Morgunblaðið - 12.12.1980, Page 27

Morgunblaðið - 12.12.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 27 Hamborgar jólatréð til Reykjavíkur í 15. sinn KVEIKT verður á jólatrénu sem Reykjavíkurhöín hefur fengið sent frá llamhorn lauKardasinn 13. desember kl. 16. Er þetta í fimmtánda skipti sem borgin fa r jólatré frá llamborK. Tréið er gjöf frá klúbbnum Wikingerrunde sem er félagsskap- ur fyrrverandi sjómanna, blaða- og verslunarmanna í Hamborg og nágrenni. Nokkrir af félögum í Wikinger- runde koma hingað til lands af til að vera við afhendingu jólatrésins. Þeirra á meðal er hafnarstjóri Hamborgarhafnar, dr. Mönkemei- er, 0. Dreyer Eimbcke ræðismað- ur Islands í Hamborg og þeir tveir menn sem taldir eru frumkvöðlar hugmyndarinnar um Hamborgar- jólatréð, þeir Werner Hoening fulltrúi Flugleiða í Hamborg og Hans Hermann Schlunz hjá norður-þýska útvarpinu. Tréið verður að venju reist við Hafnarbúðir. Dr. Mönkemeier af- hendir tréið en Gunnar B. Guð- mundsson hafnarstjóri veitir því viðtöku. Viðstaddir athöfnina verða borgarstjórinn í Reykjavík og sendiherra þýska sambandslýð- veldisins á Islandi, Raimund Hergt ásamt öðrum gestum. Lúðurblásarar munu leika við Hafnarbúðir frá kl. 15.45. Jólahefti Her- ópsins komið út JÓLAHEFTI Herópsins, mál- gagns Hjálpræðishersins á ís- landi, er komið út. í blaðinu er að finna ýmsar greinar og sögur, m.a. hugleiðingu eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sögu um tilurð jólasálmsins „Heims um ból“, barnahugleiðingu eftir stofnanda Hjálpræðishersins William Booth grein um jólahald Hjálpræðis- hersins í Reykjavík árið 1917 auk ýmislegs annars efnis bæði' fyrir börn og fullorðna. Jólaherópið er 22 síður og prentað í Steindórs- prenti. Jólatréssala Kiwanisklúbbs- ins Elliða KIWANISKLÚBBURINN Ellifti verður með jólatréssölu við Fáks- heimilið við Bústaðaveg eins og undanfarin ár. Sala þessi er til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð klúbhsins. Ilíutverk styrktar- sjóðsins er að styrkja þau mál- efni sem eru mest aðkallandi hverju sinni. Á síðasta ári var ágóðanum af sölunni varið til kaupa á húsgögnum og sjónvarpi fyrir sambýlið að Austurstræti 15 sem Styrktarfélag vangefinna tók í notkun nú nýlega. Næsta verkefni sjóðsins er að kaupa leitartæki fyrir krabbameinsfé- lagið en klúhhurinn mun gefa það í félagi við Kvenfélagið Ilringinn. Jólatréssalan verður opin um helgar frá kl. 13 til kl. 22, en virka daga frá kl. 17 til kl. 22. Næstu tvo sunnudaga kemur lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts i heimsókn á sva-ðið. l>á koma jólasveinar i heimsókn næstu tvær helgar. bæði laugardaga og sunnudaga. „Aumingja Jens“, - ný skáldsaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur AUMINGJA JENS eftir Líneyju Jóhannesdóttur er ný skáldsaga sem komin er út hjá Máli og menningu. Ytri efnisumgerð skáldsögunn- ar Aumingja Jens er líf sex persóna í sömu götunni einn vetrarpart. Á bókarkápu segir m.a.: „Einu gildir hvort sögumann- eskjan er heldur Marta eða María, öll kvika frásagnarinnar um Aum- ingja Jens er sjónarmið konu. Heitt, lifandi, heilt, sjálfsagt, ljóð- rænt, grimmt á stundum en líka undra fallegt án væmni. Af því verður bókin slungin og margræð eins og ljóð eiga að vera. Hér er að vísu ekki skrifað eftir kórréttri kenningu um kvennabókmenntir en af beyglausri tilfinningu og mikilli ratvísi." Bestu barna- og unglingabækurnar vaíchs Óak«rsdótt«n börn enu líka fólk K. M. Peyton: Sýndu að þú sért hetja Eftir höfund bókanna um Patrick Penn- ington. Æsispennandi saga um Jóna- tan, 16 ára son mittjónamærings, sem lendir í klóm mannræningja, og um við- brögð hans, fjölskyldu hans og Péturs, vinar hans. Þýðandi Silja Aðaisteins- dóttir Verð kr. 8.890. Félgasverð kr. 7.560. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir: Veröldin er alltaf ný Gaukur og Perla lenda í ýmsum ævin- týrum og uppgötva veröldina í samein- ingu. í túninu fundu þau þyngdarlög- málið en dularfyllstur og mest spenn- andi er þó sandkassaheimurinn. Þang- að kemst fullorðna fólkið ekki, því það er veröld sem Gaukur og Perla eiga út af fyrir sig. Verð kr. 8.645. Félagsverð kr. 7.350 Ásrún Matthíasdóttir: Vera Vera er 5 ára og býr hjá pabba sínum, en mamma hennar á heima úti í bæ. Vera er hress stelpa og sjálfstæð og ekki alltaf sátt við það sem talið er gott og hollt fyrir litla krakka ... Verð kr. 7.905. Félagsverð kr. 6.720. Valdís Óskarsdóttir: Börn eru líka fólk Viðtöl Valdísar við tíu börn á aldrinum 3-10 ára um lífið á jörðinni, uppi í himninum hjá Guðí - og hjá Ijótu skrött- unum inni í jörðinni. Bráðskemmtileg fyrir börn - og fróðleg fyrir fullorðna. Verð kr. 8.645. Félagsverð kr. 7.350. Gunilla Bergström: . Góða nótt Einar Áskell Flýttu þér Einar Áskell Svei-attan Einar Áskell Þrjár fyrstu bækurnar um Einar Áskel. fimm ára strák sem býr einn með pabba sínum og hefur alls staðar orðið uppáhald yngstu barnanna. Þetta eru gullfalleg hversdagsævintýri, fyndin og prýdd skemmtilegum teikningum höf- undar. Þýðandi Sigrún Árnadóttir. Verð hverrar bókar kr. 3.950. Félags- verð kr. 3.360. MálÉ Qoooooooooq Ibalþurs 1 PRAUMUR Sýndu Æ að þú sert hetjt* Gódo nótt Einar ftskell Flýttu þér Einor Óskell Knn lilii Kmil í Kattholt'i Astrid Lindgren: Madditt Madditt er ný sögupersóna sem ís- lenskir lesendur hafa ekki áður kynnst. sjö ára stelpa sem er engum lík þó að hún minni stundum á Emil í Kattholti því að hún gætir sin aldrei.. .fyrr en eftir á. Þýðandi Sigrún Árnadóttir Verð kr.8.890. Félagsverð kr. 7.560. Astrid Lindgren: Ég vil líka fara í skóla Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin og skemmtileg saga um Lenu litlu sem fékk að fara í skólann með bróður sín- um einn dag. Þýðandi Ásthildur Egils- son. Verð kr.4.940. Féiagsverð kr.4.200. og menning Haraldur Guðbergsson: Þrymskviða Baldursdraumur Tvær undurfallegar bækur með snilld- arlegum teikningum Haralds Guð- bergssonar við lítið sem ekkert styttan texta Eddukvæðanna. Erfiðustu orðin eru skýrð í bókunum. Er hægt að hugsa sér skemmtilegri aðferð til að kynnast fornum heimi? Verð hvorrar bókar kr. 8.890. Félags- verð kr. 7.560. Astrid Lindgren: Enn lifir Emil í Kattholti Hér er þriðja bókin - og sú skemmtileg- asta - um Emil í Kattholti frumprentuð á íslensku. f þessari bók er sagt frá ýmsum skammarstrikum Emils, en tíka frá því þegar hann drýgði dáð sem allir Hlynskógarbúar glöddust yfir. Þýðandi Vilborg Dagbjartsdóttir Verð kr.8.890. Félagsverð kr. 7.560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.