Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakiö. Músarholu- sjónarmið Islendingar hafa verið þátttakendur í nútímaframförum, þrátt fyrir stjórnmálaáhrif Framsóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Frá því að framsóknarmenn studdu gerð varnarsamnings- ins 1951 má segja, að þeir hafi verið jafn utangátta í viðhorfi sínu til þess, hvernig hagsmunir íslands skyldu tryggðir á alþjóða- vettvangi, og afturhaldsöflin í Alþýðubandalaginu. Enda verður það Tímanum sérstakt fagnaðarefni, þegar stefnulaus iðnaðarráð- herra kommúnista lýsir því yfir á Alþingi, að besti virkjunarkost- ur landsmanna sé að loka álverinu í Straumsvík. Skrifar Þórarinn Þórarinsson sérstakan hátíðarleiðara í blað sitt í gær og prísar sig sælan fyrir að hafa verið á móti samningunum um álverið á sínum tíma. Miðað við viðleitni iðnaðarráðherra til að draga úr orðum sínum og þá vörn, sem Þjóðviljinn er kominn í vegna þessa máis, sýnir það einstakan skort á pólitískri dómgreind hjá Tímaritstjór- anum, að hann skuli telja sér best henta að gerast afturhaldssam- ari en jafnvel kommúnistar í þessu máli. Röksemdafærsla Þórarins Þórarinssonar er álíka gagnsæ og iðnaðarráðherra. Er þannig að orði komist í Tímaleiðaranum: „Það er rétt, að hefði álsamningurinn ekki verið gerður, hefðu landsmenn þurft að borga meira fyrir orkuna frá Búrfellsvirkjun fyrstu árin. Nú myndu þeir hins vegar þurfa að borga minna fyrir orkuna." í hinum tilvitnuðu orðum afhjúpar Tímaritstjórinn haldleysi andstöðu sinnar við álsamninginn. Hefði hann ekki verið gerður, væri engin Búrfellsvirkjun í landinu. Samhliða því, sem framsóknarmenn voru á móti álverinu voru þeir nefnilega einnig andvígir því, að ráðist væri í hagkvæmasta virkjunarkostinn, Búrfellsvirkjun. Alkunn músarholusjónarmið framsóknarmanna fólust auðvitað í því, að ekki yrði virkjað af stórhug. Er athyglisvert, að Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur- inn á íslandi, sem fylgir felustefnu í orkumálum. Hann dröslast með í þessum mikilvæga málaflokki og sveigir til hægri eða vinstri til skiptis. Framkvæmd álsamningsins er ekki síður undir íslenskum stjórnvöldum komin en eigendum fyrirtækisins í Straumsvík. Það tók til starfa á árinu 1970. Sumarið 1971 komust framsóknarmenn í langþráð ráðherrasæti og hafa verið þar síðan með aðeins nokkurra mánaða hléi. Hafa þeir einir verið samfellt í ríkisstjórn öll þau ár, sem álverið hefur starfað með fullum afköstum. Framsóknarmenn bera þess vegna mesta ábyrgð á því, ef þannig hefur verið staðið að málum gagnvart eigendum álversins, að íslenskir hagsmunir hafi verið fyrir borð bornir. Fyrir hendi er endurskoðunarréttur á orkuverðinu og hans var neytt, þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sat. Þórarinn Þórarinsson ætti að hafa þetta í huga, næst þegar hann skrifar um álverið og fagnar andstöðu sinni við það og Búrfellsvirkjun. Kattarþvottur Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum var enn staðfest í gær, þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra fóru þess á leit við þingflokka, að þeir samþykktu einskonar neyðarlög vegna þess að stjórninni hefur ekki tekist að koma saman lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Skýr fyrirmæli um skyldu ríkisstjórnarinnar til að leggja lánsfjáráætlun fram í þingbyrjun er að finna í Ólafslögum. Auðvitað eru þau Iög enn höfð að engu eins og endranær, þegar ekki er um framkvæmd launaskerðingar- ákvæða þeirra að ræða. Ósvífni ríkisstjórnarinnar varðandi þessi neyðarlög sín er margvísleg. Ómaklegust eru þó ummæli fjármálaráðherra í þingræðu þess efnis, að það væri embættismönnum að kenna, hvað lánsfjáráætlun næsta árs hefði dregist. Taldi ráðherrann þó bankamannaverkfallið hafa ráðið úrslitum. Þéssi kattarþvottur fjármálaráðherra á kostnað embættismanna lýsir vondri sam- visku. Ríkisstjórninni var í lófa lagið að standa þannig að málum, að lánsfjáráætlun lægi fyrir á lögboðnum tíma. Neyðarlögin eiga rætur að rekja til skorts á pólitískri forystu af hálfu ráðherranna. Þeir eru síður en svo á einu máli um það, hvað í lánsfjáráætlun skuli standa. Til dæmis logar allt í ósamkomulagi milli þeirra um afstöðuna til nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Á láns- fjáráætlun næsta árs þarf að gera ráð fyrir fjáröflun til þeirrar framkvæmdar, eigi að fylgja settri áætlun í samskiptum við Bandaríkin um málið. Fallist stjórnarandstaðan á samvinnu við ríkisstjórnina um óeðlilega hraða meðferð á neyðarlagafrumvarpinu, leggur hún blessun sína yfir stjórnleysið og veitir ráðherrunum færi á að draga enn frekar að leggja fram lánsfjáráætlunina í heild. Halldór Blöndal, alþm: Af bamasköttum og ráðamönnum Ein af afleiðingum nýju skattalaganna varð sú að börn innan 16 ára og yngri voru í fyrsta skipti skattlögð sérstak- lega og vitaskuld látin sæta afgangi við álagninguna. Þeim bárust því skattseðlarnir í hend- ur löngu á eftir öllum öðrum eða eftir að skólar voru byrjaðir og þau hætt að afla sér tekna. Enginn hafði aðvarað þau um hvað yfir vofði. Á hinn bóginn höfðu mörg þeirra og kannske öll verið stolt yfir því að geta sjálf keypt skólabækurnar og jafnvel fatnaðinn og þannig létt undir með foreldrum sínum. Það er ekki lítið ævintýri að geta í fyrsta skipti verið borgunarmað- ur fyrir slíku. Þessir barnaskattar komu víða illa við. Þess vegna flutti ég ásamt Pétri Sigurðssyni og Matthíasi Bjarnasyni frumvarp um það í október að þeir skyldu falla niður að þessu sinni, og vissi ég ekki betur eftir merkingu orða forsætisráðherra í útvarpinu en að hann væri sömu skoðunar. Eftir að hafa rifjað upp lífsreglur kristins manns eins og Stefán Ólafsson útlagði þær: hafðu í huga það, sem hátignin bauð, vildi ég flýta fyrir forsætisráð- herranum og flytja frumvarpið um niðurfellingu barnaskatta 1980 áður en nóvember gengi í garð til þess að það mætti koma að gagni. Hin skattalega samvizka Halldór Ásgrímsson alþingis- maður er nýtur í sínu starfi og vill vinna að þjóðarheill. Hann hefur þó vondan kæk eða skaf- anka, sem sé þann að telja sig einan dómbæran um ágæti tekju- og eignarskattsins. Þessi árátta er svo rík að víst gætu menn haldið, að þvílík skatt- heimta, eins og henni er fyrir komið nú, sé skilgetið afkvæmi hans og eingetið í þokkabót. Beinu skattarnir hafa þyngzt ótrúlega mikið síðan Matthías Á. Mathiesen hætti að vera fjármálaráðherra. Um þetta ber öllum tölum saman, enda skatt- Halldór Blöndal stigarnir við það miðaðir. Þegar annað er gefið í skyn er það annaðhvort útúrsnúningur eða hálfsannleikur eða ósannindi. Það er rétt, að foreldrar hafa fram að þessu þurft að greiða skatta af tekjum barna sinna. Ég hef aldrei verið talsmaður þess og er raunar gersamlega andvígur því að fullorðið fólk, hvað þá börn, greiði tekjuskatt af almennum launatekjum. Eins og skattheimtan hefur verið á þessu ári, eru barnaskattarnir hrein viðbót, skattþinging ofan á fjölskylduskattana sem fyrir voru. Einskonar glassúr á sér- bakað skattvínarbrauð fjár- málaráðherrans. Látum Alþingi skera úr Frumvarpi okkar Péturs Sig- urðssonar og Matthíasar Bjarnasonar um niðurfellingu barnaskattanna á þessu ári var vísað til fjárhags- og viðskipta- nefndar 10. nóvember og fylgdu tilmæli um, að málinu yrði hraðað í nefndinni til þess að það mætti koma að gagni. Hinn 3. desember sl. bólaði ekkert á afgreiðslu þess. Ég kvaddi mér þá hljóðs utan dagskrár og beindi því til forseta Neðri deildar, að hann beitti sér fyrir því að það mætti fá þinglega meðferð. Síðan hefur fjárhags- og viðskiptanefnd haldið einn fund, en formaður hennar, Hall- dór Ásgrímsson, situr við sinn keip og er ófáanlegur til að láta Alþingi skera úr um þetta mál. Á meðan bíða börn og foreldrar þeirra í óvissu um málalyktir. Kjarni málsins er að sjálf- sögðu sá, að skattstofurnar voru of seinar til þess að leggja barnaskattana á vegna mikils annríkis og ónógs mannafla. Hagsmunir ríkissjóðs eru smá- vægilegir og allmörg sveitarfé- lög hafa þegar gefið fordæmið með því að fella barnaskattana niður. Á hinn bóginn getur verið um tilfinnanlegar fjárhæðir að ræða hjá sumum heimilum, einkanlega þeim barnmörgu. Þetta er því gott mál og sann- gjarnt og vel til þess fallið að Alþingi velji til jólagjafar á þessu ári og reyni að hressa upp á sæmd sína þó í litlu sé. Ekki veitir af. „Okkur þykja kveðj- urnar heldur kaldar“ - segir Valur Valsson, framkvæmdastjóri FÍI um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við beiðni félagsins um bætt starfsskilyrði MÁLEFNI iðnaðarins hafa verið mjög ofarlega á haugi að undan- förnu og hefur Félag islenzkra iðnrekenda m.a. sent öllum þing- mönnum og ríkisstjórn hréf. þar sem farið er fram á bætt starfsskil- yrði til handa iðnaðinum. Morgun- blaðið snéri sér til Vals Valssonar, framkvæmdastjóra Félags ís- lenzkra iðnrekenda og innti hann eftir því hvcr hafa verið viðbrögð rfkisstjórnarinnar við kröfum fé- lagsins um aðgcrðir í málefnum iðnaðarins. „Okkur þykja kveðjurnar heldur kaldar. Við óskuðum eftir jöfnun á starfskilyrðum iðnaðar eða fram- lengingu aðlögunargjalds. Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að gera hvor- ugt. Við höfum um árabil krafist virðisaukaskatts í stað söluskatts. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta öllum fyrirætlunum um slíkt, þrátt fyrir fyrirheit í stjórnarsáttmála sínum. Þess í stað á að framlengja lög um jöfnunargjald óbreytt. Loks hefur ríkisstjórnin ákveðið stór- fellda aukningu á skattheimtu af sælgæti og gosdrykkjum. Nú á iðn- aðurinn að verða sérstök féþúfa fyrir ríkissjóð. Þessi nýi skattur á að gefa ríkissjóði 3.400 milljónir króna á næsta ári,“ sagði Valur. Eru einhverjar aðgerðir fyrirhug- aðar af hálfu iðnrekenda? „Sl. þriðjudag héldum við almenn- an félagsfund um horfurnar og þar var samþykkt harðorð áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis um aðgerð- ir, til að tryggja hagsmuni iðnaðar- ins. Á morgun, föstudag, verður sérstakur fundur með sælgætis- og gosdrykkjaframleiðendum til að fjalla um fyrirhugaða skattheimtu. Og í dag krafðist stjórn Félags íslenskra iðnrekenda sérstaks fund- ar með ríkisstjórninni/ til að ræða hin alvarlegu viðhorf. Telur stjórn félagsins afar brýnt að fá slíkan fund tafarlaust. Við trúum því ekki að óreyndu að ríkisstjórnin ætli ekkert að aðhaf- ast,“ sagði Valur Valsson að síðustu. Albert Guðmundsson: Tollafgreiðsla án bankastimplunar ALBERT Guðmundsson, Friðrik Sóphusson, Matthías Á Mathie- sen, Árni Gunnarsson, Sverrir Hermannsson og Birgir tsleilur Gunnarsson lögðu í gær fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um tollskrá, þess efnis, að hægt sé að tollafgreiða vörur án bankastimplunar, þ.e. viðurkenn- ingu viðskiptabanka um greiðslu eða tryggingu kröfu samkvæmt sölu- eða vörureikningi. í greinargerð segir að þær að- stæður hafi komið upp, með verk- falli bankastarfsmanna, að ekki er hægt að tollafgreiða vörur, enda þótt hægt sé að sanna heimild seljanda vörunnar fyrir afhend- ingu í hendur kaupanda. Dragizt verkfallið á langinn verður ekki séð fyrir, hvaða tjóni þetta ákvæði um bankastimplun getur valdið. Er því lagt til að það ákvæði verði nú þegar numið úr gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.