Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980
Jólatrésskemmtun
Meistarafélag húsasmiöa og Björk halda jóla-
trésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti, í
safnaöarheimili Langholtskirkju, mánudaginn 29.
des. kl. 3 e.h. Miðaverð kr. 2000.
Skemmtinefndirnar.
P31800 - 31801p
FASTEIGNAMKHJUN
Sverrir Kristjánsson heimasími 42822.
HREYFILSHÚSINU -FElLsMÚLA 26, 6.HÆÐ
Raðhús
Til sölu 180 ferm. endaraðhús á tveim hæðum ásamt
30 ferm. innbyggðum bílskúr við Kambasel. Húsið er
tilb. til afhendingar strax. Tilbúið undir tréverk aö
innan en fullgert aö utan. Óuppsett eldhúsinnrétting
og hreinlætistæki fylgja. Teikning á skrifstofunni.
Hef góða kaupendur að 2ja og 3ja herb.
íbúðum.
MÁLFLUTNINGSSTOFA:
SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR hdl.
HAFSTEINN BALDVINSSON hrl.
. OKKAR.
IREYKJAVIK
Skátabúðin, Snorrabraut
Volvo salurinn,
Suðurlandsbraut
Alaska, Breiðholti
Fordhúsið, Skeifunni
Seglagerðin Ægir
Bankastræti 9
Á Lækjartorgi
Styójið okkur-stuöliö aó eigin öryggi
Hjálparsveit skáta
Reykjavík
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Al'CÍI.VSINÍiASÍMINN KR:
22410
Jtiargunbtabit)
"CS>
verotryggðir sparireikningar:
Innistæður um 1%
allra spariinnlána
INNISTÆÐUR á verðtryKgðum
sparireikningum voru í iok nóv-
ember um 2.9 milljarðar króna. eða
um 1% allra spariinnlána. sem voru
um 290 milljarðar króna með
áfóllnum vöxtum á sama tíma.
„Það er ekki búið að ganga frá því.
Við höfum gert okkar tillögur og það
verður bankaráðsfundur milli jóla
og nýárs,“ sagði Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri, er Mbl. spurði
hann í gær, hvort ljóst væri, hvort
og þá hvaða breytingar yrðu á
vaxtamálum um áramótin.
Mbl. spurði Jóhannes álits á því,
að takmarki Ólafslaga um fulla
verðtryggingu í árslok 1980 væri náð
með þeim verðtryggðu sparireikn-
ingum, sem fyrir eru með tveggja
ára bindiskyldu fyrst og árs bindi-
skyldu eftir það. „Okkar sjónarmið
felast í okkar tillögum. Það er
grundvallaratriði, hvort aðlögunar-
timinn samkvæmt Ólafslögunum
verður lengdur eða ekki,“ svaraði
Jóhannes.
Seðlabankinn telur 10% vanta upp
á takmark Ólafslaga. Enginn aðili
ríkisstjórnarinnar mun telja slíka
vaxtahækkun æskilega um áramót-
in, en hins vegar greinir menn á um
það, hvort framlengja eigi aðlögun-
artímann með óbre.vttum vöxtum
um áramót eða hækka þá eitthvað.
Síðasta jazz-
kvöld ársins
ANNAÐ kvöld. mánudag 29. des-
ember. heldur Jazzvakning síðasta
jazzkvöld ársins. Það verður á Hótel
Borg og hefst kl. 21.
Fram koma Kvartett Guðmundar
Ingólfssonar og Nýja Kompaníið og
sérstakir gestir verða Rúnar Georgs-
son og Viðar Alfreðsson. Kvartett
Guðmundar Ingólfssonar skipa Björn
Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafnsson
bassa, Guðmundur Steingrímsson
trommur og Guðmundur Ingólfsson
píanó. Nýja Kompaníið samanstend-
ur af Jóhanni G. Jóhannssyni, píanó,
Jóhönnu Þórhallsdóttur, söngur, Sig-
urbirni Einarssyni, tenórsax, Sigurði
Flosasyni altsax, Sigurði Valgeirs-
syni, trommur, Sveinbirni Baldvins-
syni, gítar og Tómasi Einarssyni,
kontrabassi.
Jazzunnendur eru hvattir til að
fjölmenna á jóladjammið.
(Fréttatilkynning frá Jazzvakningu.)