breyta
merkingu, voru í grein Helga J.
Halldórssonar í blaðinu í gær. Þar
átti að standa: „Nokkrir íslendingar
hafa beðið þig að veita þessum
manni ásjá ...“ Og síðar í greininni:
„Þeir sem komnir eru yfir miðjan
aldur eins og við, Friðjón, munum
þau ósköp sem hinir stríðsóðu Þjóð-
verjar og fleiri komu af stað hér í
heimi á árunum 1939—’45 ..." —
Biðst blaðið afsökunar á þessum
mistökum.
ACIil.YSINCASIMINN KR: pQ,
22480
BHvfliwblflöit)
„ISLENSK
BOKAMENNING
ERVERÐMÆJI
náWMItUft
BÆKUR MENNINGARSJÓDS
nntllMaM
RÓMAVELDII—II
eftir Will Durant, höfund
GRIKKLANDS HINS
FORNA sem kom út á sl.
ári.
+-a
ÞÝDD LJÓÐ FRÁ NORÐUR-
LÖNDUM
127 ljóð eftir 75 skáld í
þýðingu Þórodds Guðmunds-
sonar frá Sandi.
LEIKRIT JÖKULS JAKOBS-
SONAR
(Studia „ Islandica 38) eftir
Fríðu Á. Sigurðardóttur. í
bókinni er fjallað um leikrit
Jökuls frá bókmenntafræði-
legu sjónarmiði.
LJÓÐ MATTHÍASAR
JOCHUMSSONAR
Úrval Ijóða sr. Matthíasar
Jochumssonar kemur nú út á
sextugustu ártíð hans. LJÓÐ
sr. Matthíasar er sjötta bindið
í flokknum íslensk rit.
ANDVARI1980
Aðalgreinin er ævisaga Árna Friðrikssonar
fiskifræðings eftir Jón Jónsson forstöðumann
Hafrannsóknarstofnunar.
ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 1981
Almanak um næsta ár með Árbók íslands
1979 eftir ólaf Hansson fyrrverandi prófessor.
FOLD OG VÖTN
Úrval greina um jarðfræðileg
efni eftir hinn kunna
jarðfræðing Guðmund
Kjartansson.
c*
ÍSLAND Á BRESKU VALD-
SVÆÐI1914-1918
eftir Sólrúnu B. Jensdóttur
sagnfræðing. Bókin f jallar um
samskipti Breta og íslendinga
á árum fyrri heimsstyrjaldar.
ALFRÆÐI
MENNINGARSJÓÐS
Tónmenntir II eftir
dr. Hallgrím Helgason
tónskáld. ítarlegt og
fræðandi uppsláttarrit
um sérfræðiheiti og hug
tök tónmennta. Nú eru
komin út 12 bindi
af Alfræðinni.
BRÉF TIL JÓNS SIGURÐS-
SONAR
Bókin flytur safn af bréfum
þjóðkunnra manna til Jóns
forseta.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík
iittiij :k- iifivUö c.-. iv i.hj xivicjJv-ujfj iiiijtfiiifiiiiiinijiiui)ii]ii)niiii)i)i)mmM#uuufuouHf<«(i<fi<oiiMiiii:o:ijjnj)m