Morgunblaðið - 12.12.1980, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 31 Stefnir sagði oft við mig að hann ætti góða konu og góð börn, sem allt vildu fyrir sig gera, það má verða þeim huggun í þeirri miklu sorg sem þau hafa orðið fyrir, hvern hug hann bar til þeirra. Stefnis er nú sárt saknað, mest þó af eiginkonu, börnum og systkin- um. Börn þeirra hjóna eru Steingrímur, kvæntur Sigríði Samsonardóttur, búsett á Flateyri og eiga þau 2 börn; Garðar, en hann lést af slysförum aðeins 15 ára gamall, mikill myndar- og efnisdrengur; Auðunn, kona hans er Katrín Gísladóttir, þau eru búsett í Vestmannaeyjum og eiga eitt barn. Yngst og í foreldrahús- um er Guðný sem er nýlega fermd, mesta myndar- og efnisstúlka sem nú er mikil huggun móður sinni. Systkini Stefnis sem sjá nú á bak elskulegum bróður, eru Sigríður (sjúklingur á Borgarspítalanum) til heimilis að Alfhólsvegi 37 Kópavogi, maður hennar er Hilm- ar Þorkelsson bakarameistari og eiga þau 6 syni og Ottó, prentari, kona hans er Málfríður Gunnars- dóttir og eiga þau 4 börn, þau búa að Ljárskógum 23 í Reykjavík. Ég og fjölskylda mín vottum Guð- nýju, börnum þeirra Stefnis og systkinum hans okkar innilegustu samúð. Ástvinir kveðja nú elsku- legan eiginmann, föður og bróður sem var þeim öllum svo kær. Megi minningin um góðan dreng lýsa þeim á ókomnum árum. Ég kveð vin okkar með þessu versi eftir Valdimar Briem. „Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sin úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum. og saman vera fáum í húsi því. sem eilíft er.“ Guð blessi minningu Stefnis. Karl Einarsson. og vinir minnast hans svo lengi sem minning lifir. Margs væri hægt að minnast þegar góður vinur og samferðamaður fellur frá, en er það of langt mál í lítilli minningargrein-og verður að bíða betri tíma. Ég kveð kæran vin og þakka allar samverustundirnar sem svo oft voru skemmtilegar og ánægju- legar, og ég þakka samfylgdina. Ég veit að Gunnar fær góða heimkomu yfir landamæri lífs og dauða. Ingu og börnum sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja þau. Bj. G. '------------------— Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason ítarlegasta ævisaga Jónasar Hallgríms- sonar sem við hingað til höfum eignast. Sýnir skáldið í nýju og miklu skýrara ljósi en við höfum átt að venjast. í þessari nýju bók um Jónas Hallgrímsson er hófsamlega og hispurslaust sögð saga hans — umfram allt sönn og ítarleg. Þetta er saga af afburðagáfum og góðum verkum og af nokkrum veilum, sem oft er dregin fjöður yfir. „Saga Jónasar Hall- grímssonar er um margt glæsileg saga, kannski hins mikilhæfasta mannsefnis síns tíma í lífi lista og fræða en líka saga um mann í brotum og vanhirðu," eins og höfundurinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason kemst að orði í inngangi bókarinnar. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. lllliillil Kaffivélar lllllillil Rowenfa KG-84Minutugrill vöfflujárn, brauðgrill allt í eim Brauöristar 5geröir taki Grillofnar Djúpsteikingarpottar ^ 2 gerðir ^ X A Vöfflujárn Harliöunarjarn með eða án gufu Hárþurrkur j med telfon hud SKOÐIÐ OG KAUPIO ROWENTA RAFTÆKI í NÆSTU RAFTÆKJAVERZLUN Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A — sími 86117 Straujárn 5 geröir Vv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.