Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 15 Halldór Laxness: Athugasemd við sjálfgagnrýni Ötull formælandi góðs málfars, Guðni Kolbeins- son, dregur niður fánann vegna mismælis í útvarpi á dögunum: segist hafa farið rángt með eignarfall orðs- ins lækur, sagt læks í stað lækjar. Fyrst hélt ég fyrir- lesarinn væri eitthvað að narrast að okkur hlustend- um. Aungvum dettur í hug að lærður málfræðíngur kunni ekki að fallbeygja orðið læk. Hitt undarlegra að slíkur maður skyldi ekki láta við sitja að biðjast letilega afsökunar á mis- mæli (og þó var óþarfi) í stað þess að fara að sanna fyrir mönnum að umrædd eignarfallsmynd væri „vit- leysa“. Slík harðyrði við sjálfan sig af litlu tilefni teingjast sálfræði fremuren málfræði. Auðvitað dettur aungvum manni í hug að Guðni Kolbeinsson kunni ekki að fallbeygja orðið lækur. Harðvítug sjálfsgagnrýni getur orðið sama og vond ritskoðun; og ekki síst ef hún hrekur höfund sinn í sjálfvalið ritbann. Auk þess sem vera kynni vafamál frá rótum hvort eignarfalls- myndin „læks“ sé villa; hvert mál er einsog það er virt. I annan stað eru uppi málfræðíngar sem mundu kalla rángmæli og rassam- bögur jafngirnileg til fróð- leiks og réttmæli. Það er ósköp einfalt að afgreiða afbrigðilegar beygínga- myndir, þarámeðal vanaleg mismæli, sem málvillu. Það er ekki heldur einhlítur málstaður að allar beyg- íngarþulur séu ófrávíkjan- leg viska einsog þær eru settar upp í dálka í skóla- bókum. Einn mórall er þó hafinn yfir önnur lögmál að fornu og nýu, sá sem segir að allir eigi leiðréttíngu orða sinna nema Andskot- inn. Hitt er mest fásinna, að þó manni hafi á málþíngi orðið mismæli sem munar einum bókstaf, þá skuli lögbrjóturinn af sjálfsdáð- um setja sér þær skriftir að láta ekki hafa úr sér æmt né skræmt í Ríkisútvarpinu þaðanaf. Hafi maður mis- mælt sig er hinsvegar ein- hlítt að hann leiðrétti sig, jafnvel án þess að biðjast afsökunar. Aðeins tröll- heimskir lærdómsmenn gánga upp í þeirri dul að þeim kunni ekki að skjátl- ast í orði. „Að skjátlast er mannlegt“ stóð áður fyrri í fyrstu grein latínubókar í skólum: errare humanum est. Það stendur hvergi að maður skuli ekki framar lúka munni sundur á mál- þíngi hafi honum orðið mis- mæli í fallbeygíngu. Sú fræði hlýtur að vera hörð meinlætafræði, en ekki málfræði, sem lætur málfræðíng þagna og taka skriftir þó honum hafi orðið mismæli. Þá mættu margir þegja á vorum dögum, í kynslóð sem kynni málfars- lega að búa í forheimsk- unarlægð, kanski hinni dýpstu sem túngan hefur lent í síðan á landnámsöld, ef dæma skyldi af blöðum og bókum. Að minsta kosti væri fjarstæða að halda að nokkur nútímamaður gæti þrátt fyrir lærða tilburði þýtt biflíuna eins vel og þeir gerðu Guðbrandur, Oddur og Gissur, þó annar- hver skólastrákur kunni með lærðum tilburðum að sanna að á textum þeirra sé slæmt mál. Það væri að vísu úngum málfræðíngi þarfari æfíng að skrifa upp hjá sér hve margir gapand- ar eru að meðaltali í hverju reykjavíkurblaðanna á dag. Gapandi, hiatus, er sá óþrifnaður í ritmáli ís- lensku þar sem sami hljóð- stafur stendur tvisvar í röð inni í miðju orði, tam harmonikkUUnnandi, her- stöðvAAndstæðíngur, fræðllðkandi. Haft er fyrir satt að í einu reykjavíkur- blaðanna hafi fjörutíu gap- andar verið taldir á einum degi. Væri ekki málfræðíngi mun þarfari iðja, svo nefnt sé dæmi, að rannsaka gap- anda í íslenskum blöðum nútímans, og gefa okkur sem bjóðum þessum fjanda heim duglega á baukinn, helduren setja sjálfum sér skriftir opinberlega útaf lækur — læks. bera þó nokkurn pólitískan þroska, þrátt fyrir allt. Hækka vextir um áramót? í 33. grein efnahagslaga þeirra, sem sett voru í tíð seinni vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar seg- ir svo m.a.: „Vaxtaákvarðanir á árinu 1979 og 1980 skulu við það miðaðar, að fyrir árslok 1980 verði í áföngum komið á verðtryggingu sparifjár og inn- og útlán sbr. VII kafla þessara laga um verðtrygg- ingu sparifjár. Meginreglan verði sú, að höfuð- stóll skuldar breytist með verð- lagsþróun, en jafnframt verði nafnvextir lækkaðir. Afborganir og vextir reiknist af verðbættum höfuðstól. Verðtrygging verði reiknuð í hlutfalli við verðbreyt- ingar. Samhliða verðtryggingu verði lánstími almennt lengdur og skal setja um það efni sérstakar reglur, þar á meðal heimildir til skuldabréfaviðskipta af þessu til- efni.“ Þessi lagafyrirmæli eru alveg ótvíræð. Vextir eiga um þessi áramót að hækka þannig að um fulla verðtryggingu sparifjár og útlána verði að ræða. Lögum samkvæmt á Seðlabanki íslands að sjá um framkvæmd þessara lagafyrirmæla. Honum ber því að tilkynna um áramót verulega hækkun vaxta, jafnframt því, sem hann á að tilkynna margvíslegar aðrar ráðstafanir í sambandi við útlán og verðtryggingu þeirra. Ef Seðlabankinn framfylgir ekki þessum lagafyrirmælum hefur hann gerzt brotlegur við lög lands- ins. Ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum fyrirmæli um að fresta þessari vaxtahækkun nema með bráðabirgðalögum. Ríkis- stjórnin er ekki sett yfir Alþingi og getur því ekki leyft einum eða öðrum að fresta framkvæmd lag- afyrirmæla frá Alþingi nema með því að setja bráðabirgðalög um þetta efni. Það væri hins vegar næsta furðulegt, ef ríkisstjórnin tæki ákvörðun um það nú milli jóla og nýárs að setja bráðabirgð- alög um vaxtamál. Bæði henni og öðrum var ljóst, að hverju stefndi og hver ákvæði laganna eru. Henni var þess vegna í lófa lagið að leggja fyrir Alþingi, fyrir jólaleyfi þingmanna, frumvarp um breytingu á þessum lögum, ef henni sýndist svo. En það væri þó eftir öðru að hún leyfði sér að setja bráðabirgðalög um þetta efni milli jóla og nýárs. Með því sýndi hún Alþingi óvirðingu og ósvífni, og svipti sparifjáreigend- ur lögbundnum rétti. Verði lögunum ekki framfylgt og vextir því ekki hækkaðir um áramót má hins vegar búast við stórfelldum málaferlum. Ganga verður út frá því, sem vísu, að sparifjáreigendur höfði mál á hendur bönkunum til greiðslu hærri vaxta, ef ákvæðum laganna verður ekki framfylgt. Eins og lögin eru orðuð verður að telja víst, að sparifjáreigendur muni vinna slíkt mál á hendur inn- lánsstofnunum. Ætla verður að þeir, sem ábyrgð bera á banka- kerfi landsmanna hafi ekki áhuga á því að gerast brotlegir við lög og kalla yfir sig og þær stofnanir, sem þeir veita forstöðu stórfelld málaferli. Af þessu má sjá, að fullkomið öngþveiti blasir við í peninga- stofnunum landsmanna um þessi áramót. Þegar þessar línur koma fyrir sjónir lesenda eru 2'/2 virkur dagur til áramóta. Þetta svigrúm hafa Seðlabankinn og ríkisstjórn- in til þess að taka ákvarðanir um að framfylgja lögunum. En kannski verður vaxtabomban sprengd á gamlárskvöld. Dæmi um aðgerðarleysi Þessi viðhorf í vaxtamálum eru dæmigerð fyrir aðgerðarleysi nú- verandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum. Þótt menn hafi vitað það í eitt og hálft ár, að vextir ættu að hækka í siðasta lagi um þessi áramót gerist nákvæmlega ekki neitt. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað á þessu ári frestað vaxtahækkunum með til- vísun til þess, að ákvæði laganna hljóðaði um áramót 1980. Með því hefur ríkisstjórn gefið í skyn, að hún væri ekki sérlega hrifin af þeirri vaxtastefnu, sem mörkuð var í þessum efnahagslögum, enda þótt báðir helztu stjórnarflokk- arnir, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur hafi staðið að setn- ingu þessara laga. Vel má vera, að ríkisstjórnin hafi skipt um skoðun og sé nú komin að þeirri niður- stöðu, að vextir eigi að hækka um þessi áramót, en sé svo þá hefur það ekki komið fram í rækilegum undirbúningi að framkvæmd þess- ara laga. Líklega er ekkert aug- ljósara dæmi en einmitt vaxta- málin um það, hvernig núverandi ríkisstjórn lætur reka á reiðanum og hefst ekkert að. Annað dæmi um þetta er frum- varp að lánsfjáráætlun, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Þegar fjármálaráðherra kom í sjón- varpsþátt snemma í október lýsti hann því digurbarkalega, að láns- fjáráætlun mundi verða lögð fram aðeins nokkrum vikum siðar. Þau orð ráðherrans stóðust ekki. Láns- fjáráætlun var ekki lögð fyrir þingið fyrr en í desember og hún var ekki afgreidd á þinginu fyrir jól eins og vera bar heldur var afgreiðslu hennar frestað fram á næsta ár. Astæðan er auðvitað sú, að stjórnarflokkarnir hafa ekki komið sér saman um það hversu afgreiða skuli lánsfjáráætlun og veigamiklir þættir hennar að því er virðist óræddir innan stjórnar- liðsins. Líklegt má telja, að þeir þingmenn Framsóknarflokksins, sem hvað harðast hafa heimtað efnahagsaðgerðir um þessi ára- mót, hafi stöðvað afgreiðslu láns- fjáráætlunar fyrir jól á þeirri forsendu, að þeir hefðu lítið svig- rúm til þess að knýja kommúnista til einhverra aðgerða í efna- hagsmálum, ef lánsfjáráætlun hefði verið afgreidd frá Alþingi. Þriðja dæmið um hringlanda- hátt ríkisstjórnarinnar í veiga- miklum málum er vörugjaldið, sem nú hefur verið lagt á innlent sælgæti og gosdrykki. Fyrr á þessu ári var innflutningur á erlendu sælgæti gefinn alveg frjáls. Þegar í stað kom í ljós, að innlendur sælgætisiðnaður mundi eiga í vök að verjast af þessum sökum og atvinna starfsfólks í þessari iðngrein í hættu. Þá greip rikisstjórnin til þess ráðs að setja sérstakt gjald á innflutt sælgæti til þess að bæta samkeppnisað- stöðu innlenda iðnaðarins. Nú gerist það hins vegar í desember, að ríkisstjórnin leggur fram frum- varp, sem felur í sér stórfellda nýja skattlagningu á þessa inn- lendu iðngrein, sem á í vök að verjast og er að reyna að bæta samkeppnisstöðu sína. Þessum skatti er mótmælt bæði af at- vinnurekendum í þessum iðnaði og ekki síður starfsfólki, sem sér að atvinnu þess er á ný stefnt í hættu, nú vegna þess, að hinn skattaglaði kommúnisti í fjár- málaráðherrastól, segir, að meiri peninga vanti í ríkishítina. Það er auðvitað ekkert sam- ræmi í afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessarar iðngreinar. Hvar er Hjörleifur Guttormsson nú? Hann er á móti stóriðju, en hann hefur hingað til haldið því fram að hann hefði áhuga á að efla aðrar iðngreinar. Nú tekur hann þátt í aðför að iðngrein, sem á mjög undir högg að sækja. Það er bersýnilega lítið að marka fögur orð þessa iðnaðarráðherra komm- únista um löngun hans til þess að efla innlendan iðnað. Við aðgerðarleysi ríkisstjórnar- innar bætist ábyrgðarleysi ráð- herranna. Framsóknarflokkurinn er stærsti stjórnarflokkurinn. Hann ber mesta ábyrgð. Talsmenn hans hafa hver á fætur öðrum heimtað aðgerðir í efnahagsmál- um. Fyrst sögðu þeir, að dagurinn væri 1. desember. Síðan áramót. Þá bregður svo við, að formaður Framsóknarflokksins, Steingrím- ur Hermannsson, fer á skíði til Spánar og kemur ekki heim fyrr en u.þ.b. 10 dagar eru liðnir af janúarmánuði. Hvað er hann svo að gera til Austur-Þýskalands, þangað fer enginn a.m.k. til að skemmta sér. Fiskverð er óákveðið og allt í óvissu um það en nýtt fiskverð á að taka gildi um áramót. Samningar við sjómenn eru lausir og stefnir í verkfall. Ríkisstjórnin hefur haft stór orð um efnahagsaðgerðir en allt bend- ir til þess, að þær séu ekki farnar að taka á sig nokkra mynd. Og formaður stærsta stjórnar- flokksins fer á skíði til Spánar. Hann lék sama leikinn þegar erfið fiskverðsákvörðun var framundan í byrjun júní. Þá fór formaður Framsóknarflokksins á sólar- strendur. Ætli þetta háttalag Steingríms Hermannssonar lýsi ekki þezt núverandi ríkisstjórn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.